Tíminn - 05.12.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.12.1968, Blaðsíða 5
WMMTUDAGUR 5. desember 1968. TIMINN Fjöðrin og pendúllinn Bjorn Jakobsson skrifar: „Það fer að vonum, að efna- hagsmálin eru efst á baugi um þessar mundir. Vegna fjárhags örðugleika eiga margir um sárt að binda. Má það furðu gegna, að takast skyldi að leika þjóðina svo hart, að hún skuli nú riða á barmi gjald- þrots, skömmu eftir mestu hag sældarár í sögu þjóðarinnar. Sýnir þetta, að máttarviðir nú- verandi ríkisstjórnar hafa ver ið næsta linir, að hún skyldi ekki þola betur hina góðu daga. Fyrirhyggjan reyndist í lakasta lagi. Meðan nóg var að bíta og brenna, var krónu-sóunin svo gegndarlaus, að hún var að því kxnnin að ganga sér til húðar. Svo smá er hún orðin, sam- kvæmt mynd í Morgunblaðinu, að hún verður varla lengur greind nema undir stækkunar gleri. Þegar svo er komið, get ur stjórnin litið yfir farinn veg og sagt: „Miklir menn erum við, Hrólfur minn.“ — Tvennt hefur komið í ljós, er sýnir sérstaklega vel, hvernig stjórn inni hefur tekizt: Annað er það, að erlendar þjóðir eru farnar að sjá svo aumur á ís- lendingum, að þær ræða um að fara að senda þeim eins konar „gjafakorn". Hitt er sú ömurlega staðreynd, að þjóðin sé allt að því að fara „á sveit- ina“, eins og það var orðað í gamla daga. Og inn á þessa braut hefur stjórnin leitt þjóð ina alveg kinnroðalaust. Ekki var um að ræða að vara þjóð ina við í tíma, heldur alltaf hamrað á því, að viðreisnin hefði tekizt. Hún fer ekki dult með það ríkisstjórnin, að í hennar söl um eru bændur yfirleitt ekki hátt skrifaðir, og jafnvel tald ir verða olnbogabörn þjóðar- innar. Samt hefnr góður og gegn maður sagt, að hann hafi engan bónda þekkt, sem hafi búnazt jafn illa og núverandi ríkisstjórn. Hún myndi meðal bænda vera kölluð búskussi. Þess var nýlega getið, að helztu lausnarorðin væru: Færri bændur — fleiri banka. — Segja má, að þakklætisvert sé, ef hœgt er að greina ein- hverja ákveðna stefnu í þjóð- málum. Og þarna höfum við eina í samibandi við bændur og banka. — Yfirleitt er stefna ríkisstjórnarinnar nokkuð á reiki, og getur hún fyrirtfund- izt bæði fyrir austan tungl og sunnan sól. Aðra stefnu stjórnarinnar má þó greina, en það er hið svokallaða verzlunarfrelsi, sem hún telur sérstaklega gáfulegt og farsælt markmið. En hvern ig farið var með þetta frelsi lét hún sig engu varða, enda reyndist afleiðingin 9V0, sem Víkingaöldin, glœsilegasta tímabil norrœnnar sögu, stígur Ijóslifandi fram af hverju blaði þessa mikla og veglega verks. Svipmikil saga, litrík og heillandi, af lífi forfeðra vorra í önn og ævintýrum. Aldrei hefur íslenzkum lesendum gefizt kostur að kynna sér lífshætti og ---------------- Víkingaaldarinnar á jafn skýran og aðgengilegan hátt. Próf. Bertil Almgren sá um útgáfu þessa mikla verks í samvinnu við menn í mörgum löndum. Hr. Kristján Eldjárn, forseti fslands, ritaði þáttinn um ísland í Þýðingu gerði Eiríkur Hreinn Finnbogason, cand mag. Bókin er 288 blaðsíður og hefur að eeyma 400 myndir og teikningar, Þar af 92 stórar litmyndir. búast mátti við. Úr þessu varð hið mesta braskfrelsi, sem um getur. Hver einasta gjaldeyris- ögn var upp étin. Fór gjald- eyririnn að meira og minna leyti til kaupa á erlendum varnrngi, sem hægt var að framleiða innan lands. Þar skyldi íslenzkum iðnaði í engu hlíift. Um þetta segir m.a. svo í grein eftir Skúla Guðmunds- son: „Á síðustu árum hefur þjóðin, undir forustu núver- andi ríkisstjórnar, keypt mikið gott frá útlöndum. Keypt hef ur verið sælgæti og súkkulaði kex, kökur og brauð fyrir milljónafúlgur, og fjölda margt annað, sem vel mátti framleiðsla hér á landi. Hér er ekki hægt að telja það allt, en sem dæmi má nefna, að á næstliðnu ári voru innfluttir stólar og önnur húsgögn fyrir meira en 25 millj. króna. Það er nokkuð af fólki hér sem er svo fínt að aftanverðu, að það vill komast hjá að setjast á stóla, sem eru smíðaðir hér á landi.“ Til eru þeir, sem verja rík isstjórnina og þetta háttalag með því að segja: „Svona vill fólkið hafa það.“ En hvers kon ar irfkisstjórn er þetta? Ég hef alltaf haldið, að rikisstjórnin ætti að halda um stjórnvölinn en ekki du'ttlungafullir ein- staklingar. Sú ríkisstjórn, sepi lætur óráðsíufólk vaða uppi, skortir augsýnilega bein í nef ið. í mörgurn stundaklukkum var pendúll eða dingull. Var það á valdi fjaðrarinnar, hvort pendúllinn hreyfðist eða ekki. Þegar frekir ' einstaklingar stjórna stjórninni, minna þeir á fjöðrina í klukkunni, en rík isstjórnin á pendúlinn, sem dinglar og tifar að vild sér- góðra manna. Erfitt er að greina, hvaða ráð ríkisstjórnin á sjálf í fór um sínum. Fjölmörg þeirra munu aðfengin. Oft er þess get ið, að hún hlusti vel, þegar erlendir spekingar hvísla í eyru hennar. Einnig er hún veik fyrir útreikningum hag- fræðinga. Þá er og þunnt móð ureyrað, þegar tertubotnaunn- endur eiga í hlut. Það er að- eins eitt, sem hún er staðráðin í að hlusta ekki á, en það eru tillögur stjórnarandstæðinga. — Það var aðeins um stund, að hugur ríkisstjórnarinnar dapraðist svo, að hún kallaði á stjórnarandstæðinga til við- ræðna um lausn vandans. — En Eyjólfur var ekki lengi að hressast. Þegar til kom, taldi stjórnin sig hafa nóg af við- reisnarráðum, eins og fyrri daginn, og vildi ekki á neinar ráðleggingar hlusta. Hún vildi miklu heldur halda áfram að evra pendúll í klukku óráðsíu- manna, jafnvel þó að þjóðar- hagur og heiður væri í veði. v— Ef til vill fær hún haldið ráðherrastólunum enn um stund með erlendum lántökum og væntanlegu „gjafakorni". Fyrir gjafakornið er þegar búið að þakka á opinberum vettvangi. Ríkisstjórnin reynir af öll- um mœtti að telja þjóðinni trú um, að hún hafi engan þátt átt í efnahagsvandanum, sem nú hefur skapazt. Hið sanna er, að henni þýðir ekki neitt að reyna að skýla sér á bak við verðhrun og aflaleysi. Öll um lahdslýð má vera ljóst, hversu hart „Viðreisnar-kome- dáan“ hefur leikið þjóðina. Skammt ofan við bæinn Núpsstað í Fljó'tshverfi er hnúkur, sem ber nafnið Rembi Framhald á bls. 15. ...5 A VÍÐAVANGI 1 //Viðreisnar"-ástand 1 Málgagn „viðreisnar“-íhalds- P manna í Norðurlandskjördæmi || vestra, heitir Norðanfari og kom út í nóvember. Á baksíðu þess geíur að lesa smápistil frá Hofsósi, gömlu og gronu kaup- túni dugnaðarfólks, meðal frétta á baksíðu. Þar segir: „Hörmulegt ástand ríkir nú í atvinnumálum á Hofsósi, og má segja, að þar sé engin at- vinna nema við verzlun og lítilsháttar við iðnað. Síðastliðið sumar reru fjórir bátar frá Hofsósi og lögð'u þrír þeirra upp afla sinn þar. Öll- um þessum skipum hefur nú verið lagt, enda frystihúsið lok að, og ekki fyrirsjáanlegt, að nein breyting verði þar á í bráð........ Nú þegar er fólk tekið að flytjast frá Hofsósi í atvinnu- Ii leit. Tvær heilar fjölskyldur | eru farnar af staðnum fyrir ut- | an allmarga einstaklinga, og | virðist fyrirsjáanlegt, að j óbreyttu ástandi, að þar verði f í vetur nær eingöngu börn og gamalmenni". Þannig er lýsing „viðreisn- ar“-málgagnsins í Norðurlands- kjördæmi vestra, og mun ekki einsdæmi. Vestfirzkar verstöðv ar hafa fyrr í haust haft svip- aða sögu að segja þjóðinni, og mörg fleiri kauptún hringinn í kringum landið njóta nú sömu „viðreisnarinnar“ og félkið á Hofsósi. Þungur í skauti — og mun svo enn f þeíta sama blað Norðan- fara, ritar „viðreisnar“-þing- maðurinn forsíðugrein urn efna hagsráðstafanir ríkisstjórnar- innar. Telur hann þar, að gengislækkunin „færi iðnaðin- um mjög bætta samkeppnisað- stöðu gagnvart erlendum varn ingi og skapar ný tækifæri fyr ir dugmilda athafnamenn á því sviði“. Þá segir hann að vænta megi að fáist „rekstrarhæfur grundvöllur undir fiskvinnslu- stöðvar og útgerðarfyrirtæki“. Hins vegar verður hljóðið held ur daufara þegar kemur að landbúnaðinum, en um hann segir þingmaðurinn: „Gengislækkanir hafa löng- um verið landbúnaðijium þung ar í skauti, og mun svo enn. Miklar hækkanir eru fyrirsjá- anlegar á rekstrarvörum, svo og vélum og tækjum ýmiss konar og öðrum fjárfestingar- vörum. Að líkindum verða erf iðastar þær hækkanir, sem koma á tvo stærstu útgjalda- liði búaHna, sem eru kaup á áburði og kjarnfóðri." Þannig er bjartsýni þing- mannsins um hlut landbúnaðar ins við gengislækkun ekki al- veg eins mikil. Það stafar ef til vill af því, að hann er sjálf ur bóndi og finnur, hvar skór- inn kreppir að þar, finnur það betur en í öðrum atvinnugrein um, þar sem cldurinn brennur ekki á honum sjálfum. Sólrík bankastarfsemi Landsbankina á Akureyri er sagður hafa lánað smápening í norðlenzkt ölgerðarfyrirtæki og tapað þar nokkrum krónum, sem varla er um að sakast, þar sem um þjóðþrifafyrirtæki og óeigingjarnan rékstur var að ræða. Gott er til þess að vita, að þessi fátækrahjálp bankans FTamhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.