Vísir - 28.07.1977, Blaðsíða 1

Vísir - 28.07.1977, Blaðsíða 1
Á slóðum skóga, jðkla og eyðisanda Viðkomustaður Vísis í ferðakynningunni nú er Höfn í Hornafirði — segir Vilhjálmur Egilsson í grein á bls. 10 og 11 Lágir vextir þýða aukna verðbólgu Sjá Stórlaxa bls. 2 Sjá bls. 8 og 9 1100 laxar eru komnir á land úr Laxá í Aðaldal í sumar Raunveruleg tekjuáhrif samninganna: LAUN HÆKKUÐU 26% „Samningarnir sem voru undirritaðir 22. júní fela í sér 26-27% hækkun að meðaltali", sagði Jón Gunnlaugsson hjá Kjara- rannsóknarnef nd, um raunverulegar hækkanir launa eftir kjarasamning- ana. Hann vildi þó aö öðru leyti ekki tjá sig um útreikninga nefndar- innar á raunverulegum kjarabót- um en sagði að á næstunni væri væntanlegt fréttabréf þar sem nánari útlistun á þessum málum yrði gerð. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Visir hefur aflað sér, var við endurskoðun i fjárhagsáætlun Reykjavikurborgar gert ráð fyrir 20% hækkun á launalið, en sam- kvæmt útreikningum Kjararann- sóknanefndar hafi sá liður verið hækkaður upp i 26%. —HL ÍMORGUN Franski kafbáturinn siglir inn I Reykjavfkurhöfn I morg- un. Visismynd: ÞG Skrímsli og rauðir dúskar heimsœkja Reykjavík Franskur kafbátur, REQUIN S634, kom til Reykjavíkur í morgun til að taka vatn og eldsneyti og til að leyfa áhöfninni að anda aðeins að sér hreinu lofti áður en aftur verður sigið í djúpin. Kafbáturinn minnir mest á einhverskonar sæskrimsli, stór, svartur og allur frekar skugga- legur, en rauðu dúskarnir á húf- um áhafnarinnar lifguðu þó talsvert upp á útlitið. REQUIN lagði upp i æfingaferð frá Lorent á Bretagne 6. júli, en héðan verður haldið á laugar- dagsmorgun til Bergen i Noregi og þaðan aftur heim til Frakk- lands. Skipverjar sögðust búast við að koma þangað 17. ágúst. Þeir sögðu, að ferðin hefði gengið eins og best yrði á kosiö og létu vel af dvölinni i kafbátn- um. Þó voru allir þreytulegir og fölir að sjá, en ekki er að efa, að islenska rokinu og rigningunni tekst að hleypa dálitlum roða i kinnarnar á þeim þangað til á laugardag. —AHO Kvikmyndastjömumar eru lafhrœddar! — sjó bls. 7 Dollarinn fékk eitt áfallið enn gjaldmiðlár bls. 17 Áttunda umferð myndagetraunar Vísis: Vinningshafinn í Reykjavík Dregið hefur verið í 8. umferð mynda- getraunar Vísis: „Hver er maðurinn". Vinningshafinn i áttundu umferð er: Gunn- ar ólafsson, Hvassaleiti 117 í Reykjavík. Að venju eru verðlaunin 15.000 króna úttekt í Vörumarkaðnum i Reykjavik. Maðurinn sem um var spurt er Guðmundur Kjærnested, skipherra._—H.L,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.