Vísir - 27.07.1977, Qupperneq 10
10
Miðvikudagur 27. júli 1977. visir
VÍSIR
C!tn<*fandi: Kcykjaprrnt hf
Kramkvæindastjóri: Davift (iuftmundsson
KiUtjórar: l»orsteinn l’álsson ábm. i
Olafur Kaj>narsson.
Kitstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson Kréttastjóri erlondra frétta: Guftmundur G. Pétursson. [ •
l'msjón meö llelgarblafti: Arni Þórarinsson. Blaftamenn: Anders Hansen, Anna Heiftur Oddsdóttir,!
Edda Andrésdottir, Kinar K. Guftfinnsson, Elias Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guftjóm •
Arngrimssom Hallgrimur H. Helgason. Kjartan L. Pálsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sveinn ’
Guftjónsson. Sæmundur Guftvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal. Gylfi Kristjónsson. Ctlitsteiknun: Jón
Oskar Hafsteinsson. Magnús Olafsson l.jósmyndir: Einar Gunnar Einarsson, Jens Alexandersson, (
Loftur Asgeirsson.
Síilustjóri: Páll Stefánsson Auglvsingastjóri: Dorsteinn Fr Sigurftsson.
Dreifingurst jóri: Sigurftur K Pétursson
Auglvsingar: Siftumúla H. Simar H22I.O, HMill. Áskriftargjald kr. CIOO á mánufti innanlands.
Afgreiftsla: Stakkholti 2-4 slmi Htifill Verft i busasiilu kr. 70 eintakift.
Kitsljórn : Siftumúla II. Simi Hfifill. 7 línur. Prentun : Blaftaprent lif.
„Sósíalísk endurnýjun"
I miðju sumarleyfi þingmanna hefur þaö verið
annar helsti höfuðverkur daglegra talsmanna stjórn-
málaf lokkanna að staðsetja Alþýðubandalagið í
fylkingu evrópskra kommúnista- og sósíalistaflokka.
Deilurnar um þetta efni eru athyglisverðar fyrir
ýmsar sakir# þó að þær beri keim af hefðbundinni
þrætubókarlist.
Innan Alþýðubandalagsins sjálfs hafa komið fram
margvísleg sjónarmið í þessu sambandi. Sumir helstu
hugmyndafræðingar flokksins hafa haldið því fram,
að f lokkurinn hér hafi í raun og veru verið brautryðj-
andi hins svonefnda evrópukommúnisma. Aðrir vilja
halda því fram, að Alþýðubandalagið standi ekki nær
evrópukommúnismanum en stalinismanum.
Bollaleggingar um þetta efni geta verið fróðlegar
og jafnvel skemmtilegar, en þær snerta ekki kjarna
málsins. Það verður heldur ekki talið höfuðatriði
þessa máls, hvort eða að hve miklu leyti Alþýðu-
bandalagiðer háð húsbóndavaldinu í Kreml, þó að það
hafi að sjálfsögðu þýðingu i þjóðernislegu tilliti.
Meginmáli skiptir að menn átti sig á því, hvernig
þessar nýju hugmyndir, sem skotið hafa upp kolli,
falla að lýðræðishugmyndum vesturlandabúa. Einn
af hugmyndafræðingum Alþýðubandalagsins hefur
réttilega ítrekað í blaðagrein, að evrópukommúnism-
inn er fyrst og fremst kenning um sósíalíska endur-
nýjun i Vestur-Evrópu. Þetta merkir það eitt, að gam-
alt vín hefur verið sett á nýja belgi.
Alþýða manna á vesturlöndum hefur hafnað sósíal-
ismanum fyrir þá sök, að hann brýtur í bága við
rikjandi lýðræðishugmyndir. Hin sósíalíska endur-
nýjun er í því fólgin að breyta hugmyndafræðilegri
framsetningu í þá veru, að hún falli ekki með öllu utan
garðs með þeim þjóðum, sem vilja standa vörð um
einstaklingsfrelsi og lýðræði.
I stað byltingar á nú að fara lýðræðislega leið að
sósíalismanum. Kommúnistaflokkarnir bjóðast til að
taka á sig stjórnmálalega ábyrgð með borgaralegum
flokkum. Þeir setja sig ekki upp á móti aðild að
Atlantshafsbandalaginu eða Efnahagsbandalaginu.
Þeir falla frá hefðbundnum kenningum um þjóð-
nýtingu atvinnutækjanna, en setja þess í stað fram
hugmyndir um svonefnda félagslega stjórn atvinnu-
lífsins.
Með félagslegri stjórn er ekki átt við annað en póli-
tísk yfirráð. Ef þjóðnýtingin verður ekki framkvæmd
formlega mun hún eiga sér stað með pólitískum
skömmtunarstjórum. Um leiðer hið frjálsa markaðs-
kerfi tekið úr sambandi. Félagsleg stjórn atvinnu-
lífsins er ekkert annað en skömmtunarstjórastjórn.
Sósíalisk stjórn af þessu tagi byggist á því, að
skömmtunarstjórarnir þurfa að taka ákvarðanir um
það, hverjar skuli vera þarfir einstaklinganna.
Reynslan sýnir, að það verður ekki gert nema með
valdboði. Stjórnarfarslegt lýðræði fær ekki staðist,
þar sem efnalegt sjálfstæði borgaranna er þannig
brotið á bak aftur.
Sannleikurinn er því sá, að einu gildir, hvort
kommúnista- eða sósíalistaf lokkar eru háðir Moskvu-
valdinu, standa á eigin fótum í sínu heimalandi eða
teljast vera grein af evrópukommúnismanum. Sósíal-
ískir stjórnarhættir, hvort heldur þeir eru fram-
kvæmdir með formlegri þjóðnýtingu eða pólitískum
skömmtunarstjórum, eru einfaldlega ekki lýðræðis-
legir.
Hin sósíalíska endurnýjun, sem felst í evrópu-
kommúnismanum breytir ekki eðli hugmynda-
fræðinnar. Hér er eftir sem áður hreyfing á ferðinni,
sem mun leiða til mjög verulegrar takmörkunar á
lýðræði og efnalegu sjálfstæði borgaranna.
„Ekkert varið í
fyrirtœkið nema
þar séu einhverjir
erfiðleikar til
að glíma við"
— segir Jón Sigurðsson, róðuneytisstjóri,
nýróðinn aðalframkvœmdastjóri
Jórnblendifélagsins
„Ástæðan þess að ég
ákvað að hætta störfum
hér sem ráðuneytisstjóri
er einfaldlega sú, að
mér fannst kominn timi
til að breyta til”, sagði
Jón Sigurðsson, ráðu-
neytisstjóri Fjármála-
ráðuneytisins i samtali
við blaðamenn Visis
fyrir helgi.
Jón hefur sem kunnugt er veriö
Nómsskró fyrir nýja
nómsgrein lögð fram:
Umhugsun í
stað utan-
bókarnóms
Nýstárleg námsskrá
mun berast kennurum
grunnskólans á þessu
hausti. Það er náms-
skrá i samfélagsfræði,
nýrri námsgrein, sem
lengi hefur verið i
undirbúningi. Hafa þar
margir lagt hönd á
plóginn og tilrauna-
kennsla hefur farið
fram i greininni bæði
sunnan lands og
norðan i litlum skólum
og stórum.
Það sem einkum er nýstárlegt
i þessari námsskrá er að þar er
gerð nákvæm grein fyrir þeim
sjónarmiðum sem hún byggist
á. Undirbúningi og tilrauna-
kennslu er ekki enn lokið og er
þvi kennurum og skólum I
sjálfsvald sett hvort þeir kenna
samfélagsfræði eða hinar hefð-
bundnu greinar, sem henni er
ætlað að leysa af hólmi, s.s. átt-
hagafræði, sögu, félagsfræði og
Nemendur eiga aö kynna sér efniö og
draga siöan slnar eigin ályktanir.
landafræði.
Að þekkja umhverfi
sitt.
Megintilgangur náms i sam-
félagsfræði er (íamkvæmt
námsskránni að stuðla að því að
nemendur öðlist þekkingu á um-
hverfi sínu og þeirri veröld sem
þeir lifa I og sögu hennar. Einn-
ig að þeir verði færir um að afla
sér upplýsinga um samfélag-
ið, vega þær og meta og draga
skynsamlegar ályktanir einir og
i samvinnu við aðra.
Loks er samfélagsfræðinni
ætlað að búa nemendur undir að
takast á við þau vandamál sem
biða þeirra i lifinu, svo þeir geti
i samvinnu við aðra tekið
ábyrgar ákvarðanir sem varða
þá sem einstaklinga og samfé-
lagið i heild.
Umhugsun — ekki
utanbókarnám.
Námsefni i samfélagsfræði er
ætlað til umhugsunar en ekki til
„utanbókarnáms”. Nemendur
eiga að athuga það og ihuga og
draga sinar eigin ályktanir.
Með þvi öðlast þeir betri
skilning á verkefninu.
Þá efnið að vera áhugavekj-
andi og forvitnilegt og auðvelt
að tengja það reynslu nemenda.
Þar sem ætlunin sé að vekja
umhugsun og vekja spurningar
er i námsskránni ekki talið
æskilegt að i námsefninu séu
settar fram tilgátur, alhæfingar
eða mat.
Nemendur eigi sjálfir að geta
dregið sinar eigin ályktanir eftir
að hafa kynnt sér efnið. Þannig
er talið æskilegt aö nemendur
leiti sjálfir skýringa á hegðun
fólks, samskiptum þess, við-
horfum og tilfinningum.
Frá fjölskyldunni til
samskipta rikja heims.
Á fyrsta námsári fjallar sam-
félagsfræðin um f jölskylduna og
skólann, en smátt og smátt er
sjóndeildarhringur nemenda
vikkaður. Þeir kynna sér
samfélög i köldu landi (eskimó-
ar) og heitu (í Tansaniu)).
Kanna samskipti fólks, ólika
siði, venjur og reglur. Áhrif
landshátta I Evrópu á líf manna
eru könnuð.
Mörg önnur atriði eru tekin
fyrir gegnum grunnskólann, en I
9. bekk lýkur náminu með þvi að
fjallað er um þróun nútimaþjóð-
félaga og heiminn sem eina
samskiptaheild.
—SJ