Tíminn - 17.09.1968, Blaðsíða 1
Auglýsing í TímaiKHB
kenmr dagiega fyrir aogu
80—100 þúsund lesenda.
Jafnaðarmenn fengu hreinan meirihluta í sænsku þingkosningunum:
Urslitin einkum persónu-
legur sigur Erlanders
NTB-Stokkhólmi, mánudag.
Jafnaðarmannaflokkurinn í Svíþjóð bar sigur úr býtum í kosningunum til neðri deild-
ar þjóðþingsins á sunnudaginn, og bætti við sig 15 þingsætum. Kosningaúrslitin hafa
vakið mikla athygli víða um heim, það fyrst að þetta eru fyrstu kosningarnar sem fara
fram eftir innrásina í Tékkóslóvakíu, í öðru lagi þykja úrslitin mikill sigur fyrir Tage
Erlander, forsætisráðherra, og í þriðja lagi fóru kosningarnar á allt annan veg en almennt
hafði verið spáð. Með kosningasigri sínum hafa jafnaðarmenn tryggt sér hreinan meiri-
hluta á þingi, jafnvel þó tala unninna þingsæta fækki um fimm við endurtalningu atkvæða.
Sten Andersson (t. h.) hyllir Tage Erlander, forsaetisráSherra, eftir sigur jafnaSarmanna í kosningunum á
sunnudaginn. (Símsend mynd — Pressens Bild-NTB)
Brezki heimskautaleiðangurinrt í erfiðleikum:
EINN LEIÐANCURSMANNA
ILLA HALDINN Á ÍSNUM
EJ-Reykjavík, mánudag.
Brezki heimskautaleiðangurinn — fjórmenningarnir,
sem eru nú á leiðinni frá Alaska til Svalbarða hefur lent
í erfiðleikum. Einn leiðangursmanna, Allan Gill, sem er
37 ára, hefur meiðzt og er alls óvíst hvort hann getur haldið
áfram ferðinni. Ákvörðun um það verður þó ekki tekin
fyrr en eftir nokkra daga, en einnig er mjög hættulegt að
senda flugvél eftir honum, því ísinn er ósléttur og því erfitt
um lendingu.
Salazar
— einræðisherra Portiígal
ER SALAZAR I
DAUÐANUM?
NTB-Lissabon, mánudag.
★ Dr. Antonio de Oliveira Salaz
ar, forsætisráðherra í Portúgal,
liggur nú nær dauða en lífi á
sjúkrahúsi í Lissabon. Salazar
gekkst fyrir skömmu undir upp-
skurð vegna blóðtappa í hcila, og
var hann talinn á batavegi þar til
í dag að honum versnaði skyndi-
lega.
•k Óstaðfestar fregnir í Lissabon
herma að læknar forsætisráðherr-
ans óttist að hann hafi fengið heila
blóðfaU og sagt er að Salazar sé
meðvitundarlaus.
Strax og það tók að spyrjast
um Lissabon að heilsu Salazars
hefði hrakað fór fólk að hópast
saman fryir utan Rauða kross
sjúkrahúsið, þar sem hann liggur.
Americo Thomas, forseti Portú
BYamnalo ® bls 14
Fulltrúar neytenda
neita
þátttöku í sexmannanefnd
KJ-Reykjavík, mánudag
Yfirnefnd um verðlagsmál land
búnaðarins hefur verið að störf-
um síðan á laugardagsmorgun.
Fulltrúar neytenda í sexmanna-
nefndinni óskuðu ekki eftir að til
nefna fulltrúa í yfimefndina, og j
skrifaði formaður Stéttarsam-1
bands bænda, Gunnar Guðbjarts-1
son, því félagsmálaráðherra, og j
óskaði eftir að hann skipaði ■
manninn í nefndina, samkvæmt
lögum. Skipaði félagsmálaráð
herra Jón Þorsteinsson alþingis-
mann í nefndina. Aðrir nefndar-
menn eru: Guðmundur Skafta-
son lögfræðingur og Ingi Tryggva-
son bóndi á Kárhóli.
Hóf nefndin störf á laugar-
dagsmorgun, hefur verið að um
helgina og í dag. Svo sem kunn-
ugt er, þá ályktaði aðalfundur
Stéttarsambands bænda að bænd
ur auglýstu verð á framleiðsluvör
um sínum, yrði verðákvörðun ekki
komin fyrir 25. september n.k.
Stendur sú ákvörðun enn að sjálf
sögðu, og ef yfirnefndin hefur
ekki ákveðið verð á landbúnaðar-
vörum fyrir þann tíma munu
bændur auglýsa verð á landbún-
aðarvörum.
Leiðangursmenn eru nú um
830 mílur frá norðurströnd Kan-
ada, og hafa því lagt að baki um
um þriðjung leiðarinnar til Sval-
barða, en eins og kunnugt er
hafa leiðangursmenn einungis
hundasleða sem farartæki.
Læknirinn í leiðangrinum, Kenn-
et majór liefur lagt til að Gill
verði fluttur tii Luglands, en end
anleg ákvörðun hefur ekki verið
tekin. Síðustu dagana hafa hinir
leiðangursmennirnir orðið að
draga Gills á sleða, en nú munu
þeir hafa sett upp búðir og ætla
að hafast þar við nokkra daga og
sjá hvort Gills batni það mikið,
að hann geti haldið áfram för-
inni en það er heitust ósk hans
sjálf's.
Gills er elztur leiðangursmanna
og hefur dvalið lengur á heim-
skautasvæðum síðustu 10 árin en
nokkur annar Englendingur.
Wally Herbert, leiðangurstjór-
inn, segir að hann eigi heima á
heimskautasvæðunum, og hann
vcrði sjálfur að taka ákvörðun,
Framhald a bls 14.
Endurtalning atkvæða úr
sænsku kosningunum hefst 23. sept.
og er búizt við að hún leiði af
sér miklar breytingar á skiptingu
þingsæta í neðri deild þingsins.
Við endurtalninguna er taiið lik
legt að styrktarhliutföllin milli
stjórnarflokksins og hinna flokk
anna breytist nokkuð frá því við
fyrstu talningu sem lauk í dag. Úr
slit fyrstu talningar urðu þau að
socialdemókratar hlutu 128 þing-
sæti og er það 15 þingsæta aukn-
ing. Hinir borgaralegu stjórnarand
stöðuflokkar hlutu 102 þingsæti
samtais, töpuðu sameiginiega 10
þingsætum. (Þjóðarfl. tapaði 11,
Ihaldsfl. 1 og Miðfl. vann 6).
Kommúnistar náðu 3 þingimönnum
en höfðu 8 áður. Jafnvel þó svo
fari að borgaraflokkarnir fái 3
—5 þingsæti til baka við endur-
talninguna mun það ekki ógna hin
um algjöra meirihluta Sósíal-
demókrata.
Á kosnimganóttina gerði tölva
sænska sjónvarpsins ráð fyrir
að socialdemókratar næðu 125 þing
sætum, borgaralega stjórnarand-
staðan 105 og kommúnistar 3.
Gera má ráð fyrir frekari leið-
réttingum við endurtalninguna
vegna hins gífurlega fjölda uan-
kjörfuntdarakv'æða, en þau urðu
að þessu sinni rúmlega 300 þús.
Þetta gerir útreikninga tölvunar
óáreiðanlegri en skyldi.
Ihaldsflokkurinn getur í hæsta
lagi reiknað með að fá 4 viðbótar
þingsæti er utankjörsatkvæðin bæt
ast við og komast þannig í 33
þingsæti, en flokkurinn næði þá
sömu þingsætatölu og hann fékk
við síðustu kosningiar. Svo gaati
farið að Þjóðarfl. næði einu
þingsæti af Miðflokknum, en hann
gæti aftur á móti unnið það upp
með því að taka eitt sæti af soc
ialdemókrötum. Miðflokkurinn
myndi þannig hafa 40 þingsæti
(eða 5 unnin) en Þjóðarflokkur-
inn 33 (eða 10 töpuð). Missi social
demókratar öll þau þingsæti sem
nú eru á hættusvæði hljóta þeir
124 (eða 11 unnin). Hins vegar
gætu socialdemókratar náð einu
þingsæti af kommúnistum sem þá
myndu aðeins hafa tvo þingmenn
í neðri deildinni (eða 6 töpuð
þingsæti).
Erlander hættir flokksforystu
Tage Erlander, forsætisráðherra,
lýsti yfir þvi í dag að hann myndi
ekki gefa kost á sér sem flokksleið
toga á næsta flokksþingi social
demókrata. í sjónvarpsviðali sagði
Erlander að hann myndi ekki
gegna embætti flokksleiðtoga fram
til kosninganna 1970, jafnvel þó
að flokksþingið endurkysi hann.
— í flokki okkar er það flokks
þingið sem ákveður, hver skuli
verða leiðtogi flokksins. í þetta
sinn verður flokksþingið að taka
tillit. til ákveðinna óska flokksleið
Framhald á bls. 14.