Tíminn - 30.10.1968, Page 1

Tíminn - 30.10.1968, Page 1
/ UERK RD umnn Byggjum geðdeildir. Menntum starfsfólk. wm 235. tbl. — Miðvikudagur 30. okt. 1968. — 52. árg. Gerizt áskrifendur ð Tímanum. Hringið í síma 12323 Gjaldeyrisráð- stafanir vegna gengisótta manna IGÞ—FB—Reykjavík, þriðjud. Um tvö leytið í dag hættu bankar, sem verzla með erlendan gjaldeyri að afgreiða kröfur og jafn- framt var hætt að sam- þykkja víxla til erlendra vörukaupa. Hins vegar var haldið áfram að taka greiðslur upp í erlenda víxia, sem voru á gjald- daga, en ekki sem falla síðar. Töluverð ásókn hef- ur verið í að greiða erlendu víxlana fram í tímann að undanförnu, vegna jsess gengisótta, sem fer eins og eldur í sinu um viðskipta- lífið. Þeasar ráðstafanir, sem gerð ar voru í dag í gjaldeyrisfoönk unum voru undanfari ákvörð- unar um, að allar gjaldeyris- beiðnir fari í athugun hjá gjald eyrisdeild bankanna, áður en afgreiðsla fer fram. Nær sú meðferð til allra greiðslna, einnig þeirrar vöru sem er á frílista. Þessi breytta tilhöguo á eink um að miða að því, að bank arnir láti ekki gjaldeyri í té fyrir ógjaldföllnum kröfum. Tíminn reyndi að afla upp- lýsinga um þessi mál í dag, en fékk alls staðar óljóis svör. Starfsmenn í gjaldeyrisbönkun um sögðu að eiginlega væri ekkert að frétta. Það hefði bara verið að stoppa fyrir vöru innflutninginn, en þetta hlyti allt að skýrast í dag. Dagur- inn leið hins vegar svo, að ekki skýrðist málíð', *ög ekki barst blaðinu nein fréttatil- kynning um þessar breytingar. Tíminn hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því, að í athug un sé hvað haegt sé að yfir- færa á þessum tímuni. Hins vegar hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um að stöðva gjaldeyrissölu. Mikið hefur borið á tilhneig ingu til að borga skuldir, sem stofnað hefur verið til áður en nauðsyn krafði. Sú athugun, sem nú fer fram, beinist að því að menn séu ekki að yfir- færa gjaldeyri fyrirfram — eða löngu áður en þeir eru skyldugir til þess. Ýmsir menn í viðskiptalíf- inu hafa verið að búast við gengisfellingu, eða einhverju ámóta. Þessi gengisótti manna hefur leitt til þess, að þeir hafa viljað komast úr sem Pramhalrl a ms lö Þama er maður a'ð reyna að bjarga því sem bjargað verður af kartöfl- um undan snjónum, en erfitt er að koma vélum við undir slíkum kringumstæðum. (Tímamynd SP) FYRSTU MÓT- MÆLI LISTA- MANNA í PRAG I NTB-Prag, þriðjudag. Samband tckkneskra tón- verkahöfunda ásakaði í opnu bréfi sem birtist í Prag-dagblað inu Slovobodne Slovo í dag, Alexander Dubcek, flokksleið- ! toga fyrir að liafa látið undan þvingunum Sovétmanna og kröfðust um leið tryggingar fyrir frelsi í lista- menningar- og menntalífi þjóðarinnar. Þessi mótmæli gegn stjórn- málaþróuninni í Tékkóslóvakíu ! siðustu vikurnar eru þau fyrstu er koma frá sambandi mennta- 1 manna síðan Moskvu-sáttmál- i rnn var undirritaður, en hann ] fól í sér ritskoðun á fjölmiðlun i artækjunum og skerti pólitískt i sjálfstæði í Tékkóslóvakíu á 1 ýmsan hátt. í bréfinu, sem undirritað er af tónsmiðunutp, eru nöfn flokksleiðtogana ekki nefnd á nafn en augljóst er við hverja er átt. Tónsmiðirnir segjast óttast þróunina í Tékkósióvak- iu, sérstaklega að hin styrka samstaða, sem verið hefur að baki flokksstjórninni, muni smátt og smátt rofna. Tónlistarmennirnir ásaka Du bcek og samstarfsmenn hans fyrir að hafa horfið frá ýmsum þeim stefnumiðum. sem gert var ráð fyrir í frjálsræðisáæti- uninni, sem samþykkt var fyrir hernámið' Framhald á bls 14 KARTÖFLUR FYRIR HUNDRUÐ ÞÚSUNDA LÍGGJA UNDIR SNJÓ KJ-Reykjavík, þriðjudag. Kartöflur fyrir hundruð þúsunda eru enn í jörð undir snjó á Svalbarðsströnd og Höfðavík, og hafa bændur orðið fyrir stórfelldu afurða- tjóni af þessum sökum. Þeg- ar áhiaupið gerði í október er áætlað, að enn hafi verið í jörðu kartöflur á þessum slóðum að verðmæti 1,5—2 milljónir króna. Skúli Jónasson, kaupféiags- j stjóri Kaupfélags Svalbarðseyrar | á Svalbarðseyri sagði Tímanum í dag, að ljóst væri nú, að bændur ! yrðu fyrir miklu afurðatjóni J vegna kartafla, sem ekki hefðu ! náðst upp úr jörðinni vegna snjóa. j Væri óhætt að segja að afurða- ! tjónið næmi hundruðum þúsunda króna hjá bændum á Svalbarðs- strönd og Höfðahverfi. Skúli sagði að tjónið væri enn tilfinnanlegra vegna þess að nú í ár voru horfur á góðri kartöfluuppskeru, eftir tvö slæm kartöfluár. Urn mánaða mótin sept.—okt. var góð tíð, og kartöflugrös stóðu enn, svo menn drógu það heldur að taka upp. Síðan kom áhlaupið, með snjó og frosti, og lögðust þá kartötflu akrarnir undir snjó. Síðan hafa menn verið að reyna að nó upp kartöflum undan snjónum, en þær eru enmþá algjörlega óskemmdar, og hefur frostið ekki náð niður á þær. Snjórinn og kartöflugrös in verja kartöflurnar fyrir frost- Framhald á bls. 14 BETRI KAMBAR KJ-Reykjavík, þriðjudag. Fyrir nokkru síðan var byrjað að lagfæra Suðurlandsveg í Myndin var tekin efst í Könibum, og sýna endurbæturnar sem gerðar liafa vcrið ofarlega, með því að ryðja í burt klöppunum sem stóðu fram í vegiun. (Tímamynd I.I) Kömbuin og var vegurinn af þeim! ur. en endurbótum er þó ekki sökum lokaður um tíma, en nú Iokið. er umferð leyfð uin veginn aft Vegurinn hefur verið breikkað ur efst í Kömbum og gerð vatns rás við veginn. Fyrir neðan beina kaflann í miðjum Kömbum hafa tvær beygjur verið teknar af veginum, og er nú unnið að því að ganga frá veginum þar. Þá hafa verið gerðar smávægilegar lagfæringar hér og hvar í Kömb unum og fyrir ofan þá. í gær var búið að bera ofan í veginn, og var hann illfær fyrir litla bila af þeim sökum. Ofaníburðurinn hafði vaðizt upp * ,en hann er leirkennd ur, og mun þarna hafa átt að reyna nýjan ofaniburð. Veruleg bót verður að þessum vegaframkvaómdum þegar lokið verður við þær, og var sannar lega tími til kominn að eitthvað yrði gert til að endurbæta Suður landsveg á þessum kafla.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.