Vísir - 27.07.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 27.07.1977, Blaðsíða 4
c Miðvikudagur 27. júli 1977. | VISIR Umsjón: óli Tynes ) Þúsundir fanga deyja úr hungri og af pyntingum — segir í bréfi fanga í Indónesíu — Fimmtán þúsund mianns hafa látist vegna næringarskorts og pynt- inga i fangelsum i Indó- nesiu, segir i bréfi sem pólitiskum fanga tókst að smygla út úr prisund sinni. Bréfið er nú i Sex nauðguðu 14 óra stúlku Breskur dómari frest- aði þvi i tvær klukku- stundir að kveða upp dóm i máli sex manna sem nauðguðu 14 ára gamalli stúlku. Dómar- inn var svo reiður að hann varð að fá þennan tima til að jafna sig. Þrir piltar, táningar, tóku stiilkuna upp i stolna bifreið og fóru meðhana á afskekktan stað, þar sem þeir skiptust á um að nauðga henni. Þrir fullorðnir menn, sem stúlkan sagöi aö væru kunningjar eins piltanna tóku þátt í ódæðinu. Stulkan sagði að allir sex hefðu haft mök við sig oftar en einu sinni og neytt sig til allskonar ónáttúru. Dómarinn sagði að þvi miður gæti hann ekki sent piltana þrjá i fangelsi, vegna aldurs þeirra. Hins vegarskyldu þeirvera undir ströngu eftirliti á upptökuheimili i allt að tiu ár. Fullorðnu mennirnir þrir hafa ekki fundist ennþá. Piltarnir ját- uðu sekt sina. höndum Alþjóðanefndar lögfræðinga, sem hefur kannað uppruna þess og kveðst sannfærð um að það sé ekki falsað. í bréfinu segir meðal annars að nfutfu prósent fanga f indóneslsk- um fangelsum séu beittir hroöa- legum pyntingum og fjöldi þeirra viti ekki einu sinni hversvegna þeir sitji I fangelsi. Bréfið var stilað til Alþjóða- nefndar Rauða krossins I Genf, sem sendi nefnd til Indónesíu á siðasta ári til að kanna aðbúnað fanga. Þar segir aö fangar sem stjórnin hafi óttast aö mundu leysa frá skjóðunni, hefðu verið fluttir á brott úr fangelsum, áður en nefndin kom þangað I heim- sókn. Þávareinnig bættur aðbúnaður fanganna rétt fyrir heimsóknina, þeir fengu teppi, sjónvarpstæki, iþróttaáhöld og fleira. Pyntingarnar sem fangar eru beittir eru margvislegar, að sögn bréfritara. Menn eru barðir, gefið rafmagnssjokk, neglur eru rifnar af höndum þeirra og fótum, hend- ur eru brotnar undir borðfótum og þeim er stungið inn I oliutunn- ur sem eru svo barðar að utan. Ef yfirvöld vilja fá fanga til að skýra frá einhverjum leyndar- málum sem hafast ekki upp úr þeim með pyntingum, eru ætt- ingjar eða ástvinir stundum pyntaðir fyrir framan þá. Eigin- konum er nauögað fyrir framan þá og sköp þeirra brennd. vann Sænska hljómsveitin Abba fékk i gær leyfi bresks dóm- stóis til að stöðva breskt fyr- irtæki i aö framleiöa mjög nákvæmar eftirlíkingar af ýmsum frægustu og v.insæl- ustu iögum Abba. Eftirlikingarnar voru á kassettum og á þeim stóö (með smáu letri) aö flytjcndur væru atvinnufóik sem reyndi að likja I einu og öllu eftír Abba. Enn eitt /#stórslys## Þaö er nú búiö aö skrifa enn eina stórslysabokina og þegar fariö að gera kvik- mynd eftir henni. A frum- tnálinu heitir bókin „Slide” sem i þessu samhengi yröi liklega þýtt „Skriðan”. Hún gerist i San Francisco I Kaliforni'u. Þar hafa verið miklar rigningar i margar vikur og svo kemur jarð- skjálfti ofan á allt saman. ■Borgin byr jar þá að renna til og mikil skriöuföll grafa hluta hennar. 1 stórverslun i borginni er saman kominn hópur af fólki, stór hópur. Og myndin fjallar um viðbrögð þess þegar það bi'ður dauða slns i stórversluninni sem er graf- in undir milljónum tonna af leðju. Hreins- að til á strönd- inni og Ókindin á sundi. Einn gailinn viö að vera milljónama-ringur og eiga einkabaðströnd er að þaö er alitaf allskonar lýður að stelast í sjóinn. Winkworth meö hákarlinn... Það er sama hve oft menn eru reknir, þeir koma alltaf aftur. Stephen Winkworth, breskur listamaður og radióamatör, er liklega búinn að finna lausnina. Það er fimm feta langur hákarl úr trefjagleri. Hákarlinn er fjarstýrður og það er hægt að láta hann beygja, kafa og breyta um hraða eftir vild. Það er hægt að stjórna honum úr allt að kilómetra fjarlægð. Nú geta milljónamæringarnir þvi setið á veröndinni á strand- villum sinum og hlegið tryll- ingslega að viðbrögðum hinna óboönu gesta, þegar þeir stýra hákarlinum á meðal þeirra. Hver hákarl kostar 860 doll- ara og Winkworth er þegar bú- inn að selja þrjá.. Reynt að semja um framtíð Belize Ted Rowlands, aðstoðar- utanríkisráðherra Bret- lands, er nú í heimsókn í Guatemala til að reyna að komast að samkomulagi við stjórnvöld þar um framtíð bresku nýlendunn- ar Belize, sem áður hét Breska Honduras. Geysi viðtækar öryggisráðstaf- anir hafa verið gerðar vegna heimsóknarinnar og minnast menn ekki að hafa séð annað eins tilstand siðan Henry Kissinger kom þangað fyrir nokkrum árum. Fyrr i þessum mánuði var útlit fyrir að kæmi til átaka út af Belize. Guatemala hótaði innrás og Bretar sendu liðsauka til ný- lendu sinnar. Deilan stendur um það aö Belize, sem verið hefur bresk ný- lenda siðan á miðri nitjándu öld (Breskir sjóræningjar tóku þar fyrst land, og höfðu bækistöð, á sautjándu öld) á nú að fá sjálf- stæði. Guatemala hefur lengi gert tilkall til þessa lands og hótar að taka það með vopnavaldi, ef ekki með öðrum hætti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.