Tíminn - 10.11.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.11.1968, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 10. nóvember 1968. TÍMINN 9 Útgefancfi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur t Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur, súni 18300. Áskriftargjald kr. 130,00 á mán. innanlands. — í lausasölu kr. 8.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f. Illa í stakk búnir í ræðu sinni um umsókn uhi aðild að Fríverzlunar- bandalaginu á Alþingi 1 fyrradag færði Ólafur Jóhannes- son, formaður Framsóknarflokksins mjög glögg rök að því, hve nauðsynlegt væri að við værum sæmilega í samningastakk búnir, þegar við leituðum eftir samn- ingum um undanþágur og sérstöðu, sem gerði okkur fært að tengjast EFTA eins og okkur getur orðið nauð- synlegt síðar, og benti með mörgum dæmum á, hve tíminn er nú illa valinn til slikra samninga, þar sem ástandið hjá okkur nú er með þeim hætti, að við erum varla samningafærir og líf liggur við að einbeita sér að lausn þessa vanda. í upphafi ræðu sinnar sagði Óiafur: „Ég tel að ákvörðun um aðildarbeiðni íslands að EFTA eigi að fresta. Ég er því alls ekki andvígur, að kannað sé, hvort og með hvaða kjörum ísland geti gerzt með einhverjum hætti aðili að EFTA, en ég tel það ekki tímabært eins og sakir standa. Ég býst við því, að það geti orðið óhjákvæmilegt fyrir íslendinga að tengjast EFTA, en áður en slíkt getur orðið, þurfum við að athuga og lagfæra margt hjá okkur sjálfum. Ég held, að við séum ekki við því búnir eins og sakir standa að gera þær stökkbreytingar eða þá aðlögun, sem þarf. Að vísu er gert ráð fyrir, að aðlögunartími fáist og vitanlega skiptir máli, hver hann verður. En það er út af fyrir sig gagnlaust að senda umsókn, nema við séum búnir að gera þetta dæmi upp við okkur sjálfa. Ég tel tíma til þess að taka ákvörðun um þetta nú illa valinn. Þjóðin hefur um þessar mundir um ærið annað að hugsa. Þjóðin stendur nú frammi fyrir hrikalegri vanda- málum í efnahagslífi og atvinnumálum en oftast áður. Það er um þau mál, sem þarf að hugsa. Það er við þau vandamál, sem Alþingi og ríkissjórnin þurfa og eiga að glíma. Þegar þannig er ástatt er ekki ástæða til þess að fara að fást við þetta svokallaða EFTA-mál“. Og í framhaldi af þessu sagði Ólafur: „Áður en umsókn, jafnvel þótt ekki sé skuldbind- andi, er send, þurfum við sjálfir að gera okkur rækilega grein fyrir málinu í heild, hvaða réttindi og hvaða kvað- ir fylgja aðild að EFTA. Eftir hverju ber að sækjast sérstaklega fyrir íslendinga, og hvaða undanþágur eru það, sem íslendingar þurfa sérstaklega að fá o.s.frv. Þess vegna verðum við fyrst og fremst að gera okkur grein fyrir því, hvaða markmið það sé, sem við ætlum að stefna að í samningum við EFTA. En um það ætla ég að flestir séu sammáia, að ísland þurfi þar á ýmsum sérákvæðum og undanþágum að halda. Mér sýnist mikið skorta á, að fullnægjandi athugun hafi farið fram í þess- um efnum“. Ólafur benti síðan á sem dæmi, hve nauðsynlegt væri að marka heildarstefnu í iðnaðarmálum, og á þessa nauðsyn væri hvað eftir annað bent í skýrslu EFTA- nefndarinnar. Þá þyrfti fjarlægð okkar frá markaðnum sérstakrar athugunar við. Líklegt væri nú að gera yrði einhverjar ráðstafanir í efnahagsmálum okkar, sem bein- línis færu í bága við aðild að EFTA. Þá væn hlálegt, að sömu daga og Bretar settu 10% toH á innfluttan fisk frá EFTA-löndum, værum við að setja fram umsókn um aðild, en ein meginröksemd fyrir nauðsyn á aðild hefði verið sú að losna við þennan toll í Bretlandi, sem við verðum nú að greiða. Allt þetta ætti að athuga áður en umsókn væri sfend og ákveða einnig markmið í samn- ingum en barnaskapur væri að halda, að svör við þessum spurningum kæmu af sjálfu sér, ef við aðeins sæktum um aðild. r..... — DAN MORGAN: Framvindan er afar hliðholl grísku herforingjastjórninni GUðlRNIR virðast enn brosa við einræði hershöfð- ingjanna, hálfu öðru ári eftir að hernaðarklíka sölsaði und- ir sig völdin í Grikklandi, enda þótt að það sýnist nálega eng- ir aðrir gera. Samleikur afneitunar heims- ins pg fremur andsnúins af- skiptaleysis meginþorra ibú- anna, sýnist mundi valda rík- isstjórninni verulegum erfið- leikum, ef ofurlítið örðuvísi stæði á. En Sovétrikin auka verulega þrýsting sinn á Balk- anskaga, í Mið-EvTÓpu og á Miðjarðarhafi og af þeim sök- um kemst hernaðarstjórnin í þá aðstöðu, að vestrænum imönnum, sem um öryggið hugsa, sýnist ekki unnt að losna við hana að svo stöddu. Um daginn gat ríkisstjórn hershöfðingjanna baðað sig í skini tveggja ánægjulegra á- róðurstilefna, þar sem var dvöl Jackie Kennedy um hveiti- brauðsdagana á grískri eyju. og tilkynningin um, að Banda- ríkin ætluðu að hefja að nýju óskertar vopnasendingar til landsins, en þær voru stöðvað- ar eftir að byltingin var gerð árið 1967. Síðara tilefnið var vitaskuld miklu mikilvægara en hitt- Ákvörðunin kostaði forráða- menn Bandaríkjanna mikii heilabrot og var hvergi nærri sársaukalaus. Grikkir líta svo á, að hún sé mjög svo tákn- ræn, bæði að því er varðar framtíð herforingjastjórnar- innar í Grikklandi og eins þró- un bandarískrar stefnu and- spænis ógnun Sovétríkjanna TILKYNNINGIN hefir vald- ið mikilli öldu bitrar andúð- ar meðal hófsamra og vinstri sinnaðra íandstæðinga ríkis- stjórnarinnar. Innan Atlants- hafsbandalagsins standa málin þannig, að Danir, Hollendingar og Norðmenn virðast taka á- kvæði Atlantshafssáttmálans um eflingu lýðræðis með nokk urri varúð, hafa hvorir í sínu lagi lýst eindreginni andúð á endurupptöku vopnasending- anna og verið getur, að þeir greiði því innan tíðar atkvæði að víkja Grikkjum úr Evrópu- ráðinu. Þegar Philip Talbot ambassa dor tilkynnti grísku ríkisstjórn inni ákvörðun Bandaríkja- manna um vopnasendingarnar, lagði hann mikla áherzlu á, að bandaríska ríkisstjórnin vænti þess enn eindregið, að farið verði að nálgast stjórn sam- kvæmt stjórnarskrá í Grikk- landi. Andstæðingar ríkis- stjórnar Georges Papandopou- los forsætisráðherra halda þó fram. að Bandaríkjamenn hafi með ákvörðuninni játað, að þeir geti ekki aaft áhrif á rík isstjórnina Þegar ákvörðunin er birt, stendur svo á, að ekki hefir orðið vart neinnar við- leitni til að endurreisa stjórn málaflokkana, hefja þinglega meðferð mála eða ráða bót á umkvörtunarefnum vinstri- manna. Einn h inna hvassyrtari vinstrimanna líkti viðurkenn- ingu Bandaríkjastjórnar á her- <IIUJÍIIIWHWlV HWBHMi foringjastjórninni við stuðn- ing hennar við hina óvinsælu ríkisstjórn Diems í Suður- Vietnam. Góðgjarnari menn jafna þessu við þá ákvörðun Bandaríkjamanna að endur- vopna Vestur-Þýzkaland árið 1955, sem þá var svar við svip- uðum ógnunum af hálfu Sovét ríkjanna. Endurvopnun Þýzka lands vakti, eins og endurupp taka vopnasendinga til Grikk- lands, ákafa andstöðu vinstri- manna í landinu og raunar hjá meginþorra alls almennings í Evrópu. En ríkisstjórn Banda- ríkjanna taldi sig þá eins og nú, til þess knúna vegna stefnu Sovétríkjanna, að láta öryggisráðstafanir sitja í fyr- irrúmi fyrir siðferðilegum og hugsjónalegum efasemdum. ÞRJÚ atriði að minnsta kosti hafa komið í veg fyrir, að Bandaríkin hættu á óskemmti- leg átök við herforingjaklík- una, til allrar hamingju fyrir grísku ríkisstjórnina. Mikilvæg ast þessara atriða er innrás- in í Tékkóslóvakíu og sú ó- vissa, sem af henni leiðir um fyrirætlanir Sovétmanna í Evr ópu og á Balkanskaga. Samkvæmt orðrómi, sem er á kreiki meðal hinna áreiðan- legri manna í Aþenu, á Nic- holas Katzenback, aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkj- anna, sem kom til Júgóslavíu um daginn, að hafa hvatt Tito forseta mjög eindresið til að endurvekja Balkansáttmálann, sem hefir legið í dvala síðan 1953. eða einhverja breytta út- gáfu hans, sem skjóta mætti fyrir sig sem skildi gegn út- þenslu Sovétríkjanna. Sam- kvæmt þessarri sömu óstað- festu frétt, á Tito að hafa geng ið inn á nánari samvinnu við suðræna aðila að Atlantshafs- bandalaginu, ef vopnasending- ar til Aþenu væru teknar upp að nýju og ríkistjórn Banda ríkjanna gengist inn á að beita sér eindregið fyrir endurupp- töku lýðræðis í einhverri mynd í Grikklandi, sem væntanlega leiddi til þess, að aftur heyrð- ist í grískum kommúnistum og öðrum breytingasinnum, sem skyldari væru ríkisstjórn kommúnista í Belgrad að skoð unum. Floti Sovétríkjanna hefir lát ið æ meira\að sér kveða á Miðjarðarhafi og eru þar nú yfir 40 skip. Þetta hefir ýtt mjög undir Bandaríkjamenn að treysta samband sitt við grísku ríkisstjórnina. Sama er að segja um þau átök, sem orðið hafa að undanförnu • Austurlöndum nær, og benda eindregið til mikilvægis Grikk lands sem viðkomustaðar oe vogarstangar milli ríkiasam taka kommúnista í Austur- Evrópu og Arabalandanna. EITT af þvi sem hvað mest hefir komið á óvart i sambandj við ástandið i Grikklandi. er sú tiltölulega hófsama afstaða. sem Sovérmenn hafa tekið gagnvart ríkisstiórn landsins. Sumir Grikkir áiít.a að ástæð- an geti verið sú, að ríkis- stjórn herforingjanna falli Moskvumönnum í geð í svip- inn fyrir þær sakir, að hún valdi Bandaríkjamönnum veru legum áhyggjum og erfiðleik- um. Sovétmenn kunna einnig að líta svo á, að helzti árang- ur byltingarinnar hafi komið fram í veikingu gríska hers- ins vegna brottvikningar óá- reiðanlegra foringja, sem margir hverjir höfðu notið þjálfunar Bandaríkjamanna. Frjálslyndir andstæðingar rík- isstjórnarinnar halda jafnvel fram, að herforingjarnir þyrðu ekki að kveðja allt varalið til vopna vegna óvissu um holl- ustu þess, þegar til kastanna kæmi. Sagt er, að Moskvumenn hafi tilkynnt leiðtogum grískra kommúnista, að þeir þurfi ekki að reikna með veru legum stuðningi frá Kreml eins og sakir standi. Fróðir menn telja eigi að síður, að Rússar styddu alvarlega and- spyrnuhreyfingu þegar fram liðu stundir, og kunni þegar að vera farnir að hefja við- leitni í þá átt í gegn um búl- garska kommúnistaflokkinn. Vinstrimenn halda fram, að Bandaríkjamenn bjóði heim hættunni á borgarastyrjöld með stuðningi sínum við vald hafana í Grikklandi, enda þótt að enn hafi ekki bó'lað á neinni neðanjarðarhreyf- ingu. Áætlað er, að nú sitji tvö til þrjú þúsund kommú- nistar í fangabúðum í Grikk landi, en mörgum hefur tekizt að komast undan eða aldrei komizt upp um bá. BÆÐI af þeim ástæðum, sem raktar eru hér á undan og öðrum. dettur engum Grikkja í hug, hvorki til hægri né vinstri, að gera lítið úr þeim háska, sem öryggi Grikklands kunni að stafa af Sovétríkjun- um, en sögulegar rætur henn- ar eru það markmið Rússa að ná fótfestu á strönd Miðjarð- arhafsins. En menntamenn og fleiri bera fram þá spurningu, hvort b.ióð. -em orðið áefur fyrir siðferðilegri og stjórn- málalegri kúgun geti tii lengd ar orðið til verulesra nytja sem bandamaður i hernaðará- tökum. Síðan stjórnarbyltingin var gerð hefur blöðum í landinu fækkað úr 15 í 8 og strangt eftirlit er haft með því. hvað birt er í blöðunum. sem eftir lifa. Þetta hefur gengið svo langt. að ritstjórum blaðanna ^ hafa stundum borizt tilkynm ingar ríkisstjórnarinnar um komu ákveðinna ráðherra til tiltekinna borga og mikil fagn aðariæti almennings í því á- standi. iafnvel áður en ráð- herrarnir komu á ákvörðunar- stað í kvikmyndahúsunum situr fólkið kyrrlátt og þögult og horfir á hverja fréttamyndina af annarn sem sýna forsætis- ráðherrann og samstarfsmenn hans vmist koma. fara eða halda ræður. — en fátt annað er sýnt. EFNAHAGSLIFIÐ heldur áfram sinn gang og hefur jafn Framhald á 15. síðu. mw

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.