Vísir - 28.07.1977, Blaðsíða 9

Vísir - 28.07.1977, Blaðsíða 9
VISIR Fimmtudagur 28. júll 1977. 9 eins og Bæjarstaðaskóg og Skaftafell i Öræfum. Stærsta þéttbýliö á þessum slóöum er Höfn í Hornafirði, all- stórt kauptún við sjávarsíðuna sem mikið hefur stækkað á siðari árum. Höfn er miðstöð héraðsins, og þar hafa flestir þeir ferðamenn sem um þennan landshluta fara, viðkomu i lengri eða skemmri tima. Hér á eftir verður gerð grein fyrir þvi markverðasta sem er að finna á Höfn og i nágrenninu, og einnig þvi sem sérstaklega varö- ar ferðamenn, svo sem bilaþjón- usta, hótel og þar fram eftir götunum. Ferðir til Hornafjarðar Flugvöllur er á Hornafirði, og heldur Flugfélag tslands uppi á faraldsfœti Umsjón: Anders Hansen áætlunartlugi miili Haínar og Reykjavikur. Er flogið þangaö einu sinni á dag, alla daga vik- unnar nema mánudaga. Meö Flugfélaginu er svo að sjálfsögðu unnt að komast til Hafnar frá öðrum landshlutum, með millilendingu i Reykjavik. Þá halda ýmis flugfélög uppi leiguflugi til Hafnar ef svo ber undir, og Flugfélag Austurlands flýgur einnig þangað frá Aust- fjörðum. Aðrir flugvellir eru ekki á þess- um landshluta, nema á Fagur- hólsmýri á öræfum, en þangað eru ekki áætlunarferðir, heldur flýgur Flugfélagið þangaö aðeins ef tilefni gefur til. Höfn er i góöu vegasambandi viö aðra landshluta, einkum eftir opnun hringvegarins. Lónsheiði er að visu oft illfær að vetrinum, en yfir sumarmánuðina er þar greiðfært yfir til Lóns, og þaðan áfram austur meö landinu. Til vesturs er nú einnig orðið greiðfært yfir sandana, og eru þvi engin vandkvæöi á þvi að komast til Hafnar akandi. Enn má nefna, að strandferða- skipin Hekla og Esja hafa jafnan viðkomu á Höfn á hringferðum sinum um landiö. Skriðjökull. Jöklaferðir eru farnar frá Hótel Höfn, þar sem ferðamenn geta kynnst jöklum undir leið- sögn þaulvanra fararstjóra. Visir kynnir óningarstaði ferðamannq Gisting, tjaldstæði A Höfn er eitt hótel, Hótel Höfn, nýlegt og glæsilegt hótel. Þar er rúm fyrir um 70 manns, I 40 her- bergjum, eins til tveggja manna. A hótelinu eru matsalir, þar sem fram eru reiddir heitir réttir bæði á hádegi og á kvöldin. Er þar oftast þri- eöa fjórréttað. Allan daginn er svo selt kaffi, kökur og brauð. A hótelinu er einnig bar, og er hann opinn sex kvöld I viku. Þá má nefna, að við hótelið er ágætur golfvöllur sem hótelgestir geta spreytt sig á, og minna má á, að hóteliö er alveg út við sjóinn, og að þar er mjög fagurt útsýni. Annað hótel er skammt frá Höfn, sumarhótelið I Nesjaskóla. Skemmtistaðir Eiginlegt vínveitingahús er ekki á Höfn, en þar er hins vegar félagsheimili, þar sem dansleikir éru haldnir um helgar. Heitir það Sindrabær, og er jafnframt bió þeirra á Höfn. Þar eru kvik- myndasýnmgar nokkrum sinnum i viku, bæði klukkan niu og ellefu. Skammt frá Höfn er svo félags- heimilið Mánagarður, þar sem sveitaböllin blómstra meö til- heyrandi skemmtilegheitum. Enn má nefna félagsheimilið Hrollaugsstaði i Suðursveit, vest- an Hornafjarðar. Bilaleiga bilaviðgerðir Bílaleiga er á Höfn. Er það oliu- félagið Shell sem rekur hana, en alla fyrirgreiðslu varðandi leigu á bilum annast Hótel Höfn. Bifreiöaverkstæði og dekkja- verkstæði eru og á Höfn, þannig að bileigendur ættu ekki að verða strandaglópar þó eitthvað smá- legt hendi bilinn. Skola af sér ferðarykið Sundlaug er á Höfn, útisund- laug, og þar geta ferðamenn þvi fengið að skola af sér ferðarykið áður en þeir fara að skoða um- hverfið nánar. Sundlaugin er oftast opin og all- ar nánari upplýsingar er unnt að fá á hótelinu. Hvað er að sjá? Það er nóg að sjá á þessum hluta landsins, og engum þeim er ann stórbrotinni og ósnortinni náttúru ætti að leiðast á Höfn. Frá hótelinu eru farnar jökla- feröir.þar sem ferðamönnum eru sýndar furður hinna miklu jökla á þessum slóðum, undir leiösögn kunnugra leiðsögumanna. Einnig eru farnar ferðir austur i Lón, og einnig eru þeir margir sem vilja sjá hið sérkennilega Jökullón. Fjölmargt annað er að sjá, svo • sem hinn fræga þjóðgarð i Skafta- felli, einn fegursta stað á öllu landinu. Þar, eins og viðar á þessum slóðum getur að lita hvaö mestar öfgar i allri náttúru Islands eins og áöur var getið um. Sögustaðir eru margir Viða er að finna fornfræga staöi úr sögu lands og þjóðar, og saga héraðsins er nátegnd allri ts- landssögunni, og margt þeirra manna sem komu hvað mest viö sögu i þeim atburðum er hæst bar á hverjum tima, áttu ættir sinar að rekja til þessara slóða. Þarna er til dæmis Svinafell i Öræfum, þaðan sem hin volduga ætt Svinfellingar voru. Þaðan var Flosi Þórðarson, sá er brenndi inni þá Njál á Berg- þórshvoli og syni hans. Þarna sættust þeir Kári Sölmundarson og Flosi eftir að sá fyrrnefndi hafði brotið skip sitt á söndunum neðan sveitarinnar. Það varð siðar til þess að Kári kvæntist Hildigunni lækni, er áð- ur var gift Höskuldi Hvitanes- goða. Vig hans var raunverulega upphaf Njálsbrennu. Hvert sem litið er má sjá staði sem minna á sögu þjóðar vorrar og örlög hennar. Þá má minna á fæðingarstað Þórbergs Þórðarsonar, rit- höfundar, en hann fæddist og ólst upp á Hala i Suðursveit, og þar býr skyldfólk hans enn þann dag i dag. Sem sagt: Nóg að sjá, og nú er ekki annað að gera en að leggja af stað austur, og þvi ekki að gera það nú um þessa helgi? — AH ■ ■ ■ I HEpölII stimplar, slífarog hringir Ford 4-6-8 strokka benzín og díesel vélar Opel Austin Mini Peugout Bedford Pontiac B.M.W. Rambler Buick Range Rover Chevrolet Renault 4-6-8 strokka Saab- Chrysler Scania Vabis Citroen Scout Datsun benzín Simca og díesel Sunbeam Dodge — Plymouth Tékkneskar Fiat bifreiöar Lada — Moskvitch Toyota Landrover Vauxhall benzín og díesel Volga Mazda Volkswagen Mercedes Benz Volvo benzín benzin og díesel og díesei I ÞJÓNSSON&CO Skeifan 17 s. 8451—84516 VÍSIR vísar á vióskiptin SIDUMÚLI 8& 14 SIMI 86611 Ferðafólk KAUPFÉLAG AUSTUR-SKAFTFELLINGA býður þjónustu sína í verslunum og söluskólum að: Höfn, Hornafirði - Fagurhólsmýri - Skaftafelli Höfum óvallt ó boðstólum alls konar nauðsynjavörur Kappkostum að veita sem besta þjónustu með sem hagstœðustum kjörum Leitið ekki langt yfir skammt Kaupfélag Austur-Skaftfellinga Höfn, Hornafirði - Fagurhólsmýri - Skaftafelli

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.