Vísir - 27.07.1977, Qupperneq 24
VÍSIR
gffiift maxí
AVELING BARFORD
ÞI#KMiriNNUVÉLAR
ÖLL ÖKUTAKI
SMÁOG
STÓR
_ P. STEFÁNSSON HR
HVERFISGÖTU103 SÍMI 26911 fíg),
Þurffa kaupmenn að
selja kœlíborðin?
Verð á rafmagni til
kæliborða i matvöru-
verslunum hækkaði allt
að 50% um siðastliðin
áramót. Voru þá teknir
úr sambandi svonefnd-
ir hemilmælar, og
kaupmönnum gert að
greiða fullt verð fyrir
það rafmagn er þeir
nota til kæliborðanna.
Síðar i dag verður haldinn
fundur kaupmanna og Aðal-
steins Guðjohnsen, rafmagns-
stjóra i Reykjavik, um þessi
mál, og vonast kaupmenn til að
fá einhverja leiðréttingu sinna
mála.
Gunnar Snorrason, kaupmað-
ur, sagði i viðtali við Vísi i
morgun, aö óskapleg reiði væri
meðal kaupmanna vegna þessa
máls. Sagði hann, aö ef ekki
fengist nein leiðrétting á þessu,
væri ljóst, að kaupmenn myndu
selja kæliborð sin, taka þau úr
sambandi eða stórminnka notk-
un þeirra. Það þýddi svo að
sjálfsögöu minni þjónustu viö
neytendur. Sagði Gunnar, að á-
kaflega litil álagning væri á
vörum sem geymdar væru i
kæliboröum, enda væru það
mestmegnis landbúnaðarvörur.
Gunnar kvað kaupmenn lita
svo á, að þeir væru að greiöa
niður raforkuverð fyrir aðrar
starfsgreinar, nánar til tekið
vissar greinar iönaðar, en
verslunin væri alls ekki þannig i
stakk búin, að hún gæti það.
Benti hann á, að vélar kæliborö-
anna þyrftu aö vera i gangi all-
an sólarhringinn, alla vikuna,
en verslanirnar væru aöeins
opnar i fimm daga á viku, milli
klukkan niu og sex.
Sagði Gunnar, að kaupmenn
vonuðust fastlega eftir skilningi
yfirvalda á málinu, og nú, sex
mánuðum eftir að hækkunin
hefði komið til framkvæmda,
væri unnt aö meta hvaða áhrif
hún hefði raunverulega haft, og
taka ákvarðanir i samræmi viö
það.
Eftir að umsagnir viðkom-
andi aðila hefðu siðan borist,
væri það borgarráðs að taka
endanlega ákvöeðun i málinu.
—AH
Þær vörur sem geymdar eru I kæliboröum eru meö lágri álágn-
ingu og finnst kaupmönnum ekki borga sig að reka borðin fyrir
þær.
íslenskur perlusteinn
ekki samkeppnisfœr
„Jú, það er rétt að
áætlaður kostnaður mið-
að við fob-verð er ekki
samkeppnisfær við það
sem gerist i Grikklandi
á perlusteininum”,
sagði Svavar Pálsson
forstjóri Sementsverk-
smiðju rikisins. Hann er
formaður ráðgjafar-'
nefndar sem skipuð var
til að skila áliti um hag-
kvæmni perlusteins-
vinnslu hér á landi til
stjórnar verksmiðjunn-
ar og iðnaðarráðu-
neytisins.
Svavar er nýkominn heim frá
Grikklandi þar sem hann dvaldi
til að kynna sér þessi mál.
Hann vildi þó ekki tjá sig að
öðru leyti um niðurstöður
nefndarinnar en sagði að áliti
hennar yrði skilað i næstu viku og
fengju fjölmiðlar þá að kynna sér
niðurstöður nefndarinnar.
Landsvirkjun:
Fó ekki að hœkka
nœstu þrjó mónuði
Afgreiðslu á hækk-
unarbeiðni Landsvirkj-
unar var frestað á
rikisstjórnarfundi i
gær. Þriggja manna
gjaldskrárnefndin
hafði áður hafnað
hækkunarbeiðninni.
Þar sem gert er ráð fyrir þvi i
kjarasamningum aö hækkanir
megi aðeins taka gildi siðustulO
daga áður en endurskoðun visi-
tölunnar fer fram, fær Lands-
virkjun ekki hækkun næstu þrjá
mánuði.
Endurskoðuð visitala kemur
út nú um mánaðamótin og næsti
útreikningur hennar fer fram
um mánaðamótin október —
nóvember.
Listaverk
í Austur-
strœti
Borgarráð samþykkti á
fundi sinum i gær, að komið
yrði upp listaverki eftir
Gerði Helgadóttur i Austur-
stræti gegnt Hressingar-
skálanum.
Listaverk þetta er skúlptúr
frá árunum li)50-B0, er Gerð-
ur dvaldi i Paris.
Litla myndin er af lista-
verkinu, og hér sést hvar þvi
verður kornið fyrir i Austur-
stræti. —H.L.
Fleiri dufl við ströndina
Starfsmenn Landhelgisgæsl-
unnar sprengdu i gær tundurdufl,
sem fundist hafði við Krossnes á
Austfjöröum. Er það að öllum
likindum enskt að uppruna.
„Það voru vegagerðarmenn
þarna á staðnum sem ráku augun
i duflið, er árfarveginum á staðn-
um var breytt.”, sagði Þröstur
Sigtryggsson hjá Landhelgis-
gæslunni við Visi i morgun. ,,í
gær komu svo varðskipsmenn á
Tý á vettvang. Það var ekki hægt
að komast að lokunni á duflinu og
gera þaö óvirkt á þann hátt og þvi
var brugðið á það ráð að hlaða á
það sprengiefni og sprengja þaö
siðan.”
„Svona dufl hefur ekki fundist
hér i langan tima,” sagði Þröstur.
,,En það rak óhemju magn af
þessu að landi á sinum tima og
það er ómögulegt að segja hvort
fleiri slik leynast i sandinum hér
og þar. Þessi gömlu tundurdufl
geta vissulega verið hættuleg. En
ég er ansi hræddur um að erfitt
gæti orðið að hafa upp á þeim,
jafnvel fyrir Breta sjálfa, þótt
þeir hefðu fullkomnustu tæki til
þess. Það hefur nú ekki gengið of
vel að finna gullið hér, og þó vita
menn hvar það er að finna. Hvað
þá að auðvelt sé að þræða alla
sanda á landinu í leit að svona
Smáhlutum.”,sagði Þröstur að
lokum.
—HHH
Hámark þrjóskunnar?
Þrjóska og fýla hljóp i tvo bil-
stjóra sem lentu i smávægilegum
árekstri i gærdag. Hvorugur vildi
viðurkenna aö hann ætti aö hóa i
lögregluna, og sátu þvi báðir sem
fastast i rúman hálftima, þar til
lögreglan fór fram hjá af tilvilj-
Areksturinn varð skammt frá
mótum Suðurlandsbrautar og
Vegmúla. Annar bilstjórinn karl-
maður, þurfti að bakka vegna
fyrirstöðu á veginum fyrir fram-
an hann. Hann lenti þá a bil sem
stúlka var isama mund aö bakka
út úr bílastæði.
Karlmaðurinn krafðist þess aö
stúlkan sækti lögregluna, en hún
sagði að hann hefði bakkaö á sig
og þvi ætti hann að sækja lögregl-
una.
Hvorugt lét sig. Þau settust inn
i bíla sina með skeifur á vörum,
og biðu eftir þvi að hitt hreyföi
sig. -ÓH
Leitin enn
árangursiaus
Leitin að manninum sem
saknað er við Purkey á
Breiðafirði hefur enn engan
árangur borið. Hann heitir
Steingrimur Guðjónsson, 70
ára, úr Reykjavik.
Leitinni er haldið áfram.
—GA