Tíminn - 10.11.1968, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.11.1968, Blaðsíða 16
/ 'V~ x’ * " . í llif ÍvÍXw,<»Í!*2w dýrmætur arfur . Gera tillögur um friðun gamla bæjarins í Reykjavvk ■ — Bárujárnskumbaldarnir, sem margir hafa viljafi nefna svo, í elztu hverfum borgarinnar, hafa sumir hverjir töluvert mikla byggingarlistarlcga þýðingu. Við eigum þrátt fyrir allt byggingar- listararf, og það er kannski ein af aðalástæðunum fyrir því, að við erum að berjast fyrir því, að opna augu Reykvíkinga, já og reyndar allra íslendinga, fyrir gildi gamalla húsa. Sá stíll, eða sú tízka, sem kemur fram í mörgum þessara húsa, hefur liorfið í skugga annars. Því höfum við vanrækt þessi hús. Við höfum spillt þeim, breytt þeim á klaufalegan og heimskulegan liátt. Einn aðaltilgangur okkar er að opna augu almennings fyrir því, að gæta þessara húsa bctur, þess arfs, scm fólkið á, og koma því til leiðar, ef hægt cr, að fólk standi vörð um þcnnan arf i framtíð- inni, betur en verið hcfur hingað til. Landshöfðingjahúsið við Ingólfsstræti er eitt þeirra gömlu húsa, sém orðið hafa fyrir barðinu á lagfæringum mannanna. Efri rayndin er frá því skömmu eftir síðustu aldamót, en sú neðri var tekin í vikunni. Það var ekki búið að „stfnga bæði augun“ úr þessu gamla húsi. En smiðirmr unnn af kappl, þegar Ijósmyndarann bar að garði. Það var Hörður Agústsson listmálari, sem mælti þessi orð, þegar ég gekk á fund hans og samstarfsmanns hans, Þor- steins Gunnarssonar arkitekts, í þeim tilgangi að fá þá til að segja okkur svolítið frá því staifi, sem þeir nú hafa með höndum á vegum borgarinnar, en það er að leggja á ráðin um það, hvaða hús eða hverfi í eldri hluta borgarinnar skuli varðveita í framtíðinni. Aðdragandinn að starfi þeirra Harðar og Þorsteins var sá, að fyrir ejnu og hálfu ári var stjórn Árbæjarsafns að reyna að koma sér niður á það, hvaða gömul hús í Reykja vík þyrfti að flytja upp að Ár- bæ, en þetta var gert með framtíðarskipulag Árbæjar í huga. Hörður: Rétt um sama leyti var Þorsteinn Gunnarsson að koma heim frá námi. Hann hefur tekið sem sérgrein innan arkitektúrsins varðveizlu gam- al'la húsa. Þorsteinn: Þetta er eigin- lega meðferð á gömlum bygg- ingum og gömlum húsahverf- um, ekki aðeins það, að með- höndla hið gamla, heldur líka byggja nýtt meðal hins gamla, og taka þá fullt tillit til þess, sem fyrir er. Hörður: Þorsteinn fékk verk efni hjá borginni við að skipu- leggja ákveðinn reit, og vann það mjög vel. Niðurstaða hans kom fyrir sjónir borgarráðs, og menn voru mjög ánægðir með verkið. Á sama tíma kom fram beiðni Árbæjarsafns stjórnar um, að athugað yrði, hvaða hús yrðu væntanlega flutt upp að Árbæ. Borgarráð ákvað þá, að fara þess á leit við okkur tvo í sameiningu, að við athuguðum gömlu hverfin í Reykjavík mjög nákvæmleg-a á grundvelli ■ þeirra vinnu- bragða, sem Þorsteinn hafið lagt fram með áðurnefndu verkefni. Það hefur mjög viljað brenna við erlendis, að á- kveðið hefur verið að varð- veita einstök hús, en bakgrunn urinn gleymist, og áður en varir standa þessi hús ein eft- ir, laus úr öllum tengslum við umhverfið. Þorsteinn: Þessu höfum við viljað breyta, og taka frekar borgarhverfi, og varðveita held ur fleiri hús í heild, en gefa einstök hús á öðrum stöð um upp á bátinn. Vinnubrögð okkar eru eiginlpga þríþætt. í fyrsta lagi er úrvinnsla gam- alla teikninga, úrvinnsla sögu- legi-a gagna og ljósmynda og í þriðja lagi rannsókn á sjálf- um byggingunum. SkiJyrðj þorgarráðs er að við vinnum í samræmi við aðalskipulagið, og brjótum ekki í bága við það, því þetta ber að líta á sem lið í aðalskipulaginu. Þvínæst höfum við tekið gamla borgar- hlutann, sem við köllum, sem markast af Hringbraut og Snorrabraut og skipt honum í fimm hluta, sem við tökum stig af stigi. Nú þegar erum við búnir með stóran hluta af Þingholtunum og Tjarnarsvæð ið, og erum að byrja á mið- bænum- Næsta skrefið þar á eftir verður Vesturgatan, Stýri mannastíg urinn og nágrenni. Vinnubrö|ðin eru svo sýnd á kortum. A fyrsta kortinu kem- ur fram aldursgreining. Á korti nr. 2 er sýnt sögulegt gildi, sögulegir atburðir, merk- ar stofnanir, frægir menn og annað. Á korti nr- 3 er greint frá byggingarefni. Kort 4 sýn- ir tæknilegt ástand, viðhald, hvort það er gott, viðunandi, slakt eða hrörlegt. Kort 5 er um yfirbragð staðarins, hvern- ig hvert hús fellur að ríkjandi staðareinkennum. Að lokum kemur svo kort nr. 6, og það held ég að borgarráðsmenn hafi einna mest gaman af, á er greint frá lístgildi. Þarna er að sjálfsögðu einungis um persónulegt, mat okkar tveggja að ræða og er umdeilanlegt atriði. Að svo búnu leggjum við fram varðveizluáætlun. Þorsteinn hefur nú sýnt mér kort, sem gerð hafa verið af Þingholtsstrætinu. Hann segir, að það sé óvenju heilleg gata, þannig, að þeir félagarnir hafi lagt til, að megnið af húsun- um verði varðveitt, enda á það ekki að brjóta í bága við aðalskipulagið. Verði þessi til- laga ekki samþykkt, hafa þeir varatillögu um einstök hús. Síðan kemur til mála að flytja hús upp að Árbæ, og að lok- um eru nokkur hús, sem þeir leggja til, að þeir fái að fylgj- ast með, verði þau rifin. T.d. yrðu þau þá mæld, mynduð og jafnvel ákveðnir byggingarhlut ar varðveittir. Þorsteinn: Til greina kemur líka, að við segjum til um endurskipulagningu hverfa með sérstöku tilliti til varð- veizlu. Hörður: Það virðist vera lög mál í listaheiminum og jafnvel þótt lengra sé leitað, að fyrst séu hús og hlutir í tízku. Sið- an koma aðrar tízkustefnur og leysa þær eldri af hólmi. Þá finnst mönnum það, sem einu sinni var í tízku, gamaldags. Um miðbæinn hérna má segja að í ljósi nútimabyggingarlist ar þótti mönnum húsin held- ur klén. Þau þóttu gamaldags og talað var um bárujárns- kumbalda. Meðferðin á húsun- um varð eftir því. Það er líka þróunin alls staðar, að þjóðfé- lagsstéttirnar yfirgefa ákveðin hverfi og flytja annað. Þá og ný.iar myndir af húsum í Reykjavík. (Timamyndir GE) Gömlu húsin eru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.