Tíminn - 05.12.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.12.1968, Blaðsíða 8
8__________________________________________________TIMINN_________________ _______________FIMMTUDAGUR 5. desember 1968. EINAR ÁGÚSTSSON: ÞINGMANNAFUNDUR- INN I BRUSSEL Eins og komið hefur fram að undanförnu sótti ég fund Norð ur-Atlantshafsþingsins, sem haldið var í Briissel dagana 11. —15. f.m. Þegar ég kom heim h'áðu forráðamenn félaganna Varðbergs og Samtök um vest- ræna samvinnu að segja nokk- uð frá þessum fundi. Það g,erði ég hinn 23. nóvember s.l. og fer hér á eftir það helzta, sem þar kom fram. Eins og sjálfsagt flestir vita var Atlandshafsbandalagið eða Nato stofnað hinn 4. apríl 1949 í Washington og verður því senn 20 ára gamalt. 12 ríki undirrituðu stofnsamning- inn: Belgía Danmörk, Frakk- land, fsland, Ítalía, Kanada, Holland, Noregur, Portúgal, Bretland og Bandaríkin. Hinn 22. október 1951 fjölgaði aðild- arríkjunum í 14, þar sem bæði Grikkland og Tyrkland undir- ritUðu samninginn þann dag og þrem árum síðar eða í desem- ber 1954 bættist Vestur-Þýzka land í hópinn. Urðu ríkin þannig 15 og hefur sú tala hald izt síðan. Norður-Atlantshafssamning- urinn er í 14 greinum og eru helztu greinarnar vafalaust þessar: a) 6. greinin, sem ákvarðar það svæði, sem samkomulagið tekur til, b) 5. greinin, sem kveður á um það að vopnuð árás á einn aðilann eða fleiri í Evrópu og Norður-Ameríku, eins og þar segir, skuli -talin árás á þá alla, og c) 2. grein- in sem hvetur til efnahagssam- vinnu á milli aðildarríkjanna og vinsamlegra milliríkjavið- s'kipta. Það tók nokkur ár að breyta samningnum í stofnun, ef svo má að orði komast. Starfsem- in var í smáum stíl í fyrstu, en er nú orðin all umfangs- mikil. Nú eru stjórnardeildirn ar aðallega tvær, annars vegar sú sem annast varnarmál sam- takanna, SACEUR og hins veg ar er svo Nato-ráðið, þar sem öll ríkin eiga fasta fulltrúa með sendiherranafnbót. Jafn- framt starfa ýmsar nefndir og ráð að málefnum samtakanna og ein slík er þingmannasam- band Nato eða Norður-Atlants hafsþingið eins og það mun nú heita. Þetta samband var stofnað árið 1955, aðallega fyr- ir forgöngu norska þingmanns ins Finn Moe, sem enn sækir fundi þess. Þingmannasambandið hefur fastar skrifstofur í Briissel. Þar starfar fastráðinn framkvæmda stjóri og nokkurt starfslið að því takmarki samtakanna að glæða áhuga aðildarríkjanna á starfsemi Nato kynna það starf, sem þar fer fram og auka eftir föngum alveg sérstaklega þá efnahagslegu samvinnu sem 2. grein samningsins fjallar um og ég áðan nefndi. For- seta kýs sambandið hins vegar til 1 árs í senn, sitt árið frá hverju landinu Síðastliðið kjö: tímabil gegndi þessu starfi Séð yfir hinar nýju aðalstöðvar NATO i Brússel. þingmaður frá íslandi Matthías Á. Mathiesen og vil ég gjarn- an láta það koma fram hér, að hann þótti hafa rækt for- setastörfin með prýði. Auk Matthíasar sóttu fund inn að þessu sinni Benedikt Gröndal, Friðjón Þórðarson og , ég. Þinginu var skipt í 5 nefnd- ir: Stjórnmálanefnd, Hermála nefnd, Efnahagsmálanefnd, Vísinda- og tækninefnd og Menntamálanefnd, og skiptum við landarnir þessum störfum á milli okkar. Ég átti sæti í Menntamálanefnd og voru það aðallega tvö mál, sem þar voru á dagskrá þ.e. upplýsinga- og útbreiðslustarfsemi annars veg ar og hins vegar vandamál æskufólksins, sem alls staðar hefur verið ofarlega á baugi að undanförnu. M.a. var út- býtt í nefndinni ýmsum skýrsl- um, sem safnað hafði verið á vegum formanns hennar Karls Mundt senators frá Suður-Da- kóta um þær mótmælaaðgerð- ir, sem stúdentar sérstaklega hafa gengizt fyrir í ýmsum borgum víðs vegar um heim, og var þar talsverðan fróð- leik að finna. Um þetta mál- efni, æskuna og sambúð henn- ar við þá eldri, fóru fram mikl- ar umræður í menntamálanefnd inni, sem margir þekktir þing- menn frá ýmsum löndum tóku þátt i. en ekki skulu þær frek- ar raktar að sinni. Hinar einstöku nefndir komu sér saman um allmargar tillögur sem síðar voru lagðar fyrir þingið í heild og hlutu þar allar staðfestingu. Til þess að gefa nokkra mynd af því. sem þarna fór fram mun éa geta þessara tillagna í örstuttu máli. Frá menntamálanetnd komu 2 tillögur Önnur um sameig inlega athugun Nato og Þing- mannasambandsins á ung- mennavandamálum í aðildar- ríkjunum, en hin um námskeið í stjórnunarfræðum, er halda skal í Belgíu sumarið 1969. Frá Vísinda- og tækninefnd ein tillaga um aðstoð frá Nato til að gefa út landfræðilegt rit um Norður-Atlantshafssvæðið, eins og þar er nánar skil- greint. Frá hernaðarnefnd- inni kom tillaga um áskorun til ríkisstjórna þátttökuríkj- anna að stýðja og framkvæma ályktun ráðherrafundarins um aukinn herstyrk og framlög í því skyni. Frá Efnahagsnefnd komu hvorki meira né minna en 6 tillögur, enda var for- maður hennar sprenglærður þýzkur hagfræðiprófessor. Til lögurnar voru þessar: a) Um milliríkjaverzlun — þ.e. að vinna að niðurfellingu tolla o. fl. b) Um alþjóðasamvinnu á sviði peningamála. c) Um eir- ingu Evrópu. d) Um samvinnu til framþróunar. e) Um meiri greiðslujöfnuð milli aðildarríkj anna. f) Um varúðarráðstafan ir vegna lokaðra siglingaleiða. Frá stjórnmálanefnd komu einnig 6 tillögur Sú fyrsta fjall aði um ástandið við Miðjarð- arhaf og í nálægri Austurlönd- um. Önnur fjallaði um samn- inga við Sovétríkin í því skyni að draga úr vígbúnaði. en sú þriðja um sambúð Sovétríkj anna og Vestur-Þýzkalands Fjórða tillagan ^ar um ástand- ið í Grikkiandi askorun til grísku herforingjastjórnarinn- ar um að endurreisa þingræð ið tafarlaust m.a. með þvi að gangast fyrir lýðræðislegum kosningum. Fimmta tillaga stjórnmálanefndar'nnar var á- skorun til meðlimaríkjanna að veita blngmannasambandinu nokkra fiárupphæð til að nota á ýmsan hátt, sem nánar er greint í tillögunni Þá er að- eins eftir að geta um eina til- löguna, þessa sem mesta at- hygli hefur vakið hér á landi, enda mjög að vonum þar sem hún snertir málefni íslands beint. Þessi tillaga var borin fram af þrem þingmönnum frá Bretlandi, Þýzkalandi og Kan- ada og var fyrsti flutnings- maður hennar Roberts Ed- wards sem mörgum íslending um er að góðu kunnur m. a- fyrir vinsamlega afstöðu í okk- ar garð í þorskastríðinu svo- nefnda. Tillagan vísar til verð- lækkunar íslenzks gjaldmiðils og þess hversu íslendingar eru háðir fiskveiðum og fiskiðn- aði og minnir á efnahagsleg- an tilgang þingsins eins og hann er skilgreindur í 2. grein Nato-samningsins. Ályktunin er síðan þannig, í lauslegri þýðingu minni: Þingið leggur til að Nato-ráðið skuli hið bráðasta fara fram á það við stjórnir meðlimaríkjanna að aðstoða ísland með því að gera kleift að bæta og breikka grundvöll efnahags og iðnaðar í landinu. Málsatvik voru að öðru leyti þau, eftir því sem ég bezt veit, að R Edwards kom að máli við Matthías Mathiesen og tilkynnh honum að hann mundi flytja tillögu í stjórn- málanefndinni um málefni ís- lands um það bil klukkustund áður en tillagan kom fram. Þeir Matthías, Friðjón og Bene dikt báru þá saman bækur sín- ar og kom ásamt um að engin ástæða væri til annars en að taka tillögunni vel. en mennía- málanefnd nafði lokið störf- um þennan dag, þannig að ég var nýfarinn úr byggingunni. þegar bessi tundur sendinefnd- arinnar vaj- haldinn Síðar var tillaga kynnt ráðamönnum hér heima símieiðis og munu þeir ekki fremu" en nefndar- menn hafa séð ástæðu til þess að amast við þeirri umhyggjn fyrir málefnum fslands sem þessi vinveittu þingmenn frá Bretlandi, Kanada og Þýzka- landi vildu láta koma fram í tillöguformi á þinginu. Vegna þeirra blaðaskrifa, sem orðið hafa í blöðum hér, vil ég láta það koma fram að ég hef enga ástæðu til annars en að trúa því að tillagan hafi komið þing mönnum stjórnarflokkanna í sendinefndinni jafnt á óvart og hún kom mér, og veit ég raunar að því er þann veg far- ið. Ég skal svo að lokum bæta því við hér, að persónuleg við- brögð mín við tillögunni voru þau að ég hefði fremur kosið að hún hefði ekki komið fram, en fannst eftir það ekki ger- legt að mæla gegn henni. Að öðru leyti var það sem fram fór í áðalatriðum þetta: Matthías Á. Mathiesen greindi frá störfum þingsins á liðnu starfsári. Manlio Brosio framkvæmdastjóri, lýsti starf- semi Nato og því sem þar er efst á baugi um þessar mund- ir, Halvard Lange ræddi ýmis alþjóðamál. Lennitzer, yfirmað ur herafla Nato-ríkjanna ræddi m.a. atburðina í Austur- Evrópu á s.l. sumri og við- brögð manna á Vesturlöndum við þeim og Piesse Harmel, utanríkisráðherra Belgíu ávarp aði fundarmenn. Eins og menn vita hefur þingmannasamband Nato hvorto völd né fjármagn yfir að ráða Það kemur saman til þess að ræða hin ýmsu mál- efni og gerir ályktanir þegar því bíður svo við að horfa. Þessar ályktanir ganga til Nato \ ráðsins og skilst mér að mjög . sé undir hælinn lagt hver ör- , lög þeirra verða. Má því e.t.v. segja að slíka: samkomur séu ; Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.