Tíminn - 05.12.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.12.1968, Blaðsíða 7
FTMMTUDAiSUR 5. desember 1968. TIMINN Heimavistarskóli við Steinsstaðalaug Kylega var staddiur hér í borg inmi Björo Bgilsson, oddviti í Skagafirði. Tíminn tækifærið og spurði 'hanm um ýmdslegt varðandi sfcóliamiálni í sveitinni og hér- aðinu ylfirleitt, en fyrir noklkr- um áruim komu Lýtingar upp myndartegu skólahúsi hjá sér, sem stendur við Steinsstaða- laug. — Hvað er langt síðan kennsla hófst í skólaMsinu? — Bygging skólah'ússins hófst árið 1946. Húsiinu var ekki að fullu lokið fyrr en laust eftir 1960, en kennsla hófst í því strax á árinu 1949. Þá var þar eingöngu barnaskóli og allt fram til ársins 1965, þegar stofnuð var unglinga- deild við sfcólann. — Hvernig er aðstaða þarna fyrir unglingafcennslu? — Fyrsta veturinn var að- eins um fyrra stig skyldunáms- ins að ræða. En svo gerðist það, að á árinu 1965 keypti Lýtingsstaðahreppur jörðina Laugarból, sem liggur að skóla ióðinni. Þar var íbúðarhús, heitt vatn og góðar lóðir sem fylgdu. Haustið 1966 var lokið endurbótum á ibúðarhúsinu, svo að þar var hægt að koma fyrir heimavist fyrir ungling- ana. Þá var hægt að hefja \ kennslu í báðum bekkjum skyldunámsins við skólann. Á því ári keypti ríkið og hreppur ínn gamalt samkomuhús þarna á staðnum. Það var endurbætt og ^ett í það kennslustofa. svo alls voru kennslustofurnar orðnar fjórar í skólanum. þrjér í sjálfri skólabygging- unni og ein í endurbættu sam komuihúsinu. — Hefur svo unglinga kennsla farið fram í skólanum síðan? — Já, já. Hún hefur farið fram í þessu húsnæði. f ungl- ingadeildinni hefur verið nokk uð af nemendum úr öðrum sveitum, bæði unglingar utan úr Fljótum og annars staðar að. Skólinn hefur verið full- skipaður eftir þvi sem húsnæði hefur leyft, og fjórir kenndu þar s.l. vetur. / — Nú hefur verið sagt, að fyrirhugað væri að bygaja heimavistarskóla i Varmahlið? — Unglingaskóli byrjaði þar árið 1966. eða ári síðar en hjá ofckur. En kennsla hefur þar farið fram í félagsheimil- inu, og heimavistin hefur verið í kjallara hússins. Og manni heyrist að þeir sem þar ráða málum telji þessa vist í félags heimilinu ekki heppilega til frambúðar. — Og kemur til máls að þið sláið ykkur saman? — Það liggur efckert fyrir um það, eins og er. —En hver er þín skoðun á málinu? — Ég tel hagkvæmara bæði fyrir rífcið og þá sem borga hlutann á móti ríkinu, að u* Rætt við - ! Björn Egils- son, oddvita byggja heimavist við Steins- staðaskóla, þvi að þá mundi vera hægt að kenna þar öllum unglingum úr héraðinu, sem ekki fara í skólann á Sauðár- króki. Þetta yrði mikið heppilegra og ódýrara en að byggja allt upp að nýju í Varmahlíð. Eins og kunnugt er, þá er Steinsstaðaskólinn ekki nema 10 fcm sunnar en Varma- hlíð, og aðstaða að engu leyti verri en í Varmaihlíð til skóla- halds. Ég lít svo á, að staðar- val til fcennsluhalds á þessu svæði eigi ekki að vera tilfinn- ingamá.1, heldur verði hagsýni og hagræði haft í huga. En ef á að ræða málið út frá hinni tilfinningalegu hlið málsins, þá má benda á, að Sveinn Pálsson fæddist á Steinsstöðum, en hann var eins og kunnugt er, einn gagnmenntaðastur íslend- ingur á sdnum tíma, og því eigi í kot vísað að gera Steinsstaði að skólasetri. — En hafa ekki verið byggð ir aðrir skólar i héraðinu und anfarið? — Það er nýreist gagnfræða skólahús á Sauðárkróki, eða nokkur hluti þess, sem notað- ur verður í vetur. Það var full þörf á þessu og þegar skóla- byggingunni er lokið, á skól- inn að geta rúmað alla nemend ur í hóraðinu í þriðja og fjórða bekk gagnfræðasti.gsins. Skól- inn er fyrst og fremst reistur fyrir bæinn, en hreppsfélög í nágrenninu, eins og Ripur- hreppur og Skarðshreppur munu ætla að fá inni fyrir skyldunámið í þessum nýja sfcóla Sauðárkróks. GOLDEN ICELAND er tvímælalaust bezta gjöfin til ættingja og vina erlendis Síimivcl Golden lceland eftir franska rithöfundinn Samivel er sígilt landkynningarrit á ensku, sem að list- rænni gerð lesmáls og mynda, ber af flestum öðrum samkynja bókmenntum. Þetta er bókin sem mun bera hróður íslands um allan heim. VERÐ KR. 698,00. ALMENNA BÓKAFÉLAGID LOFTSIGLINGIN Loftsiglingin eftr Per Olof Sundman, er trábær saga byggð á sönnum heimildum. Hún lýsir fífldjarfri filraun sænsks verkfræðings, S- A. Andrées og tveggja félaga hans til að sigla í loftbelg yfir Norðurpóiinn. Þeir félagar lentu í hinum verstu hrakningum og tilrauninni lauk með miklum harmleik, sem uppgötvaðist ekki fyrr en rúmum 30 árum eftir að leiðangur Andrées lagði upp frá Svalbarða. Bólcin er frumleg og rauntrú frásögn mikils skáids af þessum atburðum og hlaut bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs 1967. Verð til félagsmann er kr. 395,00. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.