Tíminn - 27.11.1968, Síða 16
ATTU FAA
METRA EFTIR
UPP í KLETTA
ÁJ-Rifi, þriðjudag.
Litlu muna'ði að vélbáturinn
Andey ræki upp í fjöru er vél
arbilun varð í bátnum í gær,
en Andey er 14 lestir. Vélin í
bátnum bilaði þegar verið var
að berja til hafnar í vondu
veðri og munaði örlitlu að bát-
urinn væri kominn upp í fjöru
þegar Skarðsvíkin, sem er 174
lestir renndi upp að Andey, svo
nærri að hægt var að kasta línu
milli skipanna. Tókst að ná
Andey út á rúmsjó og draga til
Rifshafnar.
í gær réru flestir bátar frá
Rifi í sæmilegu veðri. Þegar
leið á daginn brældi upp og
héldu bátarnir þá til hafnar.
Andey lagði líuna sunnan við
Öndverðarnes. Um kl. 16 lagði
báturinn af stað til lands.
Skipstjórinn, Sverrir Krist
jánsson, á^etlaði að vera kom
inn til hafnar um kl. 19. Leið nú
og beið og kl. 20 um kvöldið
tilkynnti báturinn vélarbilun.
Landssynningur var á og rak
bátinn í átt að landi. Hann rak
aðeins nokkra metra frá Brim
nesi og síðan meðfram land-
inu og mátti engan tíma missa
til að bjarga bátnum.
Skarðsvík SH-205 lagði úr
Rifshöfn og elti Andey yfir
Skarðsvíkina sem báturinn er
nefndur eftir og var Andey
komin vestast í víkina og átti
aðeins örfáa metra eftir í fjör
una, en bátinn rak hratt í ó-
veðrinu, er Skarðsvíkin, þ. e.
a. s. skipið, sveigði að og tókst
skipverjum að kasta línu yfir í
bátinn og draga hann út. Var nú
haldið á móti veðrinu til Rifs'-
hafnar og tók langan tíma að
draga bátinn þangað. Skipstjóri
á Skarðsvík er Sigurður Krist
jónsson.
Sprengisandsleið nú
opnuð úr Skagafirði
IÍJ-Reykjavík, þriðjudag.
Austur við Jökulsá á Sólhcima-
sandi er nú hópur Skagfirðinga að
KRISTJAN
KARLSSON
ERINDREKI
LÁTÍNN
FB-Reykjavík, þriðjudag.
Kristján Karlsson erindreki
Stéttarsambands bænda varð bráð
kvaddur í Reykjavík í dag. Kristj
án var fæddur 27. maí 1908 að
Landamóti í Ljósavatnshreppi í
I Framhald á Dls 14
v v
Sæluhúsið í Hvítárnesi.
Þyrla leltar manna á Hrunamannaafrétti.
Fin/IM TÖFÐUST
I AFTAKAVEÐRI
KJ-Reykjavík, þriðjudag
Af tuttugu smalamönnum úr Hrunamannahreppi, sem
fóru inn á afrétt á sunnudaginn, komu fimm ekki til
byggða á tilsettum tíma, Var hafin jeit að þeim í morgun,
og fundust þeir heilir á húfi. Höfðu þeir tafizt vegna
aftaka veðurs, sem gerði á afréttinum, og leituðu skjóls
í sæluhúsinu í Hvítárnesi. Þyrlan Eir var send af stað
til leitar og fann mennina við Grjótá, en á heimleiðinni
kom fram smávægileg bilun í þyrlunni og var þyrla
Andra Heiðberg send með varastykki og viðgerðarmann.
setja þrjá hluta úr gömlu brúnni
á bíla, og er ætlunin að brúa
Austari-Jökulsá við Austurbug hjá
hinum gamla Eyfirðingavegi með
þessum brúarhlutum úr gömlu
brúnnni á Jökulsá á Sólheimasandi,
og opnast þá leiðin úr Skagafirði
og á Sprengisandsleið.
Gamla brúin á Jökulsá á Sól-
heimasandi var byggð á árunum
1920—22, ea var leyst af hólmi
í fyrra af nýrri brú. Þrátt fyrir að
gamla brúin hafi orðið fyrir nokkr
um áföllum í vatnavöxtum á síð
ari árum, eru góðir hlutar enn
í henni, og hefur töluvert verið
sózt eftir að fá hluta úr henni
til að brúa vatnsföll á afréttum
í nágrenni Jökulsár á Sólheima-
sandi og þar fyrir ajustan, en þeir
hluta hennar sem lengst munu
fara, verða settir á Austari-Jök
ulsá, og eru það áhugasamir Skag
firðingar sem að þeirri brúarbygg
ingu standa. Ingólfur Nikodemus-
son trésmiður á Sauðárkróki er
I forystumaður þeirra Skagfirðinga,
■ og er hann ásamt öðrum fyrir
austan að koma brúarhlutunum á
bílana þrjá. Eru tveir hlutanna
6.70 á lengd en einn 8.70. svo
alls mun nýja brúin verða rúmir
tuttugu metrar á lengd. Þeir fé
lagar sögðu fréttaritara Tímans
í S-kógum í dag, að beir hefðu
mætt miklum velvilja hjá Vega
málastjórninni í sambandi við brú
argerðina. Þeir biuggust við að
geta lagt upp i fyrsta áfanga ferð
arinnar einhvern tíma á morgun,
en varla komast nema á Selfoss
annað kvöld.
Austari-Jökulsá hefur löngum
verið mikill farartálmi fyriv þá
sem lagt hafa leið ‘•ína inn á há-
Framhald á bls. 14
Tíminn hafði í dag tal af
Guðbergi Guðnasyni bónda á
Jaðri í Hrunamannahreppi, en
hann var einn fimmmenninganna
sem seinkaði til byggða.
— Við fórum um tuttugu tals
ins saman inn í Árskarð í Kerl
ingafjöllum á sunnudaginn, og
vorum við á þrem jeppum.
Færðin var allsæmijeg inneftir,
en um miðjan dag 'á mánudag
gerði mikla snjókomu. sem
tafði okkur, sem vorum á ein-
um bílnum, en þeir sem voru
á hinum bílunum tveim komú til
byggða í gærkveldi. Við kom-
umst við illan leik í Hvítárnes-
skálann, þurftum að ganga á
undan bílnum, og moka. Við
vorum svo í skálanum í nótt,
og lögðum af stað snemma í
morgun, og vorum komnir yf
ir Bláfellshálsinn og að Grjótá
þegar þyrlan fann okkur. Við
fundum tvö lömb þarna á af-
réttinum, og komum með þau
til byggða í dag Það er þó
nokkur snjór efst á afréttinum,
en frekar lítill þegar neðar
dregur.
Gunnar Ólafsson skipherra og
Björn Jónsson flugstjóri voru í
þyrlunni. sem fann mennina.
Gunnar sagði Tímanum í dag,
að þeir hefðu byrjað að leita
fyrir ofan Gullfoss, og fylgt veg
inum, Um ellefu leytið fundu
þeir mennina fimm á bflnum,
og voru þeir þá við Grjótá. Það
var ekkert sérstakt að hjá
þeim, nema hvað peir voru
kannski orðnir olíulitlir, og svo
höfðu þeir auðvitað orðið fyrir
óvæntum töfum. Gunnar sagði,
að það hefði verið hvasst í morg
un á þessum slóðum, en ferð
þyrlunnar hefði gengið ágæt-
léga þrátt fyrir rokið.
Fréttaritari blaðsins í Hruna
mannahreppi sagði í dag, að
bflar hefðu verið sendir í gær
kveldi tfl að grennslast fyrir um
fimmmenningana, en þeir urðu
að snúa við á Bláfellshálá
vegna ófærðar og veðurs.
Það var þyrlan Eir sem fann
mennina við Grjótá, eins og
að framan greinir og lenti hún
hjá þeim, en þegar hún var að
hefja sig til flugs aftur kom
í ljós smávægileg bilun, en
þyrlan gat auðveldlega haldið
áfram ferð sinni, og lenti á hlað
inu hjá Jaðri í Hrunamanna-
hreppi, en þangað kom svo
þyrla Andra Heiðberg með
varahlut og viðgerðarmann, og
komu þyrlurnar síðan báðar til
Reykjavíkur um miðjan dag.
Talstöð í jeppanum, sem
seinkaði hefði komið að góðum
notum þarna. og þyrftu fleiri
en siwrtmenn i Reykjavík að
hafa talstöðvar i jeppum sín-
um þegar ferðast ér um óbyggð
ir að vetrarlagi, og allra veðra
er von.
Jökulsárbrúin, sem flutt verður.