Tíminn - 10.11.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.11.1968, Blaðsíða 5
i 3UNNTJÐAGUR 10. nóvember 1968. TÍMINN Nú alveg á næstunni er vænt anleg plata me'ð okikar ágæta Hauk Morthens, hún hefur að geyma fjórtán lög þar af tíu íslenzk. Þetta er þriðja LP plata Hauks. Eins og oft áður brá hartn sér til Kaupmannahafn- ar, til að syngja lögin við full- komin skilyrði inn á segulband sem síðar er sent til Noregs þar sem platan er mótuð (pressuð). Plötuumslagið er aftur á móti unnið hér heima af Kassa gerð Reykjavikur. Hér er um að ræða stereo hijóðritun, sem einnig má spila í mónó. Það er orðið alllangt síðan að Haukur hefur látið til sín heyra á hljómplötumarkaðin- um, en hann á ávallt tryggan aðdáenda hóp, sem örugglega mun bíða spenntur eftir þess- ari nýju hljómplötu. Undirleik annast hljómsveit Hauks, með aðstoð frá dönsk- um trommara og bassaleikara, og ekki má gleyma stútkurödd unum þrem, sem láta til sín heyra þegar við á. Eyþór Þor- láksson útsetti öll lögin. Við skulum glugga lítillega á lagavalið Þar á meðal er danska lagið „Lille sommer fugl“, sem er búið að fara sig- urför um alla Skandinavíu. Hér heima er það sífellt að vinna á í vinsældum, sem ættu enn að aukast eftir að Haukur er búinn að syngja það inn á plötu, en nú heitir það „Eins og fuglinn frjáls“ Þá eru tvö lög eftir Jónas Jónasson, „Bátarnir á firðin- um“ og „Hitti ég vin minn“. Endurvakið er lag sem öll þjóðin þekkir, en sem er fyrir löngu ófáanlegt á hljómplötu, en það er hið fallega lag „Til eru fræ“ ljóðið er eftir Davíð Stefánsson. „Horfðu á mán- ann“ er ítalskt að uppruna, þá er einnig meðal þessara 14 laga eitt eftir Hauk sjálfan, sem nefnist „Með beztu kveðju" f vetur eru þeir kollegar Hauk ur Morthens og Ragnar Bjarna son báðir ráðnir á Hótel Sögu, Ragnar í Súlnasalnum og Hauk ur í Átthagasalnum. Fyrir skömmu kom á mark- aðinn hljómplata með Akur- eyrarhljómsveitinni Póló, sem hefur að geyma fjögur lög, sem öll eru innlend framleiðsla Þetta er þriðja plata hljóm- sveitarinnar. á þeirri fj'rstu söng ungur maður að nafni Bjarki Tryggvason, og hafði ég ýmislegt út á flutning hans að setja í gagnrýni minni um áð- urnefnda plötu. Bjarki sér einnig um söng- inn á þessari nýju Póló-plötu, en þegar hlýtt er á, kemur í Ijós, að pilturinn hefur heldur betur tekið sig á, hann hefur greinilega mun meira vald yf- ir röddinni, og skýrmæltari. Þar af leiðandi er textaframburð- urinn allur annar og betri. Það er auðheyrt, að Bjarki er í framför og vonandi lætur hann hér ekki staðar numið. Flutningur hans á þessum lög- um er yfirleitt prýðisgóður, en beztur er hann í laginu „Blá- ar bylgjur". Hlutur Birgis Marinóssonar í þessari plötu sem laga- og textahöfundar, er allmikill, en misjafnlega góður. „Á heim- leið“ er eftir hann og textinn einnig. En þar fór etti frá honum feitur biti. þetta er eitt af þessum sviplausu, ís- lenzku lögum, sem hverfa í fjöldann Ekki er reynt að betrum- bæta það með ferskri nútírna- útsetningu, þvert á móti er kappkostað að hafa hana sem einfaldasta. og má finna fjölda annarra í sama dúr frá árun- um, er Soffía Karls og Sigurð- ur Ólafsson voru upp á sitt bezta. En í dag eiga slíkar út- setningar engan veglnn rétt á sér á hljómplötu. Textinn er virkilega vel ort- ur, en þess er vandlega gætt, að hann sé nógu asskoti gamal- dags efnislega. .Hulduhamar- inn, hóllinn, tindurinn, lindin, lækurinn, litli kofinn minn“. „Sólnætur“ er skínandi skemmtilegt lag eftir Geir- mund Valtýsson, þetta er áber andi skársta útsetningin á plöt Væntanleg plata með Hauk Ný með Póló og Bjarka unni, nýtir saxafóninn smekk- lega. Textinn er eftir Kristján frá Djúpalæk, og er að venju vel ortur. „Sonur minn góði“ er fal- legt, lítið lag eftir Birgi Mar- inósson, en hann er einnig höf undur textans, sem er prýðis- góður, útsetningin er við sama gamla hdygarðshornið. „Bláar bylgjur“ er hratt og bráðfjörugt lag eftir Magnús Eiríksson. Útsendingin er á- kaflega einföld, en hún miðar að því að ná sem mestum hraða og þjónar fyllilega því hlutverki. Textinn er eftir Birgi, efnislega lítt- frumlegur, en^ að öðru leyti vel gerður. f heild er undirleikurinn nokkuð blæbrigðarfkur og vel unninn, en er skorinn þröngur stakkur. Platan er tekin upp hjá Ríkisútvarpinu, en hljóð- ritunina annaðist Pétur Stein- grímsson, og er virkilega vel unnin, þá má glöggt beyra, að pressunin hefur tekizt afar vel. Þegar öllu er á botninn hvolft, er það Bjarki Tryggvason, sem stendur með pálmann í hend- inni. Benedikt Viggósson. Raf gey m a þ j ón usta Rafgeymasala. Alhliða rafgeymaviðgerðir og hleðsla. Notum eingöngu og seljum kemisk hreinsað raf- geymavatn. — Næg bílastæði — Fljót og örugg þjónusta. Tækniver, afgreiðsla Dugguvogur 21 — sími 33 1 55 SANDVIK SNJÓNAGLAR Á hjólbörðum negldum með SANDVIK snjónöglum getið þér ekið með öryggi á hál- um vegum. SANDVIK pípusnjónaglar fyrir jeppa, vörubíla og lang- ferðabíla taka öðrum snjó- nöglum fram. Gúmmívlnnustofan h/f Skiphoiti 35 —■ Sími 31055 — Reykjavík. Heflugler hf. Hellu, Rangárvöilum. i Úrvals einangrunargler með stuttum fyrirvara. Framleiðsluábyrgð. Greiðsluskilmálar. Ennþá á hagstæðu verði. Leitið tilboða. Söluþjónusta Ægisgötu 7. Sími 21915 og 21195. Vegna yfirvofandi atvinnuleysis, vill stjórn Tré- smíðafélags Reykjavíkur minna atvinnurekendur á samningsbundna skyldu þeirra, um forgangs- rétt félagsmanna Trésmiðafélagsin^ til trésmíða- vinnu á þeirra vegum. Jafnframt eru utanfélagsmenn varaðir við, að leita atvinnu á félagssvæði Trésmiðafélagsins án samráðs við skrifstofu þess. Stjórn Trésmiðafélags Reykjavíkur Vörubílar - Þungavinnuvélar Höfum mikið úrval af vöru bílum og öðrum þunga- i vinnutækjum Látið okkur I sjá um söluna. I Bíla- og búvélasalan v/Miklatorg. Sími 23136. heima 24109 Modelskartgripur er gjöf sem ekki gleymist. — - SIGMAR OG PÁLMI - Hverfisgötu 16 a. Sími 21355 og Laugaveg 70. Sími 24910 I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.