Vísir - 27.07.1977, Síða 8

Vísir - 27.07.1977, Síða 8
8 Miðvikudagur 27. júli 1977. VISIR ■55JI Hjá Sauðárkróksbœ eru ■jppS eftirtalin störf laus til umsóknar, frá og með 1. september n.k.: Staða HJÚKRUNARFRÆÐINGS við gagnfræðaskóla, barnaskóla og leikskóla. BRYTI i heimavist gagnfræðaskóla og iðnskóla. RÁÐSMAÐUR i heimavist gagnfræða- skóla og iðnskóla. HÚSVÖRÐUR Gagnfræðaskóla Sauðár- króks. Skriflcgar umsóknir skulu berast á bæjarskrifstofurnar við Faxatorg fyrir 31. ágúst n.k. Nánari upplýsingar verða veittar af skrifstofustjóra og bæjarstjóra. Simi á Bæjarskrifstofum er (95) 5133. Bæjarstjóri. FERÐAVÖRUR fjölbreytt úrval Ymsar vörur sérstaklega ætlaöar göngufólki. Skófatnaöur, eldunartæki, dúnsvefnpokar, mjög létt tjöld (göngutjöld) o.fl. ská r\ Bl'ÐMM Rekln af Hjálparsveit skata Reykjavik SNORRABRAUT 58.SÍMI 12045 HÚSBYGGJENDUR-Einanpnarplast Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæöiö frá mánudegi-föstudags. Afhendum vöruna á byggingar- staö, viöskiptamönnum aö kostnaðarlausu. Hagkvæmt verö og greiösluskilmálar viö flestra hæti Borqarplamtílr Borqqrncsl "[[~>iml 93-7370. kvBW M helfmntml 93-7335 Datsun 220 disel árg/73 ek. 40 þ. • hvitur M.Bens 220 disel árg. '70 - svartur Opið frá kl. 9-7 KJÖRBÍLUNN . ii1A, Sigtúni 3 Laugardaga kl.10-4 sím; 144n. Guðmundur Georgsson: ATHUGASEMD VEGNA GREINAR SVEINS SNORRASONAR, LÖG- FRÆÐINGS SKÚLA PÁLSSONAR Allhörð hrið hefur verið gerð að sjúkdómsgreiningu, sem undir- ritaður starfsmaður Tilrauna- stöðvar háskólans i meinafræði aö Keldum át‘i verulegan hlut að, þ.e. greining smitandi nýrnasjúk- dóms (bacterial kidney disease) i fiskeldisstöð Skúla Pálssonar i Laxalóni. Stór orð hafa ekki verið spöruö, m.a. er haft eftir Skúla Pálssyni i Visi þann 12. þ.m., að hér sé um lygi og fals að raaða. Ég er sannfærður um aö þeir sem til þekkja munu skilja af hverju ég leiöi það hjá mér að elta ólar við þau gifuryrði. Hins vegar ritar lögfræðingur Skúla langa grein, sem birtist i blaði yöar, þar sem sjúkdómsgreiningin er véfengd að þvi er virðist á faglegum grundvelli og vitnar lög- fræðingurinn m.a. i bók um fisk- sjúkdóma. Eins og fram hefur komiö var framlag mitt ekki merkara en svo, að það fólst einvörðugu i þvi að staðfesta, að sjúkdóm, sem dr. T. Hastein, erlendur fisksjúk- dómafræðingur, hafði greint árið áður, værienn að finna i fiskeldis- stöðinni i Laxalóni. Að visu virðist lögfræöingnum það ekki fullljóst að endanleg niöurstaöa dr. Hasteins var sú að um smitandi nýrnasjúkdóm væri að ræða. Til þess að íylla uppi fremur gloppóttar tilvitnanir lög- fræðingsins i bréfaskipti dr. Ha- stein skal tekið fram, að þegar i fyrsta bréfi sinu dags. 9/6 i fyrra nefnir dr. Hastein fyrst þann möguleika aö um langvinnan smitsjúkdóm kunni aö vera að ræða. 1 öðru bréfi 22/9 ’76 gerir dr. Hastein itarlega grein fyrir ýmsum umhverfisþáttum, sem hafi áhrif á gang sjúkdómsins. En eins og flestum mun kunnugt geta ýmsir ytri þættir haft veruleg áhrif á gang smitsjúkdóma og nægir sennilega aö minna Is- lendinga á sjúkdóma eins og berklaveiki. Hins vegar má vera að þessar bollaleggingar Ha- steins hafi villt um fyrir lög- fræðingnum en þvi ætti tæpast að vera til að dreifa um siðasta bréf dr. Hasteins frá 11/1 1977, sem lögfræðingurinn minnist reyndar ekki á. Þar stendur blátt áfram að sjúkdómsgreiningin hafi veriö smitandi nýrnasjúkdómur eöa orðrétt: Var diagnose pa den inn- sendte fisk ble bakteriell nyre- syke. Eins og við byggir dr. T. Hastein sjúkdómsgreininguna á þvi að hann fann sérkennandi sýkla i dæmigeröum vefja- skemmdum. Það er misskilning- ur hjá lögfræðingnum að dr. Ha- stein hafi ekki mátt greina sjúk- dóminn án þess að rækta sýkilinn. Það er alkunna að erfitt er að rækta hann. Til dæmis kveður Bullock svo að orði i bók um sýklasjúkdóma i fiskum, sem rit- stýrt er áf Snieszko og Axelrod, að vegna þess hve erfitt sé aö rækta sýkilinn sem veldur smit- andi nýrnaveiki sé sjúkdóms- greining byggð á smásjárskoðun á sýnum úr vefjaskemmdum. Þess má geta að þekkt eru fleiri dæmium smitsjúkdóma bæði hjá mönnum og skepnum er slikt gildir um. Það er mörg bókin. Dr. Richards, erlendur fisk- sjúkdómafræöingur, viö Háskól- ann i Stirling, samstarfsmaöur höfundar þeirrar bókar er lög- fræðingurinn vitnar til staöfesti siöar greiningu okkar á efnivið sem honum var sendur og fannst raunar myndin það dæmigerð að hann falaðist eftir frekari sýnum til að nota við kennslu. Það kann aö vera álitamál hversu marga erlenda fisksjúk- dómafræðinga þurfi að kalla til, svo að skjólstæðingur Sveins Snorrasonar sætti sig við niður- stööurnar. Eftir siðustu fregnum virðistekkiþörfá fleirum. A.m.k. fæég ekkilagtannan skilning i þá staðreynd að hinir ágætu fisk- sjúkdómafræðingar dana skyldu allir með tölu sniðgengnir og þess istað boðiöhingað hr. statsbiolog Frank Bregnballe forstöðumanni tilraunaeldisstöðvar. Það skal tekið fram að mér var ekki kunn- ugt um veru hr. Bregnballe hér fyrr en ég heyrði fregnir I útvarpi af blaöamannafundi hans. Allar vangaveltur um það hversu ég kynni að hafa tekið honum eru þvi dæmdar til að vera ófrjóar. Ég skal fúslega viðurkenna, að ég er þakklátur Sveini Snorrasyni og skjólstæðingi hans fyrir aö hh'fa kurteisi minni við þeirri þol- | raun aö taka á móti hr. Bregn- 1 balle eftir þá sérkennilegu hátt- visi hans að draga sjúkdóms- greiningu mina i efa opinberlega án þess að gera tilraun til að bregða sér yfir Vesturlandsveg- inn til að kynna sér á hverju hun byggðist. Þó verður framkoma hans gagnvart mér, innfæddum „sérfræðingi” að teljast höfðing- , leg miðað við þá háttvisi, sem BILAVARAHLUTIR Nýkomnir varahlutir í Ford Cortina '68 Ford Fairlane '66 BILAPARTASALAN Höfðatúni 10/ simi 11397. Opið fra kl. 9-6.30- laugardaga kl. 9-3 og.sunnudaga kl. 1-3.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.