Tíminn - 10.11.1968, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.11.1968, Blaðsíða 12
r wi 12 TIMINN SUNNUDAGUR 10. nóvember 1968. GÖMLU HUSIN Framhald af bls. 16. lækka hverfin í tign og verða annað hvort fátækrahverfi eða eru tekin undir skrifstofur. Þetta hefur átt sér stað í rík- um mæli hér í miðbænum. Hús in eru þá oft gerð upp, en það er ekkert dýrara að gera þau upp á gamlan máta heldur en nýjan. Húsin geta orðið verð- mætari á eftir, og ég tala nú ekki um, hversu miklu skemmtilegri þau verða. Það væri gaman, ef hægt væri að koma af stað nýrri öldu, tízku þótt tízkan sé slæm, þá er hún líka góð. Við höfum öll séð, hvernig gömul hús eru tekin og „end urbætt“. Þau eru máluð, glugg- ar eru rifnir úr og settar heil ar rúður í stað margra smárra, eða hverfigluggar, hápunktur tízkunnar. Timburhúsin eru múrhúðuð og útskurður og skreytingar rifnar niður og kastað á glæ. Þegar menn taka glugga- fögin úr þessum gömlu húsum, vil ég líkja þeim verkn aði við augnstungu. Mér finnst það samsvara því, þegar augu voru stungin úr mönnum. Það er eins og holár augnatæfturn ar standi eftir. Auk þess er alls konar skreytmg tekin af. Hún tilheyrði ákveðnu tíma- bili og er dæmi um vissa teg- und listiðnaðar — listhand- verk, sem íslenzkir handverks menn á þessu sviði höfðu lært erlendis og unnu hér af mik- illi natni. Og svo er það lit- urinn á þessum húsum- Það er ekki jafnsjálfsagt að beita þeirri litagleði, sem hóf inn- reið sína hér upp úr 1945, á gömlu húsin eins og þau nýju. Gömlu húsunum hefur verið misþyrmt herfilega í lit- um. Þau krefjast síns ákveðna litaskala, þess skala, sem mennirnir notuðu, sem byggðu þau. Gott dæmi um herfilega litameðferð er Iðnó og reyndar mörg önnur hús. Litirnir voru yfirleitt mildir og skreytingin og tréverkið voru ekki í sama lit og járn- klæðningin. Nú er þetta allt málað eins, því menn hafa ekki lengur tíma til þess að vera að dunda við smáatriðin- Nú munu vera í smíðum lög um húsafriðun, sem væntan- lega verða lögð fyrir Alþingi bráðlega, og eru þau í raun- inni bakgrunnur þess verks, sem þeir Hörður og Þorsteinn vinna nú. Friðunarlög eru til í Danmörku og hefur Þorsteinn kynnzt þeim nokkuð þar. Þorsteinn: Ef áberandi er í Danmörku, að friðuðu húsi er ekki haldið við, sem skyldi, getur hið opinbera farið fram á, að eignaskipti eigi sér stað. Nokkuð ber á því, að menn láti friðuð hús grotna niður í þeim tilgangi, að heilbrigðiseft irlitið komi á vettvang og segi. — Þetta hús getur ekki stað- ið, það er heilsuspillandi. Því hefur heyrzt fleygt, að þeir Þorsteinn og Hörður séu nokkuð róttækir í friðunarhug sjónum sínum. Þeir vilja friða annað hvert hús, og geti það orðið ærið kostnaðarsamt bæði hvað snertir við'hald og einnig ef til þess kæmi, að borgaryf- irvöldin þyrftu að greiða á ein hvern hátt fyrir húsin, eða jafnvel kaupa þau af eigend- um þeirra. Þorsteinn: Við tökum hvert svæði fyrir sig og ljúkum end- anlega við að rannsaka þessi fimm svæði, sem við höfum skipt í gamla borgarhlutanum áður en við komum með loka- tillögur um friðun. í þeim til- lögum, sem við leggjum fram komum við á framfæri eins mikilli friðun og okkur dreym ir frekast um, en þó með þeim fyrirvara, að þegar heildartil- lögur eru komnar, geti þetta allt breyzt. Við erum búnir að leggja niðurstöður rannsókna á tveimur svæðum fyrir borgar ráð, en það tekur ekki afstöðu til rannsóknanna fyrr en þær liggja allar fyrir. F. JÓLASKEIÐARNAR ERU KOMNAR Tvær stærðir — Silfurplett — Gullplett og ekta silfur — Hagstætt verð — Póstsendum GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON, gullsmiSur Bankastræti 12 — Sími 14007 RÆTT VIÐ TVO LÆKNA Framhald af bls. 7. lengi eftir að þeir eru útskrifað- ir þaðan. Fyrstu tvö árin grípa þá oft leiðindaköst og þá er þeirn hættast- Sumir ofreyna sig á vinnu þegar þeir útskrifast. Þeir eru skuldúm vafðir og hamast við að reyna að losa sig úr þeim, ganga fram af sér og byrja að drekka á ný. Sem stendur er það einn stærsfi vandinn fyrir okkur, að hafa ekki samastað handa sjúkl- ingum, sem útskrifast og eiga ekki heimili. Nú er líka miklu erfiðara að útvega þeim vinnu en áður og við slik skilyrði er afar erfitt að veita þeim þann stuðn- ing, sem þeim er nauðsynlegur til þess að sigrast á sjúkdómi sínum. — Við fellum nú talið og göng- um um snyrtileg og heimilisleg húsakynni Flókadeildarinnar. Þar rúmasf 24 sjúklingar, allt karl- menn. Síðan kveð ég þá læknana með þökk fyrir viðræðurnar. Hvernig á að varna því, að of- neyzla áfengis valdi einstaklingum böli og þjóðfélagsheildinni skaða? Eins og læknarnir hafa bent á, getur almenningsálitið valdið miklu þar um. Það ætti áð þykja ósæmileigt að láta nokkurn tíma sjá sig ofurölvi. Þá lífsreglu tekst sumum því aðeins að halda, að þeir séu í algeru áfengisbindindi. í þessu samtali h'efur sú skoð- un komið fram, að löngum verði margir, sem af ýmsum orsökum verða drykkjusjúkir. Ef þjóðfélag- ið telur sér hag að því að selja áfengi, þá sýnist ekki ósanngiarnt að það láti í té lækningaaðstæður fyrir þá, sem sýkjast af því. Sigríður Thorlacius. Landsleikir í handknattleik við Vestur-Þjóðverja eru fram undan, en Vestur-Þjóðverj- ar eru um þessar mundir með- al sterkustu handknattleiks- þjóða heims. Þeir léku á móti okkur á síðasta keppnistíma- bili fjórum sinnurn — tvisvar heima og tvisvar úti — og unnu í öll skiptin. Þessara ó- fara verðum við helzt að hefna um næstu helgi, þegar þeir leika hér, og það ætti að vera hægt, ef rétt verður haldið á spilunum. Æfingatíminn illa notaður. Það var yfirlýst stefna lands- liðsnefndar í byrjun keppnis- tímabilsins, að æfingatilhög- un landsliðsins yrði breytt. Nú átti að hverfa að því ráði að láta landsliðshópinn æfa stíft 10—14 daga fyrir landsleik í stað þess að áður var æfinga- tímabilið lengra en æfingar strjálli. Nýja fyrirkomulagið er gott, svo framarlega, sem farið er eftir því. En hvað hefur skeð? Þótt aðeins tæp vika sé þang- að til fyrri landsleikurinn fer fram, hefur ekki ein einasta landsliðsæfing farið fram, ef pressuleikurinn í síðustu viku er undanskilinn, en sá leikur misheppnaðist að nokkru leyti. Ástæðurnar fyrir því, að eng in landsliðsæfing hefur farið fram ennþá, eru aðallega þær, að svo virðist sem ekki hafi verið gert ráð fyrir landsliðs- æfingum, þótt undarlegt sé. S. 1. sunnudag átti að halda æf- ingu, en hún fórst fyrir vegna úrsliitaleiksins í Reykjavíkur- mótinu og keppnisfarar FH til Akureyrar. Landsliðsnefnd hef ur ekki fengið nægilega marga æfingatíma og kvartaði Hann- es Þ. Sigurðsson, formaður landsliðsnefndar, undan því í viðtali við íþróttasíðuna í fyrra dag. Fyrstu iandsliðsæfingarn- ar eru í dag, og það hlýtur að vekja nokkra furðu, að fyrsta æfingin verður utanhúss og verður þá örugglega um út- haldsþjálfun að ræða. Slíkar æfingar falla ekki inn í hið nýja fyrirkomulag. Það á að nota tímann til að samæfa menn í leikaðferðum og spili. Við verðum að treysta félög- unum fyrir því að þrekþjálfa leikmennina, enda fæst hvort eð er lítið út úr tveimur eða þremur þrekæfingum. Sá, sem þessar línur síkrif'ar, stóð í þeirri trú, að nota ætti þessa 10—14 daga aðallega til æf- ingaleikja. En annað hvort hef ur það verið á misskilningi byggt eða landsliðsnefnd hefur farið kollhnís- Alla vega var ekkert um æfingaleiki í síð- ustu viku, ef pressuleikurinn er undanskilinn, og ekki virð- ist eiga að leika marga æfinga- leiki í þessari viku. Til marks um það, vill landsliðsnefnd ekki fórna hluta af æfinga- tíma fyrir annan pressuleik, sem þó væri þörf á. E.t.v. verð- ur sá tími notaður til þrekæf- inga. Sigurður Einarsson verður ekkl með. Það eyðilagði pressuleikinn á þriðjudaginn, að hvorugur Hallsteinsbræðranna gat leikið með vegna meiðsla. Einnig boð aði Sigurður Einarsson forföli- Fjarvera hans stafaði þó af öðru en meiðslum. Hann hrein lega vildi ekki vera með og hefur tilkynnt landsliðsnefnd, að hann muni hvorki taka þátt í landsliðsæfingum né' leika með landsliðinu á móti Vestur- Þjóðverjum, , fari landsliðs- nefnd þess á leit við hann. Hér er um persónulegar ástæð- ur að ræða, en Sigurður hef- ur haft mikið á sinni könnu að undanförnu og telur sig ekki hafa tíma til að sinna landsliðinu. Þetta mun ' koma landsliðs- nefnd í vandræði, því að Sig- urður hefur verið einn bezti línumaður okkar, auk þess sem hann er einn bezti varnar- leikmaður landsliðsins. Hann leikur í stöðu miðvarðar og má segja, að aðeins örfáir menn valdi þeirri stöðu sæmi- lega. Raunar er hægt að telja þá á fingrum annarrar hand- ar. Auk Sigurðar er um að ræða Auðun Óskarsson, FH Ágúst Ögmundsson, Val og Sig urð Óskarsson, KR. Tvo sterka miðverði þarf í landsliðið, ef vel á að vera, og er Auðunn sjálfkjörinn sem annar mið- vörðurinn. Ágúst kemur ekki til greina, þar sem hann er á sjúkralista. Og hæpið er að velja Sigurð Óskarsson, þó að hann sé traustur, því að hann hetfur ekki náð góðum árangri sem sóknarmaður á línu í und- amförnum leikjum. Lands- liðsnefnd verður því sennilega „að búa til“ nýjan miðvörð, þ.e. fela einhverjum bakverði í væntanlegu landsliði mið- varðarstöðuna á meðan Auð- unn er út af. Hvernig verður svo landslið- ið? Þessari spurningu get hvorki ég né neinn svarað þessa stundina, því að liðið hefur enn ekki verið valið .Þó er líklegt, að landsliðsnefnd sé nokkurn veginn komin niður á það lið, sem hún mun velja. Það verður sennilega mjög svipað því, er lék á móti pressu liðinu á dögunum. Annars hafa menn velt því fyrir sér, hvern- ig liðið muni verða skipað, og nokkrir hafa varpað þeirri spurningu fram við mig, hvern ig ég myndi velja liðið. Mér hefur vafizt tunga um tönn, því að breiddin í handknatt- leiknum er mikil hjá okkur og væri vafalaust hægt að tefla fram tveimur nokkuð jafnsterk um liðum. En til að svara spurningunni myndi ég velja liðið þannig: Þorsteinn Bjömsson, Fram Jón Breiðfjörð, Val Ingólfur Óskarsson, Fram Gunnl. Hjálmarsson, Fram Björgvin Björgvinss. Fram Sigurb. Sigsteinsson, Fram Geir Hallsteinsson, FH Örn Hallsteinsson, FH Auðunn Óskarsson, FH Stefán Jónsson, Haukum Jón H. Magnússon, Víking Einar Magnússon, VOdng. Þetta lið er ekki ósvipað því, sem landsliðsnefnd valdi á móti pressuliðinu upphaflega. Einu breytingarnar eru þær, að Gunnlaugur Hjálmarsson og Stefán Jónsson koma inn fyrir þá Ólaf Jónsson, Val, og Sigurð Einarsson, Fram. Gunn laugur er gamalreýndur leik- maður og sýndi traustvekjandi leik á móti landsliðinu í pressu leiknum. Allt fjas um að hann sé orðinn of gamall, á sér enga stoð- Hitt er annað mál, að Gunnlaugur skipar ekki sama sess og áður. Hann er ekki lengur toppskotmaður í lands- liði,. en þó ávallt ógnandi og reynsla hans er hverju liði dýrmæt. Það má ekki yngja landsliðið upp aðeins ynging- arinnar vegna. Öll helztu lands lið Evrópu í dag hafa innan- borðs jöfnum höndum yngri og eldri leikmenn. — Um Stefán Jónsson er það að segja, að hann er mjög duglegur línu maður og opnar oft fyrir skot- mönnum fyrir utan. Þó getur hann ekki fyllt skarð Sigurðar í vörninni. En sem sé. Þessi uppstilling er aðeins húgmynd- Landsliðs- nefndar er að velja. Hún hefur valdið. —alf. H E IMSFRÆGAR LJÓSASAMLOKUR 6 og 12 v. 7” og 5W’ Mishverf H-framljós. Viðurkennd vestur-þýzk fegund. BÍLAPERUR, fjölbreytf úrval. Heildsala — Smásala. Sendum gegn póstkröfu um land allt. SMYRILL Ármúla 7 — simi 12260.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.