Vísir - 28.07.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 28.07.1977, Blaðsíða 11
11 VÍSIR Fimmtudagur 28. júlí 1977. ustujöfnuðinn, verður gengi islensku krónunnar lægra en ella. Niðurstaðan verður þvi sú, að verðbólgan eykst, ef vextir af innlendu f jármagni eru lækkað- ir. Þess má geta, að á siðcista ári greiddu tslendingar rúma 7,8 milljarða i vexti til útlendinga, og getur hver sem er, sagt sér, hver áhrif það hefði haft á gengi islensku krónunnar og verðlagið i landinu, ef innlent fjármagn hefði verið notað i stað þess erlenda Niðurstaðan af vaxtastefnu Alþýðubandalagsins yrði þvi sú, þegar allt kæmi til alls, að verð- bólgan mundi vaxa og íslend- ingar nytu ekki sömu fjármagnskjara a lslandi og erlendir aðilar. Rikidæmi einstakra manna. Þá er komið að vangaveltun- um um rikidæmi einstakra manna, sem þjóðin treystir bet- ur en þeim Alþýðubandalags- mönnum að fara með stjórn sameiginlegra mála. Þessar vangaveltur sýna betur en nokkuð annað það sjónarspil sem Alþýðubandalagsforystan stendur fyrir um þessar mundir. A siðustu árum hafa orðið mikil umskipti i þingliði Al- þýðubandalagsins. Nokkrir af áhrifamestu forystumönnunum i verkalýðshreyfingunni, sem voru i þingliði flokksins hafa yfirgefið hann, og einn mun lik- lega hætta þingmennsku á næsta ári. 1 stað þessara manna hafa komið aðrir, sem engan bakgrunn hafa i verkalýðs- hreyfingunni, menntamenn og nokkrir, sem hafa einungis lært að halda munninum opnum og stýra penna. Menntamennimir og fylgifiskar þeirra eru nú að berjast fyrir auknum áhrifum :nnan flokksins á kostnað verkafólksins. Með þvi að reyna að sverta persónur einstakra forystu- manna þjóðarinnar telja þeir sér trú um, að hægt sé að beina augum verkafólksins f flokkn- um frá þeim sjálfum. En þetta ergamaltbragð, sem hefur ver- ið notað of oft og allir sjá i gegn- um. Verkafólkinu innan flokks- ins stendur i sjálfu sér á sama um þessi vindhögg. Það veit, að þess timikemur innan flokksins fyrr en siðar. Það, sem einna helst kemur við þetta fólk, er sú sóun á fjármunum, sem þarna á sér stað. SU bygging, sem það lagði hart að sér við að reisa, á ekki i þess augum að vera neitt loddarahús, heldur tæki i bar- áttu fyrir betri kjörum. Tekjuskattur atvinnu- rekstrarins. Að siðustu er svo rétt að fara nokkrum orðum um tekjuskatt fyrirtækja, sem þeir Alþýðu- bandalagsmenn telja allt of lit- inn, þótt þessi sömu fyrirtæki eigi að vera á heljarþröm vegna vaxtaokurs. Ef til vill má hugsa sér að þeir Alþýðubandalags- menn reikni það út, að i kjölfar vaxtalækkunar megi hækka tekjuskattinn á fyrirtækjunum. En hér stendur hnifurinn i kúnni. Fyrirtækin eru dckert betur stæð eftir vaxtalækkun þar sem i stað vaxtagreiðslna er kominn skyldusparnaður, útlánaskömmtun, sem þýðir heftan og óhagkvæmari rekstur, skattahækkun og lægra gengi, er þýða minni innlenda kaup- getu og kostnaðarauka. En hins vegar gerist eitt, sem ekki má vanmeta þegar þeir Al- þýðubandalagsmain eru annars vegar. Fyrirtækin missa sjálf- stæði sitt og verða undir skóhæl- um þess opinbera og lánastofn- ana. Þá verður ógæfan æðsti stjórnandinn með glapræði sósialismans fyrir stjórn- tæki. Og þá mun sumum þykja gaman að fara i skuttogaraleiki og f siglingar til höfðingja i Sviss og Karbitalandi. Sem betur fer eru íslendingar enn ekki svo ringlaðir að sjá ekki igegnum blekkingarvef Al- þýðubandalagsins. Islenska þjóðin mun brosa góðlátlega að tilburðum þeirra við næstu kosningar. Hvort er betra? Á að rifa Bernhöfts- torfuna? Á að reisa veitingastað, sem svifi yfir hitaveitugeym- unum á öskjuhlið? Á að gera veruleika úr draumi Ásmundar Sveinssonar um eftir- mynd af Helreiðinni, sem klofi yfir Reykja- nesbrautina? Eða á að fara að hollráðum þeirra Matthildinga forðum daga, setja stifelsi i Tjömina og flytja hana upp i Ár- bæjarsafn? Allar eiga þessar hugmyndir það sameiginlegt að hafa ekki orðið að veruleika, — ekki enn að minnsta kosti. En hver veit nema f hugskotum borgarbúa leynist aðrar eins hugmyndir, sem aldrei hafa komist til um- ræðu i borgarráði? Við Einar Gunnar ljósmyndari vorum sannfærðir um að drifnir af sólarorkunni i gær gætu vegfar- endur, sem ekk’i voru að flýta sér of mikið, fengið hugmyndir, sem aldrei höfðu litið dagsins ljós áður. Og það kom á daginn, að miðbær Reykjavikur hafði að geyma margar óvirkjaðan hug- vitsmanninn. Okkur datt semsagt i hug að spyrja fáeina vegfarendur að þvi, i framhaldi af umræðu um verslunarmiðstöðina á Lækjar- torgi, hvað þeim dytti i hug varðandi framtiðarm ynd svæðisins. Jæja, — til að vera alveg heiðarlegir, þá báðum við viðmælendur okkar að nefna það fyrsta, sem þeim dytti i hug að reisa á miðju torginu, þegar þeirrenndu augum yfir það. Ög þá væri ekki tekið tillit til neins nema imyndunaraflsins. Minnisvarði um vörð laganna Stefán Stefánsson, lögreglu- þjónn i sumarstarfi, lenti fyrst i klóm okkar. Hann sagði, áð ef hann ætti að vera mjög eigin- gjarn, þá væri myndastytta af honum sjálfum sennilega besta lausnin. ,,En það væri mjög gaman að reisa á torginu komplett eftirlikingu af Eiffel- turninum, i fullri stærð að sjálf- sögðu.”. Við hváðum. Stefán sagðist þá þurfa að fara að Stefán Stefánsson i hlutverki myndastyttu af verði laganna á Lækjartorgi. Anna Mary Ingvadóttir og Ragnheiður Jónsdóttir vildu báðar koma Lækjartorginu I gagnið sem ieik- svæði fyrir börn. Visismyndir: EGE Eiffelturn eða fótboltavöll ó Lœkjartorgið? sinna mikilvægasta verkefni Lækjartorgið gæti orðið alveg dagsins. Hvað það væri? geysilega sniðugur fótbolta- Auðvitað kaffihléið. völlur.... „Labbi” eða Gunnlaugar Hjálmarsson. Ef myndin prentast vel, þá sést örla fyrir frumdrögum af styttum af rfkisstjórninni i bak- sún. Ágætis fótboltavöilur Við vorum ennþá að reyna að sjá Eiffelturninn fyrir okkur, gnæfandi yfir tJtvegsbankahús- ið, þegar við rákumst á Guðjón Pedersen: ,,Ég myndi fyrst og fremst vilja fá gamal söluturn- inn, sem stóð hér á svæöinu i gamla daga.” Við gátum skýrt honum frá þvi.að það stæði ein- mitt til, svo að ennþá væri hann skrefiá eftir borgaryfirvöldum i hugmyndaauðgi. Guðjón gafst ekki upp: „Hér var eitt sumarið útihöggmynda- sýning. Þær myndir vildi ég mjög gjarnan fá aftur á torgið, eða eitthvað i þeim dúr vegna þess að þetta er geysilega tóm- legt svæði. Það mætti jafnvel hólfa allt torgið af með svona grasbökkum eins og eru hér i kring. Þetta er geysilega ljótt torg núna”. Við sögðum ekki múkk, en Guðjón komst allur á- skriö. „Nú, svo er alltaf þörf á litlum, notalegum kafihúsum. Eöa litlum stöðum með bjór elia jé'tt vin”. Okkur virtist einhver fjar- rænn glampi koma i augu Guðjóns, eða voru það kannski okkar eigin augu sem spegl- uðust i hans? Hann setti svo rús- inuna f pylsuendann með þvi að vekja athygli okkar á þvi, að Styttur af ríkisstjórn- inni Gunnlaugur Hjálmarsson handboltakappi, eða „Labbi”, varð næstur á vegi okkar. Hann hugsaði sig um smástund, leit á torgið og sagði svo: „Jú, það á að reisa hér myndastyttur af rikisstjórninni i fullri likam- stærð eins og gert er við erlenda glæpamenn, þeim til háð- ungar”. Viö göptum. „Annars færirðu þessi orð i stilinn, eins og gert var i gamla daga þegar maður var i iþróttunum. Þá hringdi eitt sinn i mig blaða- maður eftir að blaðið var farið i prentun og spurði hvort hann mætti ekki taka viðtal við mig. Jú, svaraði ég. Já, það var ágætt, var svarið, — ég er nefni- lega búinn að skrifa það!” „Tívoli, — ég heimta Tivolí!” Okkur hafðisattaðsegja ekki órað fyrir, að óhrifamáttur sólarinnar væri svona mikill. Hér flóði bókstaflega allt i frumlegum hugmyndum. Næstsettumst við hjá tveimur stúlkum, og báöum þær að fá hugljómun af torginu, sem lá fyrirfótum þeirra. Það tók sinn tima. Anna Mary Ingvadóttir gat helst sætt sig við failegan, kringlóttan gosbrunn, sem kæmi i stað klukkunnar. En smám saman breyttist gos- brunnurinn i myndarlegt parisarhjól, sem snerist hægt i logninu (af nýju verslunarmið- stöðinni). Eftir smárabb hafði parisarhjólið bólgnað út i heilt Tivoli. „Já, Tivoli, — ég heimta Tivoli”, sagði Anna. Við kváð- umst skyldu athuga málið. Vinkonu önnu, Ragnheiði Jónsdóttur, leist best á grasblett með runnum i kring. „Ekki þó allt torgið?” spurðum við? „Nei, svo mætti setja þarna upp alls kyns leiktæki fyrir krakka, litla rugguhesta og annaö slikt”. Hreintekki fráleithugmynd, og næsti viðmælandi okkar bar lika hag barnanna fyrir brjósti. „Henry Moore er fallegri en hann er dýr” Hann var svissneskur, hét Hermann Dornauer. Og svarið um ráðstöfun Lækjartorgsins lét ekki á sér standa. „Högg- myndir eftir Henry Moore”, svaraði hann án þess að hika. Hann fræddi okkur á þvi, að i Zurich væri nýbúið að koma fyrir nokkrum útimyndum eftír þennan heimsfræga breska myndlistarmann, sem svipar svolitið til Asmundar. Það væri mikill kostur við myndir Moores, að þær væru þannig gerðar,að börn gætu leikið sér i þeim án þess aðmeiðast. Einnig væru myndir hans auðskildar, hver og einn gæti náö hugsun listamannsins úr þeim. „Hann er dýr”, sagði Dornauer, ,,en hann er fallegri en hann er dýr”. —HHH Guðjón Pedersén: „Lækja torgið er geysilega ljótt núna”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.