Tíminn - 17.09.1968, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
ÞRIÐJUDAGUR 17. sept. 1968
ENN UM KENNSLU
HEYRNARDAUFRA
Reykjavík 6.9. 1968.
í lok ágústmánaðar eða 30. og
31. þess mánaðar var birt í dag-
blöðum Reykjavíkur opið bréf til
stjórnarvalda frá foreldrum
heyrnardaufra barna.
Efni þessa bréfs þarf ekki að
rekja, en það fjallar um ófremd-
arástand það, sem nú ríkir í mál-
efnum heyrnardaufra barna.
Augljóst er, að bréfið hefur vak
ið mikla athygli.
Er þar átt við áskorun frú Aðal
bjargar Sigurðardóttur og stofn
framlag ónefndrar konu, sem gef
ið hefur kr. 50 þúsund í sj'óð til
styrktar heyrnardaufum. Þá hefur
Guðmundur Magnússon skólastjóri
tekið undir áskorun fní Aðal-
bjargar og gert ákveðnar tillög-
ur í þessu efni. Þessir aðilar all
ir hafa sýnt málinu sérstaka vel
vild og skilning.
Þá birtist í bréfakassa Alþýðu-
blaðsins í dag fyrirspurn frá H.J.
undir fyrirsögninni:
Er heyrnarleysingjaskóli úr-
lausn?
Stjórn foreldra og styrktarfé-
lags heyrnardaufra þakkar þann
áhuga, sem fram hefur komið og
vill stuð'la að því eftir fremsta
megni, að þessi mál hljóti við
unandi lausn.
Stjórn félagsins telur nauðsyn
legt, að athuga nánar það, sem
H.J. heldur fram í Alþýðublað-
inu.
H.J. skrifar:
„Eftir að hafa séð myndirnar
um Sitsy í sjónvarpinu, vaknar
eú spurning, hvort ekki eigi að
stuðla að því að heyrnarlaus börn
fái heyrnartæki eins fljótt g kost
ur er á.innan 1 árs aldurs.“
Heyrnartæki eru tekin í notk-
un hér á landi á fyrsta ári, svo
framarlega að grunur um heyrn-
askerðingu sé staðfestur af lækn
um og sérfræðingum.
H.J. heldur áfram:
„. . . og koma þeim á barna
heimili (dagheimili) 1—11/2 árs
gömlum. Sérmenntað fólk gæti
gengið milli dagheimilanna og
þjálfað börnin þar til kemur að
barnaskólanámi."
í Reykjavík hefur því yfirleitt
verið vel tekið, að taka við heyrn
arskertum börnum í leikskóla.
Aftur á móti gilda aðrar regl-
ur um dagheimili og lítið um að
gerðar séu undantekningar vegna
heyrnardeyfu. Það væri mjög æski
legt, ef sérmenntað fólk færi á
milli leikskóla og dagheimila, en
hingað til hefur skort fleiri starfs
krafta með slíka menntun.
Utan Reykjavíkursvæðisins er
ekki um sérmenntað fólk á þessu
sviði að ræða og möguleiki þessi
því útilokaður þar.
Greinarhöfundur heldur áfram:
„Þetta er gert í öðrum löndum,
t.d. Englandi, en þar hefur verið
lokað einum heyrnarleysingja-
skóla og aðsókn að heyrnarleys
ingjaskólum í Svíþjóð er svo til
engin.“
Hér er gefið í skyn, að lokun
Heyrnleysingjaskóla í Englandi og
að aðsókn fari minnkandi x
Heyrnleysingjaskóla í Svíþjóð,
vegna þess að heyrnartækjum sé
úthlutað á 1 ári og talþjálfun
hefjist mjög fljótt.
í Svíþjóð hefur fyrir rúmu ári
verið byggður mjög fullkominn
skóli fyrir heynardauf börn Hör
selskolen í Alvik fyrir milljónir
króna. Þessi skóli tekur við börn
um, semt áður hefðu farið í „Döve
skola“, en að jafnaði fara þau
börn, sem hafa meira en 90 dB
heyrnartap, í heyrnleysingjaskóla
í Svíþjóð.
Það er staðreynd, að því fyrr
sem heyrnarskerðing er uppgötv-
uð, því meiri von er um árang-
ur, svo framarlega að allri nú
tíma tækni sé beitt.
Það er líklegt, að bætt aðstaða
yngri barnanna myndi leiða til
þess að fleiri og fleiri börn með
héyrnarskerðingu gætu að loknu
sérstöku undirbúningsnámi, sótt
skóla með heyrandi jafnöldrum.
Það er ennfremur háð stöðugri
þróun í smíði heyrnartækja.
Heyrn, sem fyrir nokkrum ár
um reyndist gagnslítil, getur nú
í fleiri tilfellum en áður orðið
til verulegra nota vegna betri og
fullkomnari heyrnartækja.
Og H.J. segir:
„í Danmörku, en þaðan er
myndin, sem getið er um hér að
framan, hafa miklar breytingar
verið gerðar á skólakerfinu —
fötluð börn eru nú innan um
heilbrigð og þykir sanna'ð eftir
nokkurra ára reynslu, að heyrn-
arlausum börnum fari mun meira
fram innan um heillbrigð börn,
en ef þeim er haldið sér, og þau
séu betur búin undir lífsbai’átt-
una.“
Ekki ei-u okkur ljósar þær
breytingar, sem orðið hafa á skóla
kerfinu Danmörku. Hér telja
margir þörf á breytingum á skóla
kerfinu, eins og ljóst er af mikl-
um skrifum að undanförnu.
Það er alls ekki útilokað, að
hér muni með tknanum verða þró
un í þá átt, að börn með heyrn-
arskerðingu sæki nám í venjuleg-
um skólum. Að því hlýtur að
verða stefnt eins og áður, að sem
allra fæst börn þurfi að sækja
menntun sína í skóla fyrir heyrn
ardaufa.
En ljóst er, að landshættir og
aðstæður hér á landi gera nauð-
synlegt að hafa áfram sérskóla í
því formi, sem verið hefur, nema
hvað allur aðbúnaður þarf end-
urskoðunar við, sbr. bréf foreldr-
anna. Einnig er það ljóst, að
heyrnarskert börn frá 4—7 áa
aldri geta hvergi fengið betri und
| irbúning en í Heyrnleysingjaskól
| anum, því þar eru þeir sérmennt
| aðir kennarar, sem við eigum í
landinu.
H.J. heldur áfram:
„Að sjálfsögðu kemur svo ann
ar þáttur til sögunnar, en það
er hið daglega líf heyrnarleys-
ingjans, sem er einangrað í heima
vistarskóla frá 4ra ára til 16 ára
ldurs — miðað við það barn,
sem á þess kost að vera í al-
mennum skóla, enda þótt um
sérbekki sé að ræða.
Slíkt barn þróast og þroskast
á allan hátt mun eðlilegar.“
Hér kemur að einu grundvall-
aratriði í grein H.J., en það er
sá skilningur greinarhöfundar, að
heyrnleysingjaskóli sé sama og
heimavistarskóli.
um Sitsy, væri því æskilegt að
þær yrðu sýndar aftur allar þrjár.
Nú, þegar svo mikið er rætt um
Heyrnarleysingjaskólann, myndu
Heyrnarleysingjaskólann, myndu
margir gefa þessum myndum
meiri gaum, en þær sýna ótví-
rætt, hvaða árangri er hægt að
ná með nýja skipulaginu í
kennslu heyrnardaufra."
Það væri vissulega fróðlegt að
vita ótvírætt um samanburð á
nýja skipulaginu, sem svo er kall-
að í kennslu heyrnardaufra og
því gamla, en því miður gefur
myndin ekki þann samanburð,
hins vegar sýnir hún, hvað hægt.
er að gera fyrir einstakling með
góða greind, þegar öllum nútíma
aðferðum er beitt.
Annars er ekki getið um, hvað
heyi'nartap stúlkunnar í mynd-
inni er mikið í dB, né gefið upp
línurit yfir heyrnardeyfu hennar,
en það væri mjög fróðlegt að
vita.
í framhaldi af því, sem hér hef-
ur komið fram, má bæta við, að
hér á landi hafa verið gerðar 2
tilraunir með að setja heyrnar-
skert börn, sem áður höfðu hlot-
ið sinn undirbúning í Heyrnleys
ingjaskólanum, í almenna skóla,
hafa þessar tilraunir gefizt vel og
sýna, að með réttri meðferð er
þetta hægt, þrátt fyrir ýmsa ann
marka, en geta má þess, að kenn
arar beggja þessara barna hafa
sérstakan áhuga á vandamálum
heyrnardaufra.
Á hinn bóginn er því ekki að
leyna, að börn með fremur lítið
heyrnartap hafa hlotið rauga með
ferð í almennum skólum og þessi
börn hafa orðið að koma í Heyrn
leysingjaskólann til að njóta
menntunar, þrátt fyrir heyrnar-
leyfar, sem hugsanlega hefðu
hjálpað börnunum verulega, ef
þau hefðu fengið rétta meðferð
strax og heyrnardeyfunnar varð
vart.
Að lokum vill Foreldra- og
styi'ktai'félag heyrnardaufra vona
að þau skrif, sem orðið hafa um
þessi mál, verði heyrnardaufum
til góðs, og' við leggjum megin-
áherzlu á, að nýju skólahúsi verði
komið upp fyrir þessi börn, sem
halda áfram að vaxa, hvort sem
þau fá viðunandi aðstöðu til
menntunar eða ekki, og jafnframt
verði unnið að þv að opna þeim
leiðir út í hið almenna skólakerfi.
Skólinn þarf að vera tilbúinn
fyrir næsta haust, núverandi á-
stand er óviðunandi með öllu og
útilokað er að una því nema í
1 ár.
Foreldra- og styi'ktarfélag
heyrnardaufra heitir á alla góða
menn að veita málinu þann stuðn
ing, sem verða má. Málið þolir
enga bið.
■",?/ * ■ jðwj ■ ■ji
■ .■■■■'?■
"V'* eMAtm W tt* i<>" ' í&j:
' -*'■*■*'<• -f jí.4'f'i < i '< *k <■ '■.?■} * v %
Stjórn Skókaupmannafélagsins, talið frá vlnstrl. Sigurður H. Lúðvíksson, Steinar S. Waage, Pélur Antfrésson,
formaður, Sveinn Björnsson og Gunnar Hannberg.
SL sunnudag 15. septemiber var
Félag íslenzkra skókaupmanna 30
ára.
Það var stofnað 15. september
1938 að Hótel Borg.
Stofnendur félagsins voru skó-
kaupmennirnir Stefán Gunnxars-
son, Björgúlfur Stefánss., Þórður
Pétursson. Óli J. Ólason, Gunnar
Jónsson (skóv. Jlóns Stefánsson-
ar) og Jón Bergsson.
Af þessum aðilum eru nú þrír
á lífi, þeir Óli J. Ólason, Jón
Bergsson og Gunnar Jónsson.
Elzti starfandi skókaupmaður-
inn í dag er Jónas Hvannberg. en-
hann hefur rekið skóverzlun sína
frá því 1916.
f 3. gr. laga félagsins segir, að
tilgangur félagsins sé að efla sam-
vinnu meðal skókaupmanna og
stuðla að því að verzlun með skó-
fatnað sé rekin á sem hagkvæm-
astan hátt fyrir almenning og á
heilbrigðum grundvelli. Þessu
markmiði hyggst félagið ná m.a.
með því að beita sér fyrir því, að
sem fjölbreyttast og hagkvæmast
úrval af skófatnaði sé jafnan fáan
legt í landinu.
Á undanförnum árum hefur á
ýmsu gengið varðandi innflutning
og sölu á skófatnaði. — Innflutn-
ingshöft voru lengi við lýði og
muna víst flestir biðraðirnar við
skóbúðirnar á haftaárunum.
Tollar á skófatnaði hafa til
skamms tíma verið mjög háir og
eru raunar enn, þótt nokkuð hafi
þar á unnizt. og um þessar mund-
r
ir eru við lýði verðlagsákvæði á
skófatnað, sem í senn eru óraun-
hæf og ranglát, og geta hæglega
leitt til þess að ekki sé unnt að
verða við óskum og þörfum al-
mennings varðandi vöruframboð
og vörugæði.
Skókaupmannafélagið hefur eft-
ir megni reynt með starfsemi
sinni að vinna að eðlilegu fyrir-
komulagi þessara mála og mun
vinna a<5 því markvisst áfram.
Núverandi stjórn Skókaup-
mannafélagsins skipa: Pétur And-
résson. form., Sveinn Björnsson,
Steinar S. Waage, Gunnar Hvann-
erg og Sigurður Haukur Lúðvíks-
son.
Nú orðið á þetta aðeins við um
þau börn, sem eiga heima í sveit-
um landsins, kauptúnum og kaup
stöðum, þau þurfa að vera í heima
vist.
Þau börn, sem eiga heima á
Reykjavíkursvæðinu, munu ekki
búa í skólanum í vetur, svo að
einangrun, ef svo má að orði kom
ast, í Heyrnleysingjaskólanum er
eingöngu vegna hérlendrar sér-
stöðu.
Annars verður að telja nokk-
uð hæpið. að miða við aðstæður
hjá milljónaþjóð, sem að öllu
leyti hefur miklu betri astöðu.
m. a. vegna meira þéttbýlis, 'lengri
þróunartíma að þessu leyti og
fleiri barna, sem gera meiri flokk
un nauðsynlega og miklu auðveld
ari en hægt er að koma við hér
á landi.
Að sjálfsögðu ber okkur skylda
til að notfæra okkur reynslu ann
arra þjóða í þessum efnum. en
jafnfi'amt ei nauðsyn á að hafa
sífellt í huga sérstöðu okkar fs
lcndinga sakir fámennisins. sem
gerir samanburð við aðrar þjóð
ir næsta óraunhæfan
Og þá segir í niðurlagi greinar
H.J.:
„Það er ekki víst, að allir hafi
fylgzt nógu vel með myndunum
Virðingarfyllst,
F.h. Foreldra- og styrktarfélags
heyrnardaufra,
Vilhjálmur Vilhjálmsson
formaður.
E.S.
í dag, 12.9. 1968, skrifar Sig-
ríður Guðmundsdóttir í Velvak-
andadálk Morgunblaðsins undir
fyrirsögninni „Heyrnardauf
börn“. Er þar margt vel sagt í
upphafi og enda bréfs. Því miður
verður Sigríði á að fara rangt
með, þegar hún vitnar í bréf for
eJdranna varðandi fóstureyðing-
ar, en þar sem svo stutt er síðan
bréf foreldranna var birt, þarf
ekki að endurtaka það hér. Að
öðru leyti er ábending hennar um
rannsókn sjálfsögð. Einnig verð-
ur henni á að tala um sjóð til
stuðnings Heyrnleysingjaskólan
um, en sjóðurinn er ætlaður
heyrnardaufum börnum.
Annars er bréf Sigríðar að
ýmsu leyti svipað bréfi H.J í Al-
þýðublaðinu. sem vitnað er í hér
að framan, og lýsir þáð vanmati
á vandamálinu miðað við aðstæð-
ur hér á iandi. Svar félagsins við
grein H.J. á því að verulegu ieyti
einnig við varðandi grein Sigi'íðar.
V.V.