Vísir - 27.07.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 27.07.1977, Blaðsíða 5
vism / 1 Miðvikudagur 27. júli 1977. Andy Young vissi hvað hann söng: Kynþáttamisrétti er Assýrisk fjölskylda: Litarmunurinn er lltill, en nógur samt. vandamál í Svíþjóð Fyrir tveimur mán- uðum móðgaði Andrew Young, sendiherra Bandarikjanna hjá Sameinuðu þjóðunun , Svia óskaplega þegar hann sagði að þeir væru kynþáttahatarar. Young sagði að þótt Svíar væru ákaflega frjálslyndir á yfirborð- inu, væru þeir undir niðri ekkert betri en hvitir kynþáttahatarar i Suðurrikjum Banda- rikjanna. Sviar urðu öskuvondir og Young varð að draga i land. En fréttir sem hafa verið að berast frá Sviþjóð að undanförnu, benda til þess að Young hafi haft töluvert til sins máls. Einn þeirra sem hefur miklar áhyggjur af þvi sem er að ger- ast i Sviþjóð er forstöðumaður sænsku innflytjendaskrifstof- unnar, sem segir að framkoma margra Svia sé ógeðsleg. Undanfarnar vikur og mánuði hefur hvað eftir annað komið til átaka milli ungra Svia og assyriskra flöttamanna sem eru um sexþúsund talsins i land- inu. Aðeins dekkri á hörund Assyriumenn draga nefn af hinu forna keisaradæmi, en þeir eiga sér ekkert heimaland og eru dreifðir viðsvegar um Mið- austurlönd, og Austur-Evrópu. Assyriumenn eru af hvitum kynstofni, þótt þeir séu nokkuð dekkri á hörund en Sviar. En þessi litlu litbrigði nægja til of- sókna á hendur þeim. Það eru reyndar fyrst og fremst „Raggararnir” sem áreita þessa innflytjendur. Raggarar eru heldur leiður lýð- ur, „afkomendur” leiðurklæddu mótorhjólagæjanna sem þeystu um Bandarikin fyrir áratug eða svo. En forstöðumaður innflytj- endaskrifstofunnar, Kjell Oberg, sér ekki mikla huggun i þvi, vegna þess hvernig aörir Sviar bregðast við. Raggarar hafa alltaf verið til leiðinda og farið um með barsmiðum og spellvirkjum. En hingað til hefur almenn- ingur verið ákaflega mikið á móti þeim. Það hafa oft orðið mikil læti i Sviþjóð þegar Raggarar hafa eyðilagt skemmtistaði eða skemmti- garða og blöðin hafa verið upp- full af kröfum um að þeir verði beittir hörku og ibúarnir verndáðir gegn þeim. Enginn mótmælir En það hefur ekki borið á neinum svona mótmælum vegna árása þessara dela á inn- flytjendurna. Oberg segir: „Núna, þegar Raggararnir ráðast á þessa minnihlutahópa, segir enginn neitt. 1 stað þess að reiðast og fordæma þá, segir fólk að það skilji þá og tekur jafnvel afstöðu með þeim”. Það eru ekki bara Assyrfu- menn sem verða fyrir aðkasti. 1 Sviþjóð er litill hópur sigauna, og einnig þeir hafa orðið fyrir barsmiðum og eigna- skemmdum. Sömu sögu er að segja um svertingja sem búa i landinu. Margir þeirra komu sem flóttamenn frá Bandarikjunum, til að losna við að ganga i herinn og og vera sendir til Vietnam. í þeim tima var i gangi nánast heilög krossferð gegn Banda- rikjunum, i Sviþjóð, og svert- ingjunum var vel tekið. En nú er „brúðkaupsferðinni” lokið og sambúðin gengur illa. Lögreglan hefur til dæmis haft afskipti af fjórum veitinga- stööum i Gautaborg, þar sem mannréttindalög Sviþjóðar voru brotin með þvi að lituöu fólki var neitaö um inngöngu. Kjell Oberg hefur lika áhyggjur af framtiðinni. „Þegar börn þessara innflytj- enda vaxa úr grasi, munu þau ekki sætta sig við þau ómerki- legu og illa launuðu störf sem foreldrar þeirra verða nú að sætta sig við. Þau munu ekki þola að vera beitt kynþáttamis- rétti. Þau munu slá sér saman i hópa og berjast. Og þá getum við búist við óeirðum og bar- dögum eins og við sjáum i svo mörgum öðrum löndum”. Af hverju? En hvernig stendur á þvi að kynþáttahatrið brýst fram með svona miklum ofsa núna? Þaö er sjálfsagt engin einhlit skýr- ing á þvi. Hluti af vandamálinu er þó versnandi efnahagur Svi- þjóðar. Fólk finnur fyrir þvi að góð- ærið er ekki eins mikið og áður, og þá reynir i rauninni fyrst á raunverulegt frjálslyndi og bróðurþel. Sviar virðast ekki ætla að standast það próf betur en aðrir. Sænskir raggarar. NÓTT VILLI- DÝRANNA Húsgagnaverslanir voru „hreinsaðar”. Rafmagnið fór lika af sjúkrahúsum og læknarnir færðu sig út og unnu við bflljós. „Fólk breyttist i villidýr, þetta var nótt villidýranna”, sagði ör- þreyttur lögreglumaður þegar birti af degi eftir svarta ógnar- nótt i rafmagnslausri New York borg. Tugþúsundum saman þyrptust menn út á göturnar til að ræna, rupla og slást. Heilar verslunár- götur voru lagðar i rúst og yfir þúsund eldar voru kveiktir. Þeg- ar slökkviliðsmenn komu á vett- vang var stundum fyrir óður skrill sem grýtti i þá öllu hand- hægu. Átta þúsund lögreglumenn gerðu það sem þeir gátu, en þeir gátu ekki verið allsstaðar i einu. Þeir höfðu ekki tima eða getu til að handtaka alla, svo þeir tóku til þess bragðs að reka ræningjalýð- inn út úr verslunum og skipa þeim heim. En þá var bara ráðist inn i verslunina við hliðina. Lögreglan haföi skipanirum að beita ekki hörku nema i itrustu neyð, enda var furðulega litið um alvarlg átök..En nóttin svarta gleymist seint. Trylltur múgur ræðst inn I birgðaskemmu til að ná sér i föt. Lögreglan 1 átökum við harðskeyttan innbrotsþjóf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.