Vísir - 28.07.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 28.07.1977, Blaðsíða 4
Harðir bardagar hafa nú geisað i Eþiópíu, á tvennum vigstöðvum, i eina tíu daga og virðist sem stjórnarher Mengistus, ofursta, gangi ekki alltof vel. Undanfarna daga hefur vigvöllurinn við landa- mærin að Sómaliu stækkað töluvert og i hinum enda landsins hafa fylkingarnar tvær sem berjast fyrir frelsi Eritreu, sameinast. Fréttastofan í Addis Ababa sagði i morgun að bardagarnir við fastaher Sómalfu hefðu breiðst út og væri nú barist á miklu stærra svæði en áður. Hún sagði einnig að eþiopski herinn hefði ,,þurrkað út” fjölmennar hersveitir frá Sómalíu í Bale héraði, sem er um 250 kilómetra frá þvi sv ði sem hingað til hefur talist til vigvallarins. Sómalia hefur hinsvegar neitað að hermenn úr fastaher landsins taki nokkurn þátt i þessum bar- dögum. Stjórnin styður Frelsis- hreyfingu Vestur-Sómaliu, með hergögnum, þjálfun og ýmsu öðru en fæst ekki til að viðurkenna þátttöku i bardögum. I tilkynningu frá Frelsisfylk- ingunni sjálfri, sem gefin var út i London, i morgun, segir að harðir bardagargeisi enn, tiunda daginn i röð og að fylkingin hafi betur i þeirri viðureign. Tólfhundruð kilómetrum norð- ar i landinu eru einnig bardagar. Þar hafa tvær frelsisfylkingar Eritreu herjað á stjórnarherinn undanfarin ár. Þessar fylkingar hafa nú ákveðið að sameinast gegn óvini sinum. Stórveldin eru heldur ekki áhugalaus i þessum átökum (eins og búast mátti við). Bandarfkin og Bretland hafa sagst vera reiðubúin að senda hergögn til Sómaliu. Sómalia hefur hingaðtil verið á rússneska hergagna- markaðinum, en vinskapurinn kólnaði þegar Sovétrikin fóru að senda hundruð tonria af hergögn- um til geggjaða fjöldamorðingj- ans i Addis Ababa. x. * i V, mmm * Frá Eþióplu: Eins og venjulega eru það hinir saklausu sem liða mest. Fjöldamorð í Ef Salvador? Kaþólsk hjálparstofnun í Suður-Ameríku hefur sak- að ríkisstjórn El Salvador um að hafa myrt þúsund manns. Jafnframt hafa samtök presta í Suður- Ameríku fordæmt fjöl- miðla heimsins fyrir að segja ekki satt frá atburð- unum sem gerðust í El Salvador í febrúar síðast- liðnum. Að sögn yfirvalda, á sinum tima, létu sex manns lifið og fimmtiu særðust i átökum sem urðu i kjölfar forsetakosninga. Tvö hundruð voru sagðir hand- teknir. Þessar fréttir birtu fjölmiðlar og ekki er vitað til að málið hafi verið kannað niður i kjölinn. Kirkjusamtök saka fjölmiðla um að þegja yfir ódœðum Samkvæmt þvi sem prestarnir segja voru atburðirnir miklu al- varlegri og ljótari. Þeir halda þvi fram að hundruð hafi verið drepnir og að þúsund hafi horfið og ekki sést siðan. Þeir, og kaþólska hjálparstofnun- in, telja að stjórnin beri ábyrgð á dauða að minnsta kosti þúsund manna. Reynt að sprengja leiðsluna Atvinnulaus loðdýra- veiðimaður var í gær sak- aður um að hafa reynt að skemma oliuleiðsluna miklu í Alaska, með því að sprengja hana í loft upp. Reyndar tókst honum ekki aðsprengja hana i loft upp, dynamithleðsla hans var svo lítil að hún skekkti bara eina undirstöðuna. Hinsvegar varð að loka leiðsl- unni vegna tæknigalla, annars- staðar og er það i fjórða skipti sem leiðslunni er lokað siðan oli- an byrjaði að renna eftir henni tuttugasta júni siðastliðinn. Ekki er vitað til þess að loð- dýraveiðumaðurinn tilheyri nein- um sérstökum samtökum, en samt mun til athugunar að herða til muna öryggiseftirlit við leiðsl- una. Það er reyndar ekkert smá- verk að passa hana, þvi hún er 1.280 kilómetra löng. NÝJU rÖTIN BEGINS Einn af þingmönnum stjórnarandstöðunnar í Israel las í gær á þingi upp úr hinni vinsælu sögu H.C. Andersen, ,,Nýju fötin keisarans", til þess að lýsa áliti sínu á árangrinum af heimsókn Begins, forsætisráðherra til Bandaríkjanna. Begin hefur verið gleiður yfir árangrinum af þeirri ferð og meðráðgjafar hans og flokks- bræður ekki siður. Þingmönn- um verkamannaflokksins, sem er i stjórnarandstöðu, þykir að þarna sé verið að gera mikið úr engu. Þeir segja að undirtyllur Beg- ins keppist við að fullvissa hann um að góður árangur hafi náðst, alveg eins og skraddarar keisarans hafi sagt honum hvað nýju fötin hans væru falleg. Begin kemur til Washington ásamt Alizu, konu sinni. Sally mátti alveg Sally Ball, í Sout- hampton í Englandi, hafa verið dæmdar skaðabætur vegna þess að vinnuveitandi henn- ar rak hana eftir að hafa séð af henni nektarmyndir í tíma- riti. Sally sem er 16 ára, vildi ekki sætta sig við þetta og þær fóru i hár saman hún og eigandi hárgreiðslustofunn- ar sem hún vann á. Dómari sem fjallaði um málið hélt með Sally og sagði að þar sem enginn viðskipta- vinanna hefði kvartað og enginn af hinum starfsmönn- unum neitað að vinna með henni, hefði verið ástæðu- laust að reka hana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.