Vísir - 27.07.1977, Blaðsíða 2

Vísir - 27.07.1977, Blaðsíða 2
SW-1 mm Miövikudagur 27. júli 1977. VISIR ( í Reykjavík J Lest þú einhver erlend blöð? Vilhjáimur Bjarnason, viöskipta- fræöingur: — Ekki að staöaldri nei, en ég les þau þegar ég kemst I þau, einkum Newsweek, Time og Fishing News. Sjónvarps- myndavélar í aðeins tveim fangelsum hér á landi Aöeins tvö fangelsi hér á landi eru búin mynda- vélum sem gera fanga- vöröum kleift að fylgjast með föngum inn í klefum. Þaö eru Síðumúla- fangelsið og hegningar- húsið við Skólavörðustig. I báðum þessum húsum eru klefar, einn í hvoru, þar sem eru myndavélar sem ,,sjá" allt sem fram fer innan veggja klefans. Sérstakan dómsúrskurð þarf til að setja menn í klefa þessa, og er það að- eins gert ef menn eru taldir það hættulegir sjálfum sér, að þeir kynnu að vinna sér mein væri ekki fylgst með þeim. Myndavélarnar voru settar upp skömmu eftir áramót. — GA Slikar sjónvarpsmyndavélar eru til i tveimur fangelsum hér á landi. Friöa Björk Ingvarsdóttir, vinnur á hóteli: — Já, stundum, sérstak- lega ýmis poppblööog svo dönsku blööin. [Vinnudeilur ú Hótel Heklu: Verður hótelinu lokað? Mikil óánægja er nú rikjandi meöal starfsfólks Hótels lieklu i Reykjavik meö launa- og kjara- mál. HóteiHekia (áöur Hótel Hof) er rekiö meö svipuöu sniöi og Eddu- hótel Feröaskrifstofu rikisins, þ.e. starfsfólkiö fær ákveöna pró- sentu af innkomu fyrir gistingu og veitingar, til skiptanna eftir vinnumagni. Mikil óánægja er hjá starfsfólk- inu (alls vinna i hótelinu 5 manns auk hótelstjóra) meö launa- skiptinguna og hefur þaö meö bréfi óskaö leiðréttingar á kjara- málum sinum. I þvi bréfi sem sent var Hús- byggingasjóði Framsóknarfélag- anna i Reykjavik, var fariö fram á viðræður um þessi mál, en sjóöurinn taldi sig ekki aöila að málinu þar sem hann hefði samiö við aðra aöila um rekstur hótels- ins. Sá aðili sendi starfsfólkinu hins vegar uppsagnarbréf þar sem hann taldi aö „rekstrarsam- vinnu” við starfsfólkiö væri lokiö. Þá ákvöröun telur starfsfólkið ólöglega og hyggst mótmæla, jafnframt þvi sem boðaö verkfall þess kemur til framkvæmda veröi viðræður ekki teknar upp við það fyrir 1. ágúst. — H.L. Kristin Einarsdóttir, klinikdama: — Já, ég geri þaö, til dæmis Feminu og fleiri, sérstaklega sænsk blöö. Hermann Gunnarsson, frétta- maöur: — Já, já, ég les erlend blöð,sérstaklega finnsk. Þá les ég lika rúmensku frjálsiþróttablöð- in, og svo læt ég 1. september sjaldan framhjá mér fara. Sigriöur Erla Jónsdóttir, ritari: £ — Já, stundum. Til dæmis Burda, ■ Penthouse og Playgirl og fleiri og fleiri. B Loftpúðar verðbólgunnar Þaö er huggulegt aö sjá aö blaö, sem telur sig ábyrgt og styöur væntanlega rikisstjórn- ina, kveöur upp úr meö aö fara gætilega i verölagsákvöröunum aö loknum samningum. Um stund leit út fyrir aö Timinn ætl- aði aö láta sér vel lika aö hér hæfist óskert óðavcröbólgu- timabil, en i gær segir I forustu- grein blaösins, aö þaö hafi veriö rétt ráöiö af rikisstjórninni aö skipa sérstaka nefnd til þess aö fjalla um verðhækkunarkröfur opinberra aðila. 1 annarri for- ustugrein blaðsins rennur svo út i fyrir ritstjóranum, þar sem Visir er sagður þjóna hagsmun- um hcildsala meö þvi aö hræöa almenning út I nýtt kaupæöi af ótta viö að kaupsamningarnir muni leiða til óöaveröbólgu. Ekki verður séö af þessum tvcimur forustugreinum i hvorn fótinn ritstjórinn er aö stiga, nema svo sé komiö málflutningi Timaritstjórans, að hann nálg- ist að ganga fyrir loftpúöum. Eölilega hafa menn haft áhyggjur af þvi aö nú yröi fariö aö margfalda tölur riflega til aö fá út á þær verðlagshækkanir, sem ekki væru i neinu samræmi viö kjarasamningana. Slikt hef- ur ekki átt svo litinn þátt i verö- bólgu siðustu ára. Nú er i fyrsta sinn spyrnt viö fótum aö marki, enda kominn nýr verölagsstjóri, sem veit sýnilega ailan ganginn i þessum málum og byggir verðákvarðanir á því sem sain- ið var um i samningunum viö verkalýösstéttina en ekki hug- myndum um vissan ágóöahlut vinnuseljenda af samningunum. Þá hefur loksins verið komiö á fót bremsunefnd, sem fjallar um hækkanabeiönir frá opin- berurn fyrirtækjum, nú siöast ' frá Landsvirkjun, og er verö- lagsstjóri þar enn I fyrirsvari, cn hefur með sér tvo þingmenn, sem aldrei þessu vant standa með verðlagsstjðra gegn hækk- un á rafmagnsverði. Þingmenn þessir eru vitanlega úr báöum stjórnarflokkunum. Lands- virkjun hefur fariö fram á 15% hækkun, sem þýöir 6% hækkun á gjaldskrá Rafmagnsveitu Reykjavikur. Bremsunefndin hefur hafnaö beiöni um hækkun fy'rir visitöluútreikninginn 1. ágúst. Landsvirkjun getur reynt næst fyrir 1. september, komi rikisstjórnin henni ekki til hjálpar nú þegar. Engin ástæöa er til annars en treysta þvi aö rökin fyrir svona synjun séu haldbær, eins og rök- in fyrir synjun verölagsstjóra á hækkun á taxta Sambands málm og skipasmiöja. Beiöni um taxtahækkunina byggöi Sambandið m.a. á 10% hækkun plús 18 þúsund, en undirritaðir voru samningar um 2.5% hækk- un plús 18þúsund. Samkvæmt samtali viö verðlagsstjóra I Morgunblaðinu i gærmorgun viröist þarna vera um aö ræöa að velta 7,5% yfir á neytandann i skjóli leyndar. Verölagsstjóri ætlar sýnilega ekki aö taka þátt i slíku makki. llann heldur sig viö undirritaöa samninga, sem honum ber skylda til. En þótt hið ábyrga blaö Tim- inn haldi þvi fram aö blöö séu aö ósekju að vara viö mikilli verö- bólgu, veröur samt ekki hjá henni komist. Þetta vita allir. Barátta verölagsstjóra og bremsunefndar er virðingar- verö og vonandi tekst þeim aö láta ekki hækkanir flæöa yfir al- veg hindranalaust og án rök- semda. En á sama tima og verðlagsstjóri berst sinni bar- áttu til verndar neytendum i landinu — þó innan skynsam- legra marka, gengur ríkis- stjórnin fram fyrir skjöldu og hækkar bæöi brennivin og tó- bak. Kláraviniö, sem er oröið einskonar þjóöardrykkur, hækkaöi um þúsund krónur flaskan og sigarettupakkinn hækkaði um sjötiu krónur. Kannski finnst opinberum stofnunum eins og Landsvirkjun sér misboöiö aö mega ekki i friöi hafa sjálfdæmi um brennivíns- hækkanir á rafmagni, fyrst sjálf rikisstjórnin gengur á undan og hækkar aö vild, án þess aö spyrja guð eöa verölagsstjórá? Svarthöföi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.