Vísir - 27.07.1977, Síða 23
Bréfritari telur að fólk aetti að bindast samtökum sem auðvelda mönnum að byggja sumarbústað,
; {
Stórauka þarf framboð
ó sumarbústaðalandi
Fyrir skömmu birtist i Þjóð-
viljanum leiðari þar sem ráðist
var á sumarbústaði i einkaeign.
Merkilegastur er leiðari Þjóðvilj-
ans fyrir þá sök að hann leiðir
glöggt i ljtís hversu miklir útlend-
ingaralþýðubandalagsmenneru i
islensku þjóðfélagi.
Margir leita sér unaðar i faðmi
islenskrar náttúru með þvi aö
koma sér upp sumarbústað, þar
sem þeir dveljast öllum stundum
þegar færi gefst, aðallega við
ýmiss konar störf, svo sem garð-
rækt, skdgrækt, viðhald húss
girðingar eða lóðar. Main taka
ástfóstri við staðinn, setja sitt
persónulega mark á hann. Trén
sem ræktuð eru verða vinir þeirra
og menn gæla við þá hugsun að
eftirað þeirsjálfir eru farnir héð-
an úr heimi, haldi þessi tré áfram
að dafna og klæða landið. Þannig
er sumarbústaðardvölin stöðug
uppbygging og ræktun manns og
náttúru. Maður verður sjálfstæð-
ur og finnur sjálfan sig. Sumar-
búðir verkalýösfélaganna eru allt
annars eðlis, sambland af ame-
riskri mótelhugmynd og austur-
lenskri múgúthlutunarstefnu, og
á lítið eða ekkert skylt við sumar-
bústaði. Leysir vissa þörf, en
kemur ekki i stað sumarbústaða.
Að ætla slfkt eru hreinar öfgar.
Það má skilja á leiðara Þjóð-
viljans að allt sumarbústaðaland
á fslandi sé nú uppgengið og það
sem eftir sé sé aðeins til aö
braska með það.
Sannleikurinn er sá að sumar-
bústaðaland er nær ótakmarkað á
Islandi og þarf að gera ráðstafan-
ir til að stórauka framboð þess.
En i vegi stendur múghugsunar-
háttur alþýðubandalagsmanna
og sérgæðingshugsunarháttur
bænda með Framsókn í broddi.
fylkingar.
Það er engu líkara en að I þeim
púnkti þar sem framsókn og
kommar geta orðið sammála
megi fólk ekki lengur vera
mennskt, heldur aðeins félags-
eign litillar kliku, sem nennir enn
að mæta félagsfundum i stein
runnum félagsformum verka-
lýðs- og samvinnumanna.
Brask með sumarbústaði er
sáralitið. Þeir sem þá eiga selja
þá helst ekki meðan þeir sjálfir
lifa.
Hins vegar er meiri hætta á
pólitlsku braski með úthlutun
sumarbúða þar sem félagsstjórn-
ir trana sér fram eins og alls stað-
ar og nota skortinn til þess að
tryggja sig i sessi. Lofsverð er
hins vegar aðferö Hins isl.
prentarafélags, sem notað hefur
afl félagsins til þess aö hjálpa
félagsmönnum aö eignast eigin
sumarbústaðiog þar með afsalað
sér pólitisku úthlutunarvaldi.
Annars má efast um visdóm
þeirrar stefnu að deila mönnum
niður i sumarbústaðahverfi eftir
stéttum og fyrirtækjum.
Stórauka þarf framboð á
sumarbústaðalandi.
Menn þurfa að bindast samtök-
um, sem auðvelda mönnum að
eignast sumarbústað.
Auka þarf möguleika fólks til
samgangs i sumarbústaðalönd-
um án tillits til þess I hvaða
stéttarfélagi þeir eru eða hjá
hvaða fyrirtæki þeir starfa.
Náttúruunnandi
■
I
■
■
■
I
Vandervell
vélalegur
Ford 4-6-8 strokka benzín og díesel vélar Opel
Austin Mini Peugout
Bedford Pontiac
B.M.W. Rambler
Buick Range Rover
Chevrolet Renault
4-6-8 strokka Saab
Chrysler Scania Vabis
Citroen Scout
Datsun benzín Simca
og díesel Sunbeam
Dodge — Plymouth Tékkneskar
Flat
Lada — Moskvitch
Landrover
benzín og diesel
Mazda
Mercedes Benz
benzín og díesel
bifreiðar
Toyota
Vauxhall
Volga
Volkswagen
Volvo benzín
og díesel
I
Þ JÓNSSON&CO
Skeifan 17 s. 84515 — 84516
VÍSIR
Vettvangur
vióskíptanna
Léttur iðnaður
Prjónaverksmiðja i Kópavogi óskar eftir
starfsfólki bæði i vakta- og dagvinnu um
næstumánaðamót.Umsóknuir með helstu
uppíýsingum svo sem aldur og fyrri störf
sendist Visi merkt ..Léttur iðnaður”
strax.
ffienningar/tofnun
Bandarikjonno
Dr. Richard S. Wiliiams, jarðfræðingur
við „EROS áætlun” hjá U.S. Geology
Survey.
Fyrirlestur með litskuggamyndum „En-
vironmental Studies of Iceland with Land-
sat Imagery”, fimmtudaginn 28. júli n.k.
kl. 21.00.
Menningarstofnun Bandarikjanna, Nes-
haga 16.
Simi 81565, 82715 og 44697.
AUGLÝSING
Fyrir nokkru siðan vorum við
Kristmann Guðmundsson sam-
an á spitala. Lágum við i her
bergjum hlið við hlið og urðum
málkunnugir. Ég hafði með mér
á sjúkrahúsið nokkrar gamlar
úrklippur úr dagblöðum, sem
sumar hverjar eru mér mjög
kærar, og nauðsynlegar við þá
vinnu sem ég er að fást við um
þessar mundir.
Einn daginn kemur Krist-
mann i herbergi mitt og sér úr-
klippurnar og biður um að fá
þær lánaðar. Það leyfi er auð-
fengið, og segi ég honum að
verði ég ekki við þegar hann
hafi lokið við að lesa þær, þá
geti hann sett þær inná vaktina
hjá hjúkrunarkonunum.
Daginn eftir þá fer Kristmann
af sjúkrahúsinu, án þess að ég
viti af þvi. Þegar ég fer til
hjúkrunarkvennanna og hyggst
ná i úrklippurnar segjast þær
ekki hafa fengið þær, og vita
ekki hvað ég er að tala um.
Þá fer ég til Kristmanns og
spyr hann um úrklippurnar, en
hann telur sig hafa látið þær
inná vaktina áður en hann fór af
spitalanum.
Mig langar nú til að biðja
Kristmann að leita betur hjá sér
ogi athuga hvort þetta hefur
ekki farið einhversstaðar upp-
fyrir hjá honum, og hafa siöan
samband við mig.
Guðmundur Björgúlfsson
GLEYMIÐ EKKI AGFA COLOR
LITFILMUNNI