Tíminn - 10.11.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.11.1968, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUK 10. nóvember 1968. TÍMINN 3 Á myndinni hér að ofan sjá um við hinn áttatíu og fjög- urra ára gamla lækni Cyril Francis sitja í eincykisvagni ★ Það gerist nú oftar að far- þegaþotur fljuga svo hratt, að þær „brjóta hljóðmúrinn". Þetta átti sér einmitt stað fyr- ir nokkru síðan, að stór þota sem var á flugi ofan við þorp- ið Breton í Frakklandi braut múrinn, og hávaðinn sem myndaðist við það, drap rúm- lega þúsund kjúklinga í þorp- inu. ★ Tízkutei’knarinn Bernard Lanvin hélt heljarmikið ball um daginn í tilefni af því, að hann var að opna nýja tízku- fataverzlun fyrir karlmenn. Ballið var haldið i París, og voru menn vissir um að margur glaumgosinn myn'di skemmta sér ærlega. Það fór þó svo að það var sjötíu og tveggja ára gömul yngismær sem stal sen- unni, en hetjan sú var greifa- ynjan af Windsor. Eins og sézt á meðfylgjandi mynd er stúlkan litla alltaf jafn grönn og létt á sér, og gætir þess að hafa kjólana sína vel ofan við hné. á myndinni sézt hún dansa við gestgjafann. sínum fyrir framan lækninga- stofu sína íVictoria áEnglandi. Dr. Cyril notar alltaf hestvagn inn, þegar hann fer í vitjunar- ferðir, a.m.k. þegar veðrið er gott. Ef hann þarf að sinna neyðarkalli, notar hann þó leigubíl. Læknirinn segist aka um það bil eitt hundrað míl- ur á viku hverri í hestvagni þessum, en hann segir að „bezt sé að ferðast þannig“. Við sjáum hann hér halda á hlustunartæki sínu í hendinni, en hann er einmitt að leggja af stað til eins sjúklinga sinna. Eins og kunnugt er, er hið dásamlega franska koníak (cognac) framleitt í héraðinu COGNAC, í Frakklandi. Þetta litla hérað stendur við strönd Atlantshafsins, og er löngu víðfrægt. Brennivínsfxam- leiðendur héraðsins eru ríkir, en þrátt fyrir auðæfjn. eru þeir ekki með öllu ápægðir með lífið, það hefur seha sé steðjað að þeirn nýtt vanda- mái. Eftirspurnin eftir hinu franska brennivíni er orðin svo mikil, að héraðið hefur enga möguleika á að sinna allri eftirspurn. í ár verða framleiddar níutíu milljónir flaskna, en reiknað er með að salan verði um bað bil helm- ingi meiri eftir tíu ár. Helzti keppinautur koníaks- ins í Frakklandi er skozka viskíið, en það er nú mikill tízkudi-ykkur þar í landi. Koníaksframleiðendur óttast þó ekki þá sam-keppni, því |fjórir fimmtu hlutar allrar framleiðslu, eru fluttir úr landi. Mesta vandamál þeirra er því að rækta víðáttu meiri vínekrur til þess að svara eftirspurninni. Vínekrur sem ekki framleiða annað en koníak þekja nú rúmlega 180.000 ekrur lands, og það er allt landið sem hæfir virkilega fyrir koníaksframleiðslu. Annað vandamál koníaks framleiðenda er það að þá skortir húsrími fyrir allt það magn brennivíns sem þeir þurfa að geyma, svo vínið fari mátulega gamalt á markaðinn. Nú sem stendur þurfa þeir að geyma fjórar flöskurí ef þeir selja eina. Koníaks vöruhúsin ipnihalda nú 420 milljónir flaskna, að verðgildi 125 þús. punda og eftir 10 ár verða þessar tölur sem sagt helm ingi hærri Koníaks iðnaður inn veitir 400.000 manns at- vinnu, hinir raunverulegu vín- framlejðendur eru um 5000 að tölu, en þeir selja fram- leiðsluna í hendur 250 dreif- ingarmiðstöðva. Af þessum 250 tegundum eru ekki nema um það bil 15 frægar um all- an heim. Þær frægustu eru svo Martell og Hennessy. ★ Lokkur úr liári Napóleons keisara — ásamt áföstum bréf miða, sem á stendur að lokk- urinn sé raunverulega úr hári keisarans, skorinn af á eyj- unni Elbu, árið 1815, var seld- ur á uppboði í París nú um mánaðarmótin. Kaupand- inn var mjög hamingjusamur yfir að hafa hreppt lokkinn, enda borgaði hann ekki nema 1.100 franka fyrir hann ★ Þegar hinn átján ára gamli Allan Dam Jensen kom heim til sín á nýársdagsmorgun síð astliðinn, fór móðir hans að skamma hann. Hann gerði sér því lítið fyrir og kæfði hana. Enginn veit í rauninni hvers vegna. Sjálfur segir hann að- eins: „Hún var bara ekki eins og hún átti að vera“. Og það virðist vera eina ástæðan sem hægt er að grafa upp, þrátt fyrir margar geðheilbrigðis rannsóknir sem drengurinn hefur verið látinn gangast und ir. Drengurinn hafði reyndar aldrei átt í neitt skjól að venda hjá móður sinni, hann átti ekkert heimili, það sann- færðist hann um, þegar hann fór að koma heim til vinkonu sinnar, en heimili hennar var „eins og heimili eiga að vera“ Hann var orðinn meira en lít- ið þreyttur á því að fá aldrei neitt að borða hjá móður sinni. Ilún eldaði aldrej mat handa honum — ekki einu sinni á jólunum. Það var ein- mitt um jólaleytið í fyrra, að hann byrjaði að koma á heim- ili vinkonu sinnar, en þegar hann kynntist jólahaldinu þar, rann honum heimilislíf sitt svo til rifja, að honum var algjörlega nóg boðið, þegar móðir hans tók á móti hon- um með skömmum á nýárs- dagsmorgunn. Allan Dam segist iítið muna frá þeim degi, hann kæfði móð ur sína, segir hann, rétt eins og ekkert annað hafi verið hægt að gera. Og nú velta menn því mjög fyrir sér hve þungan dóm pilt- urinn muni fá. Dómsins er að vænta mjög fljótlega en fyrir morð fá menn venjulega langan fangelsisdóm. Það er þó talið mögulegt, að Allan verði dæmdur á betrunarhæli fyrir afbrotaunglinga, og fái þá ekki lengri vistun ’ þar, en svo sem fjögur ár. Hann ætti að þykjast góður að sleppa með slíkan úrskurð, því betr- unarunglingu-m er miög oft sleppt út áður en allur tími þeirra er liðinn. Fegurðarsamkeppni sú sem árlega fer fram í London, og ber hið veglega heiti „Ungfrú alheimur“ stendur nú fyrir dyrum. Þátttakendur eru farn ir að streyma ti-1 borgarin'nar, og hér sjáum við eina stúlkuna stíga út úr flugvélinni í roki og regni, en þeir sem tóku á móti henni á Lundúnarflugvelli. herma a'ð bros hennar hafi sóp- að dimmviðrinu á brott. Stúlkan nefmst Christine Ant unovic, og er frá Nýja-Sjálandi. Ifún er átján ára að aldri, dökk hærð og brúneygð. Við óskum henni góðs gengis i keppninni en hún er ein af sextíu og sex þátttakendum, sem eru víðs veg ar að úr heiminum. » l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.