Vísir - 27.07.1977, Blaðsíða 19

Vísir - 27.07.1977, Blaðsíða 19
VISIR í Miövikudagur 27. júli 1977. „VIÐ SJÓINN" KL. 10.25 í FYRRAMÁUÐ: Opinber fyrirgreiðsla til út- Ingólfur Stefánsson og Jóhann J.E.Kúld ræöa saman I útvarpinu f fyrramáliö um þróun sjávarútvegs- mála á tslandi, og bera hana m.a.saman við þróunina Inágrannalöndunum. gerð- ar- innar í þættinum „Við sjóinn”, kl. 10.25 i fyrra- málið ræðir Ingólfur Stefánsson við Jóhann J.E. Kúld um útgerðar- þætti hér á landi i samanburði við ýms önnur lönd og þá einkum Noreg. Jóhann J.E. Kúld sagði i samtali við Visi að þessi þáttur þeirra Ingólfs, væri sá fyrsti af þremur um þetta efni. í fyrsta þættinum munu umræðurnar að mestu snúast um ólika þróun i sjávarútvegi, þá aðallega i fiskveiðum, annarss- vegar hérlendis og hinsvegar i Noregi, Bandarikjunum og Kanada þar sem þróunin stefnir I þá átt að útgerð færist yfir i hendur sjómanna sjálfra að miklu leyti. Þá munu þeir taka fyrir muninn á fyrirgreiðslu opinberra aðila til útgerðarinnar og hverjir gangi fyrir. Jóhann J.E. Kúld fæddist að Ökrum i Hraunhr., Mýr. 31. des. 1902. Hann lauk prófi frá Iðnskól- anum i Reykjavik árið 1920 og stundaði sjóinn frá 1920-1923. Hann var i Noregi árin 1923-1926, þá fluttist hann til Akureyrar og bjó þar fram til ársins 1941. Jóhann starfaði hjá breska flotanum á striðsárunum við björgunarstörf hér við land. Siðar var hann birgðastjóri hjá flug- málastjórn og fiskmatsmaður frá 1951. Hann hefur látið málefni útgerðarinnar sig mikið varða og sjómanna yfirleitt, enda liggja eftir hann miklar ritsmiðar um þau efni m.a. Jóhann sagðist hafa nóg fyrir stafni, en siðan hann komst á eftirlaunaaldur hefur hann skrifað mikiö og væntanleg er eftir hann bók i haust. Þá hefur hann eitthvað sinnt kennslu i Fiskiðnskólanum ásamt ýmsu öðru. —H.L. í KVÖLD KL. 22.40: Djass- jráttur Jóns Silja Aðalsteinsdóttir og Ólafur Jónsson, skiptast & um að stjórna þættinum ,,Viðsjá”sem er á dag- skránni kl. 19.35 á miðvikudög- um. Þættinum I kvöld stjórnar ilja og hafði Visir af þeim sökum samband við hana og spurðist fyrir um efni þáttarins. Silja sagði að hún myndi ræða við Tryggva Emilsson, aöallega vegna skrifa i Norðanblöðin um bók hans „Fátækt fólk” sem kom út fyrir síðustu jól. Þá mun Trvggvi lesa kafla úr bók sem væntanlega verður gefin út á hausti komanda. Báðar þessar bækur sagði Silja að væru mjög vel skrifaðar, en „Fátækt fólk” hefur sem kunnugt er verið lögð fram til Norður- landaráðs af tslands hálfu. Sú bók fjallar um uppvaxtarár Tryggva viða á Norðurlandi en bókin sem væntanleg er i haust er framhald af henni. —H.L. Dagurinn 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14 30. Miðdegissagan: „Sól- veig og Halldór” eftir Cesar MarValdimar Lárusson les (8). 15.00 Miðdegistónleikar Strengjas-veit Boston- Sinfóniuhljómsveitarinnar leikur Adagio fyrir strengjasveit op. 11 eftir Samuel Barber: Charles Munch stjórnar. Sinfóniu hljómsveitin I Filadelfiu leikur Sinfóniu nr. 5 op. 47 eftir Sjostakovitsj: Eugene Ormandy stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn Halldór Gunn- arsson kynnir 17.30 Litli barnatiminn Guðrún Guðlaugsdóttir sér um timann. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. Kvöldið 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Viðsjá Umsjónarmenn: Ólafur Jónsson og Silja Aðalsteinsdóttir. 20.00 Einsöngur: Kristinn Hallsson syngur islensk lög: Arni Kristjánsson leikur með á pianó. 20.20 Sumarvaka a. Njarð- vikurskriöur Armann Halldórsson safnvörður á Egilsstöðum flytur fjórða hluta frásögu, sem hann skraði i samvinnu viö Andrés bónda i Snotrunesi. b. Kvæði eftir Sólmund Sigurðsson höfundurinn les. c. Brotsjór og eidurHarald- ur Gislason fyrrum formað- ur I Vestmannaeyjum segir frá sögulegum róðri. Kristján Jónsson les. d. Eddukórinn syngur islensk þjóðlög. 21.30 Ctvarpssagan: Ditta mannsbarn eftir Martin Andersen-Nexö Siðara bindi. Þýöandinn, Einar Bragi les (13) 22.00 Fréttir 22.15. Veðurfregnir Kvöldsag- an: „Sagan af San Michele” eftir' Axel Munthe 22.40 Djassþátturi umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.25. Fréttir. Dagskrárlok. Múla Jón Múli er með djassþáttinn sinn i útvarpinu kl. 22.40 i kvöld. Jón Múli hefur starfað sem þulur við rikisútvarpið frá árinu 1946, eða i rúma þrjá áratugi. Allan þennan tima hefúr Jón Múli verið einn vinsælasti út- varpsmaðurinn. Jón Múli er löngu þekktur fyrir mikinn tónlistaráhuga sinn, ekki þá sist á jassinum. En hann hefur sjálfur lagt stund á tónsmiðar, hver man ekki eftir tónlistinni úr Delerium Búbónis, Rjúkandi iráö, Allra meina bót o.fl. sem Jón samdi, við texta Jónasar Arnasonar, bróður sins. —H.L. Urval af bílaáklæðum (coverum) Sendum í póstkröfu. Altikabúðin Hverfisgötu 72. S. 22677 Fjölbreytt mót í fögru umhverfi: Bindindismótið í Galtalœkjarskógi um Verslunarmannahelgina Tvœr hljómsveitir ★ Ólafur Gaukur og Svanhildur ★ Meyland ★ Jörundur ★ Dansað á tveimur stöðum samtímis — „Palli í sjónvarpinu" ☆ Sérstök barnaskemmtun ★ Varðeldur — flugeldasýning ★ Bingó — Suðurferð með Sunnu Kvöldvaka, Hátíðarrmða : Vilhjálmur Hjálmarsson ráðherra — Góðaksturskeppni á vegum BFÖ. Guðsþjónusta: Séra Björn Jónsson, Akranesi — Dansað þrjú kvöld! — Diskotek á föstudagskvöld — Mótsgjald kr. 3.000,-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.