Tíminn - 05.12.1968, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.12.1968, Blaðsíða 12
m TIMINN FIM3ITUI>AGUR 5. desember 1968. Sjálfsbjörg félag fatlaðra í Reykjavík heldur hinn árlega bazar sinn sunnudaginn 8. des- 'ember í Lindarbæ Lindargötu 9 og hefst sala kl. 2 e.h. Mikið úrval vandaðra muna er á boðstólum á mjög hagstæðu verði. Má þar nefna ýmis konar jólavarning barnafatnað prjóna- fatnað smákökur og fleira. Öllum ágóða af bazarnum / verð- ur varið til byggingar Vinríu- og dvalarheimilis Sjálfsbjargar við Hátún 12 í Reykjavík. Styðjið gott málefni jafnframt því sem þér gjörið góð kaup. Sýningar á gömlum kvikmyndum ir sýningum á þekktum gömlum kvikmyndum .Verða fyrstu sýning arnar í Ameríska Bókasafninu í dag fimmtudag og á morgun, föstu dag. í dag verða sýndir kaflar úr tveimur frægum kvikmyndum Douglas Fairbanks, sem var einn vinsælasti leikari þöglu myndanna Eru það Skytturnar, sem gerð er eftir sögu Dumas og „Thief of Bagdad“. Á morgun verður sýnd mynd- in „When Comedy was King“. í myndinni'sjást m?rgir af helztu skopleikurum þöglu myndanná, svo sem Laurel og Hardy, Charlie Ohaplin, Oharlie Chase, Buster Keaton o.fl. Sýningarnar hefjast kl. 19 bæði kvöldin og er öllum heimill aðgangur, sem er ókeypis. í vetur mun Upplýsingaþjón usta Bandaríkjanna gangast fyr- YFIRLÝSING Framhald af bls 3 arinnar að sama skapi. Skýrslur opinberra stofnana um verzlunar veltu staðfesta þessa niðurstöðu. 3. Álagningu verzlunarfyrir- tækja er áð sjálfsögðu ætlað að '.standa undir rekstriarikostnaði þeirra. Við gengislækkanir hækk- ar rekstrarkostnaðurinn. Hér er um að ræða vaxtakostnað og að- stöðugjald við hærri fjárhæð, kostnað vegna rýrnunar umbúða póst- og símagjalda svo og kostn- að vegna áhalda, tækja og ann- arra þarfa sem keyptar eru er- lendis frá. Auk þessa hafa algeng ustu laun verzlunarfólks eins og hliðstæðra stétta hækkað um allt að 11.35% á yfirstandandi ári. 4. Fjármagnsskorturinn mun þrengja möguleika verzlunarinn- ar enri frekar ver'ði ekkert að gert í þv£ efni. Vegna skorts á fjármagni hjá innlendum bönk- um hafa mörg innflutningsfyrir- tæki orðið að taka erlend vöru- kaupalán til kaupa á matvörum byggingarefnum og rekstrarvör- um. Mikil áhætta hefur fylgt þess- um lánum vegna tíðra gengisfell- inga og hafa margir innflytjend- k. Sveinssonar. Síðan flytur Bene u,r orðið fyrir miklu tjóni af þeim, dikt Bogason verkfræðingur sökum. | Finnaspjall. Þá verður lesið upp 5. Athuganir sem gerðar hafa i úr Kalavala á finnsku og íslenzku verið á vegum undirritaðra sam- j og Guðmundur Guðjónsson óperu taka og Sambands ísl. samvinnu- ■ söngvari syngur við undirleik félaga svo og reikningar fyrir-1 sigfúsar Halldórssonar. Að lokum tækjanna sjálfra sýna ört versn-1 VerðUr stiginn dans. Finnar og vinir Finna hér á landi hafa löngum fjölmennt á Minnzt þjóðhátíðar dag Finna OÓ-Reykjavík miðvikudag. Finnlandsvinafélagið Suomi heldur árshátíð sína á þjóðhátíð- ardegi Finnlands föstudaginn 6. des. nk. í átthagasal Hótel Sögu. Samkoma n hefst kl. 20.30 með ávarpi formanns félagsinS, Sveins SALA SKOTELDA HÁÐ STRÖNGUM SKILYRÐUM EKH-Reykjavík. „Allir skoteldar eiga að vera með áletruðum lelðbeiningum á íslenzku um meðferð þeirra, flug eldar mega ekki vera eldri en árs gamlir, kaupmönnum er ekki heimilt að selja skotelda nema með sérstöku leyfi og algjörlega er bannað að selja eða hafa með höndum kínverja, púðurkerlingar eða annað sem skemmt getur heyrn manna með hvellum.“ Þetta eru aðvörunarorð sem slökkviliðið í Reykjavík og Eldvarnareftirlit Reykjavíkurborgar blðja alla unga sem aldna að hafa í huga þegar fest verða kaup á skot- eldum fyrir áramótin. Skoteldar voru seldir á 78 stöðum á brunavarnarsvæði slökkviliðsins í Reykjavík, Kópa- vogi og Mosfellshreppi fyrir ára- mót í fyrra. í reglugerð frá 1964 er heimilað að veita kaup mönnum, sem þess óska og upp- fylla öll skilyrði leyfi til sölu skotelda á tímabilinu 27. til 6. janúar ár hvert. Umsóknarfrestur er að jafnaði til 16. des. en komi umsóknir eftir það eru þær ekki teknar til greina. Leyfi til sölu skotelda er háð all ströngum skilyrðum og þarfnast gerð þeirra samþykki slökkvistjór ans í Reykjavík. Algjört bann er við sölu svonefndra kínverja og annars hvellsprengjudóts, sem sak að getur heyrn og taugakerfi al- mennings. Fyllstu varúðar ber að gæta við geymslu skoteldanna og hafi þeir verið geymdir á ann að ár teljast þeir ósöluhæfir. andi afkomu verzlunarinnar á síS ustu árum. Það er einnig viður- keiint af opinberum aðilum að heilbrigð verzlun geti ekki búið við gildandi verðlagsákvæði. Ann arleg sjónarmið hafa verið látin ráða, en ákvæði laga um verðlags mál nr. 54-1960 virt að vettugi. Þar segir að verðlagsákvarðan- ir allar skuli miðaðar við þörf fyrirtækja sem hafa vel skipu- lagðan og hagkvæman rekstur". 6 .Samtökin vilja leggja áherzlu á að langvarandi óhagstæður verzlunarrekstur leiðir til hnign- unar og bitnar á þeim sem við verzlunarfyrirtækin starfa og al menningi í landinu. Samtökin telja óhjákvæmilegt að breytt verði um stefnu og að ákvarðanir í málefnum verzlun- arinnar verði teknar á grundvelli fyrirliggjandi staðreynda, svo að verzlunin geti gegnt þjónustu- hlutverki sínu í samræmi við ósk- ir og þarfir þjóðarinnar. Félag ísl. stórkaupmanna Kaupmannasamtök fslands Verzlunarráð íslands. skemmtanir félagsins einkum þó á þjóðhátíðardeginum. NY SIMSTÖÐ Miðvikudaginn 4. des. kl. 16.30 var opnúð sjálfvirk símstöð á Bíldudal. Stöðin er gerð fyrir 100 númer en 75 notendur verða nú tengdir við hana þar af 22 nýir. Hins vegar verða 20 sveita- símar að bíða þar til síðar. Svæðisnúmerið er 94 en not- endanúmer innan svæðiáins 2100 —2199. Reykjavík 3. des. 1968. Fréttatilkynning frá póst- og símamálastjórninni. ; BÚNAÐARBANKINN cr Kaiiki i'óll.sins Fra msókna rf lokk- urinn og verkalýðs- hreyfin Framsóknarfé- lag Reykjavíkur og Félag ungra Framsóknar- manna í Reykja vík halda sam- eiginlegan um- ræðufund um Framsóknar- flokkinn og verkalýðshreyfinguna í Framsókn arhúsinu við Fríkirkjuveg sunnu daginn 8. desemiber n. k. og hefst fundurinn kl. 3 s. d. Frum mælendur verða: Óðinn Rögnvald son,prentari, Páll R. Magnússon trésmiður og Daði Ólafsson, hús gagnabólstrari. Stjórn FUF og FR. Skotelda má ekki selja börnum yngri en sex ára og stóra flugelda má eigi selja yngri en 16 ára. Það ber að fara varlega með flugelda þar sem þeir eru til sölu og reykingar eru þar bann aðar. Áletrun og leiðbeiningar á skoteldum skulu vera á íslenzku og umbúðir skulu auðkenndar með aðvörunarlímböndum, eða á ann an fullnægjandi hátt. A fundi með fréttamönnum í gær skýrðu Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjór' og Einar Ey- fells, deildarstjóri Eldvarnaeftir- litsins frá því, að strangt eftir- lit yrði haft með því að ákvæðum þessum væri framfylgt. Hörður Helgason form. Varðbergs Aðalfundur Varðbergs í Rcykja vík, félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, var haldinn fyrir nokkru. Fráfarandi formáður, Hilmar Björgvinsson, flutti skýrslu um starfsemi félagsins á síðastliðnu starfsári. Sex hádegisfundir voru haldnir með innlendum og erlend um fyrirlesunum, sem svöruðu jafnframt fyrirspurnym og tóku þátt í umræðum félagsmanna. Þá gekkst félagið fyrir kvikmynda- sýningum og kynnisferðum. 40 manna hópferð var farin til Briiss el, þar sem menn kynntu sér starfsemi Atlantshafsbandalagsins og Efnahagsbandalags Evrópu. Þá sóttu félagsmenn 9. stúdentaráð- stefnu NATO, sem haldin var í Danm., fundi Atlantic Associat- ion of Young Political Leaders (AAYPL) o. fl. Á starfsárinu lét Björgvin Vilmundarson af störf um sem fulltrúi Var'ðbergs í stjórn AAYPL en við tók Hörður Einarsson. í samstarfi við aðra aðila sá Varðberg um útgáfu eða dreifingu ýmissa rita. Má þar nefna Handbók NATO, sem er alhliða upplýsingarit um Atl- antshafsbandalagið, eitt tölublað af Viðhorfi, sem er tímarit um alþjóðamál, bækling um Harmel skýrsluna og framtíðarverkefni Atlantshafsbandalagsins og sér stakt hefti af hinu alþjóðlega tíma riti, NATO Letter, sem helgað var íslandi. — Að venju hafði Varðberg mikið samstarf við Samtök um vestræna samvinnu en þessi félagssamtök hafa sam- Rangárvallasýsla Framsóknarfé- lag Rangárvalla- aýslu efnir til skemmtisam- komu að Hvoli laugardaginn 7. þ. m. kl. 21.30. Til skemmtunar verður: Stutt ræða: Jón R. Hjálmarsson, skólastjóri Bingó, gamanþáttur, dans. SKEMMTUN FUF í ÞJÓD- LEIKHÚSKJALLARANUM Félag ungra Framsóknarmanna í Reykjavík heldur almennan dansleik í Þjóðleikhúskjallaranum á morgun, föstudaginn 6. desem ber og hefst hann kl. 21. Hljóm sveitin Musica Prima leikur fyrir dansi. Ríó-tríóið úr Kópavogi mun skemmta og Friðgeir Björnsson, form. FÚF flytur ávarp. Félags menn eru sérstaklega hvattir til að mæta vel og taka með sér gesti. eiginlega skrifstofu. Ný stjórn var kosin á fundin- um, og hefur hún nú skipt með sér verkum. Hún er þannig skip- uð: Formaður: Hörður Helgason. 1. varaform.: Gissur V. Kristjánss. 2. varaform:. Gunnar Gunnarss. Ritari: Ólafur Ingólfsson. Gjaldkeri: Helgi Guðmundsson- Meðstjórnendur: Sigþór í. K. Jó- hannsson, Þorsteinn Geirsson, Helgi Ágústssoa og Björn Bjarna son. Varastjórn: Eysteinn Sigurðsson, Bjarni Magnússon, Guðmundur L Guðmundsson, Gúðlaugur Tr. Karlsson, Friðrik Sophusson og Steinar J. Lúðvíksson. Endurskoðandi var kosinn Bjöm Helgasom Framkvæmdastjóri er Magnús þórðarson. Hörður Helgason Bolvíkingar Framsóknarfélag Bolungarvík- ur efnir til almenns fundar um efnahagsráðstafanir ríkisstjórnar- innar og þjóðmálin í félagsheim ilinu næst komandi laugardag, 7. þ. m. kl. 9 síðdegis. Á fundinum flytja ræður Sigurvin Einarsson alþm. Bjarni Guðbjörnsnon, alþm. Tómas Karlsson blaðamaður og Steingrímur Hermannsson verk fræðingur. Allir eru velkomnir. Friðgeir v M ' Tómas Steingrímur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.