Tíminn - 08.10.1968, Qupperneq 1
Lögreglumenn bera ungmeiim ut ur anddyri Laugav. 18, en þau höfðu safnazt þar saman til að mótmæla
veizluhaldi austur-þý/.ku sendisveitarinnar. Settust mótmælendur í tröppurnar og meinuðu gestum að-
gang að lyftunni og komst enginn inn í lnisið fyrr en lögreglan hafði borið setumenn út. — (Sjá
mynd á bls. 3. — Tímamyndir:—Gunnar).
Snúið við
vilji Tékka
E5KH-Reykjaivík, mánudag.
Upp úr kl. 8 í kvöld safnað
ist hópur ungs fólks fyrir utan
aðalinngang Hótel Sögu en á
hótelinu var þá í þann mund
að hefjast veizla, sem boðið
var till af austur-þýzku sendi
nefndinni á íslandi. í hópnum
mátti sjá flesta þá sem þátt
tóku í mótmælaaðgerðunum á
Laugaveginum fyrr í dag.
Mótmælendurnir röðuðu sér
í tvær raðir sitt hvorum megin
inngangsins og er veizlugestir
tóku að tínast til fangnaðarins
var þeim hverjum og einum af-
hent lítið blað, þar sem á
Framhald á bls. 14
Hörð átök á Laugavegi
Rúmlega 1000 fórust í flóðum
NTB-New Dehli, mánud.
Óttast er að rúmlega
þúsund manns hafi farizt
í fjögurra daga samfelldum
rigningum, flóðum og
skriðuföllum í Norður
Bengal. Indverski flugher-
inn hefur komið á fót loft
brú til héraðanna sem verst
hafa orðið úti og berast nú
þangað matvæli og lyf, auk
þess sem flugherinn reyn
ir að flytja nauðstadda til
öruggari svæða eftir megni
Af blaðafregnum má ráða að
560 manns hafi látið lifið í
héraðinu Darjeeling, sem heims
þekkt er fyrir teframieiðslu
sína og í Jalpaiguri, en bæði
þessi svæði eru undir flóð-
vatni úr ánni Testa.
Til fjögur hundruð fjöl-
skyldna sem bjuggu við ár
bakkana hetfur ekkert spurzt o.g
er talið að áin hafi hrifið heim
ili þessa fólfcs með sér.
18 þús. ferkflómera svæði er
liggur að Nepal, Sifckim, Bhut
Framhald á bls. 14
SLAGSMAL
INORDIIR-
ÍRLANDI!
Stuðningsmenn Tékka og Slóvaka mótmæltu „hernámskokkteili" Austur - Þjóðverja
OÓ-Reykjavík, mánudag.
Það var harðsótt fyrir boðs-
gesti að komast í veizlusali aust-
ur-þýzku sendisveitarinnar í dag,
að Laugavegi 18, til að fagna
þjóðliátíðardegi Þýzka alþýðulýð-
veldisins. Rúmlega 100 ungméuni
eátn í stigaiuMUiaiigi hússins off i
lyftunni og harðneituðu prúðbún-1
um veizlugestiim um aðgang að ■
efri hæðum. Komust gestir ekki
til gleðinnai fvrr en fj<i’*...
regliilið liafði rutt anddyri hú ,s-
ins og dugði |i.i tn'pa-a til »i.., i
eklti á milli sjá hvort haiðuiitnu ,
g.ll n Lti hi-luJ. viA I
ryðja gestum inn í byggiuguna eða
ungmennum út úr henni. Svo fór
að iögreglumenn handtóku 10
•nlta og óku þeim í fangageymslu
g varð þá inngangan auðveldari.
í tilefni þjóðhátíðardagsins
efndi verzhinarfulltrúi Þýzka al-
J-l Ú AiaaI-£j i-ígi»3-e tí l GÍÍW ,
í húsakynnum sendisveitarinnar
að Laugavegi 18. Átti drykkjan
að hefjast kl. 17. Rétt fyrir þann
tíma komu á annað hundrað ung-
menni sér fyrir í anddyri húissins
settust í tröppurnar ag í lyftuna >
og héldu lyftudyruinum opnum, ■
1ilnamtl4.U) & V4- -9 '
NTB-Londonderry, mánudag.
Um heigina kom tii mikiila 6-
eirða í Londonderry, næststærstu
borg Norður-frlands og særðust
a.m.k. 90 manns í þeim. Óeirðirn-
ar í Londonderry eiga rætur sín-
ar að rekja til aldalangrar bar-
áttu milli kaþólska minnihlutans
í Norður-frlandi og meirihuta
mótmælenda, sem situr í ríkis-
stjórn og valdaembættum. Hrotta
skapur lögreglunnar í óeirðum
þessum hefur vakið mikla reiði
almennings, jafnt á írlandi sem
í Bretlandi.
Harold Wilson hefur beðið
James Ca'.laghan um að gefa
skýrslu um ástandið. Einnig hef-
Framhald á bls. 14
300 TONN
AFSKREID
SELD?
KJ-Reykjavík, mánudag.
Tilboð mun nú hafa bor-
izt. um kaup á 300 tonnum
af skreið héðan, og er þetta
nú til athugunar hjá viðk.
ráðuneyti.
Það er íslenzkur aðili sem
starfar erlendis, sem mun hafa
markað fyrir þessi þrjú hundr
uð tonn af skreið, og hefur
hann gert einkaaðila hér tilhoð
um kaupin, en ekki Skreiðarsam
laginu. Ekki er vitað hvaða verð
þessi aðili býður fyrir skreið
ina, en viðkomandi ráðuneyti
mun væntanlega afgreiða út-
flutningsumsóknina á næstu
dögum, og verður þá væntan
lega hægt að skýra nánar frá
kauptilboði þessu, en hér er
um allmikið magn að ræða á
íslenzkan mælikvarða.
Ekki er vitað hvert þessi
íslenzki aðili, sem aðsetur hef
ur érlendis ætlað að selja
skreiðina.
NORÐMAÐUR
FÉKK HÁTT
VERÐ FYRIR
SALTFISK
NTB-Álasundi, mánudag.
Skuttogarinn Breivik jr.
er kominn til Álasunds, eft
ir að hafa selt 250 tonn af
saltfiski í Esbjerg, og verð
ur saltfiskurinn fluttur það
an á ítalíumarkað.
— Það kom okkur skemmti
lega á óvart hvað við fengum
gott verð fyrir saltfiskinn, sagði
Mikal Breivik skipstjóri togar
ans við blaðið Sunnmörsposten.
verðið er langtum hærra en
það sem fékkst í Noregi í sum
ar, og langtum hærra en sjó
mennirnir höfðu búist við. Þetta
var líkat mjög góður saitfi.sk
ur.
Gerizt áskrifendur .3
Tímanum.
Hringið í síma 12323
mm
Auglýsing i Tímanum
kemur daglega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda.
216. tbl. — ÞriSjudagur 8. okt. 1968. — 52. árg.