Tíminn - 10.11.1968, Blaðsíða 8
r' H j • i' r i
i-' i' i' i' p)" f
t
8
TÍMINN
SUNNUDAGUR 10. nóvember 1968.
Éysteinh Jónsson:
0
Alþingi, stjórnmála-
flokkarnir og þjóðin
Alþingi hefur að mínum dómi
ofcki nógu sjálfstæða stöðu, eins
og fcomið er málum, gagnvart
framfcvæmdarvaldinu, og leiðir það
af lifcum, þegar þáð er athugað,
sem ég hefi upplýst. En ég tel,
að það mætti bæta úr í þessu
með þeim ráðum, sem ég hefi
bent á og einnig með því, að að-
alforsetar Alþingis væru ekki allir
fcosnir úr stjómarflokkunum, held
ur ættu allir þingflofckar ein-
hvern fulltrúa í forsetasæti- Það
fyrirkomulag varðandi þetta, sem
hér hefur verið haft á undanförn-
um áratugum er að mínu viti orð-
ið gamaldags og úrelt. Ástæðuna
til þess að stjórnarflokkar hafa
haldið dauðahaldi í að hafa for-
setana alla úr sínum hópi, tel ég
að verulegu leyti vera þau vinnu-
brögð, sem áður tíðkuðust á Al-
þingi. Þá reyndi stjórnarandstað-
an nálega allt, sem í hennar valdi
stóð til þess að tefja fyrir þeim
málum, sem hún var á móti. Það
voru þau vinnubrögð, sem tíðk-
Uðust hér á Alþingi þegar ég
kom hér fyrst. Þá skeði t.d. stund-
um að sæju stjórnarandstæðingar,
að of fáir menn úr stuðningsliði
stjórnarinnar voru staddir á þing
fundi, til þess að koma málum
áfram, þá gengu þeir út til þess
að gera fundinn ólögmætan.
Slíkt er með öllu óþekkt nú orð-
ið og langt síðan þetta tíðfcaðist.
Ennfremur reyndu menn þá með
málþófi að koma í veg fyrir fram-
gang mála, og gekk stundum út í
fáránlegustu öfgar Slíkt þekkist
ekki lengur, enda hafa verið sett
í þingsköpin fuUnægjandi ákvæði
til þess að koma í veg fyrir mál-
þóf.
Ég hygg, að nú séu komnar hér
á Alþingi það skynsamlegar starfs
venjur, að þessu leyti ,að það sé
engin ástæða til þess lengur fyrir
stjórnarflokka hverjir sem þeir
eru að vantreysta mönnum úr
stjórnarandstöðuflofckum, til þess
að fara með forsetavald til jafns
við þingmenn út stjórnarflokkun-
um. Ég beld, að það mundi auka
sjálfstæði Alþingis gagnvart fram-
kvæmdavaldinu að skipa forseta-
störfunum þannig, að aðalforset-
ar og varaforsetar væru úr öllum
flokkum. Á hinn bóginn vil ég
vara við því að reyna að auka
sjálfstæði Alþingis gagnvart fram-
kvæmdavaldinu með því að inn-
leiða hér þá reglu, að ráðh- eigi
ekki sæti á Alþingi. Ég mundi
telja hættulegt að fara út á þá
braut. Ég sé ekki betur en þannig
hafi þróazt í þeim löndum, þar
sem slíkur háttur hefur verið upp
tekinn, til þess að sfcilja betur á
milli framkvæmdavalds og löggjaf
arvalds, að í ráðherrastóiana
hafi þá í vaxandi mæli komið
menn úr embættis- og sérfræðinga
kerfinu. Fer þá þannig, að í sjálf-
um ráðherrastólunum úir og grú-
ir af mönnum, sem aldrei hafa
verið kosnir almennri kosningu til
eins eða neins. Það teldi ég stóf-
fcostlega afturför, ef sá háttur
yrði upp tekinn hér. Við ættum
að halda þingræðinu en reyna
með ýmsum ráðstöfunum að
styrkja Alþingi, og koma með því á
betra jafnvægi í þessu tilliti en
nú er orðið.
Þá álít ég, það mjög þýðingar-
mikið að koma á jafnvægi í póli-
tískum fréttaflutningi, og að það
snerti einnig mjög þann grund-
völl, sem liggur að starfi Alþingis,
en ég mun ekki fara langt út í
þá sálma nú, því að þáð hefur
nýlega verið ýtarlega rætt. Ég á-
lít, að til þess að svo megi verða,
þurfi að styrfcja þingflokkana með
þeim ráðstöfunum, sem ég hefi
stungið upp á hér að framan eða
einhverjum hliðstæðum. Menn
verða í þessu sambandi að at-
huga það varðandi stjórnarand-
stöðuflokkana, að ef vel væri,
þyrftu þeir að gefa út stöðugt
flóð af tilkynningum um afstöðu
sína í mörgum málum, einnig ut-
an þingtímans. Það er óhemju
vinna áð gefa út slíkar tilkynn-
ingar, og taka þannig látlaust af-
stöðu til þess, sem gerist og ætl-
unin er að gera og slíka vinnu
er tæpast hægt að ætlast til, að
stjórnarandstöðuflokkarnir geti
leyst af hendi svo fullængjandi
sé við þau skilyrði, sem þeir búa
nú við. Til þess þurfa þeir að fá
starfslið. Til þess þurfa leiðtogar
þessara flokka að fá betri aðstöðu
og geta helgað sig stjórnmálastarf
inu í ríkara mæli en hugsanlegt
er með núverandi fyrirkomulagi.
Þetta bindur því að mínu viti
nofckuð hvað annað, en allt, sem
gengur til endurbóta í þessu efni
mundi verða til þess að styrkja
Alþingi. Grundvöllurinn að starfi
Alþingis er mjög svo starfsemi
stjórnmálaflokkanna en hún
stendur of veikum fótum. Alþingi
þurfum við að efla og styrkja og
til þess verður að breyta mörgu
í starfsháttum þess í þá átt, sem
ég hefi bent, lengja þingtímann,
bæta kjör alþm. viðurkenna hlut
verk stjórnmálaleiðtoganna hvort
sem þeir eru ráðh. eða kosnir til
forystu í flokkum sínum og búa
stjórnmálaflokkunum sæmilega
starfsaðstöðu eins og öðrum nauð-
synlegum liðum í stjórnarkerfinu.
Sameiginleg sök
Nú vil ég tafca það alveg greini-
lega fram til þess að fyrirbyggja
hugsanlegan misskilning, að með
því, sem ég er að segja, er ég
ebki að deila á núv. ríkisstjórn
eða núv. þingmeirihluta -Ég set
mig í sama bát og ríkisstjórnina
í þessu efni, því að ég hefi löng-
um gegnt ráðherrastörfum af og
til og verið í meirihlutanum á
undanförnum áratugum. Ég get
því ekki dregið mig undan hiut-
deild í ábyrgð á þeim venjum eða
óvenjum, sem skapazt hafa varð-
andi meðferð framkvæmdavalds
og löggjafarvalds. Heldur ekki get
ég dregið mig undan samsekt í
því, hve Alþingi hefur verið veikt
með því að vanrækja að endur-
skoða og breyta starfsaðstöðu
þingflokkanna og breyta starfstil-
högun Alþingis. En auðvitað verð-
ur nauðsynlegum breytingum ekki
komið í framkvæmd nema ráð-
andi þingmeirihluti vilji á það fall-
ast, að gangast fyrir slíkum breyt-
ingum ásamt stjórnarandstöðunni.
Hér þurfa allir að takast í hendur.
Mér er ijóst að nú má með
fullum rétti spyrja: Hvers vegna
hefur þú þagað um þessi mál í
35 ár. Ég svara því til, að sum-
part hefur mér ekki orðið full-
komlega ljóst hvernig ástatt var
fyrr en ég fór að starfa að ráði
í stjórnarandstöðu, og ekki fyrr
en smátt og smátt með þeirri
reynslu, sem ég hefi fengið á Al-
þingi með þvi að vera ýmist í
meirihlutanum e'ða minnihlutan-
um. Þá viðurkenni ég það alveg,
að eftir að mér fór að verða það
fullkomlega ljóst í hvert óefni
stefndi, þá dró það úr mér að
taka þessi mál upp, að ég var for-
maður í stjórnarandstöðuflokfci og
það mátti líta svo á, að ég væri
með því að fara fram á eitthvað
fyrir mig. En nú er ég ekki for-
maður í stjórnarandstöðuflokki
lengur og mér finnst, að ég hafi
fengið betri aðstöðu til þess að
hreyfa þessum lífsnauðsynlegu
málum en ég hafði áður. Og mér
finnst ég hafi enga afsökun leng-
ur fyrir því að þegja um það,
sem mér sýnist brýn nauðsyn að
gera í þessu efni. Það getur eng-
inn vænt mig um það nú að ég
sé að sækjast eftir hlunnindum
fyrir mig í þessu sambandi
Alþingi og ríkisstjórnir
Ég geri ráð fyrir, að það sé fá-
um ljósara en mér, að rikisstjórn-
ir búa við ailmiklar freistingar í
sambúð sinni við Alþingi og rík-
isstjórnir ráða hér mestu um þing
haldið. Ríkisstjórnir ráða hér. hve
nær saman er kvatt Alþingi og
hvenær því er lokið. Ríkisstjórn-
um hættir til að finnast Alþingi
þreyta sig og nánast stundum
helzt vera þröskuldur, sem þær
þurfi að leggja mikið á sig til þess
að komast yfir með það, sem þær
telja sig þurfa að koma í lög.
Stundum var ég spurður, þegar ég
átti sæti í ríkisstjórn: Ertu ekki
feginn að vera laus við þingið?
Og sjálfsagt hef ég oft þreyttur
svarað þessari spurningu játandi
og svo munu margir ráðherrar
hafa gert fyrr og síðar og meint
það þegar orðin féllu. En þarna
er samt freistarinn á ferð og
þarna er veila í þingræðiskerf-
inu, sem getur reynzt örlagarík
2. hluti
ef menn hafa ekki opin
augu fyrir þessart hættu og van-
rækja að ræða þetta nógu hisp-
urslaust og hr^inskilnislega, hvort
sem menn eru í stjórnarandstöðu
eða stjórnaraðstöðu þá og þá.
Og mótvægi gegn þessum háska
að ráðherrar vilji yfirleitt af
mannlegum ástæðum vera lausir
við þingið er harla léttvægt því
að gagnrým stjórnarandstæðinga
um þetta hafa ráðherrar æði
mikla tilhneigingu til að láta sem
vind um eyru þjóta, og sannast
sagna er bað oft fremur stjórnar-
andstaðan, sem ráðherrarnir eru
fegnir að vera lausir við en Al-
þingi að öðru leytj.
EYSTEINN JÓNSSON
Forsetar Alþingis veita hér efcki
nægilegt mótvægi hversu vel sem
þeir vilja. Þeir eru eingöngu úr
stjórnarfiokkunum og þykir, eins
og eðlilegt er, vænt um stjórnina
sína, og hafa mjög óhæga aðstöðu
til þess að halda fram hlut þings-
ins, því að annars vegar eru oftast
flokksleiðtogai' úr þeirra eigin
flokkum í ráðherrastólunum.
Þá hefur það veikt Alþingi hve
þjóðinni þótti og þykir vænt um
stutt þinghald, og við höfum iðu-
lega sumir stært okkur af stuttu
þinghaldi. Það hefur verið talið
til afreka með þjóðinni, að þing-
haldið væri stutt. En hafa menn
gert sér fulla grein fyrir því, hvað
verið er að gera með stuttu þing-
haldi. Höfum við gert okkur grein
fyrir því, hvað við erum að gera
með því að telja það íþrótt að
hafa stutt þinghald? Ég hygg, að í
því máli séu allalvarlegir þættir,
sem ég tel mig hafa bent á í
því, sem ég hef þegar sagt, því
að ein tillaga mín er einmitt sú
að lengja talsvert þinghaldið og
hafa það tvískipt og með engu
öðru móti tel ég, að Alþingi haldi
sínum hlut. Eða fcemur til mála
að stofnun, sem dregur sig í hlé
hálft árið í einni lotu geti verið
æðsta stofnun þjóðarinnar eins og
nú er komið þjóðlífinu? Það tel
ég óhugsandi. Starfshættir Alþing-
is eru að mínum dómi að veru-
legu leyti eins konar leifar frá
hestaöldinni, þegar það mátti kall
ast afrek að ferðast til þings og
heim aftur og menn þurftu að
gera að þessu eina ferð.
Ég hefi nú talað aftur og aft-
ur um embættis og sérfræðinga-
vald, en mér er mikið áhugamál,
að enginn misskilji mi|> í því sam
bandi. Leiðin er ekki sú að forð-
ast sérfræðinga eða minnka
þeirra þjónustu. Við höfum ekki
ráð á því né hinu, að bæla em-
bættismennina niður Leiðin er
sú að styrkja Alþingi. Bæta starfs-
skilyrði Alþingis og alþingis-
manna þannig, að Alþingi geti
skipað þann sess í þjóðlífinu, sem
því ber. Haldið sínu svo að jafn-
vægi ekki raskist. og hægt sé að
notfæra sér á farsælan hátt vinnu
þýðingarmikilla sérfræðinga sem
ómissandi eru hverju menmngar-
ríki. Það er hlutur Alþingis sem
við þurfum að stækka, til þéss að
jafnvægi náist.
Stjórnmálaflokkarnir
og þjóðin
Ég get ekki stillt mig um að
taka inn í þetta að lokum fcafla
um stjórnmiálaflokkana, vegna
þess, hve þeir eru tengdir Alþingi.
Ég hef rætt nokkuð um þingflokk-
ana og vinnuaðstöðu þeirra sem er
fyrir neðan allar hellur og verð-
ur að batna og er þá komið áð
annarri starfsemi stjórnmálaflokk-
anna.
Að ýmsu leyti hafa farið fram
að undanförnu athyglisverðar um-
ræður um stjórnmálaflokka og
stjórnmálamenn. En að sumu leyti
eru þessar umræður og skýringar
á því, að ekfci gengur allt sem
bezt, ekki fullnægjandi að mínu
viti og ekki alveg hreinskilnis-
legar. Það er t.d. ekki hægt að af-
greiða þessi mál með því einu,
svo að segja, að stjórnmálaleiðtog
ar séu leiðinlegir, dáðlausir og
valdasjúkir. f gamni sagt mætK
kannski koma mér til að trúa
þessu um andstæðingana, en
lengra ekki! Og þá fer ég að halda,
að málið sé ekfci svona einfalt-
En þó að þetta sé tekið til greina,
er síður en svo ástæða til þess
að skelia skollaeyrunum við þeirri
gagnrýni sem fram hefur komið.
En áður en ég kem að einstök-
um atriðum í þessu vil ég minna
á, að það er ekki hægt að fram-
kvæma lýðræðið öðruvísi en að
hafa stjórnmálaflokfca og ef
stjórnmálaflokkamir eru tættir í
sundur, þá er skammt að enda-
lofcum lýðræðisins.
Enginn vafi leikur á, að stjórn-
málaflokfcar hjá okkur eru yfir-
leitt gallaðir, ekki síður en önn-
ur mannanna verk. Sumir segja
að stjórnmálaflokkamir séu
mfeingallaðir og þannig upp
byggðir, að vaidið safnist í hendur
leiðtogunum með öllum þeim göll-
um, sem einræði eins eða fárra
manna völdum fylgja, enda söisi
leiðtogarnir valdið undir sig. Sum
ir segja, að flokkarnir séu of lok-
aðir og þátttafca í þeim ekki nógu
almenn. Sagt er að breytingar í
trúnaðarstöðum, svo sem í fram-
boðum og þar af leiðandi í þing-
liði flokkanna t.d. séu allt of litl-
ar og minni en áður var.
Sumir telja, að ástandið í þessu
tilliti hafi stórversnað frá því,
sem áður var. Mig skortir kunnug
leika til þess að dæma um þetta
til fulls, hvernig þetta var áður
og kannski get ég heldur ekki
dæmt um þetta, vegna þess að mér
sé málið of skylt, en það gerir
ekkert til, þó að ég ræði þetta
ofurlítið samt.
Hverjir ráða?
Ég álít, að vald stjórnmálaleið-
toga sé sízt meira en áður var,
eftir því sem ég bezt þekkti til.
Það má vel vera, að sumum finn-
ist það samt of mikið. Sannast
að segja er áfcaflega erfitt að gera
sér grein fyrir því í hópum og
flokkum, hvernig ákvarðanir
verða til og hvar valdið liggur-
Það er mjög flókið mál að gera
sér grein fyrir því, en ég skal
ekki fara út í vangaveltur í því
efni, en ég held, að vald leið-
Framhald á bls. 14
LOÐRÉTTING
Meinleg villa varð í fyrri hluta
greinar Eysteins Jónssonar í blað
inu í gær Var það í niðurlagi
greinarinnar. Rétt er setningin
svona:
„Ég álít, að það hefði átt að
vera búið fyrir Iöngu að taka upp
þann hátt. að ætla formönnum
stjórnmálaflokka (ekki bæta þing
mönnum), sem ekki eiga ráð-
herra ; ríkisstjóm sömu kjör bg ráð
herrum, enda veit ég ekki betur
en sá háttur sé hafður á annars
staðar, j»ar sem þingræði er í
heiðri haft“.