Tíminn - 17.09.1968, Blaðsíða 4
4
TÍMINN
ÞRIÐJUDAGUR 17. sept. 1968
Dynoten - Sórheysfergjan
gefur jafnan þrýsting og betri verkun súrheysins.
Dynoten — Súrheysfergjan er úr „polyethylen“
plastslöngu 40 cm í þvermál sem fyllt er meS
vatni auk plastábreiðu.
Útsöluverð:
nr. 203 3 m. þvermál ca. 7 ferm. kr. 744,oo
nr. 204 4 m. þvermál ca. 12 ferm. kr. 1.158,oo
— Sendum gegn póstkröfu —
Smiðjubúöin
v/Háteigsveg.
Sími 21222.
Vörubílar -
Þungavinnuvélar
Höfum mikið úrval af vöru
bílum og öðrum þunga-
vinnutækjum. Látið okkur
sjá um söluna.
Bíla- og búvélasalan
v/Miklatorg.
Sími 23136, • heima 24109
NÁ TTURU VERNDA RHERFERD
BAR VERULEGAN ÁRANGUR
LONDON — BATTERY
fyrirliggjandi Gott verð.
Lárus Ingimarsson, heildv.
Vitastíg 8 a. Símí 16205.
RAFGEYMAR
ENSKIR
— úrvals tegund
Eins og öllum landslýð er kunn
ugt, þá cfndu Náttúruverndar-
nefnd hins íslenzka náttúrufræði
félags og Æskulý'ðssambands fs-
lands til umgengnisherferðar nú
í sumar. Herferðin hófst með blaða
mannafundi hinn 26. júní s. 1. Á
fundi þessum var greint frá til-
drögum að herferðinni. Blöð, hljóð
varp og sjónvarp sáu strax að hér
var um þjóðþrifamál að ræða og
veittu mikið rými fyrir herferð-
ina.
Umgengni íslendinga úti í nátt-
úrunni hefur lengi verið til lítils
sóma, bæði er það vegna hugsun
arleysis og svo að aðstuða til
þrifni víða á tjaldstæðum o.þ.h.
hefur gert mönnum erfitt fyrir.
Sem dæmi um að hugsunarleysi
hafi verið valdandi þessari slæmu
umgengni, er hversu jákvæðar
undirtektir herferðin fékk hvar
sem framkvæmdamenn hennar
báru niðri. Hvort sem var um
aðstoð við útgáfu á dreifibréfi til
jeppaeigenda sbr. jeppainnflytjend
ur, stór dreifingu á bréfi þessu,
sbr. tryggingafélög, eða dreifingu
áminningarspjalds og uppsetningu.
sbr. olíufélögin og Mjólkursamsal
an, þá voru móttökurnar allsstaðar
mjög góðar. Hin margendurteknu
skrif lesenda dagblaðanna um her
ferðina sýnir einnig að ekki þurfti
nema rétt að ýta við almenningi
til þess að hann sæi nauðsyn þessa
máls.
Árangur herferðarinnar dylst
engum. Ekki er á því nokkur vafi
að víðast hvar hefur umgengni stór
batnað. Menn eru orðnir tillitssam
ari en áður í umgengni sinni úti
í náttúrunni, en betur má ef duga
skal. Sem dæmi um það má nefna
að enn er algengt að menn hendi
rusli úr akandi bifreið, en þetta
er óþarfa sóðaskapur sem hver
einn og einasti ætti að leggja af.
En einmitt vegna þessa og svo
hins að víða er enn pottur brot-
inn, þá hafa samstarfsaðilar ákveð
ið að halda herferðinni áfram á
sumri komandi, en um leið að
kveðja til fleiri öfl til samstarfs.
Æskulýðssambandið og Náttúru-
verndarnefnd hins íslenzka náttúru
fræðifélags hafa því skrifað bréf
til Náttúruverndarráðs, Ferðafé-
lags íslands og Ferðamálaráðs og
boðið þeim til samstarfs um þetta
þjóðþrifamál, sem allir landsmenn
verða að sameinast um að gera
að sínu persónulega kappsmáli
svo sigur vinnist
Að lokum er öllum þeim mörgu
aðilum sem hafa lagt málinu lið
færðar þakkir. Sérstaklega er dag
blöðunum færðar þakkir fyrir það
mibla rými sem þau hafa varið í
skrif um herferðina. Sá aðili, sem
mestar þakkir á skilið, ef árang
ur herferðarinnar skal yfirleitt
þakkaður einum aðila er hljóð-
varpið, einkum þulum þess, sem
fluttu hvatningarorð til ferða-
manna og höfundum Laugardags-
syrpunnar, sem veittu herferðinni
mikið lið.
Við lok herferðarinnar biðjum
við alla sem enn hafa áminningar
spjöld okkar uppi að taka þau
niður og fleygja í næstu rusla-
tunnu.
Æskulýðssamband fslands, Nátt
úruverndarnefnd hins ísl. náttúru
fræðifélags.