Vísir - 27.07.1977, Síða 3
3
VISIR Mibvikudagur 27. júli 1977.
- V V ‘ '
Hlíðahverfi á Akureyri:
Verslunarlóðirnar
Fljúga á ný til
Gautaborgar
Frá Súlnabergi
Hlynnt að norð-
lenskum matmönnum
Hótel KEA hefur opnaö mat-
stofu aö Hafnarstræti 89 á
Akureyri undir nafninu Súlna-
berg, eftir miklar breytingar á
húsnæöinu.
t Súlnabergi geta 150 manns
setiö til borös samtimis. Þarna
er boöiö upp á rétti dagsins, þ.e.
þrjá mismunandi heimilisrétti,
auk mun fjölbreyttari sérrétta-
seöils frá grillinu en var í eldri
matstofu hótelsins.
Meö þessum framkvæmdum
er lokiö fyrsta áfanga stækk-
unar og endurbyggingar Hótel
KEA. —SJ
Ákveðið hefur verið að
Fjölbrautaskóli taki til
starfa á Akranesi i
haust.
Nafn skólans verður Fjöl-
brautarskólinn á Akranesi og tek-
ur hann til starfa 1. september.
Með stofnun hans falla Iönskól-
inn og Gagnfræðaskólinn á Akra-
nesi brott sem sjálfstæöar
stofnanir og auk þess mun skólinn
yfirtaka kennslu i efstu bekkjum
grunnskóla fyrst um sinn.
Næsta vetur verða starfrækt
eftrtalin námssvið við skólann:
almennt bóknámssvið, viðskipta-
svið, heilbrigðissvið, uppeldissvið
og iðn- og tæknisvið.
Hugmyndin að baki stofnun
Fjölbrautarskólans er að á Akra-
nesi verði framhaldsskóli fyrir
allt Vesturland. Er þetta i sam-
ræmi við stefnu Menntamála-
ráðuneytisins og Fræðsluráös
Vesturlands.
Þvi er i ráði að byggja heima-
vist við skólann en þar til hún er
risin mun skólinn aðstoða nem-
endur úr öðrum byggðalögum við
að fá húsnæði eftir þvi sem kostur
er.
borvaldur borvaldsson,
fræðslufulltrúi á Akranesi og
Sverrir Sverrisson formaður
Skólanefndar Fjölbrautarskólans
veita allar frekari upplýsingar
um skólann.
—H.L.
Þaö er ótrú-
lega gott að
hugleiða til-
veruna
liggjandi á
maganum!
Vísismynd
JA
Af gefnu tilefni skal tekiö fram,
aö öfugt viö þaö sem gefib var I
skyn i „Lif og iist um helgina”
siðastliöinn föstudag, er billinn
á myndinni ekki á góöri leiö meö
aö lenda i hrakningum og gekk
feröin yfir ána aö óskum.
verða tvœr í stað
Vikulegar ferðir hefjast 5. nóv. n.k.
Flugleiðir hefja áætlunarflug til
Gautaborgar 5. nóvember n.k.
Gautaborgarf lug Flugfélagsins
hefur nú legiö niöri frá 1973.
Flogiö veröur einu sinni i viku
til Gautaborgar, á laugardögum
meö viökomu f Kaupmannahöfn.
Frá Gautaborg veröursiöan beint
flug til Keflavikurflugvallar.
Farþega- og flugafgreiösla
Flugleiöa veröur á nýja flug-
vellinum, Göteborg-Landvetter,
sem er 20 km. suövestan borgar-
innar og veröur opnaöur 1. októ-
ber n.k. Afgreiösluna mun SAS
annast fyrir félagiö. —SJ
VERKFÖLL SKÆÐARI
EN ATVINNULEYSI?
Verkföll eru enn aö skella á og verkfalla en vegna atvinnuleysis.
ekki útséö um hvaö margir vinnu- Þó var hlutfall tapaöra vinnu-
dagar falla frá af þeim orsökum , daga vegna verkfalla einna mest I
þetta árið. fyrra, 1,2%, sem er þrisvar til
Á undanförnum árum hafa fjórum sinnum meira en næstu
fleiri vinnudagar tapast vegna tvö ár á undan. —sj
einnar
Ákveðið hefur verið,
að úthlutað verði tveim-
ur verslunarlóðum i
Hlíðahverfi á Akureyri.
Var þetta samþykkt á
fundi bæjarstjórnar nú
fyrir skömmu. Er þetta
breyting frá upphaflegu
skipulagi, en þar var að-
eins gert ráð fyrir einni
verslunarlóð i hverfinu.
Að sögn Helga M. Bergs, bæjar-
stjóra, hefur enn ekki verið
endanlega ákveðiö hvar lóðirnar
verða, en þaö verður væntanlega
ákveðið með haustinu.og lóðirnar
þá auglýstar.
brátt fyrir að endanleg ákvörð-
un um staðsetningu liggi ekki fyr-
ir, hallast þó flestir að þvi, að
lóðirnar verði misstórar. önnur
verðistórog rúmgóð, ilikingu við
þá sem Kaupangur og Hrisalund-
ur eru á, og vel staösett i hverf-
inu. Hin verði þá að öllum likind-
um mun minni, og staðsett i út-
jaðri hverfisins. Getur þá jafnvel
svo farið, að aðeins verði áhugi
fyrir að reisa verslun á annarri
lóöinni. Kom þetta álit meðal
annars fram hjá Sigurði J.
Sigurðssyni, bæjarfulltrúa, við
umræðurnar, og skilaöi hann sér-
áhti.
Lóðamál I þessu nýja hverfi á
Akureyri, eru búin að vera til um-
ræðu alllengi, eða frá þvi að bor-
bergur Ölafsson, kaupmaöur i
versluninni Brekku sótti um lóð-
ina sem upphaflega var ákveðin.
Siðar fengu fleiri áhuga á þessu
nýja hverfi, og skipulaginu hefur
nú verið breytt, eins og að fram an
greinir.
Hefur verið látiö að þvi liggja,
að það sé gert vegna hagsmuna
Kaupfélags Eyfirðinga, og að
KEA muni sækja um lóð i Hliða-
hverfi.
— AH
Rannsakar umhverfi
okkar með
gervihnöttum
Dr. Richard S. Williams, Jr.,
jaröfræöingur frá Earth Resourc-
es Observation Systems (gervi-
hnatta EROS áætlun), Land
Information and Analysis Office,
U.S. Geological Survey, heldur
fyrirlestur er nefnist „Environ-
mental Studies of Iceland with
Landsat Imagery” i Menningar-
stofnun Bandarikjanna, Neshaga
16, fiinmtudaginn 28. júli kl. 21.00.
Fyrirlesturinn er opinn öllum.
Nýjasta rannsóknarefni Dr.
Wiliiams er jarðfræðilegs og
landfræðilegs eölis meö notkun
gervihnatta til rannsókna
umhverfisins á Islandi. Hann
hefur komi til landsins nokkrum
sinnum vegna rannsókna sinna og
viðræðna við islenska jarö-
fræöinga. Ásamt dr. William D.
Carter ritstýröi hann ERTS-1
New Window on Our Planet (1976
og skrifaöi greinar um gervi-
hnattamyndir af miðvestur og
suövestur tslandi og Vatnajökli.
Dr. Williams vann einnig að bæk-
lingi gefnum Ut af U.S. Geological
Survey sem heitir Man Against
Volcano: The Eruption on
Hcimaey, Vestmann Islands,
Iceland (1976).
Nýr fjölbrauta-
skóli stofnaður