Tíminn - 17.09.1968, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.09.1968, Blaðsíða 16
OÓ-Reykjavík, mánudag. Peningaskáp, sem i voru víxlar og verðbréf sem nema að verð- mæti, nokkrum milljónum króna, var stolið úr skrifstofu húsgagna verzlunarinnar Hibýlaprýði viS Hallarmúla s. I. nótt. í skápnum voru einnig einhverjir peningar og ávísanir, en ekki er vitað með vissu hve mikið. Þó er vitað um eina ávísun sem stiluð er á 13 þúsund krónur. Að minnsta kosti tveir vel sterkir karlmenn hafa verið að verki, því peningaskápur inn er þungur og ekki færi á neinna væskilmenna að hreyfa hann úr stað, hvað þá bera hami niður stiga og stinga honum í bfl eins og þarna hefur auðsjáanlega verið gert. Mjög er vafasamt að þjóf arnir geti komið fyrrgreindum papp írum i verð án þess að upp um þá komist. Eigendum verzlunariunar er ekki full'ljóst hve mikils virði pappírarnir, sem í skápnum voru, eru. Auk verðbréfanna og víxlanna, voru í skápnum ýmis gögn við- komandi verzluninni. Skápurinn sem stolið var, er um 80 em. á hæð og 60 om. á breidd og þung ur eftir því. Þjófarnir hafa ekið bíl að kjall aradyrum hússins. Síðan klifrað upp vinnupalla sem eru utan á bygginigunni og komizt inn um dyr, sem settar voru í til bráða birgða og ekki vel frá þeim geng ið og auðvelt að brjótast þar imi. Pramnald a öls 14 Launþegar og atvinnurekendur í málm- og skipasmíðaiðnaði ÞINGA UM STÖÐUIÐNAÐARINS EUSEBIO KEMUR I DAG Múgur og margmenni safnaðist saman á Rvíkurflugvelli í gær- dag til að taka móti portúgölsku knattspyrnusnillingunum frá Ben fica. Klukkutíma áður en | frægu leikmemi byrjuðu að streyma út úr vélinni, spurðu þota margir: „Kemur Eusebio ekki?“ Flugfélagsins lenti á vellinum Eusebio var ekki meðal farþega, byrjaði fólk að safnast saman. Og cn hann keinur til landsins í dag. loksins, þegar vélin lenti og hinir í gær var hann staddur í París til að veita viðtöku verðlaun franska blaðsins L’Equipe, sem markhæsti lcikmaður Evrópu. Myndin sýnir leikmenn Benfica á Reykjavikurflugvelli. Sjá nánar á íþróttasíðu. (Tímamynd—Gunnar) MILLJðNAVERÐMÆTI AF VfXL- UM OG VERÐBRÉFUM STOLIÐ EJReykjavík, mánudag. Samtök fyrirtækja og launþega í málm- og skipasmíðaiðnaði hafa ákveðið að efna til ráðstefnu um stöðu og framtíðarþróun starfs- greinarinnar, og verður sú ráð- stefna haldin í Reykjavík dagana 27. 28. september. Sem kunnugt er, hefur mikill samdráttur átt sér stað í málm- og skipasmíði undanfarið, og þróunin yfirleitt verið í átt til enn verra ástands. Þau samtök, sem að ráðstefn- unni standa, eru Félag dráttar- brauta og skipasmiðja, Félag járn iðnaðarmanna, Landssamband málmiðnaðarfyrirtækja, Málm og skipasmíðasamband íslands og Meistarafélag járniðnaðarmanna en ráðstefnan verður haldin i fundarsal hins síðastnefnda að Skipholti 70. Á ráðstefnunni verða flutt mörg erindi um stöðu málmiðnað arins, um stöðu skipasmíðaiðnað- arins og um stöðu launþega í málm- og skipasmíðaiðnaðinum. Einnig verða flutt erindi um lána mál og áætlanagerð í skipasmíða- iðnaði, og um menntun og fram- haldsmenntun í málmiðnaði. Þá verða ýmis mál rædd í um ræðuhópum, m.a. breytingar á lánakerfi iðnaðarins, tækniþróun, samkeppnisaðstöðu og menntun. íbúar Laugarness og Breiðagerðishverfa: Þórarinn Einar Kristján Fundur með alþingismönnum og borgarfulltrúum Framsóknar- flokksins í Reykjavík í kvöld f dag, þriðjudag 17. sept., verður haldinn annar fund- urinn af mörgum hliðstæð- um í kjörsvæðum Rvíkur. Verð ur annar fundurinn fyrir íbúa Langholts- og Breiðagerðis- hverfa, en fundarstaðurinn er Framsóknarhúsið við Fríkirkju veg (uppi). Þar munu mæta alþingismenn og borgarfulltrúar Framsóknarflokksins f Reykja vík, og munu þeir svara þeim fyrirspurnum. sem íbúar viðkom andi hverfa kynnu að hafa áhuga á að bera fram. Auk þess gefst fundarmönnum tækifæri til að koma á framfæri skoðunum sín um og áhugamálum við þing menn og borgarfulltrúa flokks ins í höfuðborginni. Eins og áður segir verður þessi fundnr á í dag 17. sept., og hefst hann kl. hálf níu (20.30) Munu alþingismennirn ir og borgarfulltrúarnir flytja stutt ávörp. en síðan svara fyrirspurnum fundarmanna nm þjóðmál og borgarmál. Eru allir íbúar Laugarness- og Breiðagerðishverfis velkomn ir á fundinn. Mjög bráðlega verða hlið- stæðir fundir haldnir i öðrum kjörsvæðum borgarinnar ÁLAGABRUNIA HVANNEYRI? HLAÐA, FJÁRHÚS OG HESTHUS BRUNNU FB-Reykjavík, mánudag. Á sunnudagskvöldið um klukkan 7 kom upp eldur í hlöðu á Hvanneyri. — Slökkvilið var þegar kvatt á staðinn og kom það bæði frá Borgarnesi og Reyk- holti. Var unnið að því að ráða niðurlögum eldsins í nótt og fram eftir degi í dag. Eldurinn mun hafa kviknað út frá olíukyndingu. Blaðið haf'ði í dag samband við Guðmund Jónsson, skóla- stjóra á Hvanneyri. Sagði hann að eldurinn hefði komið upp í kjallara undir hlöðunni. en þar voru kynditækin. Við hlöð una voru áföst fjárhús og hest- hús, en atlar þessar bygging- ar skemmdust mikið, þó hest- húsin minniSt. Hefur í dag ver ið unnið að því að lagtfæra húsin eftir því sem hægt er. í hlöðunni voru 1000 hestar af heyi og mun um helmingur þess hafa eyðilagzt i fjárhús- unum var rúm fyrir 300 fjár1 og í hesthúsinu var rúm fyrir 30 hross. í bókinni Landið þitt. eftir Þorstein Jósepsson, segir um Hvanneyri, að þegar búnaðar- skóli var þar stofnaður árið 1889, hafi verið mörg smábýli þar í kring, og hafi leiguliðar, i sem þar bjuggu verið reknir burtu vægðarlaust, sumir sár- nauðugi-r .aðrir í heiftarhug, Kona ein var í þeirra hópi. Hún mælti svo um og lagði á, að þrír stórbrunar yrðu á Hvanneyri. „Síðan hafa orðið þar tveir stórbrunar," segir í bókinni. í dag spurðum við Guðmund, hvort þetta hefði þá ekki verið þriðji stórbruninn. — Nei, það held ég ekki, svaraði hann, það mun hafa verið átt við íbúðarhúsin, en ekki útihús, svo hór á eftir að brenna enn. Kópavogi Framsóknarfé- lögin í Kópavogi halda almennan fund í Framsókn arhúsinu að Neðstutröð 4 f Kópavogi fhnrntw daginn 19. s«pt. kl. 8,30 síðd. Fundarefni er stjórnmálaviðhorfið og hefur Jón Skaftason, alþingis maður, framsögu. ÚÁNÆGÐIR MEÐ VÍSI- TÖLUBRAUÐIÐ EJReykjavík, mánudag. Á aðalfundi Lanclssjambands bakarameistara, sem haldið var fyrir nokkrum dögum, kom fram „mjög almenn óánægja á verð- lagseftirlitið, vegna afgreiðslu þess á vísitölubrauðinu, sem bak- arar hafa ekki í mörg ár fengið að selja á sannanlegu kostnaðar- verði“, segir í fréttatilkynningu frá landssambandinu. Segir, að margir hafi lýst „vanþóknun sinni yfir því óréttlæti sem bakarastétt- in hefur verið beitt, og t.d. bak arar úti um landsbyggðina hafa mikinn aukakostnað við flutning á efnisvöru, en sá kostnaður hef- ur aldrei fengizt tekinn inn í verðlagið. Skorað var á stjórn sambandsins að fá leiðréttingu þessara mála. og að sú efnisvöru- hækkun, sem i vændum væri. verði öll tekin í verðlagið á vísi- tölubrauðið, við næstu verðálagn ingu“. Á aðalfundinum, sem var hald inn í Reykjavík 6.—7. september Framhald á bls. 15. Fundur í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.