Tíminn - 17.09.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.09.1968, Blaðsíða 9
MMÐJUDAGUR 17. sept. 1968 TIMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framikvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson fáb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur « Eddu- húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræt) 7 Af- greiðslusimi: 12323. Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Askriftargjald kr 120.00 á mán Innanlands — 1 lausasölu kr. 7.00 eint - Prentsmiðjan EDDA h. f. Sigur Erlanders Úrslit þingkosninganna í Svíþjóð hafa orðið mikið áfall fyrir stofnanir þær, sem annast skoðanakannanir, því að þær höfðu ytfirleitt spáð því, að borgaralegu flokkarnir myndu vinna á, þótt hitt væri tvísýnna, hvort vinningur þeirra yrði nægilegur til að hnekkja ríkis- stjórn jafnaðarmanna. Niðurstaðan varð sú, að Sósíaldemo kratar unnu mikinn og óvæntan sigur, bættu við sig 15 þingsætum í stað þess, að flestir höfðu spáð, að þeir myndu tapa minnst fimm. Sigur sinn unnu þeir einkum á kostnað kommúnista og Frjálslynda flokksins. Komm- únistar töpuðu fimm þingsætum og hafa nú ekki eftir nema 3 þingmenn í neðri deildinni, sem kosið var til. Frjálslyndi flokkurinn tapaði 11 þingsætum, en íhalds- flokkurinn fjórum. Hins vegar bætti Miðflokkurinn við sig sex þingmönnum. Almennt virðist talið, að Sosialdemokratar eigi sigur sinn mest Erlander forsætisráðherra að þakka. Hann er búinn að vera forsætisráðherra í 22 ár og nýtur mik- illa vinsælda í Svíþjóð. Hann hafði ætlað sér að láta af forystunni, en flokkurinn var skiptur um eftirmann hans og hélt Erlander þvi áfram. Það hefur reynzt rétt ráðið. Á sama hátt er talið, að Miðflokkurinn megi mjög þakka sigur sinn hinurn aidna foringja sínum, Gunnari Hed- hmd, e'n samkvæmt skoðanakönnunum var hann vinsæl- asta forsætisráðherraefni borgaralegu flokkanna, enda þótt hann sé orðinn 69 ára. Hinir borgaralegu flokkarnir hafa nýlega skipt um forystumenn og hafa skoðanir ernkum verið skiptar um hinn nýja formann Frjálslynda flokksins. Úrslit kosninganna benda til þess, að Svíar séu fastheldnir í foringjavali,, en kosningarnar snerust ekki minna um menn og málefni, því að allir lofuðu flokkarnir fögru og var því ekki mikill munur á stefnu- sikrám þeirra. Atburðimir í Tékkóslóvakíu hafa áreiðanlega haft mikil áhrif á úrslit kosninganna. Þeir eiga vafalítið mikinn þátt í ósigri kommúnista. Kommúnistar af- neituðu að vísu innrás Rússa, en þeir afneituðu ekki því, sem var ein meginrót innrásarinnar, alræði eins stjórnmálaflokks í Sovétríkjunum. Innrásin var gerð til að vernda þetta alræði, jafnt í Sovétríkjunum og í öðr- um ríkjum kommúnismans. Hvorki í Svíþjóð né annars staðar hafa kommúnistar lýst andstöðu við það skipu- lag í kommúnistaríkjunum, að völdin eru í höndum eins flokks. Meðan svo er, gagna svardagar í sambandi við innrásina í Tékkóslóvakíu lítið. Þeir eru ekki teknir trúanlegir. Borgaralegu flokkarnir hafa sennilega einnig tapað vegna atburðanna í Tékkóslóvakíu. Þeir reyndu að nota þá til árása á ríkisstjórnina. Hún hefði ekki haft nógu skelegga afstöðu áður en Rússar gerðu innrásina. Einkum hélt foringi Frjálslynda flokksins þessu fram. Ekki er ósennilegt, að þetta hafi vakið þann ugg, að borgaraleg stjórn myndi ekki gæta eins vel hinnar óháðu utanríkis- stefnu Svía og stjórn Sósíaldemókrata. Þá gagnrýndu Sósíaldemókratar miklu ákveðnar en borgaraflokkarnir stefnu Bandaríkjanna í Vietnam, m.a. veitti flokkur þeirra þjóðfrelsishreyfingunni í Suður-Vietnam fjárstyrk meðan á kosningabaráttunni stóð. En aðaldómur flestra kunnugra er sá, að Sosialdemo- kratar eigi sigur sinn mest að þakka því persónulega trausti, sem Erlander nýtur. Danskir Sosialdemokratar töpuðu hins vegar vegna þess, að Krag var búinn að missa tiltrú a.m.k. að sinni. Úrslit kosninga fara jafnan mikið eftir þeirri tiitrú, sem viðkomandi ríkisstjórn og forsætisráðherra njóta. Baldur Óskarsson: Einhuga samstarf sam- vinnumanna og launþega L Félagshreyfingar verkalýðs- og samvinnumanna og leiðtogar þeirra áttu á fyrstu áratugum fullveldisins meginþáttinn í sköpun þess þjóðfélags, sem við búum við í dag. Síðan þá hafa forystumenn þjóðarinnar að mestu verið að fitla við að gera lítilsháttar formbreytingar hér og þar, glímt við efnahagsvanda líðandi stundar en helgað sig hægindastefnunni þess á milli. Það er dæmigert að í dag, þeg- ar öllum er orðið ljóst hvílíkt öngþveiti viðreisnarstefnan hef ur skapað, og gera þarf grund vallarbreytingar á stjórn efna hags- og atvinnumála og nánast á öllum sviðum þjóðlífsins, þá snýst pólitísk umræða um það hvort forystumenn flokkanna geti nú sameiginlega gert ein hverjar bjargræðisráðstafanir til breytinga, og varið er klukku tímum í dagskrá og fréttatíma sjónvarps og hljóðvarps til að fjalla um innbyrðis deilur í Al- þýðubandalaginu. Það er sennilega til of mikils mælst að forsætisráðherra og fleiri, sem aldrei hafa hugsað nema í pólitískum tröppugangi átti sig á því, að það er að vakna upp meðal almennings i landinu vitund um að taka verð ur upp ný stefnumið fyrir ís- lenzkt þjóðfélag og aðra starfs hætti til að gera þau markmið að veruleika. En vinnandi fólk til sjávar og sveita verður að gera sér það ljóst, að það verð ur sjálft að taka í sínar hendur forystu um að hrinda þjóðfé- lagshugsjónum sínum í fram kvæmd. Það þýðir ekki að ætla það einhverjum sem álíta sig eina réttkjörna þjóðarleiðtoga. Til þess að framkvæma þær róttæku þjóðfélagsbreytingar sem gera verður á íslandi, þarf að koma til víðtæk fylking starf andi fólks um land allt, sem vinnur í heilshugar samvinnu að uppbyggingar- og endurnýj- unarstarfinu á félagslegum grundvelli. Grunninn að þessari sameinuðu umbótahreyfingu verður að leggja með því að hefja nú þegar stóraukið sam starf hinna öflugu félagshreyf inga Iaunþega og samvinnu- manna. Spor í þessa átt var stigið þegai Alþýðusamband íslands og Samband ísl. samvinnufélaga tóku höndum saman um rekst ur Bréfaskóla SÍS og ASÍ. Enn fremur var samþykkt á auka þingi ASÍ í vetur tillaga um að kanna möguleika á stofnun sameiginlegs félagsmálaskóla þessara aðila. En það má ekki dragast lengur að þetta samstarf verði eflt til muna. Forystu- æönnum þessara hreyfinga verð- ur að skiljast, að fyrirheit um það i ræðum og riti við sér- stök tækitæri duga skammt ein saman. Það verður að krefjast Baldur Oskarsson þess af þeim að þeir hefji raun hæfar aðgerðir í málinu nú þegar. Fjölmargar hugmyndir um í hverju þetta samstarf ætti að vera fólgið hafa komið fram úr ýmsum áttum og mun ég nú enn einu sinni rekja fáeinar þeirra: Samvinnu- og verkalýðshreyf ingunni er það sameiginlegt, að þær eru félagshreyfingar sem aldrei mega losna úr tengslum við félagsfólkið sjálft. Allt of lítil rækt hefur verið lögð við félags- og menningarmál, út- breiðslustarf og erindrekstur á þeirra vegum. Það er ekki nóg að eina vitneskjan um að mað ur sé í verkalýðsfélagi fáist þeg ar árgjald er innheimt eða að samvinnumaður sé i kaupfé- lagi, þegar almanak er heim- sent í ársbyrjun. Hreyfingarnar eiga í sameiningu að hefja er- indrckstur og upplýsingastarf. Það miðist ekki sízt að því að ná til æskufólks og fá það til trúnaðarstarfa. Koma þarf á fót skipulegum áhugamannahóp um æskufólks um verkalýðs- og samvinnumál um allt land sem m. a. veiti æskufólki félagslcga þjálfun. Þessir hópar fjalli um hagsmuna- og þjóðfélagsmál og standi vörð um stefnu og hug sjónir hreyfinganna. Hið fyrsta þarf að hrinda hug myndinni um sameiginlegan verkalýðs- og samvinnuskóla i framkvæmd. Skólinn hafi það meginhlutverk að þjálfa unga menn úr þessum hreyfingum tii félagslegrar forystu, en það er þeim báðum sammerkt að eitt helzta vandamál þeirra i dag er að fá unga hæfileikamenn til forystustarfa á því sviði. Slík þjálfun ungra manna er án efa eitt brýnasta nauðsynjamál hreyfinganna. Þá þarf að koma á fót sér- stökum samstarfsnefndum, sem kanni í samráði við sérmennt- aða menn eflingu atvinnurckstr ar á vegum samvinnufélaganna. Einnig er nauðsyn að íhuga vel, hvort ekki á að stofna sérstök samvinnufélög um atvinnufyrir tæki eins og t. d. frystihús, sem verði þá í eigu sjómanna og verkamanna á svipuðum grund velli og framleiðslufyrirtæki bænda, en samvinnuhreyfingin annist sölu afurða. Einnig þai-f að koma á fót nefndum skipuðum fulltrúum Alþýðusambandsins og Vinnu- málasambands samvinnufélag- anna sem ræði kjaramálin á hverjum tíma. Þá þarf að mynda í samvinnufyrirtækjun um sérstakar viðræðunefndir starfsfólks og framkvæmda- stjóra, t. d. í verksmiðjunum og gera starfsfólki þannig virk ara og áhugasamara um vel- gengni fyrirtækjanna. Þessar nefndir geta m. a. kannað hvort ekki sé hagkvæmt að koma á greiðslum eftir afköstum, þar sem því verður við komið. Tvímælalaust ber að stefna að því, að Samvinnubankinn og Sparisjóður Alþýðu verði sam einaðir og fái til umráða sjóði sem verkalýðurinn á með réttu að fá ráðstöfunar. og bankinn verði þannig voluug peninga- stofnun. Einnig er eðlilegt að tekið verði upp sérstakt sam starf á sviði byggingarmála. í þéttbýlinu við Faxaflóa þarf að sjálfsögðu að stórauka sam- vinnuverzlunina. Með nánara og einlægara samstarfi samvinnu- manna og launþega væri hægt að ráðast í stórverkefni á sviði verzlunar, sem tryggðu laun- þegum betri vöru á lægra verði. Þannig verði reist stór og nýtízku vöruhús á vegum kaupfélaganna, framleiðslufyrir tækja bænda og í samvinnu við launþegasamtökin. Hér er aðeins minnzt á örfá en mikilvæg atriði, sem þessar hreyfingar gætu unnið að sam- eiginlega. Slíkt einhuga sam- starf þessara voldugu samtaka fólksins myndi skapa nægilega sterkt þjóðfélagsafl til að hrínda í framkvæmd umfangs mikilli þjóðfélagsendurnýjun. Það yrði án efa öflugasta vopn alþýðu manna til sjávar og sveita til nýrrar framfarasókn ar og þjóðinni styrkasta stoðin í hinni sífelldu sjálfstæðisbar- áttu. ÞRIÐJUDAGSGREININ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.