Tíminn - 05.12.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.12.1968, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að Trmanum. Hringið í síma 12323 mmm 266. tbl. — Fimmtudagur 5. des. 1968. — 52. árg. Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augn 80—100 þúsund lesenda. I Fluttu ■ 19, farangrinum til útlanda KJ-Reyikjavik, miðviikudag. í fyrirspurnartíma í Sameinuðu Alþingi í dag svaraði viðskipta- málaráðherra m.a. fyrirspurn frá Jóni Skaftasyni um innlausn á íslenzkum seðlum í erlendum bönkum síðustu fjóra mánuði. Svar ráðherrans var stutt og lag gott: 19.2 milljónir. Jón Skaftason þakkaði ráðherra stutt og skýrt svar, og sagði að þetta sýndi að allmikið kvæði að fjárflótta úr landinu. Þess má geta, að aðeins er nú hægt að skipta 100 króna seðl- um í erlendum bönkum, svo þetta getur orðið nokkuð fyrirferðar- mikill ,,farangur“ hjá fólki sem fer með mikið af hundraðköllum út til að láta skipta þeim. Þó að það hafi ekki komið fram í umræðum á Alþingi vegna fyrirspurnarinnar, þá er ekki úr vegi að benda á að e.t.v. eiga þessi miklu seðlaviðskipti rætur sínar að rekja til þess að á tímabili í haust mun hafa verið mjög hag kvæmt fyrir fsleridinga að skipta hundrað króna seðlum í bönkum í London. Fékk fólk þá mun meira fyrir islenzku krónuna þar með því að kaupa pund, heldur en ef það keypti gjaldeyri í bönk um hér heima. Þetta var í beinu sambandi við 20% innflutnings- gjaldið, sem sett var á, og þurfti að greiða vegna gjaldeyriskaupa hér, en auðvitað ekki í London. Er talað um dæmi þess að fólk hafi farið með tugi þúsunda með sér út í hundrað köllum, og skipt sinni upphæðinni í hverjum banka, en ekki var hægt að skipta nema lítilli upphæð í hverj um banka. Framhald á bls. 14. Verið er að skipa upptækum veiðarfærum upp úr togbátunum í gærmorgun. (Tímamynd GE) Hefst verk- fallsalda í Frakklandi? NTB-Paris, miðvikudag. Víðtækasta vinnustöðvun siðan í verkfalla- og óeirðaöld unni s.l. vor, vofði yfir de Gaulle, forseta, og stjórn hans í dag, en 57000 fastráðnir starfsmenn hjá Renault-bíla- verksmiðjunum sem eru rdkis- reknar, ætla að láta hálfs dags vinnustöðvun koma til fram- kvæmda á morgun, fimmtu- dag. Vinnustöðvun þessi verð ur fyrsta skipulagða mótmæla starfsemin gegn hinni ströngu sparnaðarásetlun frönsku stjórn arinnar, en óttast er að frek ari vinnustöðvanir fylgi á eftir. Fimm af sjö verksmiðjum Renault-bílahringsins verða fyr ir barðinu á vinnustöðvun starfsmannanna, en verksmiðj urnar eru staðsettar í nánd við París og í Norður-Frakk- landi. Vinnustöðvunin var til- kynnt af tveim stærstu verka lýðssamböndum Frakklands, OGT, sem kommúnistar ráða, og DFDT, þar sem jafnaðar- menn halda um stjórnartauma. Framhald á bls. 14 ALGJORT ONGÞVEITI I MÁLUM TOGBÁTA FB-Reykjavík, miðvikudag. | við land, en á aðalfundi LÍÚ í 11. desember var öUum þeim bát- Það mun vera samhljóða álit dag komst Sverrir Júlíusson for- um, sem sekir liafa orðið um fisk flestra, að ekki megi dragast maður sambandsins svo að orði, | veiðibrot frá ársbyrjun 1965 til lengur að ákveða, hvað gert verð að algjört öngþveiti hafi ríkt I 1. desember í ár, gefnar upp sak- ur í sambandi við togvciðar hér í togveiðunum lengi undanfarið. ir. Á mánudag voru svo fjórir Halda gerlinum á lífi í gialdþrota fyrirtæki tGÞ—Reykjavík, miðvikudag. Þessa dagana er verið að fara yfir bókhald Sana h.f. á Akureyri, sem lýst hef- ur verið gjaldþrota. Fyrirtækið er enn starfrækt með fimm mönnum, þar sem óger- legt er talið að loka því, þrátt fyrir gjaldþrotið, þar sem gífurleg verðmæti mundu fara forgörðum með slíkum aðgerðum. Þykir tapið vera orðið nóg. Nauðsynlegt er m.a. að starfrækja fyrirtækið til að halda lífi í ölgerlinum, og einnig til að koma í verð á annað hundrað tonnum af bjór, sem þar eru á lager. Kröfulýsingarfrestur vegna gjaldþrotsins verður ekki út- runninn fyrr en í april í vor Hins vegar má reikna með því að hægt verði að setja eigur fyrirtækisins á uppboð upp úr áramótunum. 1 Það, sem mun hafa orðið Sana h.f. að falli er hár stofn- kostnaður. Fyrirtækið seldi vel eina helztu framleiðslu- vöru sína Thule-ölið, en það dugði ekki til að mæta þeim byrðum. sem stofnað hafði verið til í byrjun. Ekkert liggur enn fyrir um e.ndanlegar skuldir fyrirtækis- ins. Talað hefur verið um milljónaskuld í útihúi Lands- bankans á Akureyri, en ein- staklingsábyrgðir munu vera fyrir miklu af ikuldunum við útibúið, og eru fjárhagslega sterkir aðilar í þeim ábyrgð- um, eins og Eyþór Tómasson í Lindu, sem er einn af hlut- höfunum í Sana h.f. Þá hefur ■það vakiö athygli í þessu máli að kona útibússtjóra Lands- bankans á Akureyri er einn af hluthöfunum í Sana h. f. Sana h.f. er búið nýjum vél- um til ölgerðar og gosdrykkja framleiðslu og byggði á sínum tíma hús vfir starfsemi sína á Oddeyri. Engar horfur eru á öðru en verksmiðjan haldi á- fram starfsemi sinni í höndurn nýrra eigenda, þegar gjald- þrotamálið hefur verið til lykta leitt. Þá er líka til sá möguleiki að fyrirtækið verði áfram í höndum núverandi eig enda, og þá verði viðhöfð sú aðferð, að núverandi eigendur bjóði að greiða vissan hluta af kröfunum, og eftirstöðvarnar verði látnar niður falla. bátar teknir að ólöglegum veið- um út af Gróttu, og hafa þeir allir hlotið dóm, 40 þúsund kr. sekt og afli og' veiðarfæn verið gerð upptæk. Við hringdum í dag í Óskar Magnússon skipstjóra í Vestmanna eyjum og spurðum hann um álit hans á þessum málum. Sagði ,hann m.a.: — Það verður að gera eitt- hvað í þessu og það stxax. Á- standið hefur verið ómögulegt, enda þótt mér hafi líkað prýði- lega, að allir hafa getað veitt inni í landhelgi og ekkert hefur verið gert, aðeins kært, og svo hafa menn fengið að fara út aftur og halda áfram veiðum. En þetta er auðvitað ófært í raun og veru. Ég fyrir mitt leyti vil að öllum verði leyft að veiða inn að þrem ur mílum, allt í kring um landið, á þessum trollveiðum, en síðan verði allt friðað þar fyrir innan eins og fyrr. — Ég tel ekki neina hættu stafa af þessum togveiðum inn að þremur mílunum. Við þurfum ekki að óttast ofveiði lengur, þar sem við erum lausir við alla út- lendingana, sem áður voru hér alveg upp í fjöru. Viðhorfið er allt annað núna en þá. Um dómana yfir bátunum fjór um fyrir skömmu, sagði Óskar: — Dómsmálaráðherra er bara að fría sig. Hann hefur hvorki frið Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.