Tíminn - 05.12.1968, Qupperneq 14

Tíminn - 05.12.1968, Qupperneq 14
14 TIMINN FIMMTUDAGUR 5. desember 1968. IPRÓTTIR Framhaid at bls. 13 náði Fram knettinum og Gylfi Hjálmarsson innsiglaði sigur Fram með því að skora 16:14. Mörk Fram skoruðu: Ingólfur 7 (3 úr víti) Sigurður E. 3, Arn ar og Jón P. 2 hvor, Ingvar og Gylfi H. 1 hvor. Mörk KR: Hilm ar og Árni 3 hvor, Sigurður Ó. Sigmundur og Geir 2 hver, Gunn ar H. og Halldór 1 hvor. Dómarar voru Magnús V. Pét ursson og Björn Kristjánsson. Þeir höfðu frekar lélega stjórn og voru allt of gjarnir á að reka leikmenn út af, en 6 sinnum fengu leikmenn „reisupassann“ í ekki ' sérlega hörðum leik. FRAKKLAND Framhald at bls. 1. í tilkynningu þeirra segir, að vinnustöðvunin sé mótmæli gegn stjórn Renault verksmiðj anna — eða svo er það látið heita — vegna þess að hún hafi brugðizt loforðum er hún gaf við lausn verkfallsdeiln- anna í-júní s.l. Af hálfu stéttar félaga hefur verið löngð á- herzla á að hin yfirlýsta vinnu stöðvun standi einnig í sam- bandi við sparnaðaráætlun stjórnarinnar. Fyrir utan það að vera fyrstu skipulögðu mótmælin gegn sparnaðaráætluninni marka vinnustöðvanirnar hjá Renault annars konar tóma- mót. Fyrsta skipti síðan í maí, komu leiðtogar franska stúd- entasambandsins, UNEF, og forytumenn CGT saman til fundar, og verður þetta varla skilið öðru vísi en að aftur sé að myndast samband milli verkalýðshreýfingarinnar og stúdenta, en sameiginlega voru þessir tveir frönsku þjóð félagshópar næstum búnir að koma fransku stjórninni á kné í vor. Samvinnan var að vísu endaslepp i vor, þar eð þegar verkfallsbylgjan reis hvað hæst, sneri CGT við blað ínu og ásakaði stúdentana um ófrjósama stjórnleysisstefnu. | í yfirlýsingu frá UNEF í dag segir að stúdentar verði nú að kveðja út lið til þess að sýna raumhæfan stuðning við verkfall Renault-starfs- mannanna. Fréttaskýrendur í París telja fimmtudags-vinnu- stöðvunina vera lið í ná- kvæmum og vel skipulögðum áformum frönsku -verkalýðs hreyfingarinnar um mótmæla- aðgerðir gegn sparnaðaráætl- un stjórnarinnar. Sparnaðarráðstafanirnar hafa í för með sér að hallinn á viðskiptajöfnuðinum við út- lönd 1969 minnkar um 85.080 milljónir ísl. króna. Álögur á neyzluvörur og þjónustu munu einnig hækka og auknir skatt- ar hafa þau áhrif að vísitala framleiðslukostnaðar hækkar um 2 stig. ÖNGÞVEITI Framhald ai bls. 1 nótt né dag, það er alltaf verið að hamast á honum, bæði í blöð um og útvarpi og af öllum. Það eru líka margir trillusjómenn, sem eru algjörlega á móti tog- veiðunum, því þeir telja þær taka svo mikið frá sér. Það er þó ekki neitt, sem máli skiptir hér sunnan lands, aftur er það annað mál fyrir norðan, t.d. á Húsavík. Þar finnst mér eðlilegt að þeir séu vondir vegna togveið anna. Svo er það nefndin, sem um þessi mál fjallar. Mín skoðun er sú, að það sé ómögulegt að hafa í henni tóma þingmenn. Það hefði átt að setja í hana skip- stjóra, og einhverja, sem eru í nánari snertingu við sjóinn. Hilmar Rósmundsson skipstjóri í Vestmannaeyjum sagði í við- Hagkaup - pöntunarlisti Vegna sífelldra.verðbreytinga reyndist útilokað að gefa út pöntunarlista fyrir þessi jól, en við viljum þess í stað vísa á pöntunarlista nr. 3 1967 og nr. 1 og 2 1968, og gera þá ráð fyrir eðlilegum verð- breytingum sem hafa orðið síðan. Eins og venjulega er tekið á móti pöntunum í síma. Upplýsingar veittar um nýjar vörur og verð. ■^iiiiMiuuiyiutiio'iininiuiiuniiii.iuMiuimuiJiy'»»*»»»»». t.'iV.Yi i'iYim'a. •i>i,iWut>Qiiiiiiiiiiiiiiiiiii.ii>>'. n i (i i •■UUMl»lllll|l'..l’U<l»Ml*í*a<.'fc***l»*»>«'.IVIll»wl*,,»* póstverzlun Bolholti 6, símar 30980, 30975 ÞAKKARÁVÖRP Innilega þakka ég öllum þeim sem heiðruðu mig á sjötugs afmæli mínu 25. nóvember s.l. með heim- sóknum, gjöfum og skeytum og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Lifið heil. Jón Friðriksson, Hömrum. Öllum úr heimavist minni og vítt um land allt, manni, börnum, tengda- og barnabörnum, systkinum og tengdafólki, sendi ég hjartans þakkir fyrir stórar gjafir, blóm, símtöl og skeyti, þann 1. desember s.l. á 70 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur. Steinunn Hjálmarsdóttir, Reykhólum. tali við blaðið í dag: — Okkur lízt ekkert á þetta, vægast sagt. Það verður skilyrðislaust að breyta þessum lögum, svo hægt sé að vera við veiðarnar, án þess að vera^um leið að brjóta lögin. Það er staðreynd hér í Vestmanna eyjum, að hér er ekki hægt að stunda útgerð með togveiðarfær um, án þess að vera innan við þessa línu, sem nú gildir. — Eins og kunnugt er, er þann ig háttað hér, að séu ekki þessir bátar gerðir út, þá er þetta byggðarlag í voða, sagði Hilmar. — Það má alveg reikna með því, að verði farið að taka menn í landihelgi og beita þessum að- ferðum, sem beitt var í Reykja- vík núna síðast, að menn bindi báta sína, þangið til einhver breyting kemur aftur. Það er alveg útilokað annað. Það hefur enginn maður efni á því eða kær ir sig um að vera dæmdur og talinn óbótamaður vegna þessa. Veiðarnar hafa verið stundaðar svona, af því að horft hefur verið fram hjá þessu, og það látið afskiptalaust. Æskilegast væri að sjálfsögðu, að lögunum væri breytt, svo menn gætu verið við þetta, án þess að brjóta lands- lögin. — Við iítum á þetta sem lang stærsta málið, sem hefur verið á döfinni hjá okkur lengi. Þetta er náttúrlega þjóðhagslega mikið mál líka. Við vitum, að útflutn ingurinn héðan frá Vestmannaeyj um hefur rokkað þetta frá 13 —15% af heiidinni ,og hér búa 2% af þjóðinni. Það er alveg óhætt að bóka það, að--verði þetta tekið þessum tökum, legst allt atvinnuiif hér niður. Hér eru um 60 bátar gerðir út, og um 40 eiga engin önnur veiðarfæri en þessi togveiðarfæri, og útilokað er að( afla sér annarra eins og ástandið er. Um togveiðarnar sagði Sverrir Júlíusson á fundi LÍÚ í dag: ,.Ég tel ákvarðanir í \>r y ' máli megi ekki dragast lengi, ríkt sem algert öngþveiti hefur ríkt í togveiðunum lengi undanfarið. Stjórnvöld geta ekki lengur skot ið sér undan því að koma þessum málum í viðhlítandi horf, og er þatF stórfellt hagsmunamál margra útgerðarstaða að það sé gert hið allra fyrsta.“ 19,2 MILLJ. Framhaid aí bls. 1 Það hefur viðgengizt lengi að íslendingar hafi farið með ís- lenzka peninga út í stórum stíl. Er nærtækt dæmi um þetta þeg- ar kjólakaupmaður nokkur hér í Reykjavík skipti hundrað þús- und krónum í banka í London fyrir um þrem árum ,og komst það aðeins upp vegna þess að gjaldkerinn í bankanum hafi mis talið sig er hann lét manninn hafa pundin. Einhverjir aðilar í London gátu þá komið bankan- um á sporið hver þessi maður var, og fengu kassa af kampa- víni fyrir greiðann. 20% þjóðarinnar kaupir rafmagn af Rafmagnsveitum ríkisins, það er að segja dreifbýlið, Þessi 20% greiða þegar 20 til 30% hærra rafmagnsverð, en fbúar á Reykja víkursvæðinu og er ekki hægt að velta enn þessari stórauknu skuld yfir á fólk í sveitum og kaup- túnum landsins. Enn er ekki bú ið að taka neina ákvörðun um hvað gera skuli. Á þessu ári er áætlað að Raf magnsveitur ríkisins greiði 80 milljónir króna í vexti og afborg anir af lánum. Árið 1969 átti að óbreyttu gengi að greiða 90 milljónir króna í vexti og afborg anir en vegna gengisbreytingarinn ar hækkar þessi upphæð í 125 milljónir, og eru þá aðeins talin samningsbundin lán. Eins og fyrr er sagt hefur eng in ákvörðun verið tekin um hver á að greiða þær gffurlegu upphæð ir sem bætast á skuldir Rafmagns veitna ríkisins vegna gengislækk- unarinnar. Sjálfsagt verður skulda byrðinni velt yfir á rafmagns kaupendur á einn eða annan hátt. Hitt er líka til í dæminu, að láta reka á reiðanum og hætta við fyrirhugaðar rafvæðingarfram- kvæmdir á næsta ári, eða árum, og láta Rafmagnsveitur ríkisins um það höfuðverkefni að greiða gengisfellingarskuldirnar um ó- fyrirsjáanlega framtfð og mun fólk í ýmsum sveitum landsins þá þurfa að notast við olíulampana um sinn. MEÐALVERÐMÆTI Framhala ai bls. 16. aflaverðmætið í ár er aðeins um 20% af aflaverðmætinu 1966.- En aflamagnið er aðeins 15.6% af aflamagni ársins 1966. — .Yfirlitið sýnir einnig, að þær tilraunir, er gerðar voru á þessu ári til verkunar aflans um borð í veiðiskipunum langt aust- ur í hafi, svo og sala ísienzku síldveiðiskipanna á ísvarinni sfld í erlendum höfnum, hefur bækkað meðalverðmæti hins mjög svo rýra afla. Þá ræddi formaðurinn vátryggingarmál fiskiskipanna, lána- og vaxtamál o: fl., en eink um gengisbreytinguna 12. nóv. s. 1 og frumvarp það, sem lagt hef ir verið fram á Alþingi um, ráð- stafanir vegna sjávarútvegsins. Fundarstjórar voru kosnir Jón Árnason, Akranesi og Margeir Jónsson Keflavík, en fundarritari Gunnar I. Hafsteinsson. Síðan var kosin kjörbréfanefnd, og sam- kv. niðurstöðu hennar eru fulltrú ar á fundinum um 100 að tölu. Þá var kosið í aðrar nefndir fundarins, en þeim ætlað að starfa í kvöld og á morgun. Að lokinni ræðu formanns og kosningu nefnda í dag var flutt skýrsla sambandsstjórnar fyrir liðið starfsár. Var þar um að ræða umfangsmikla greinargerð um málefni sjávarútvegsins á starfsárinu og afskipti sambands stjórnarinnar af þeim. SKULDIR Framhald af bls 16 inu væri eins viðkvæmt fyrir geng isbreytingum og Rafmagnsveitur ríkisins, þar sem framkvæmdir all ar byggðust að mestu á eriendum lánum. Auk þessara skuldahækk ana bætist við að verð á olíu sem notuð er á dieselrafs'töðvar Raf- mangsveitnanna hækkar um 10 milljónir króna á ári vegna geng isbreytingarinnar. Eitt þeirra vandamála sem rfk isstjórnin á við að glíma um þessar mundir er hvernig á að mæta þessum auknu skuldum Raf magnsveitnanna og_ hvar á að taka þá oeninga. í fyrra voru gerðar þær ráðstafanir að hækka rafmagnsverð til að mæta 118 milljón króna aukaskuldinni. Um HAFÍS Framhald af bls. 16. arinnar. Sagði Stefán að skýrsla viðskiptamálaráðuneytisins væri samin með allt annað markmið í huga, og ætji hún engan veginn v:ð í þessu tilfelli. Skýrsla haf- ísnefndar sýndi noktunina þann tíma sem hafíshættan er mest, en hin meðaltalsnotkun allt árið og meðaltalsnotkun nokkurra ára. Þá væri í skýrslu viðskiptamála- ráðuneytisins talið geymslurými sem ekki hefði verið notað og ekki væri nothæft Nefndi Stefán nokkur dæmi um mismuninn á skýrslunum, og sagð ist Stefán hafa upplýsingar sínar frá síðustu dögum frá bæjar- stjórum, oddvitum og afgreiðslu- mönnum olíufélaganna f skýrslu viðskiptamálaráðuneytisins er sagt að olíubirgðir á Húsavík end ist í 133 daga en bæiarstjórinn segir þær endast í aðeins 75 daga. f Ólafsfirði er sagt að birgðirnar endist í 97 daga en mun ekki endast nema í 60—70 daga. f Hrísey er talið að olíubirgðirnar endist í hvorki meira né minna en 500 daga, en þá er talinn með geymir sem er ónothæfur, og birgðarými þar er aðeins til 60 daga. í einu tilfelli — Raufarhöfn eru olíubirgðirnar taldar muni endast lengur að dómi hafísnefnd ar en í skýrslu viðskiptamólaráðu neytisins. Stefán benti á í ræðu sinni að í ísavetri mætti búast við meiri olíunotkun heldur en í meðalári, og þyrfti að vinda bráðan bug að því að tryggja nægt geymslu rými fyrir olíu á næstunni, þar sem jafnvel mætti búast vi’ð ís við landið upp úr áramótunum. Ekki mætti láta glepjast af góð viðrinu undanfarnar vikur, því hafísinn myndaðist norður í höf um, og þar hefðu einmitt á und anförnu verið þannig Veðurskil- yrði að búast mætti við mikilli ísmyndun. GÖNG Framhald af bls. 16. flugstöðvarbyggingu á flugveUm- um. Skúli Guðmundsson talaði í tilefni af svari ráðherrans, en hann hafði viðhaft þau ummæli að nú mætti fara að sjá fyrir endann á Norðurlandsáætlun. Kvaðst Skúli, fyrir hönd þing- manna í Norðurlandskjördæmi vestra fara fram á það við ráð herrann að þingmenn fengju nú að sjá plaggið um Norðurlandsáætl un jafnvel þótt eftir væri að Skrifa nokkur orð í lok þess. f þessum umræðum töluðu einnig Gísli Guðmundsson, Ey- steinn Jónsson, Lúðvík Jósefs- son og Sigurvin Einarsson, og töluðu þeir um áætlanagerð í kjördæmum sínum. Bar þar m. a. á góma það framtak sveitarfé laga á Austurlandi að hafa að sjálfsdáðum hafizt handa um gagnasöfnun í sambandi við Aust urlandsáætlun. Þá kom það fram að Vestfjarðaáætlun nær alls ekki yfir alla Vestfirði og heldur ekki yfir stóra málaflokka þar. Stranda sýsla innsti hluti ísafjarðardjúps og Austur-Barðastrandasýsla eni ekki með í áætluninni, og þar hef ur ekki verið fjallað um sam- göngur á sjó né rafmagnsmál, sem hljóta þó að skiþta þessi byggðarlög miklu máli, engu síð ur en samgöngumálin. Á VÍÐAVANGI Framhald aí bls. 5 ríður honum ekki alveg að fullu, ef marka má frásögn Akureyrarblaðs, sem er á þessa leið: „Miklar breytingar hafa að undanförnu staðið yfir á húsi Landsbankaútibúsins á Akur- eyri og segja fróðir menn, að kostnaður við breytingarnar verði um 15 milljónir króna. Til samanburðar má geta þess, að á síðasta fundi bæjarstjórn ar Akureyrar var rætt um byggingu nýs barnaskóla, og áætlun um kostnað hljóðaði upp á 13,5 millj. kr. Eftir þessu að dæma hefði mátt byggja nýjan barnaskóla fyrir það fé, sem farið hefur í breytingarnar hjá Landsbank- anum, og hefði þó orðið eftir nægjanlegt fé til að kosta myndarlegt reisugildi. En ekki er öll sagan frá Landsbankanum sögð með þessu. í Glerárhverfi er unnið að því að setja upp útibú. Um það bil sem það tekur til starfa, er sennilegt að hafizt , verði handa með útibú í Inn- bænum, á Syðri-Brekkunni og Ytri-Brekkunni“. Þetta er sem sagt afar sól- rík lýsing á starfi Landsbank ans á Akureyri..

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.