Vísir - 20.07.1977, Page 23

Vísir - 20.07.1977, Page 23
VISIR c 23 D Hvers eiga sjúk- lingar að gjalda? Kristin Sveinbjörnsdóttir hefnr um nokkurt skeiö veriö umsjónar- maöur Óskalaga sjúklinga. Um hið háa útvarpsráð eru margar sögur, ein er nú til skammar skráð á Skúlagötu 4 Og sagan er svona: A öldum ljósvakans á hverjum laugar- dagsmorgni berst út til þjóöar- innar vinsæll þáttur sem heitir, Óskalagaþáttur sjúklinga. Þar senda sjúklingar er liggja á hin- um ýmsu sjúkrahúsum lands- ins, kveðjur, ljóö og lög til ætt- ingja og vina úti um landið sér til gamans og til að minna á til- veru sina. Þegar svo þessi þáttur er hálfnaður tilkynnir þulurinn að nú verði gjört hlé á óskalaga- þættinum á meðan sagðar verði fréttir. Svo koma fréttirnar ná- kvæmlega þær er við heyrðum kl. hálf átta um morguninn, og við heyrðum þær lika kl. 8.15 og nú er slitinn i sundur óskalaga- þáttur sjúklinga til að lofa okkur að heyra þær i þriöja sinn, og svo koma þær að sjálfsögðu um hádegið. Það var ekki eins og það væru fréttir um hækkandi eða lækk- andi blóðþrýsting hjá fjallkon- unniá Kröflusvæöinu, eða frétt- ir frá tommustokk sjávarút- vegsráðherra um nýja uppmæl- ingu á hinum ýmsu fiskum hafs- ins, nei bara útlendar fréttir sem tslendingar hefðu gott af að heyra aðeins einu sinni á dag. Það er löngu vitað að þessi þáttur á ekki upp á pallborðið hjá, ráðamönnum útvarps, en svona misþyrming er i hæsta máta óþolandi. Hvers eiga sjúklingar að gjalda, eiga þeir aðgjalda þess að þeir eru veikir og vanmátta. Það vita það vfst allir að það er þröngt um útvarpið á Skúla- götu 4, en að sjóndeildarhringur framámanna útvarps væri einnig með þrengsta móti grun- aði fáa. Theódór Einarsson HARD DANSSTAÐ- INAOPNA LENGUR Það sem mig langar til aö skrifa til ykkar núna, er I sam- bandi við blessaðan bjórinn. Hvernig stendur á þvi að allir flugmenn og öll áhöfn fraktskipa, fá að koma með visst magn af bjór inn i landið en aðrir lands- menn sem hans vilja neyta, þurfa að kaupa þetta á svörtum dýrum dómum. Væri ekki nær að leyfa bjórinn eins og svo margar þjóðir gera. Það er ósköp skiljanlegt að Góð ryðvörn tryggir endingu! ^og endursölu rikisstjórnin vilji ekki bjór inn i landið, þvi þeir sem i henni eru, hafa, eða fá vist nóg af honum, eftir þvi sem mér hefur heyrst. Svo i framhaldi af bjórnum lang- ar mig til þess að koma með uppástungu sem ég tel aö allir Reykvikingar ættu að hugsa um og hún er þessi: Hvernig væri að opna alla dansstaði Reykjavikur- borgar kl. 8 á kvöldin og loka ekki fyrren kl. 4-5 á nóttunni. Ég tel að þá muni hætta þessi gauragangur og læti sem alltaf eru fyrir utan dansstaðina þegar nýbúið er að hleypa fólkinu út eins og rollum úr rétt. Ég held að ekki yrðu margir eftir á dansinum þegar að lokunartima kæmi, heldur væru flestir farnir heim án þess aö til slagsmála kæmi út af einum leigubil (sem svo oft vill verða) og mjög sennilega myndi okkar blessaða lögregla hafa minna að gera við að loka menn inni i fangageymslu. Ég þakka fyrir birtinguna. JÓSEFtNA Bréfritari telur að fáir veröi eftir á skemmtistööunum klukkan fjögur eöa fimm á nóttunni. ( ni Eftir 14 ára reynslu á ts- landi hefur runtal-OFNINN sannað yfir- burði sina yfir aðra ofna sem framleiddir og seldir eru á tslandi. ( ( '! Þ Engan forhitara þarf aö nota við runtal-OFNINN og eykur það um 30% hitaafköst runtal-OFNSINS Það er alstaðar rúm fyrir runtal, runtal-OFNINN er framleiddur úr svissnesku gæðastáli. Runtal-OFNINN er hægt að staösetja alstaðar. Stuttur afgreiðslutimi er á runtal-OFNINUM. VARIST EFTIRLtKlNGAR, VARIST EFTIRLtKINGAR runtal ofnar hf. Siðumúla 27. Ofnasmiðja Suðurnesja hf. Keflavík. Ég óska aö gerast áskrlfandi * ' v . “N • - Nafn w ) Heimili Sveitafélag \ :\ Sýsla. !

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.