Tíminn - 08.10.1968, Page 9

Tíminn - 08.10.1968, Page 9
MUÐJUDAGUR 8. október 1968. TIMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími: 12323. Augiýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 130,00 á mán. innanlands. — f lausasölu kr. 8.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f. Dðmuriim um stjórn Sjálfstæðisflokksins í forystugrein Mbl. á laugardaginn var, er varpað fram þeirri spurningu, hvers vegna rísi nú gagnrýni- alda ungs fólks og hvers vegna hún beinist gegn Sjálf- stæðisflokknum. Svar Mbl. er á þessa leið: „Því er í fyrsta lagi til að svara, að það er ekki nýj- ung að ungir Sjálfstæðismenn gagnrýni forystu flokks- ins fyrir það að koma ekki fram stefnumálum flokks ins í nægilega ríkum mæli og eigi erfitt með að sætta sig við það, að Sjálfstæðisflokkurinn verði verulega að slá af kröfum sínum í samstjórn við aðra flokka. Þannig hefur það einmitt verið í áratugi, allt þar til er viðreisnin hófst 1960 og Sjálfstæðisflokkurinn náði mesta árangri, sem hann nokkru sinni hefur náð, í að marka stefnu sína og framfylgja henni.“ í þessu svari Mbl. er það játað hreinskilnislega, eins og líka rétt er, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei átt meiri þátt í að móta stjórnarfarið en eftir 1960, á hinum svonefnda „viðreisnartíma". í þeim stjórnum, sem flokkurinn hefur setið áður, hefur hann þurft að taka meira og minna tillit til samstarfsflokka sinna, en síðan 1960 hefur hann ekki þurft annað en að rétta bein og bitlinga að samstarfsflokknum og síðan getað ráðið stjórnarstefnunni að vild- Það er því stefna Sjálfstæðis- flokksins, sem hefur markað og mótað stjórnarfarið síðan 1960. Þessi stjórnarferill Sjálfstæðisflokksins er nú orðinn svo langur, að auðvelt er að fella dóm um hann. Aldrei hefur flokkur fengið betra tækifæri til að ná miklum árangri, því að heita má, að góðæri hafi verið nær allan þennan tíma og árferði aldrei verið lakara en 1 meðal- lagi. Sarat má heita, að allur atvinnurekstur sé nú halla- rekinn og engir varasjóðir til, þrátt fyrir undangengið góðæri. Til viðbótar gegndarlausri verðbólgu, hafa láns- fjárhöft og verðlagshöft, okurvextir og síhækkandi skattar þrengt að atvinnuvegunum og dregið dáð og dug úr einstaklingunum. í skjóli þessa hefur svo margvísleg spilling og misrétti vaxið hröðum skrefum. Þeir ungu menn 25 ára og yngri, sem nú eru að hefja stjórnmálaafskipti, hafa ekki haft kynni af öðru stjórnar- fari en þessu. Gagnrýni þeirra og andúð stafar af því, sem þeir hafa haft fyrir augunum, síðan þeir fóru sjálfir að fylgjast með. Dómur þeirra um stefnu og stjórn Sjálf- stæðisflokksins er vissulega þungur. En hver treystir sér til að mótmæla því, að hann sé ekki réttlátur? Þjóðstjórn Benedikts í grein, sem Benedikt Gröndal skrifar í Alþýðublaðið á sunnudaginn var, kemur glöggt í ljós, hvað vakir fyrir ýmsum stjórnarsinnum, þegar þeir eru að ræða um þjóð- stjórn. Benedikt segir, að slík stjórn þurfi ekki að standa lengur.en til vorsins eða þangað til hún væri búin að leysa vanda atvinnuveganna. Með öðrum orðum: Með vorinu eiga núv. stjórnar- flokkar að geta þakkað hinum flokkunum fyrir sam- starfið og sagt: Nú eruð þið búnir að gera það sem við treystum okkur ekki til að gera einir, og því þurfum við ekki lengur á ykkur að halda. Nú getum við aftur stjórnað hjálparlaust! Þórsriain Þórarlsisson: Útflutningsiðnaöurinn þarfnast sérstaks verðtryggingarsjóðs Á undanförnum árum hefur sú stefna átt erfitt uppdráttar á Alþingi, að viSurkenna bæri iðnaðinn sem jafn mikilvæg- an atvinnuveg og sjávarútveg og landbúnað, og því ætti hann að njóta jafnræðis við þá. Ég hefi flutt, ásamí ýmsum Fram sóknarmönnum, allmargar til- lögur á Alþingi, sem hafa stefnt að því að tryggja iðn- aðinum jafnræði við áður- nefnda atvinnuvegi. Nefni ég þar t.d. tillögur um kaup Seðla bankans á afurðavíxlum, um lækkun tolla á vélum og efn- um til iðnaðarins og um fram lag ríkisins í Iðnlánasjóð. Stjórnarflokkarnir hafa verið ( innilega sammála um að fella þessar tillögur eða stinga þeim undir stól. Hjá stjórnarflokkunum hef- ur mjög borið á þeirri trú, svo að ekki sé meira sagt, að hér kæmi helzt ekki annar iðnað- ur til greina en stóriðja, sem væri rekin af útlendingum. Þessa trú sína sýndu þeir í verki, þegar samið var um álbræðsluna, því að henni voru veitt lilunnindi langt um fram það, sem íslenzkur iðnað ur nýtur. Stjórnarflokkarnir trúðu bersýnilega á, að síldar ævintýrið myndi haldast, og síldin og álið myndu í samein ingu gera það óþarft, að þjóð in þyrfti að vera að dútla við iðnað svo að nokkru næmi. Þess vegna væri það fjarii lagi að veita iðnaðinum jafn- réttisaðstöðu við hlið hinna gömlu undirstöðuatvinnuvega þjóðarinnar. MÉR kemur ekki til hugar að gera lítið úr sildinni og álinu, en reynslan sýnir nú ótvírætt, að þetta tvennt er ekki nægilegt, ef hér á að vera næg atvinna og sæmileg af- koma hjá landsmönnum. Það er ekki heldur gert neitt lítið úr gildi sjávarútvegsins og landbúnaðarins, þótt sagt sé, að þessir tveir atvinnuvegir nægi ekki til að tryggja þjóð inni atvinnu og mannsæmandi lífskjör, jafnvel þótt álbræðsla bætist við. Þessu takmarki verður ekki náð hér frekar en annars staðar, án vaxandi og þróttmikils, margþætts iðnað- ar. Þess vegna má það ekki tengur dragast, að iðnaðurinn íé f verki viðurkenndur þriðji aðalatvinnuvegur þjóðarinnar og njóti í einu og öllu ekki lakari aðstöðu en þeir tveir atvinnuvegir. seir. fvrir voru. Það atvinnuástand, sem nú blasir við, sýnir ljóst, hve mikil var skammsýni stjórnar flokkanna, þegar þeir höfn uðu tillögu okkar Rinars Ágústssonar, Ingvars Gíslason- ar og Jóns Skaftasonar. sein var flutt á Alþingi i ársbvrj un 1965. Hún var á þá leið að þá þegar færi fram rann sókn á þeim samdrætti, er þá var að bvrja í iðnaðinum. og hvaða leiðir væru helztar til að stöðva hann. í greinargerð inni sagði m.a. á þessa leið: Þórarinn Þórarinsson „Ýmsir kunna að segja, að þetta (þ.e. samdráttur iðnaðar ins) komi ekki að sök, meðan atvinna er næg vegna hagstæðs sjávarafla. Enginn veit hins vegar með vissu, hve lengi það kann að haldast. Þjóðinni fjölgar líka ört. Hér getur orðið skammt til atvinnuleysis, ef iðnaðurinn dregst mikið saman, eins og nú virðast veru legar horfur á.“ Þessum aðvörunarorðum var ekki neitt skeytt. f staðinn var keppzt við að nota erlenda gjaldeyrinn til innflutnings á erlendum iðnaðarvörum, án þess að íslcnzki iðnaðurinn hafði verið nokkuð undir þá samkeppni búinn. Samdráttur inn hélt því áfram. Hundruð manna misstu atvinnuna. Nú blasa við afleiðingarnar — at- vinnuleysið — framundan. SVO virðist nú líka, að margir þeirra, sem áður gerðu lítið úr þýðingu iðnaðarins, eins og ráðherrar og þingmenn núv. stjórnarflokka, séu að byrja að átta sig á því„ að þeir hafi haft á röngu að standa. Ýms ummæli þeirra benda a.m.k. til þess. Enn skortir þó, að þetta hafi verið sýnt í verki, og á meðan skortir vissulega mikið. Það skortir t.d. eðlilega við urkenningu á þýðingu þess iðn aðar, sem framleiðir einkum fyrir innlendan markað. Það er eins og hann sé álitinn stór um þýðingarminni en hinn, sem framle>ðir fyrir erlendan markað. Notagildi þessara iðn aðargreina fyrir þjóðarbúið er þó nákvæmlega hið sama. Iðn aður, sem sparar þjóðinni er Iendan gjaldeyri, kemur henni að sömu notum og iðnaður. sem aflar henni erlends gjald- eyris'. Við eigum þvi að stefna að því að efla báðar þessar iðngreinar. EN ÞÓTT forráðamenn stjórnarflokkanna segist meta útflutningsiðnaðinn meira en hinn, sem framleiðir fyrir ir.n tendan markað. hafa þeir ekki sýnt það i verki. Undanfarin ár hafa bæði landbúnaður og sjávarútvegur notið meiri og minni útflutningsuppbóta, en iðnaðurinn engra. Hann hefur orðið alveg útundan hér, eins og á svo mörgum öðrum svið- um. ÞAÐ vantar þó ekki, að at- hygli ríkisstjórnarinnar hafi verið vakin á þessum misrétti. Vorið 1967 flutti ríkisstjórnin frumvarp um, að Hampiðjunui yrði veittur sérstakur styrkur til að keppa við innflutt veiðar færi. Þetta var gert í því formi að settur var á stofn sérstakur sjóður til pð styrkja Hampiðj- una. Við (íjsli Guðmundsson og Eðvarð sigurðsson lögðum þá til í iðnaðarnefnd neðri deildar, að stofnaður yrði „verðtryggingarsjóður iðnaðar- ins, er hafi þann tilgang að efla og styrkja iðnað, sem selur framleiðslu á erlendum • markaði eða keppir án veru- legrar tollverndar við erlenda framleiðslu á innlendun markaði.“ Fyrsta framlagtfí til sjóðsins skyldi vera 50 millj. kr. af greiðsluafgapgi ríkissjóðs 1966, en honum var þá óráð- stafað. Rök okkar fyrir þess- ari sjóðsstofnun voru einkum þessi: 1. Svipað er ástatt um fleiri iðnfyrirtæki og Hampiðjuna, og teljum við rétt, að þau sitji við sama borð. Þessi fyrirtæki ým- ist selja vöru sína á erlendum markaði eða keppa við erlenda framleiðslu á innlendum mark aði, án verulegrar tollverndar. í þessu sambandi má t. d. nefna járniðnaðinn og skipa- smíðarnai. 2. Bæði landbúnaðurinn ög sjávarútvegurinn njóta veröupp bóta vegna þess efnahags- ástands, sem hefur skapazt í landinu, og ber iðnaðinum hlið stæð fyrirgreiðsla. 3. Síðast, en ekki sízt, er svo það, að hér þarf að rísa upp útflutningsiðnaður í vaxandi mæli. I slíkum tilfellum má oft reikna með því, að rekstur inn beri sig ekki fyrstu árin eða meðan unnið er að því að ryðja framleiðslunni braut á erlend um markaði. Það yrði eitt af aðal hlutverkum verðtryggingar sjóðs iðnaðarins að veita slík- um iðnrekstri aðstoð meðan hann þyrfti á henni að halda. STJÓRNARFLOKKARNIR felldu þessa tillögu okkar þre- menninganna. Greiðsluafgangur ríkissjóðs 1966 fór í venjulega eyðslu. Útflutningsuppbætur til sjávarútvegs og landbúnaðar fóru hækkandi, en iðnaðurinn fékk ekki neitt. Tilraunir, sem höfðu verið gerðar til útflutn- ings á íslenzkum iðnaðarvörum, fóru margar út um þúfur. Nú viðurkenna hinsvegar fleiri og fleiri, að við þurfum að efla útflutningsiðnað. og m. a. er því hampað, sem röksemd fyr- ir hugsanlegri aðild okkar að Framhald ó Ols. 15. ÞRIÐJUDAGSGREININ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.