Tíminn - 20.11.1968, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 20. nóvember 1968.
9
Útgefancfi: FRAMSOKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs-
ingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu.
húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7 Af-
greióslusími: 12323 Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur,
simi 18300. Áskriftargjald kr 130,00 á mán innanlands. —
í lausasölu kr. 8.00 eint. Prentsmiðjan Edda h. f.
Atvinnutækin af stað
lííns og kunnugt er hafa ýmis mikilvægustu atvinnu-
tæki þjóðarinnar raunverulega stöðvazt að nokkru eða
öllu leyti vegna skorts á rekstrarfé og óviðunandi rekstr
argrundvallar. Á þetta fyrst og fremst við um frystihús
víðs vegar um land, en þau eru á mörgum stöðum helzti
atvinnugjafi. Víða hafa frystihús alveg stöðvazt, og
sýnir það glöggt myndina, að frystihús í mikilvægri en
fámennri verstöð hóf starf aftur með því skilyrði, að
þ^ð þyrfti ekki að greiða út nema helming launa að
sinni. í annarri og stærri verstöð hafa sjómenn og út-
gerðarmenn hætt róðrum vegna þess að frystihúsið
skuldar þeim milljónir. Sviþaða sögu er víða að segja.
Fjöldamörg iðnaðarfyrirtæki eru stöðvuð, og bændur
hafa safnað stórskuldum á s.l. ári. Sölutregða og verð-
lækkun á erlendum markaði á nokkurn þátt í þessu, en
stefna hrunstjórnarinnar þó miklu meiri, eins og glöggt
sést á því, að sjávarútvegurinn var raunverulega kominn
á ríkisstyrk áður en söluerfiðleika og minni afla fór að
gæta. Eftir metaflaárið og hávirðisárið 1966 var hann
þannig leikinn að hann þurfti aðstoð á næsta missiri.
Ríkisstjórnin heldur þeirri falskenningu að fólki, að
gengisfelíingin muni duga til þess að. tryggja rekstur
atvinnuveganna, en það er hættulegur misskilningur.
Atvinnufyrirtækin eru mörg hver svo illa leikin og
vafin lausaskuldum, að þau geta alls ekki farið af stað
vegna rekstrarfjárskorts, eins og dæmið um hálfu verka-
launin sýnir. En nú liggur lífið við að koma atvinnufyrir-
tækjunum af stað og neyta til þess allra ráða. Það er
bæði nauðsynlegt vegna gjaldeyrisöflunar og þjóðar-
búskapar og ekki síður til þess að hamla gegn því hrotta
lega atvinnuleysi, sem þegar blasir við.
Ástand skuldamála atvinnuveganna er nú með þeim
hætti, að ekki verður komizt hjá sérstökum ráðstöfun-
um af opinberri hálfu til þess að breyta lausaskuldum
í föst lán til lengri tíma, og í sumum tilfellum að láta
fara fram skuldaskil. En slíkar aðgerðir taka nokkurn
tíma og þurfa undirbúning, en þá bið þolir atvinnulífið
alls ekki, og þjóðin þolir ekki stöðvunina lengur.
Þess vegna hafa Framsóknarmenn lagt fram á A’lþingi,
sem fyrsta spor 1 þessum málum, frumvarp um tíma-
bundinn greiðslufrest á skuldum útgerðarmanna, út-
gerðarfyrirtækja og vinnslustöðva sjávarafla til undir-
búnings breytingum í föst lán og skuldaskilum, og
einnig þingsályktunartillögu um aðgerðir vegna lausa-
skulda útgerðar og vinnslustöðva. Einnig hafa Fram-
sóknarmenn lagt fram frumvarp um breytingu á lausa-
skuldum bænda í föst lán. Athugun hefur leitt í ljós,
að um 60% af öllum skyuldum bænda eru nú lausa-
skuldir í verzlunum, bönkum og við einstaklinga, en
1962 voru aðeins 31% af skuldum bænda lausaskuldir.
Frumvarpið um greiðslufrest sjávarútvegsins gerir
ráð fyrir að útgerðarfyrirtæki og vinnslustöðvar fái
greiðslufrest á afborgunum og vöxtum til 1. maí 1969,
en þó nær greiðslufresturinn ekki til skuldakrafna, sem
tryggðar eru með lögveði eða sjóveði og ekki krafna
vegna hráefniskaupa vinnslustöðva né lána sem tryggð
eru með ávísun i á aflaverðmæti eða afurðir.
Að sjálfsögðu þarf vafalaust að gera meiri ráðstafanir
til þess að tryggja atvinnuvegunum reksirarfé, og vextir
af þvi þurftu nauðsynlega að lækka. en á slíkt hefur
ekki mátt minnast víð ríkisstjórnina. En með þessum
frumvörpum Framsóknarmanna eru stigin fyrstu
raunhæf skref til þess að losa atvinnuvegina úr „við-
reisnar“-hafti hrunstjórnarinnar. Greiðslufreststímann
ætti síðan að nota til undirbúnings varanlegri aðgei'ðum
TIMINN
ERLENT YFIRLIT
Fréttabréf frá New York:
Nixon mun stefna að samvinnu
við demókrata um utanríkismál
Framtíð hans veltur á lausn Vietnamdeilunnar.
New York, 11. nóv.
I AMERISKUM blöSiura er
nú um fátt rætt meira en það,
hvernig Nixon muni reynast
sem forseti. Flestum kemuy þó
saman um, að endanlega verði
erfitt að spá um það fyrr en
eftir 5. desember, þegar kunn-
ugt verður um, hverjir helztu
ráðherrar og ráðgjafar hans
verða. Af vali þeirra má nokk-
uð ráða, hvert Nixon hyggst
að stefna.
Það kemur glöggt í Ijós í
þessurn umræðum, að þótt
Nixon sé búinn að vera Lsviðs
ljósinu í meira en tvo áratugi,
er þeim, sem mest vita um
stjórnmál, furðulega lítið kunn
ugt um skapgerð hans. Því
veldur m.a., að hann er hlé-
drægur að eðlisfari og á fáa
nána persónulega vini. í hug-
um margra hefur skapazt sú
mynd af Nixon, að hann sé
greindur maður, en beggja
blands. 'Hann hefur því jafnan
verið grunaður um græsku,
þótt menn viðurkenndu gáfur
hans. Nú tala hinsvegar margir
um hann sem sérstaklega gæt-
inn og varkáran mann, sem
hugsi vel sitt ráð og vilji ekki
rasa um ráð fram. Hann hefur
ein'kum þótt sýna þetta í nýlok-
inni kosningarbaráttu. Sumir
teija honum það til foráttu, að
hann rnuui af þessum ástæðum
draga ákvarðanir á langinn og
því ekki reynast nógu atkvæða-
mikill forseti. Aðrir telja, að
þessi varfærni muni henta hon
um vel, þar sem hann verði að
hafa nána samvinnu við and-
stæðinga sína í þinginu, ef
stjórn hans eigi að heppnast.
Sjólfur lýsti Nixon því
yfir fyrir kosningar, að hann
væri meðmæltur svokallaðri op
inni stjórn, þ.e. að láta mismun-
andi sjónarmið geta notið sín
innan stj. og fá álit og skoðan-
ir úr sem fiestum áttum, svó
að forsetinn gæti haft sem
bezta yfirsýn áður en hann tæki
ákvarðanir sínar. í samræmi
við þetta myndi hann reyna að
mynda stjórn á breiðum grund
velli!
YFIRLEITT er talið, að
Nixon muni leggja áherzilu á
að reyna að leysa Vietnammál-
ið sem fyrst. Hann muni því
áreiðanlega ek'ki ganga
skemmra til samkomulags en
stjórn demokrata hefði gert.
Öll helztu kosningaioforð hans
standa eða falla með því, að
hann geti dregið úr kostnaði
við Vietnamstyrjöldina. Full-
víst þykir, að hann muni leggja
áherzlu á, að hafa sem nánasta
samvinnu við þingflokk demo-
krata um Vietnammálið og um
utanríkispólitíkiina yfirleitt.
Þar þarf hann einkum að semja
við Fulbright, sem verður á-
fram formaður utanríkismála-
nefndarinnar. Margir blaða
menn telja, að Nixon muni
ganga betur að semja við Ful-
bright en Johnson, en milli
Johnsons og Rusks annarsveg-
ar og Fulbrights hinsvegar hef
RICHARD NIXON
ur verið fullur persónulegur
fjiandskapur seinustu árin. Það
þykir ekki ólíklegt, að Nixon
velji utanrikisráðherra sinn úr
frjálslyndari armi republikana
til þess að tryggja betur en ella
samstarfið við Fulbright. Sama
mun gilda um varnarmálaráð-
henrann. Nixon lofaði í kosn-
ingabaráttunni að vinna að yf-
irburðum Bandaríkjanna í nýj-
um vopnabúnaði og að vinna að
afnámi herskyldunnar, þ.e. að
bandaríski herinn byggðist á
atvinnuhermönnum 1 framtíð-
inni líkt og brezki herinn. Til
að vega á móti auknum kostn-
aði af þessum breytingum, þykir
líklegt, að Nixon muni fækka
henstöðvum erlendis, og t.d.
ekki vilja hafa her i Evrópu,
nema Evrópumenn borgi sjálf-
ir dvalarkostnaðinn. Þetta mun
m.a. hafa valdið ugg í Bonn.
Sumir blaðamenin telja, að
Nixon hafi ekki meint umimæli
sín um aukinn nýjan vopna-
búnað fullkomlega alvarlega,
heldur sem aðvörun til komm-
únistaríkjanna. Hann gætti a.
m.k. jafnan að hafa þann var-
nagla, að hann vildi halda opn
um öllum dyrum til samninga
um vígbúnaðarmálin.
Nixon er sagður telja það
mikilvægt í sambandi við mál-
efni Vestur-Evrópu, að sambúð
Bandaríkjanna og Frakklands
batni. Sá erlendur þjóðhöfðingi
sem hann mun hafa mestan hug
á að ræða við, er de Gaulle.
í stuttu máli má segja, að
þvi sé álmennt spáð, að engar
meginbreytingar verði á utan-
ríkisstefnu Bandaríkjanna við
valdatöku Nixons. Þær breyt-
ingar, sem kunna að verða,
hefðu orðið alveg eins, þótt
Humphrey hefði orðið forseti.
Vegna þess, að republikanar
eru í minnihluta i þinginu,
mun Nixon þó seninilega leggja
enn meiri áherzlu á að tryggja
samstarf beggja flokkanna um
utanrikismiálin.
í INNANRÍKISMÁLUM verð
ur Nixon einnig háður sam-
starfi við demokrata sökum
meirihluta þeirra í þinginu.
Það er hinsvegar líklegra. að
hann leiti þar samstarfs við
hina (haldssamari demokrata.
því, að þeir ráða meiru í
þeim nefndum, er fjalla um
innanlandsmálin. Nixon mun
t.d. hafa hug á að standa við
það loforð sitt, að fella niður
aukatekjuskattinn, sem var lög
tekinn í fyrra. Hann fellur úr
gildi á miðju næsta ári, ef lög
in um hann verða ekki endur-
nýjuð. Tekjurnar af honum eru
um 10 milljónir dollara á ári,
og þær getur ríkið iila misst,
nema útgjöldin vegna Vietnam-
striðsins lækki, en þau eru á-
ætluð nú um 25 milljónir doll
ara á ári. Þetta sýnir
ásamt mörgu öðru, að Nixon
getur illa staðið við loforð sín,
ef Vietnamstyrjöldin heldur
áfram.
Vegna fyrirheita sinna um
eflda löggæzlu, getur Nixon
ekki verið þekktur fyrir annað
en að fara fram á auknar fjár-
veitingar til hennar. Þá lofaði
hann einnig að beita sér fyrir
því að verðlagsuppbót yrði
greidd á ellilaun. Loks lofaði
hann þvi, að efla fjárróð og
stjórn hinna einstöku ríkja og
draga þannig úr yfirdrottnun
sambandsstjórnarinnar í Was-
hington. Allar velta þessar ráða
gerðir meira og minna á þvi,
að útgjöldin vegna Vietnam-'
stríðsins geti minnkað.
NIXON hefur sagt eftir
kosningar að fyrsta og helzta
verkefni hans sem nýkjörins
forseta sé að reyna að sameina
þjóðina. Foringjar demokrata
hafa tekið undir þetta. Margir
blaðamenn gera sér vonir ^um,
að þessi einingarvilji kunrn að
S' ja svip sinn á störf næsta
gs, sem kemur saman eftir
áramótin. En innan tveggja ára
verða aftur kosningar. Haustið
1970 verður fcosið til allrar fuil
trúadeildarinnar og þriðjungs
öldungadeildarinnar. Samkv
venju má búast við því, að
þingið 1970 mótist mjög af því,
að kosningar eru í nánd. Það
skiptir miklu fyrir Nixon, að
republikanar vinni þá á, og
ekki síður fyrir demokrata, að
þeir haldi velli. Því er ekki
ólíklegt, að þá rofni friðurinn
milli Nixons og þingsins, a.
m.k. hvað snertir innanlands-
málin. Þ. Þ.
J