Tíminn - 29.09.1968, Side 2

Tíminn - 29.09.1968, Side 2
TIMINN SUNNUDAGUR 29. sept. 1968. 5! olivetti SKOLARITVELAR YFIRBURÐAGÆÐI OG SKRIFTHÆFNI OLIVETTI SKÓLARITVÉLA SKIPA ÞEIM í FREMSTA SÆTI Á HEIMS- M ARKAÐINUM. TVEGGJA ÁRA ÁBYRGÐ. FULLKOMIN VIÐGERÐARÞJÓNUSTA Á EIGIN VERKSTÆÐI. G. Hefgason & Melsteð hf. Rauðarárstíg 1 — sími 11644 TAKIÐ EFTIR - TAKIÐ EFTIR Hausta tekur í efnahagslífi þióðarinnar. Þess vegna skal engu fleygt, en allt nýtt. Talið við okkur, við kaupum alls konar eldri gerðir hús- gagna og búsmuna. þótt þau ^urfi viðgerðar við. — Leigumiðstöðin. Laugavegi 33, bakhúsið. Sími 10059. — Geymið auglýsinguna. öjMrh ÞÁTTUR KIRKJUNNAR HLEKKIR Oft er tala um hlekki og fjötra ástríðnanna. Og Hall- grímur Pétursson, hinn mikla skáldklerkur lýsir hinum fjötr- aða á þennan hátt: „Sem fugl við snúning snýst þeim snaran heldur.“ Til er gömul sögn, sem er bæði átakanleg og ógeðsleg, en samt raunsönn í táknlegri merkingu. Hún segir frá konungi nokkr um, sem vildi einn þegna sinna feigan sem fyrst. Maðurinn var smiður. Og konungur skipaði honum að smíða hlekki af ákveðinni lengd. Þegar smiðurinn hafði lokið þessu starfi, heimtaði kóngur helmingi lerigri hlekki. Og í hvert skipti, sem smið- urinn hafði uppfyllt skipanir hans krafðist hann meira og meira. Að síðustu þraut smið- inn bæði málm og peninga. allt var uppurið. En þá hafði konungurinn náð takmarki sínu með þessu kænskubragði. Nú skipaði hann þjónum sin um að binda smiðinn í þá hlekki, sem hann hafði smíðað og varpa honum fram af hömr um niður í djúpa gjá. þar sem hann biði skjótan bana. Það var þessi sögn, sem varð frumvaki myndarinnar: „Þræll inn, eftir Miéháel Angels. En þar sýnir listamaðurinn fanga. bundinn í hlekki.:: sem hann hafði smíðað eigin höndum. Einnig hefur hinn frægi enski predikari Charles Spurg- eon túlkað þessa sögn sem tákn þeirra manna og kvenna, sem ganga stöðugt lengra ' löstum sínum t.d. slúðri og rógi. Þetta fólk hlýðir ósjálfrátt rödd hins illa í eigin barmi. rödd, sem skipar því að smíða stöðugt fleiri hlekki. „Áfram. áfram“ segir þessi rödd. Og hlekkirnir lengjast dag frá degi og ár frá ári, unz þeir fjötra sjálfan smið- inn og hann er fastur í eigin viðjum og er varpað í afgrunn aumingiaskapar og fyrirlitning ar. Raunar á þessi liking við um allar ástríður, sem leitt geta til ills og menn gefa laus- an taum. Og líklega mætti nefna þar nautnasýkina með drykkjuskap og önnur eiturlyf efst á blaði. í hvert sinn, sem gefið er eftir fyrir skipun harðstjórans myndast nýr og sterkari hlekk ur til að þælbinda þann. sem hlekkina smíðar Og að Lokum er ekki annað en glötun persónuleikans við skipun örlaga. sem hljóðar svo: „Bindið hann og varpið út í myrkrið fyrir utan.“ Svo grimmileg sem þessi l£k íng er, þá hefur hún samt mik inn sannleika að flytja fólk' um þá hættu. sem af því staf- ar, að ganga stöðugt lengra og lengra í því, sem ekki sam ræmist kristilegri lífsskoðun Það tærir fáum gætu að þjóna tveimur herrum, bótt sumir virðist álíta. að nú gildi fyrst og fremst að vera diplo matiskur í umgengni og hátt- um og bera þannig kápuna á báðum öxum. En bað hefur einnig verið orðið speki. sem segir: „Sá sem ekki safnar saman með mér, hann sundurdreifir." Við verðum að velja ákveðið. Nei eða já, allt annað er af hinu vonda. Fullkomið hlut- leysi er í mörgum tilfellum glæpur. „Það kann margur hin þöglu svik, að þegja við öllu röngu.“ Við getum ekki verið án á- byrgðar á þeim vegi, sem við göngum. Kristnum manni er ekkert óviðkomandi, sem öðr- um er til blessunar eða bölv- unar. Tómlæti og kæruleysi gegn samvizku sinni gerir allt okkar líf holfúið og innantómt. Öll eigum við mikið af góð- vild, ef hún fær að njóta sín óhindruð af hlekkjum vanans, fordómanna og sjálfselskunn- ar. Ekkert tækifæri má láta ó- notað, ef við viljum teljast kristin og ætlum að vinna að eigin þroska og framförum. Guð heimtar heilindi. Og hin æðsta hamingja, hjartafrið urinn fæst ekki, nema leggja allt undir í starfi og aðstöðu. Hafi okkur skjátlazt, finn- um við, að leti, vellyst og þæg- indakröfur hafa völdin, verð- um við strax að snúa við, en ekki að smíða fleiri og fleiri hlekki, unz allt er um seinan. „Nema þér snúi við, komizt þér.alls ekki inn í himnaríki," sagði Kristur Og það sem hann nefnir himnaríki er okk ar eigin sálarástand. Guðsríki er hið innra í yður. Enginn er í sannleika frjáls, enginn brýtur hlekkina, nema hann hafi hreinsað til í þröngsýni og fordómum eigin sálar og hjarta. Af eefa Guði elskunnar og sannleikans allt, er og veitir eitt hið sanna frelsi. Fórnargjöfin æðsta lífsvjð- leitnin, starfið, tilfinningin skal iögð á rétt altari. Og raunverulega eru ölturu réttar guðsdýrkunnar aðeins tvö: Altan guðsástarinnar og altari sjálfselskunnar. Gott og illt, ljótt og fagurt, satt og ó- satt. rétt og rangt heyrir sín þrotlausu hjaðningavig í til- verunni H'Voru vilt þú fórna, þínu og þér? Það eitt ákveður trelsi bitt og fjötrar gæfu þína eða ógæfu, sælu eða vansælu. „011 sæla er gleði hins góðs „Ö sæa er geði hins góðs Gleði hins illa, gleði öfundar og illgirni veldur aðeins stuna arsælu sem síðai breytist angist og böl, og þá eru hlekk- irnir harðir og þungir, fjötr- arnir verða ekki brotnir, hve heitt sem veslings vansæl mannvera þráir frelsið. Og fórnin 5 altar: hins illa er hryilileg, krefst alls án minnsta undandráttar, með skelfjaiausri grimmd án þess að veita nokkuð í staðinn Líttu á ofdrykkjumanninn horfðu á nirfilinn og nautna segginn. ef þú trúir mér ekki En hins vegar ma finna, að offur elskunnar veitir hina æðstu hamingju. „Eitt augnablik helgað af himinsins náð oss hefja til far- sældar má.“ Göngum i þjónustu hins góða helgum okkur kærleiks- þjónustu við samferðaíólkið og hlekkirnir brotna og fjötrarnir 'i'ramhald a bls. 15. Hagsýn húsmóðir velur fslenzkt .... og auðvitað notum við íslenzkar vörur á okkar „heimili“ og efium með því íslenzka framleiðslu og þjóðarhag.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.