Vísir - 20.07.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 20.07.1977, Blaðsíða 11
11 Jón Ormur Halldórsson skrifar frá Bretlandi og ræðir um bilið á milli rikra þjóða og fátækra. Hann segir að áhugi þró- uðu landanna beinist fyrst og fremst að þeim svæðum þriðja heims- ins/ þar sem striðsá- stand er. *-------L,----------< Framkvæmdalán til byggingar- samvinnufélaga, byggingarmeist- ara, byggingarfyrirtækja, sveitar- félaga og annarra framkvæmda- aðila, sem byggja ibúðir, er seldar verða fullgerðar til einstaklinga, sem fullnægja lánareglum stofn- unarinnar. Þessi lán nema sömu fjárhæð og hin almennu F-lán og lánskjör eru þau sömu. Til útrýmingar heiisuspillandi húsnæði C-lán.Þessi lán eru veitt sveitar- félögum til útrýmingar heilsuspill- andi húsnæði. A fjárlögum undan- farin ár hefur verið veitt i þessu skyni um 18millj.kr. árlega. Þessi lán eru til 42 ára með 4% vöxtum, óvisitölubundin. Það er skilyrði fyrir lánum þessum, að sveitarfé- löginláni jafnháa fjárhæðeða leggi fram jafnhátt óafturkræft framlag á móti íj- 'í- Byggingarsjóður verkamanna: 'ji. Byggingarsjóði verkamanna er aflað fjár frá þeim bæjar- félögum, sem byggja verka- mannabústaði og frá rikissjóði. Byggingarkostnaður hverrar ibúðar skiptist þannig: 1. Væntanlegur ibúðareigandi leggur fram 20% af bygging- arkostnaði. 2. Byggingarsjóður rikisins . veitir almennt F-lán. 3. Byggingarsjóður verka- manna veitir lán, sem nemur heildarbyggingarkostnaði hverrar ibúðar að frádregnu eigin framlagi væntanlegs ibúðareiganda og láni úr Byggingarsjóði rikisins. Lán þessi er til 42- ára með 2 1/8% vöxtum (jafngreiðslulán). * Þau eru óvisitölubundin. Áhugi Vesturlandabúa á mál- efnum þriðja heimsins hefur aukist verulega á siðustu miss- erum. Tæpast er þetta að þakka vaxandi umhyggju fyrir svelt- andi meðbræðrum þvi slik um- hyggja er enn sem fyrr einungis i orði en ekki á borði. Liklegra er að OPEC ævintýriö og nýlendustefna Sovétmanna hafi vakið Vesturlandabúa til meðvitundar um ógnir núverandi skipulags heims- mála. Vaxandi bil Hið efnahagslega bil milli Vesturlanda og þriðja heimsins virðist með öllu óbrúanlegt. 1 breska samveldinu býr mikill meirihluti fólk við tekjur sem nema minna en 100 sterlings- pundum á ári, á meðan meöal- tekjur fólks i rikustu samveldis- löndunum eru yfir 3500 sterlingspund á ári. Þetta mikla bil hefur farið vaxandi undan- farin misseri og má nefna að þjóðartekjur á mann i riku lönd- unum munu liklega vaxa um sem nemur tvöföldum meðal tekjum Indverja. Enn óhuggnanlegri fyrir samvisku Vesturlandabúa er sú staðreynd að heimsviðskiptin eru stöðugt að verða þeim fátæku óhag- stæðari. Þannig kostar vest- rænn iðnvarningur sem nauðsynlegur er fyrir efnahags- lif þróunarlandanna stöðugt fleiri kakósekki og banana- kassa. Tvöfeldni Vesturlanda- búa Varla finnst sá maöur á Vesturlöndum sem ekki er full- ur heilagrar bræði i garð Idi Amins. Allir vita að Idi Amin er hinn hroðalegasti maður sem ber ekki minnstu virðingu fyrir lifi þegana sinna. Færri vita sennilega að fleiri deyja úr hungri i þriðjan heiminum i hverri viku en dáið hafa i Úganda af völdum Amins á sex árum. Frásagnir af Amin og öðrum hálf-villtum stjórnmála- leiðtogum i Afriku hafa verið eitt uppáhaldslesefni fólks á Vesturlöndum um langa hrið. Þvi er hinsvegar sjaldan gaumur gefinn, að það stjórnar- far sem rikir um mestan hluta þriðja heimsins er ekkert annaö en afsprengi þess efnahags- ástands sem þar rikir. A sama tima sem almenningur knýr á um refsiaðgerðir gegn stjórn- endum á borð við Amin vegna brota þeirra á grundvallar mannréttinda horfa Vestur- landabúar nánast aðgerðalausir á vaxandi örbyrgð i þriöja heiminum. útlátalaust að ræða um mannréttindi Það kostar Vesturlandabúa ekkert að berjast fyrir auknum mannréttindum i þriðja heiminum. Barátta gegn rótum vandamálanna og höfuö orsök hins ómannúðlega stjórnarfars kostar á hinn bóginn miklar fórnir af hálfu hinna i heiminum. Tal um mann- réttindi er meiningarlaust fyrir þær milljónir sem svelta i hel á ári hverju og tal um prentfrelsi hljómar liklega undarlega i -eyrum þess meirihluta ibúa þriðja heimsins sem hvorki kann að lesa né skrifa. Sovéskt bróðurþel Þjóðir Vesturlanda gefa nú i þróunaraðstoð sem nemur tæp- lega hálfu prósenti af þjóðar- framleiðslu þeirra. Mest af þessu fá þær til baka á einn eða annan hátt en engu að siður kemur þessi aðstoð að nokkru gagni. Þó frammistaða hinna riku á Vesturlöndum sé ekki glæsileg er hún lofsverð sé hún borin saman við frammistöðu Austur-Evrópu. Rússland og bandalagsriki þess eru rik á alheimsmælikvarða. Engu að siður veita þau þriðja heiminum nánast enga þróunaraðstoð. Þeirra áhugi beinist eingöngu að þeim svæðum þriðja heims- ins þar sem striösástand rikir. Sovétmenn styrkja ekki fram- kvæmdir sem miða að þvi að bæta hag fólks en senda hins- vegar gefins vopn hverjum sem kallar sig sósialista. Þannig hafa Sovétmenn til dæmis haldið lifinu i stjórn Idi Amins Uganda. Tíminn að renna út Oliukreppan vakti Vestur- landabúa af værum svefni. Sú greiða leið sem sovesk nýlendustefna i Afriku virðist eiga hefur einnig ý't't ónotalega við mönnum. Fullyrt er að hrá- efnaframleiðendur þriðja heimsins sem sjá Vesturlöndum fyrir hráefni til iðnaðarfram- leiðslu muni aldrei ná samstöðu um að gripa til svipaðra aðgerða og oliuframleiðslurikin gerðu með eftirminnilegum VISIR Miðvikudagur 20. júli 1977 l HUS- DA? afleiðingum. Tvennt getur hins- vegar komið til. 1 fyrsta lagi er það ekki lengur fjarlægur möguleiki að stjórnvöld undir handarjaðri Sovétrikjanna hafi yfir að ráða meirihluta heims- framleiðslu á ýmsum mikil- vægum hráefnum. 1 öðru lagi hafa vonbrigði siðustu ára og uppgjöf fyrir nánast óleysan- legum vandamálum ýtt undir það viðhorf ýmissa meðal leið- toga þriðja heimsins að þeir hafi nákvæmiega engu að tapa. Leiguibúðarlán Leiguibúðarlán til -einstaklinga, fyrirtækja, stofnana eða sveitarfé- laga til byggingar eða kaupa á nýj- um ibúðum. Þessi lán nema sömu fjárhæð og hin almennu F-lán og lánskjör eru þau sömu. Framkvæmdalán TAL UM MANNRÉTTINDI ER MEININGARLAUST FYRIR MILLJÓNIRNAR SEM SVELTA í HEL mmmmm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.