Tíminn - 07.09.1968, Síða 6

Tíminn - 07.09.1968, Síða 6
TÍMINN LAUGARDAGUR 7. septenniber Mffl. í FJÓRTÁN mánuði hefur heimurinn nú horft upp á borg- arastyrjöldina í Nígeríu — styinjöld, sem sífellt hefur orðiS hryllilegri eftir því sem fleiri og fleiri saklausir borgarar falla fyrir byssukúlum eða af hungri. Jatfnframt því, sem ýmsir telja að 6—9000 ó- breyttir borgarar í Biafra láti lítið daglega vegma hungurs og ivannæringar, stendur nú yfir lokasókn hers samlbandsstjórn ar Nígeríu í Lagos gegn borg um þeim, sem enn eni á valdi Biaframanna. Þótt svo virðist, sem sam- bandsstjórnin muni a.m.k. hafa Aba, sem undanfairið hef ur verið höfuðborg þess, sem eftir er af Biafra, í sínum höndum þegar fundur Einingar bandalags Afriku hefst í mæstu viku, er ljóst að það breytir litlu um þá staðreynd þessa strfðs, að það á eiftir að standa f langan tíma í viðbót. Upp- baflega átti Biafra að vera kné sett eftir 2—3 vikna hernaðar átök, og að setja einhver tíma takmörk nú um það, hvenœr hörmungunum lýkur, er von- laust. Saga deflunncir hefur svo oft verið rakin í þessum þátt- um, að óþarfi er að endurtaka hana enn einu sinni. Aftur á móti þykir rétt að skýra að- eins frá gangi styrjaldarinnar sjálfrar, og þeim 'tilraunum til' hjálpar, sem ýmis alþjóðasam tök — og þá einkum Rauði krossinn — hafa gert undan- farið, oig kunna fyrst nú að bera einhvern, en þó takmark aðan, árangur. VTÐBÆÐUR um lausn deil- umiar hófust að nýju í Addis AJbeba, höfuðborg Eþíópíu, 5. ágúst síðastliðinn, eða fyrir rúmum mánuði, undir eftirliti Einingarbandalags Afrfku • og þá einkum formanns Nígerdu nefndar þeirra samtaka, Haile Selassie, keisara Eþíópiu. Er skemmst frá þvi að segja, að hvorki hefur gengið né rekið í þeirn viðræðum. Deiluaðilar hafa þar Skipzt á ásökunum, eo á engan hátt nálgazt sam- komulag. Er ljóst, að Einingarbandalag Aflrfku hefur brugðizt vonum margra, sem héldu að samtök in gætu komið á, eða aðstoðað við að koma á samkomulagi i Nígeriu. f næstu viku verður haldinn árlegur fundúr banda lagsins og verður Nígeriumálið væntanlega þar efst á baugi. Ekki er þó hægt að búast við jákvæðum árangri þar miðað við reynsluna undanfarið. FYRR f SUMAR var um nokkurn tíma liti'ð um bar- daga milli herliðs sambands stjórnarinnar í Lagos og Biaframanna. Munu viðræður , þær, sem haldnar voru í Add- is Abeba, væntanlega hafa átt sinn þátt í þvi En fyrir um hálfum mánuði síðan þótti sýnt, að sambands stjórn’U vœri að hefja nýja sókn, sem einkum beindist gegn bremur borgum Bíafra, Aba, 'sem hefur verið böfuð- borg Biafra frá falli Enugu, Owerri og Umuahia. Er vitað, að undanfarna daga * \ STYRJÖLDIN í NÍGERÍU Tekizt hefur að flytja nokkurt magn af matvælum og lyfjum flugleiðis til Biafra. Mynd þessi sýnir affermingu flugvélar á flugvetff þar; er veriS a5 afferma skreið. hefur megináherzlan verið lögð á sóknina gegn Aba, og hafa þar verið geysilega harð ir og mannskæðir bardagar. Hvort sambandsstjórnin hef ur náð Aba á sitt vald er ekki vitað með vissu. Varlegt er a'ð trúa fullyrðingum Lagos stjórnarinnar í þessu samíbandi, því að hún hefur fullýrt mörg- um sinnum að bor.gin væri á þeirxa valdi, þótt fréttaritarar í Aba fullyrtu hið gagnstæða. Aftur á móti mun fólk hafa flúið Aba undanfarna daga 1 stórum stál og haft með sér allt, sem það gat. Bendir þannig margt til þess, að sé borgin ekki fallin í hendur her liðs sambandsstjórnarinnar, þá muni hún a.m.k. gera það næstu daga. UM SÓENINA á öðrum víg stöðvum er lítið sem ekkert vitað, en telja verður að hún gangi mun hœgar en sóknin gegn Aba. Má búast við, að það taki sambandsherinn alllangan tíma að ná borgunum Owerri og Umuahia á sitt vald. Þegar það gerizt, hafa Biaframenn misst allar borgir sínar og standa verr að vígi en á'ður að veita mótspyrnu. Aftur á móti er það sam dóma áiit þeirra, er vel til þekkja, að styrjöldinni I Níger fu muni ekki ljúka þótt þess ar borgir falli í hendur sam bandsstjórnarinnar. Þá mun að vísu erfitt fyrir liaframc ,n að veita mótspyrnu, vegna lít ils samlbands við umheiminn, einkum hvað vopnasendingar áhrœrir. En hugur Biafra manna til sambandshersins er slíkur, að engin von er 'um uppgjöf eða friðsamlega sam búð. Hið virta brezka tímarit ,,The Economist“ hefur það eftir þeim evrópsku diplómöt um, sem bezt til þekkja um ástandið í Biafra, að meðal fbúanna þar ríki nú sama hug arfar og meðal Gyðinganna í Varsjá, er þeir gerðu hina hetjulegu jen vonlausu uppreis11 sína gegn Þjó'ðverjum. Fólk, sem hefur hlotið þann ig hugrekki — hugrekki ör vœntingarinnar — verður aldrei bugað nema með vopn um. Því er þáð, að margir óttast að eftir sé enn öhugnanlegra bló'ðbað, en 'þegar hefur átt sér stað, jafnvel raunverulegt þjóðarmorð. Á MEÐAN bardagarnir geysa og hrægammarnir gæða sér á líkunum og ýldan af rotnuðum lfkömum fyllir loftið á margra mílna svæði umhverfis víg völlinn, reyna alþjóðlegar hjálp, arstofnanir að koma matvœlum og lyfjum til óbreyttra borgara sem hrynja ni&fr úr hungri og vannæringu. Þessar stofnanir hafa orðið að horfa upp á þess ar hörmungar nú um langan tíma, á meðan matvælabirgðirn ar hlaðast upp á eyjunni Fern ando Poo skammt frá. Nú í vikunni virtist þó að eins rofa til í þessu efni, þeg ar samkomulag náðist milli Rauða krossins og sambands stjórnarinnar í Lagos um flutn inga á matvælum og lyfjum flugleiðis til flugvallar í Biafra. Áttu þessir flutningar að hefj ast á fimmtudaginn var, í fyrradag, og standa fyrst um sinn í 10 daga. STJÓRNEN í Bialfra hefur mótmælt því, að umrœddur flugvöllur verði nota'ður til þessara flutninga, þar sem hann sé sá eini, sem Biafra menn geti notað nokkurn veg inn öruggir til vopnaflutninga. Aftur á móti mun Ráuði kross inn væntanlega fljúga með matvæli til þessa flugvallar þrátt fyrir andstöðu Biafra stjórnarinnar, þótt svo hafi að vísu ekki orðið á fimmtudag eða föstudag. Flugvöllurinn, sem hér um ræðir, er á Uli Ihiala svæðinu skamrnt frá borginni Owerri, sem Biaframenn hafa á valdi sínu eins og áður sagði. Sam komulagið við Lagosstjórnina felur í sér að Rauði krossinn megi fljúga til þessa flugvallar óhindnað að degi til, en flug vélarnar verði þó að sto-ppa á leið sinni frá Fernando Poo í Lagos, svo að sambandsstjórn in geti gengið úr skugga um að vopn séu ekki innanborðs. Mun Rauði krossinn nota fimm flugvélar að minnsta kosti til þessara flutninga, og mun það au'ðvitað koma Biafra mönnum, sem nú líða hungur að nokkru gagni. FLESTIR eru þó sammála um, að til þess að hafa ein hverja von um, að bjarga þeim 8 milljónum íbóa, sem nú eru á þvj litla svæði sem eftir er af >iafra, þurfi að flytja mikið magn matvaúa og lyfijta landleiðina. Um það helfur aft ur á móti ekkert samkomulag ná'ðst o.g mun vœntanlega ekki nást á meðan bardagiar standa yfir. Stjórnin í Biafra hafði áður boðið Rauða Krossinum að fljúga með matvæli til flug vallarins við Obilagu, sem einnig er í hýndum Biafra manna, og hafði Rauði Kross inn tilkynnt að það myndi hann gera. En sambandsstjómin í Lagos mótmælti þessu harð ,lega, og hótaði að skjóta flug vélarnar niður. Voru rök henn ar sú, að Obilagu væri í sókn arlínu sambandshersins. Þrátt fyrir þetta, herma fréttir — óstaðfestar — að Rauði Rross inn hafi flogið með vistir til Obilagu-flugvallarins s. 1. mið vikudag og fimmtudag. Virðist alla vega ljóst, að einhvert aukið magn matvæla og lyfja mun þessa dagana koma til Biafra og þá vœntan lega ná til einhvers hl-uta fbú anna. Hversu víða er hægt að dreifa þeim matvælum vegna bardaganna og samigönguerfið leika, er auðvita'ð erfitt að segja til um, en raunverulega víðtækri hjálparstarfsemi er uðvitað mjög erfitt ef ekki mögulegt að skipuleggja vi'ð núverandi aðstæður. SUMIR SEGJA að styrjaldar ástand og blóðþað muni halda áfram í Nigeríu í langan tíma enniþá, og jafnvel, áð enginn friður komist á nema með út- rýmingu íbóanna í Biafra. Og Framhald á bls. 11. i

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.