Tíminn - 17.09.1968, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 17. sept. 1968
ItÍffTOTTM TÍMINN ÍÞRÓTTIR
13
Hvar er Eusebio?
, t
spurðu allir á Reykjavíkurflugvelli. — Hann kemu til landsins í dag. —
Veitti „gullskónum" mótttöku í París í gær.
„Hvar er Eu5°bio?“ Blaðamenn
og forráðamenn Vals litu hver
framan í annan. Þeir voru allir
komnir út úr vélinni, leikmenn
Benefica á Reykjavíkurflugvelli í
gær, en Eusebio var hvergi sjáan
legur. En góðir lesendur. Þið
getið huggað ykkur við það, að
Eusebio kemur. Hann tafðist í
París í 'gær. Ástæðan? Jú, hann
var að veita viðtöku „gullskón-
um“ frá franska blaðinu L‘ Euuipe
en það heiðrar árlega þann leik-
mann, sem flest mörk skorar. —
Einnig fékk Benfica verðlaun frá
blaðinu fyrir að vera ,,Bezta lið
Evrópu“ að þess áliti.
Eusebio kemur til landsins í
dag ásamt framkvæmdastjóra Ben
fica og nokkrum blaðamönnum,
sem voru viðstaddir athöfnina í
París. Fyrsti leikur Eusebio eftir
þessa viðurkenningu verður þvi
gegn Val á morgun, miðvikudag.
Múgur og margmenni hafði
safnazt saman á Reykjavikurflug
velli í gærdag til að taka á móti
Benfica. Allmargir unglingar voru
þar á meðal, en þeir höfðu mest-
an áhuga á að verða sér úti um
eiginhandanáritun hinna frægu
knattspyrnugesta. Einkum voru
þeir Ooluna, Torres Augusto og
Simones umsetnir. Þeir sýndu hið
mesta umburðarlyndi og voru
óþreytandi að skrifa nöfn sín fyr-
ir unglingana.
Benfica-liðið kom með þotu Flug
Glímunámskeið
Glímusamband íslands og í-
þróttabandalag ísfirðinga gengst
fyrir glímunámskeiði á ísafirði,
sem hefst sunnudaginn 22. sept.
n. k.
félagsins, sem lenti á Reykjavikur
flugvelli laust eftir kl. 6. Flestir
af forráðamönnum Vals biðu á
flugvellinum. svo og blaðamenn,
ljósmyndarar og fréttamenn út-
varps og sjónvarps. Að sjálfsögðu
veittu þeir strax atihygli, að Euse
bio var ekki meðal leikmanna,
og voru þeir uggandi um. að
hann kæmi ekki til íslands eftir
allt saman. Hefði það orðið mikið
áfall fyrir íslenzka knattspyrnu-
áhugamenn, sem beðið hafa með
eftirvæntingu eftir að sjá hann.
Fljótlega upplýstist, | ð Eusebio
myndi koma, en ekki fyrr en í
dag. Ástæðan er. eins og fyrr
segir, að hann var að veita ,,gull-
skónurn" í París móttöku.
Benfica-leikmennimir búa á
Loftleiðahótelinu og strax eftir
komuna þangað, var haldinn stutt
ur blaðamannafundur, þar sem
nokkrir leikmannanna og formað
ur Benfica, svöruðu spurningum
blaðamanna. Sjá annars staðar á
siðunni.
. — alf.
Rússar hætta
Nú hafa Rússar, eins og flest
hin austantjaldslöndin, tilkynnt,
að þeir dragi lið sín út úr Evrópu
bikarkeppninni í knattspyrnu
vegna hins nýja dráttar UEFA í
keppninni. Dynamo Moskva og
Dynamo Kiev áttu að leika fyrir
Sovétríkin.
Góða ferð, KR-ingar!
Alf-Reykjavík. — íslands- en hafa aðeins stutta viðdvöl
meistarar KR missa af leik þar, og halda beint til Aþenu
Vals og Benfica á miðvikudag eftir stutta viðdvöl.
inn. Þeir eru sjélfir uppteknir
við Evrópubikarkeppni og KR-ingar leika báða leikina í
halda utan í dag, þriðjudag, til Grikklandi. Þann fyrri á föstu
Grikklands. Þeir fljúga með daginn, en síðari leikinn á
þotu Flugfélagsins til London, sunnudaginn.
Hinn hávaxni Torres í hópi ungra ísl. aðdáenda. (Timamynd Gunnar)
„Við munum gera okkar bezta
til að það vari ekki lengur"
— sögðu portúgölsku leikmennirnir, þegar þeir fréttu, aS Valur væri eitt af fáum liðum í Evrópu,
sem væri taplaust á heimavelli í Evrópubikarkeppninni.
Kennarar verSa Þorsteinn
Kristjánsson. landsiþjálfari GJímu
sambandsins, og GSsli Krisfjáns-
sion ísafirði, sem gefur nánari upp-
lýsingar.
Væntanlegir þátttakendur í nám
skeiðinu snúi sér til Gísla Kristj-
ánssonar sem fyrst.
Hljóp á
44 sek.
Á úrtökumóti bandarískra
frjálsíþrótamanna í South Lake
Thaoe í Kalifomíu um helgina
setti Lee Evans frábært heims
met í 400 metra hlaupi, en hann
hljóp vegalengdina á 44,0 sek
úndum.
Evans hljóp á skóm með
gúmmífroðusólum og þess
vegna er ekki víst, að metið
hljóti staðfestingu. En tíminn
er ótrúlegur.
„Bjuggust þið ekki við kaldara
veðri?“ Þetta var fjnrsta spuming
in, sem blaðamaður Tímans lagði
fyrir þremenningana Torres, Col-
una og Augusto, sem sátu stutt-
an fund með blaðamönnum á
Loftleiðahótelinu ásamt formanni
Benfica. Og þeir litu brosandi
framan í hvern annan og svöruðu
nær samhljóða „Jú“.
Og síðan byrjuðu spurningara
ar að streyma.
— Hvað víssuð þið um ísland
og íslenzka knattspymu, áður en
þið drógust á móti Val?
— Ekkert, en það var portú-
galskur blaðamaður á íslandi ný-
lega og við höfum kynnzt ís-
lenzkri knattspyrnu af skrifum
hans.
— Vitið þið, að Valur er eitt
af fáum liðum í Evrópu, sem ekki
hefur tapað leik í Evrópubikar-
keppni á heimavelli?
Nú brostu þeir félagar, og Torr
es svaraði: „Við munum gera okk
ar bezta til að það vari ekki leng-
ur“.
Næst var þeirri spurningu beint
til Coluna, hvort ekki væri erfitt
að vera fyrirliði hjá jafnfrægu
liði og Benfica.
„Nei, við leikmennirnir erum
allir góðir vinir og samhentir.
Þess vegna gengur allt betur.
— Var leikur Portúgals og Eng
lands í heimsmeistarakeppninni
úrslitaleikur mótsins að ykkar á-
liti?
— Þetta var að sjálfsögðu þýð-
ingarmesti leikurinn fyrir okkur.
Eftir hann vorum við ekki leng
ur með í kapphlaupinu.
— Búizt þið við hörðum leik
á móti Val?
— Við berum virðingu fyrir öll
um mótherjum okkar, þeir era all
ir þess virði.
— Ætlið þið að leggja áherzlu
á að skora mörg mörk eða sýna
góða knattspyrnu?
— Að sjálfsögðu munum við
leggja áherzlu á hvort tveggja.
Vð tökum þennan leik alvarlega
eins og alla aðra feiki, sem við
leikum.
— Viljið þið spá um úrslitin?
— Það er erfitt að spá fyrir um
úrslit í knattspyrnu. Ef það væri
hægt, væri knattspyrnan ekki
eins skemmtileg og hún er, og á-
huginn ekki eins mikill.
— Hve há laun fáið þið hjá
Benfica, t.d. fyrir að leika á móti
Val?
— Launin eru breytileg. Um
það| hve mikið við fáum fyrir að
leika á móti Val, vitum við ekki
fyrr en eftir síðari leik liðanna
í Lissabon.
Ýmsar fleii’i spurningar lögðu
blaðamenn fyrir þá félaga, en
þetta látum við nægja. —alf.
Stólsæti
seld í dag!
Vegna mikillar eftirspurnar eft
ir stúkumiðum að leik Vals og
Benefica, en eins og kunnugt er.
seldust þeir upp á fyrsta dagi,
hefur verið ákveðið að koma fyr
ir 300 stólsætum við hlaupabraut
ina. Verða stólmiðarnir seldir í
dag í sölutjaldinu við Útvegsbank
ann frá kl. 1.
EVRÓPUKEPPNI MEISTARALIÐA 1968
Hneyksli í keppni
í hnefaleikum!
Söguleg hnefaleikakeppni um
„heimsmeistaratitilinn“ í þunga-
vigt fór fram í Stokkhólmi um
helgina, en þar mættust þeir
Floyd Patterson og Jimmy Ellis,
en hann er viðurkenndur heims-
meistari af alþjóðahnefaleikasam-
andinu.
Eilis var úrskurðaður sigurveg-
ari. þrátt fyrir. að Patterson ynni
8 af 15 lotum. Vakti úrskurður
dómarans, sem er bandarískur,
mikinn úlfaþyt, og segja sænsku
blöðin, að þetta sé eitthvert mesta
hneyksli hnefaleikasögunnar og
,.mesta kjaftshögg. sem hnefaleika
íþróttin hafi fengið", eins og eitt
þeirra orðaði það.
BENFICA - VALUR
á Laugardalsvellinum á morgun kl. 18,15.
í dag kl. 13,00 verða seldir 200—300 miðar í sæti.
— Aðeins 2 miðar á hvern mann.
Forsalan er í tjaldi við Útvegsbankann
ATH.: Börn fá ekki aðgang í stúku nema með stúkumiða.