Tíminn - 05.12.1968, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.12.1968, Blaðsíða 2
2 TIMINN «MMTUDAGUR 5. desember 1968. Styttist til jóla Dreng jajakkaföt frá 5 til 14 ára. — Margir litir — terelyn og ull. Stakir drengjajakkar stór númer. Matrósaföt rauð og blá. Matrósakjólar 2 til 7 ára — rauðir og bláir. Kragasett — flautubönd Drengjabuxur 3 til 13 ára, verð frá kr. 355.— Terelyn og ull. Drengjaskyrtur mislitar og hvítar, frá kr. 75.— Drengjabindi slaufur og sokkar. Buxnaefni kr. 165.— metrinn. Sokkabuxur í litaúrvali — enskar og sænskar ÆÐARDÚNN í %, % og 1 kg pokum. — ÆSardúnssængur — vöggusængur, gæsadúnssængur hálfsængur (140x110 cm). Koddar, svæflar, vöggukoddar. Sængurver og lök. PATONS ullargarnið með gamla verðinu, 5 gróf- leikar, litekta, hleypur ekki. HRINGIÐ — SKRIFIÐ. ALLAR UPPLÝSINGAR VEITTAR. — PÓSTSENDUM. Vesturgötu 12, sími 13570. Vesturgötu 12, sími 13570. / Viðburðarík og (óvenju spenn- andi ástarsaga eftir hinn vin- sæla rithöfund Erling Poulsen. í fyrra gaf forlagið út eftir hann skáldsöguna „Fögur og framgjöm“. Afgr. er f Kjörgaröi sfml 14510 GRÁGÁS KEFLAVÍK i RæSa flutt á hálfrar aldar afmæli full- veldisins Háttvirta ríkisstjórn, ríkis- stjórnarfrúr, virðulegu embætt ismenn, ágætu veizlugestir, hæstvirta samkoma, góðir ís- lendingar. Mér er það mikill heiður að fá að ávarpa yður hér við þetta einstæða tækifæri. Mér eru enn í fersku minni orð mín þau er mér hrutu af vör- um um þetta leyti árs í fyrra: ,hverju máli skipta 33% til eða frá, þ.e.a.s. frá“. Og ennv ávarpa ég yður, íslendingar, yður, sem um aldir nærðust ekki á mat heldur bókum og máttuð lengi reyna þann dýpsta sannleik, að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman Og kýrin ekki á grasi einu saman, — ég ávarpa ýður ís- lenzkt fólk og kýr og segi: hverju máli skipta 55% til eða fra, þe.a.s. frá. En eng- inn er spámaður í sínu föður- landi, og í þessari kalsömu og rysjóttu tíð get ég ekki með nokkru móti ímyndað mér, hvað ég muni segja um þetta leyti árs 1969. En ég ávarpa yður enn íslendingar til sjáv- ar og sveita, og segi: þakkið skapara ýðar fyrir að vera ekki eins og þeir, sem eyða dýrmætum vinnutíma sínum — því „hörðum höndum vinn- ur hölda kind“, eins og kerl- ingin sagði — í að harma það, að gamla fimmaurastykkið skuli nú kosta krónu, sem er ekki einu sinni krónu virði. Þetta eru tímanna tákn, og tímarnir breytast og krónurn- ar með. En virðulega samkoma, góð- ir íslendingar, mál er að minn ast þess að mér er hér ætlað nokkurt hlutverk á þessari fagnaðarstundu, og eins og magister bibendi gat um í upp- hafi, hef ég kvatt mér hljóðs og hafið raust mína yfir glasaglaum næstur á eftir full trúa Þjóðræknisfélagsins í vest urheimi til að flytja kveðjur og árnaðaróskir frá íslenzkum stúdentum erlendis. fslenzkir stúdentar erlendis láta engin 55% hindra sig í að minnast fimmtíu ára afmæl is fullveldisins. Þeir horfa nú heim til eyjunnar mjallahvítu með nokkrum trega á þessari stundu. Og því hefur mér verið falið að bera fram þessar árnaðaróskir, að færri en vildu hafa komizt til þessa fagnaðar. Ég vil því með hrærð um huga biðja yður, ágætu veizlugestir og landar góðir, hvar sem þér eruð stödd til dala og fjalla eða við sjávar- síðuna, ég bið þér látið með mér hugann hvarfla til stétt- arbræðra minna, stúdentanna erlendis, sem hafa á þessari stundu nýlokið við að gera sér grein fyrir, að þótt þeir fái nú fleiri krónur fyrir sterlings- pundin sín, þá fá þeir færri pund fyrir krónurnar sínar. Þeir hafa því leitað undir höfðalögum og í gömlum há- leistum og sitja nú við að telja pundin sín. Þau reyndust því miður of fá og því hafa þeir ekki sótt veizlu vora. Vér send um þeim því hugheilar jóla-, nýárs-, páska- og sumarkveðj- ur og biðjum, að þeir megi bera gæfu til að líta ættjorð sína sem fyrst. En ég flyt yð- ur, veizlugestir, fagnaöartíð- indi. íslenzkir stúdentar er- lendis hyggja von bráðar á heimkomu, þ.e. þeir, sem eiga fyrir farinu. Þeir munu svita og strita í von um að geta sem fyrst séð gamla Frón á nýjan leik. Minnugir þess, að forieður þeirra og skepnurnar lifðu ekki á mat einum sam- an, hafa þeir hafið baráttuna gegn fæð pundanna. Og minn- ugir orða ljóðskáldsins góða — „í útlöndum er ekkert skj ól/eilíf ur stormbelj andi/ — munu þeir sækja heim á leið hver til sinna föðurhúsa. Þeir munu gera það í trausti þess, að í föðurlandi þeirra, landinu, þar sem krónurnar blómstra, muni vera næg at- vinna, nóg húsaskjól og nóg kaffi. Þeir munu flykkjast inn í Háskóla íslands og stuðla að örum vexti hans. Eg sé fögn- uðinn í augum yðar, ágætu ís- lendingar, þér endurheimtið brátt hið fríðasta lið, erfingja landsins. Og aldrei hefur íslenzka þjóðin verið betur undir það búin að taka á móti erfingj- um sínum. Aldrei höfum vér borðað eins vel drukkið eins vel og sofið jafn lengi. Aldrei höfum vér talað jafn mikið, skrifað jafn mikið, setið jafn lengi. Aldrei hefur hitaveitan verið betri, bílarnir jafn marg- ir — og kirkjurnar. Á þessu er enginn endi. Og vér höf- um lagt stund á listir, vís- indi og þróttir, vér höfum eflt tækni og iðnað og Iryggt álverksmiðju, stolt landsins, (sbr. máltækið — „ei skal úr álinu hrökkva" — sumir telja reyndar myndina ,ei skal í ál- ið sökkva" upprunalegri, enn aðrir segja „ál skal úr ausum drekka“. Væri gaman að fá á- lit hlustenda á þessum mál- tækjum). Ennfremur höfum vér látið að oss kveða á al- þjóðavettvangi og víða getið oss góðan orðstír, t.d. hjá NATO og víðar. Embættis- menn þjóðarinnar hafa farið ] víða um álfur og setið fundi I alþjóðastofnanna og sagt já og nei eftir atvikum. Mikið orð fer af íslendingum á Spáni og í Glasgow. En þótt viðskipti okkar við umheim- inn hafi í heild sinni verið mikil og borið mikinn menn- ingarlegan og efnahagslegan á- vöxt, hefur þó einn þáttúi^ þeirra borið langhæst .Því jafnvel þótt miðað sé við krónufjölda, hefur engin þjóð haft árangursríkari verzlunar- viðskipti við erlendar þjóðir Framhald á bls. 15. I HNEFAFYLLI AF DOLLURUM Á myndinni sést Clint Eastwood í hlutverki sínu. Hnefafylli af dollurum á frum-i málinu A Fistful of dollars. Leikstjóri: Sergio Leone. Tónlist: Don Salvio kvikmynd ari: John Dalmas. ítölsk- amerísk frá 1964, sýn- lngarstaður: Tónabíó. Þetta er mjög óvenjuleg kvikmynd, frábærlega vel leik in með sérkennilegri og skemmtilegri tónlist. — Akira Kurosawa hefur gert kvikmynd eftir sama handriti en atburðirnir eiga sér stað á sautjándu öld og Thashiro Mi- fume fer hamförum í hlutverki samuraisins sem kemur til að friða bæinn í kvikmynd hans Yojimbo sem sýnd var 1965 í Nýja bíói Kurosawa leggur aðaláherl- una á afleiðingar ófriðarins fyrir íbúa þorpsins og sýnir vel eymd og neyð sem tvær hrokafullar fjölskyldur kalla yfir saklausan almenning. Mynd Kurosawa er sterkari í myndbyggingu, miskunnarlaus ari sýndi betur fánýti haturs- ins sem slokknar ekki fyrr en flestir eru dauðir. þorpið í rúst um og þeir fáu sem eftir skrimta hafa rænu á að haida frið hver við annan. Leone fylgir handriti Kuro- sawa nokkuð trúlega: Kaninn Clint Eastwood) kemur til San Miguel, lítils landamæra- þorps í Mexioo. Hann verður vitni að misþyrmingum, verð- ur sjálfur fyrir aðkasti og fer inn í krána til að spjalla. Þar er Silvanito sem segir honum að Baxterarnir og Rojoarnir eldi saman grátt silfur og ekk- ert lát sé á mannvígum á báða bóga. Atvinnulífið lamað en sá eini sem hefur nóg að starfa er líkkistusmiðurinn, enda bankar hann í gluggann til gjð taka mál af Joe til að vera tilbúinn með kistuna. Kemur nú Joe málum á rek- spöl með hraði enda munar hann ekki um að skjóta fjóra í einu á andartaki og kasta lagvopni beint af augum í hjartastað. Þegar hann fer frá San Miguel hefur hann friðað bæinn, hjálpað lítilli fjölskyldu að ná saman, gefið henni alla peningana sem hann fær fyrir störf sín í þágu beggja deilu- aðila. Það er athyglisvert 'áð það eina sem verður honum að falli eru tilfinningar hans gagnvart xonunni Marisol (Marianne Koch) en ekki tví- skinnungur hans við Baxter- ana og Rojoanna. Eastwood ber myndina alveg uppi, sem fiafnlaus hetja sem bjargar málum við af óeigin- girni og hverfur á brott mar- inn og meiddur eftir hrottaleg ar misþyrmingar. orðfár og snarráður og manna fljótastur með byssuna. Eitilharður þeg- ar á þarf að halda með óbug- andi réttlætiskennd. Gerfi hans er mjög sniðugt, hattur- inn og vindillinn verður ómiss andi hér eftir og Leone hefur þegar sent frá sér aðra mynd: For a few dollars more og hún hefur ekki hlotið síðri móttök- ur en þessi. Það er sérstakur virðulegur blær yfir myndinni fullt af Spartneskum tilsvörum og nægilega mikið af kímni, án þess að hún fari út í öfgar. Tónlistin hefur þennan ofur- lítið þunglyndislega blæ sem einkennir oft suður-ameríska tónlist sérstakt stef er leikið þegar hetjan hagræðir vindl- inum í munninum. Myndin er vönduð að allri gerð og frábær lega spennandi. P.L.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.