Tíminn - 10.11.1968, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.11.1968, Blaðsíða 2
I ■ ST 41 <«' 4 2 TIMINN SUNNUDAGUR 10. nóvember 1968. Söluíbúðir í borgarbyggingum Samkvæmt ákvörðun bnrgarráðs varðandi, sölu ibúða í borgarbyggingum, er hér með auglýst eftir umsóknum þeirra er koma vilja til greina þegar endurseldar eru íbúðir sem borgarsjóður kaupir samkv. forkaupsrétti sínum. Að þessu sinni er um að ræða nokkrar 2ja og 3ja herbcrgja íbúðir í Gnoðavogi, — og e.t.v. 1 öðrum byggingarflokkum. Nánari upplýsinar veitir húsnæðisfulltrúi í Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, Pósthús- stræti 9, 4. hæð, viðtöl kl. 10—12. BORGARSTJÓRINN í REYKJAVÍK Auglýsing Með tilliti tii þess samkomulags, er fjármálaráðu- neytið og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja gerðu með sér hinn 1. október s.l., tilkynnist hér með, að Húsnæðismálastofnun ríkisins er nú opin í hádeginu alla virka daga nema laugardaga. Enn fremur er opið á mánudögum til kl. 18 yfir vetrarmánuðina. Stofnunin er lokuð á laugardögum allt árið. Sprautun - Lökkun • Alsprautum og blettum allar gerðir af bílum. • Spráutum einmg heimilistæki. isskápa, þvotta- vélar. frystikistur og fleira 1 hvaða lit sem er. VÖNDHÐ OG ODYR VINNA. STIRNIR s.f. — Dugguvogi 11. (lnngangur frá Kænuvogi) — Sirm 33895. HARDVIÐAR OTIHURDIR TRÉSMIÐJA Þ. SKÚLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 Sjónvarpstækin skila afburða hljóm og mynd FESTlVAL seksjon Þetta nýja Radionette-sjón- varpstæki fæst einnig me5 FM-útvarpsbylgju. — Ákaf- lega næmt. — Með öryggis- læsingu. ÁRS ÁBYRGÐ Radionette-verzlunin Aðalstræti 18, sími 16995. Skipulags & ráðlegginga þjbnusta ...i .i. i i m iHO HURÐIR INNRETTINGAR FATAS.tjCAPAR RAFTÆKI Suöurlandsbr.6 S.-84585 ÞÁTTUR KIRKJUNNAR Handaband - Hjálparhendur Sagt er að sérstök munka- regla eigi að lifa og lifi eftir þeirri lífsreglu, að skilja alla staði, sem þeir dvelja á, eftir fegri en þegar þeir komu þang- að. Þetta er mjög á annan veg en sagt er um margt af ís- lenzku ferðafólki, sem skilur við jafnvel fegurstu staði í hryllilegu ástandi, ataða drasli og sorpi. Þetta er nú samt að breyt- ast til batnaðar og tilfinning fyrir fegurð og hreinleika virð- ist aukast með hverju ári hjá Íslendingum og umgengnin þá um leið. Og vel mættum við taka til íhugunar það álit Ame- ríkumanna á Norðurlandabú- um, að þeir hafi í vitund sinni þrá eftir að skapa eitthvað fallegt, hvar sem þeir setj- ast að. Þetta er sagt bæði um Norð- menn, Dani og Svía, sem yfir- leitt fá þó ekki sömu einkunn, en um íslendinga er þagað á þessu sviði, þótt þeir séu álitn- ir bæði framsæknir og gáfað- ir. Hin skapandi og prýðandi hönd hefur bæði efnislegan og andlegan kraft. Henni er stjórnað af anda Guðs. Hendurnar eru starfstækni sálarinnar og • skilningsins og ná þannig miklu lengra en armar og faðmslengd gefa til kynna. Eftirtektarvert er að ihuga, hvernig fóik, sem misst hefur hönd eða hendur getur notið sinna andlegu handa, ef svo mætti segja, svo að gáfur þess og hæfni kemur ótvírætt í ljós, án lfkamlegra handa. Sums staðar eru til sýnis myndir af blómum og hlutum málaðar með tám eða munni handalausra listamanna. Það er ótrúlegt, svo að nálg- ast hið ómögulega, hve langt slíkt listafólk getur náð. Ósjálfrátt koma í htig orð- spekingsins og mannvinarins Leo Tolstoy, þegar hann hitti ungan mann, sem var barna- fullur af beizkju yfir því, hve hann væri fátækur, en margir aðrir ríkir. „Guð hlyti að vera ranglátur að skipta þannig milli barna sinna“, sagði hann. Skáldið greip hægri hönd mannsins og sagði: „Ert þú, sem ert ungur og hraustur, svona fátækur í raun og veru? Mundir þú vilja láta höggva þessa hönd af, ef þú fengir fyrir það nokkur hundruð þús- undir króna?“ „Nei“, hrópaði ungi maður- inn óttasleginn. „Það mundi ég'aldrei gera fyrir neina pen- inga.“ ,,En hina vinstri?“ spurði skáldið. „Ekki heldur," svaraði maðurinn. Þarna sérðu, hvílik auðæfi Guð hefur gefið þér,“ sagði Tolstoy, „og samt ásakar þú þennan gjafara." „Ég sendi þér handtak mitt“ segja sumir í bréfum sínum i stað kveðju. Og þau orð segja mikið um það, sem í einu handtaki eða handabandi get- ur falizt. Trygg, traust og ástrík hönd talar áhrifameira mál en nokk ur tunga, og er þá mikið sagt. Rætt hefur verið um að af- nema handabönd til kveðju af heilsufarslegum og vísindaleg- um ástæðum, með hreinlæti að takmarki, þar eða fólk geti borið sóttkveikjur á milli, ef tekið er í óhreinar hendur. En hér kemur rödd hjartans til greina. Og hennar vitnis- burður verður þungur og mik- ilvægur með tilliti til mann- legra viðskipta og sambanda. Handtak verður þá allt í einu hjartans mál, auðugt og eilíft sem samfélagsatriði . Handtak mannvinar, hand- tak föður og móður er eitt af hinum miklu náðargjöfum lífs ins og samfélagsins. Og nú á tímum, ekki sízt með tilliti til „mannréttindaársins“, sem nú er að líða, verður það bein- linis táknræn nauðsyn, sem samfélagið getur ekki án ver- ið. Enda eru heimsfræg handa bijnd forseta og forsetaefna í Bandaríkjunum. Og það segir mörgum ræðum meira um á- hrif handabanda á heimsmál- in. Sjúkleg sótthræðsla má ekki spilla svo mikilvægu efni til friðar og bræðralags. Og hjálpandi vinarhönd er stór guðsgjöf. „Nú skal ég hjálpa þér“, eru dásamleg orð handa þreyttum og hrjáðum í alls konar erfiðleikum. Og hversu oft þurfum við ekki að hlusta á þann fagnaðarboð- skap, sem í þeim orðum felst. Mamma hjálpar, hjúkrunar- konan hjálpar, læknirinn hjálp ar, vinurinn ’hjálpar og stund- um hjálpa þeir eða þær, sem við sízt áttum von á. Líknarhendur og hjálpar- hendur eru hvarvetna tæki Guðs miskunnar, þegar í harð- bakkann slær. Og ein er sú vera, sem enginn vill hjálpa. Og svo koma stundir, sem við spennum greipar auðum höndum og bíðum hjálpar frá uppsprettu allrar líknar, „þeg- ar mannleg hjálpin dvín.“ Bf til vill er þó höndin aldrei fremur sproti Guðs misk unnar 'en á sorgarstund. Hver mundi gleyma setningu þeirr- ar handar, sem þerrar tár og líður ljúft um vanga? Og hver gæti gleymt gjöf þeirrar handar, sem starfar eftir lögmáli Drottins, er hann segir: Þegar þú gefur, „þá vit' þín vinstri hönd ekki, hvað sú hægri gjörir.“ Þannig verða til kraftaverk miskunnsemi og hjálpar, sem Guð einn telur. En svo er bá líka hægt „að þvo hendur sínar“, koma hvergi nærri því, sem þær áttu að gjöra gott. Og eins geta hendur unnið ógagn og mein, já. ægileg hermdarverk og glæpi. Helgum því hendurnar, þessi dásamlegu tæki máttarins, krafti hins góða Guðs, gjörum þær Guðs hendur með bless- andi handtaki, hjálparhendur kærleiksríkrar sáSar Árelíus Nielsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.