Vísir - 20.07.1977, Síða 10

Vísir - 20.07.1977, Síða 10
10 Miðvikudagur 20. júli 1977 VÍSIR t'tj'ofandi: Hrykjapmit hf Krainkva‘iii<lastjóri: Davift (•uóinuii<tsson Hitstjórar: l>orstcinn l'álssnn ábni. ólafur Haj'narsson. Hitsijórnarfullt rúi: Bragi Guftmúndsson. Fréttastjóri crlcndra frótta: Guftmundur (i. Pötursson. Inisjón incft lleluarblafti: Arni t>órarinsson Hlaftainenn: Anders Hansen, Anna Heiftur Oddsdóttir, Kdda Andrósdottir, Kinar K. Guftfinnsson. KliasSnæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson. Guftjón Arngrimsson. Hallgrimur H. Helgason, Kjartan L Pálsson. óli Tynes. Sigurveig Jónsdóttir. Svcinn Guftjónsson. Sæmundur Guftvinsson. Iþróttir: Björn Hlöndal. Gylfi Kristjánsson. ('tlitsteiknun: Jón Oskar Halsteinsson. Magnús ólafsson l.jósmvndir: Kinar (íunnar Kinarsson. Jens Alexandcrsson. l.oftur Asgeirsson Siilust j<iri: Páll Stefftnsson Auglysingastjóri: Pursteinn Fr Sigurftssoii Dreifingarstjóri: Sigurftur H Pétursson. Auglýsingai : Siftumúla K. Simar K22(io. Klilill. Vskriftargjald kr. l'.IOil á mánufti innanlands. Aígroiftsla: Stakkbolti 2-1 simi Xlilill Verft i Liusasölu kr. 70 cintakift. Hilsljórn: Siftumúla II. Simi Kiiiill. 7 Ifnur. Prcntun: Hlaftaprent lií. Þ.Þ. og draugarnir Sem kunnugt er setti viöskiptaráðherra fram þá kenningu i síðustu viku, að þjóðinni stafaði ekki hætta af öðru f remur en umræðum um verðbólguna. I fram- haldi af því sýnist ritstjóra Tímans hafa verið bannað að skrifa um efnahagsmál, en þess í stað skipað að segja lesendum blaðsins draugasögur í forystugrein- um. Og fer vel á þvi. Þegar annar stærsti stjórnmálaflokkur landsins virðist ætla að taka sér fri frá umræðum um helsta vandamál efnahagslifsins, ætti að verða tóm fyrir aðra að brjóta viðfangsefnið til mergjar. I því sam- bandi er m.a. ástæða til að athuga, hversu hendur stjórnvalda eru i raun og veru bundnar í þessum efn- um. Það þarf því að gera verulegan uppskurð a’ kerf- inu, ef árangur á að nást. Dr. Þráinn Eggertsson hagfræðingur skrifaði grein hér í blaðið sl. mánudag, sem vakið hefur talsverða athygli. Þar bendir hann m.a. á, að möguleikar stjórn- valda til að beita tiltækum hagstjórnartækjum hafi á HVAÐA LÁN STANDA ýmsan hátt verið takmarkaðir. I sjálfu sér eru þetta ekki ný sannindi, en þau hafa eftir nýgerða kjara- samninga komið skýrar fram í dagsljósið en oftast nær áður. Með réttu bendir dr. Þráinn Eggertsson á, að f jár- málum rikisins hefur verið stefnt í tvisýnu. Með kjarasamningunum hefur ríkið tekist á hendur skuld- bindingar um skattalækkanir samhliða stórauknum útgjöldum á ýmsum sviðum t.d. að þvi er varðar bæt- ur almannatrygginga, niðurgreiðslur, dagvistunar- stofnanir og íbúðabyggingar. Ef velættiaðvera, þyrfti að koma til verulegur nið- urskurður á opinberum umsvifum. Það væri eðlilegt framhald af þeim árangri, sem náðist í fjármála- stjórn ríkisins á síðasta ári. En þá er á það að líta, að rúmlega tveir þriðju hlutar f járlaganna eru bundnir með almennum lögum og tæplega helmingur þeirra er háður vísitöluuppbótum. Þessar aðstæður binda hendur stjórnvalda aII veru- lega. Á þessu sviði þarf því að gera róttæka umsköp- un, ef nota á opinbera fjármálastjórn að einhverju marki sem hagstjórnartæki í viðureigninni við verð- bólguna. Þá vekur hagfræðingurinn athygli á því í grein sinni, að möguleikar stjórnvalda til breytingar á gengi krónunnar eru einnig mjög takmarkaðir, Kjara- samningarnir eru eins og venjulega uppsegjanlegir, ef verulegar breytingar verða á í því efni. En að sjálfsögðu er hætta á, að aukinn hraði verð- bólgunnar leiði til halla á viðskiptum við útlönd. Ugg- laust munu þá einhverjir draga fram haftatillögur eins og oft áður. En það verður enginn vandi leystur með þeim hætti nú fremur en endranær og höft ein út af fyrir sig bæta ekki stöðu útflutningsaðila. Þrátt fyrir víðtækar takmarkanir á möguleikum stjórnvalda til að beita almennum hagstjórnartækj- um, hafa þau enn svigrúm í peningamálum. i þeim efnum hefur rikisstjórnin þegar tekið skynsamlegar ákvarðanir, en hefði þó mátt ganga talsvert lengra til þess að von væri um raunhæfan árangur. Mikilvægt er að stjórnvöld geti óhindrað beitt aðgerðum í peningamálum í viðureigninni við verð- bólguna. En jafn Ijóst er, að samræmdra aðgerða er einnig þörf á öðrum sviðum. Hefðbundnar bráða- birgðaráðstafanir eins og bann við verðhækkunum, sem þegar eru orðnar, breyta ákaflega litlu, þegar til Jengdar lætur. Alvöru aðgerðir gegn verðbólgunni krefjast því rót- tækra ákvarðana og jafnvel harkalegri en frumvarp ólafs Jóhannessonar 1974 gerði ráð fyrir, en það var um margt skynsamlegt. BYGGJENDUM Tveirsjóöir eru undirstjórn Hús- næðismálastofnunar rikisins, Byggingarsjóður rikisins og Byggingarsjóður verkamanna. Cr Byggingarsjóði rikisins eru veitt eftirfarandi lán: Lán til einstaklinga og fjölskyldna Hin almennu F-lán.Þessi lán eru veitt einstaklingum (fjölskyldum) til byggingar eða kaupa á nýjum ibúðum. Lán þessi eru veitt i þrennu lagi og eru til 26 ára með 8.75% vöxtum auk 40% af hækkun byggingarvisitölu frá lántökutima. Gjalddagi er 1. maí ár hvert. Fyrsta árið eða á fyrsta gjalddaga eru aðeins borgaðir vextir, lánið borgast siðan upp á 25 árum og er jafngreiðslulán (annuitet). Visi- töluálgið 40% leggst ekki ofan á höfuðstólinn hverju sinni, heldur á vexti fyrsta árið og á hverja árs- greiðslu af þessum lánum siðar. Lánsf járhæðin má nema allt að kr. 2.700.000.00 á hverja ibúð, sem fokheld verður 1977 og byrjað á eftir 1. jan. 1974. Lánréttur annarra ibúða, sem verða fokheldar árið 1977 er kr. 900.000.00. Lánsfjár- hæðin má þó ekki nema hærri upp- hæð en nemur 3/4 hlutum verð- mætis ibúðar, skv. mati trúnaðar- manna veödeildar Landsbanka Is- lands. Arsgreiðsla af 2.700.000.00 kr. láninu er kr. 269.329.00 og af 900.000.00 kr. láninu 89.776.00 án visitöluálagsins. Eindagi fyrirskil á umsókum um byggingarlán (F-lán) er fyrir 1. febr. ár hvert. Þeir einir sem leggja inn umsóknir fyrir þann tima geta búist við láni á þvi ári. Byggingameistarar og aðrir sem byggja og selja ibúðir geta lagt inn svokallaða bráðabirgðaumsókn fyrir hönd væntanlegra kaupenda fyrir 1. febr. ár hvert. Þegar þessar ibúðir eru seldar verða kaup- endurnir aö leggja inn urnsóknir og teljast þær þá innkomnar fyrir 1. febr. Þessar bráðabirgðaumsóknir þarf að endurnýja árlega, ef um- sóknir frá kaupendum koma ekki á þvi ári, sem bráðabirgöaumsóknin er lögð inn. Hvaða gögn þurfa að berast? Einstaklinganir leggja inn umsóknir um byggingarlán á þar til geröu eyðublaði, sem nefnist „Umsókn um ibúðarlán”. Ekki er úrskurðað um lánshæfni þessara umsókna fyrr en eftirtalin gögn hafaborist: Vottorð um efnahag og tekjur, vottorð um fjölskyldustærð, bæði á þar til gerðum eyðublöðum, og samþykktar teikningar. Þegar gögn þessihafa borist eru umsækj- endum send bréf þar sem viðkom- andi umsókn er úrskurðuð fullgild og lánshæf eða henni er synjað. Aðalskilyrðin, sem umsækjendur þurfa að uppfylla til að fá jákvætt bréf (svokallað OK-bréf) eru að byggj3 innan stærðarmarka, byggja ekki fleiri en eina ibúð og hafa ekki fengið lán sl. 5 ár. Eindagi fyrir skil á fokheldis- vottorðum er siðasti dagur hvers mánaðar. Þegar þessi vottorð hafa borist er húsið orðið lánshæft og hægt að veita 1. hluta lánsins eftir nánari ákvörðun húsnæðismála- stjórnar. Engin ákveðin regla er til um hversu langur timi líður frá þvi að fokheldisvottorð berst, þar til 1. hlutinn er veittur. Siðan á að stefna að þvi, að ekki liði nema 6 mánuðir milli lánshluta. Ekki þarf að sækja sérstaklega um þessa hluta, nema eigendaskipti hafi orðið. Hafi við- komandi umsækjandi átt ibúð fyrir verður hann að skila sölusamningi eða afsali áður en 3. hlutinn kemur til greiðslu. Veðdeild Landsbanka Islands af- greiðir lánin. Verði lánin ekki hafin innan 6mánaða frá útborgunardegi falla þau niður. Lán til kaupa á notuðum ibúðum G-lán. Þessi lán eru veitt ein- staklingum til kaupa á notuðum ibúðum eða öryrkjum ög ellilif- eyrisþegum til kaupa eða viðgerða á eldri ibúðum. Þeir umsækjendur er lögðu inn umsöknir eftir sl. ára- mót fá lán á bilinu kr. 100.000.00 til kr. 550.000.00, þófá þeir,sem kaupa sina fyrstu ibúð og hafa eitt barn eða fleiri á sinu framfæri, undir flestum kringumstæðum kr. 600.000.00. Meðallán verður um kr. 450.000.00. Lánstíminn er 15 ár, jafngreiðslulán (annuitet), vextir eru8.75% auk 40% af hækkun bygg- ingarvisitölu frá lántökutima. Ars- greiðsla at meðalláni kr. 450.000.00 er kr. 55.005.00 án visitöluálags. b TILBO Gjalddagi er 1. nóv. ár hvert. Ein- dagar fyrir skil á umsóknum eru fjórir, fyrir 1. jan., 1. april, 1. júli og 1. okt. ár hvert. Lán til byggingar leigu- eða söluibúða sveitar- félaga. Lán þessi nema allt að 80% af byggingarkostnaði hverrar ibúðar. Þau eru til 33 ára með 8.75% vöxt- um auk 40% af hækkun byggingar- visitölu frá lántökutima. Þau eru afborgunarlaus fyrstu 3 árin, þá eru aðeins borgaðir vextir. Þau borgast siðan upp á 30 árum, jafn- álagið leggst ofan á vexti fyrstu þrjú árin og á hverja ársgreiðslu af þessum lánum siðar. Hilmar Þórisson, deild- arstjóri Húsnæðismála- stofnunar ríkisins, fjall- ar í meðfylgjandi grein um þau lán, sem hús- byggjendur eiga kost á hjá Húsnæðismálastofn- uninni, hvers eðlis þau eru og hvaða skilyrðum þarf að fullnægja til að hljóta lánveitingu. "" y Lán til byggingar ibúða skv. 1. nr. 97/1965 Framkvæmdanefndaribúðir (FB). A þessum lánum, sem nema 80% af kostnaðarverði, eru sömu kjör og á lánum til byggingar leigu- eða söluibúða sveitarfélaga.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.