Tíminn - 20.11.1968, Síða 13
MIÐVTKUDAGUR 20. nóvember 1968.
ÍÞRÓTTIR
TIMINN
13
30. íslandsmótið í handknattleik hefst í kvöld:
Stóraukin þátt-
taka af Norðurlandi
ÍR - Valur og Fram - FH í Laugardalshöllinni í kvöld.
Alf—Reykjavík. — Islandsmeistara
mótið í handknattleik, hið 30. í
röðinni, hefst í Laugardalshöllinni
í kvöld með tveimur leikjum í
1. deild. I fyrri leiknum mætast
Valur og nýliðar ÍR, en í síðari
leiknum mætast FH og fslands-
meistarar Fram. Hefst fyrri leik
urinn klukkan 20.15.
Þátttaka í íslandsméti í hand
knattleik hefur aldrei verið eins
mikil og nú, en alls tilkynntu 19
félög og sambönd þáttöku og senda
samtals 72 lið til keppni.
Það, sem vefcur sérstaka athygli
við þetta íslandsmót, er mikil þátt
taka liða frá Norðurlandi. Taka
lið frá Akureyri, Húsavík, Ólafs
firði og Dalvík þátt í mótinu og
senda lið til keppni í flestum flokk
um. Verður sá háttur hafður á,
a.m.k. um yngri aldursflokkana, að
flokkarnir að norðan keppa inn-
byrðis og leika síðan til úrslita við
lið að sunnan. Er jafnvel búizt við
enn meiri þátttöku norðanliða, því
að til tals hefur komið. að Sauð
árkrókur og Siglufjörður taki þátt
í mótinu.
Eins og fyrr segir, hefst keppn
in í kvöld með tveimur leikjum
í 1. deild, en aðeins verður keppt
í 1. og 2. deild fyrir áramót.
Keppni yngri flokkanna hefst svo
fljótlega eftir áramót og fer keppn
LÆKNISAÐSTOÐ I
LAUGARDALSHÖLL
Alf-Rieykjiaivík. — Læknir
verður til tia'ks í Laugardals-
hölliimi í vetur, ef slys ber að
höndum í handknattleikskeppni
Meiðisli í handknattleik eru orð
in svo tíð, að það er beinlínis
bnáðnaU'ðisynlegt að hafa lækni
til tate. Til marks um það má
geta þess, að þe-gar liandsleikirn
ir v við Vestur-Þjóðverj'a fóru
fram, hafði HSÍ útvegað læk^ii,
og kom það sér vel, þegar Ing-
ólfur Óskarss-on slasaðist á
hendi. Blæddi inn á lið á
fingri, en . vegna . ákjótrar
læknishj'álpar tókst að hindra
frekari blæðingu í tíma.
St. Mirren heldur sig
urgöngu sinni áfram
— sigraði Rangers á laugardaginn 1 : 0.
St. Mirren sýndi það og sannaði
á laugardaginn, að sigurganga fél-
agsins í 1. deildinni á Skotlandi er
engin tilviljun, því að á laugar-
daginn sigraði St. Mirren Glasgow
Rangers með 1:0. Enn er því St.
Mirren eina félagið á Bretlands-
»vjum, sem er ósigrað á þessu
keppnistímabili. Celtic, sem hefur
forystu í 1. deildinni á Skotlandi,
sigraði á laugardaginn Raith Rov-
vers með 2:0.
Á sáðunni í gær -birtum við úr-
sliltin í 1. deild á \Englandi s.L
Iaugardag, en hér kioma úrslitin í
2. dieild:
Birmángham — Blaekpool 1:0
Bury — Sheff. Utd. 0:2
Cardiff — Derby 1:1
Carlisle — Fulham 2:0
Charlton — Hull 1:1
C. Palace — Blaekburn 1:0
Huddersf. — Millwall 0:2
Middlesbro — Bolton 0:0
Norwieh — Oxifiord 1:1
Fortsmioutlh — A. ViMa 2:0
Preiston — Bristol C. 1:2
í 2. dieild hefur Millwall nú for-
ystu, befur hlotið 26 stig.
in hér sunnanlands að mestu fram
í Laugardalshöllinni að öllum lík
indum. Fyrstu leikirnir í 2. deild
fara fram n. k. sunnudag í Laugar
dalshö'llinni. Þá mætast Keflavík
og Þróttur og síðan Víkimgur og
Ármann. StraX/ á eftir leika^ í 1.
deild Haukar og KR og loks ÍR og
Fram. Fyrst um sinn fara allir
leikir fram á sunnudögum og
miðvikudögum.
Segja má, að mótið hefjist strax
með spennandj leikjum. ÍR, nýlið
arnir og Valur, Reykjavíkurmeistar
arnir, mætast í fyrsta leik, en
strax á eftir mætast Fram og FH,
sem löngum hafa eldað grátt silf
ur. Litlar líkur eru á því. að Ing
ólfur Óskarsson, fyrirliði Fram
geti leikið með liði sínu í kvöld
og ætti það að auka sigurmögu
leika Hafnfirðinga. Annars má
minna á það, að FH gekk ekki of
vel með Fram nýlega, þegar hvorki
Ingólfur né Gunnlaugur Hjálmars-
son gátu leikið með. FH hefur einn
ig átt við meiðsli að stríða. Jón
Gestur Viggósson og Örn Hallsteins
son hafa verið^á sjúkralista. Jón
leikur ekki með í kvöld, en hins
vegar er afráðið, að Örn leiki mefl
og verður það mikill styrkur fyr
ir FH. \
Eins og fyrr segir, hefst fyrri
leikurinn í kvöld kl. 20.15, en síð
ari leikurinn strax á eftir. Dómar
ar í fyrri leiknum verða þeir Óli
P. Ólsen og Magnús V. Pétursson,
en síðari leikinn dæma Björn
Kristjánsson og Karl Jóhannsson.
ÖRN HALLSTEINSSON
- leikur með FH í kvöld.
MIKIL OVISSfl RIKJANDIUM
FORMANNS „KANDiDATA”
Mikil óvissa er nú ríkjandi
um þag, hver verði næsti for
maður Knattspyrnusambands ís
lands, en nýr formaður verður
kjörinn á ársþingi sambandsins,
sem háð verður um næstu helgi.
Margir hafa hvatt Albert Guð-
mundsson til að gefa kost á sér
í formannsstöðu, en vegna anna ,
við fyrirtæki sín, hefur Albert
verið hálfragur við na aefa já-
yrði sitt. en vitað er, að sterk
lireyfing er um land allt til
stuðnings við hann.
En það verður ekki fyrr en
á sjálfu ársþinginu, sem fæst
skorið úr því, hvort Albert
verður í framboði. Á þessu
. aadawir KIHMtlSiSHISSÉMNi
stigi málsins er ekki vitað um
aðra „kandidata“, nema Ingv-
ar N. Pálsson, núverandi vara
formann KSÍ. Enn fremur hef
ur heyrzt, að Jón Ásgeirsson,
einn af stjórnarmönnum HSÍ.
verði í framboði, en fremur
verður þó að telja það ólíklegt.
— alf.
Þeir svara
TÍMA-
spurningu
fer hjá
Fram og
FH í kvöld?
Alf-Reykjavík. — Keppnin i
1. deild í handknattlieik hefst í
kvöld í Laugardalsihöllinni. Og
strax fyrsta keppniskvöldið mæt
ast þau tvö lið sem oftast hafa
barizt um íslandsmeistaratitil
inn undanfarin 8 ár, núverandi
íslandsmeistarar, Fram og FH.
Hvernig fer hjá Fram og FH
í kivöld? Þessa spurningu höf-
uim við lagt fyrir nokkra áhuga
menn u:m handknattleik og fara
svör þeirra hér á eftir:
Rúnar Bjarnason, slökkviliðs
stjóri, varaformaður HSÍ: „Ég
er líti'll spámaður, en þó ' vil
ég ekki skorast undan því að
svara spurningunini. Ég tel
engan vafa á að um jafna og
tvísýna baráttu verður að
ræðia eins og fyrri daginn. Þess
vegna spái ég jafn-tefli, 18:18“
Hallsteinn Hinriksson, fyrrum
þjálfari FH: „Það er erfitt að
svara þessari spurningu. Liðin
hafa verið svo áþekk í haust.
Satt að segja treysti ég mér
ekki til að nefna neinar tölur,
en spái því aðeins, að um jafn
an og fjörugan leik verði að
ræða.“
Hlöðver Rafnsson, ungur og
áhugasamur Fi'amari: „Fram
vinnur leikinn, jafnvel þótt Ing
ólf Óskarsson vanti. Fram-liðið
er jafnara og betra. Það hefur
komið í ljós í fslandsmótinu s-
1. 2 ár. Engu að síöur býst ég
við jöfnum og spennandi leik
og ef ég ætti að nefna einhverj
ar tölur, þá segi ég 19:17 Fram
í vil.“
Kristján Bernburg, prentnemi
„Ég sá FH og Fram leika í
íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi
fyrir skemmstu. Þá sigraði FH
með eins marks mun, en var
heppið að sigra að mínu áliti.
Ég leyfi mér að efast um, að
heppnin fylgi FH aftur í kvöld.
Þess vegna spái ég Fram sigri,
18:16.“
Sigurður Jónsson, fyrrum f°r
maður landsliðsnefndar: ,,Mér
skilst, að óvíst sé. hvort Ingólf
ur Óskarsson geti leikið. Það
vantar mikið _ í Fram-liðið, ef
hann vantar- Ég spái þess vegna
sigri FH, 17:15.“
Svo mörg voru þau orð.
Þess má geta, að sala að-
göngumiða að leikkvöld-
inu í kvöld hefst kl. 6 í
Laugardalshöllinni. Fólki
er ráðlagt að tryggja sér
miða í tíma og forðast bið-
raðir, en á það má minna,
að síðast þegar Fram og
FH léku í íslandsmóti var
uppselt.
Rúnar Bjarnason
Hallsteinn Hinriksson
Hlöðver Rafnsson
Kristján Bernburg
Sigurður Jóusson