Vísir - 16.08.1977, Blaðsíða 1
Ungur maður réð unnustu sinni bana í nágrenni Reykjavíkur:
ENN ÓVÍST HVORT MORÐ-
IÐVAR FRAMIÐ f BÍLNUM
Ungur maður skaut unn-
ustu sína til bana síðdegis í
gær i námunda við
Reykjavík og gerði siðan
tilraun til að svipta sjálfan
sig lífi, en sú tilraun mis-
tókst. Hann fannst særður í
bíl sínum í grennd við
STÆRSTA
HEIMILI
LANDSINS
SJÁ BLS. 2
Skák á
torgi
Guðmundur Sigur-
jónsson, stórmeistari
i skák. var einn þátt-
takenda i skákmótinu
á Lækjartorgi. Hér
sést hann rabba við
Jóhann örn Sigur-
jónsson áður en slag-
urinn byrjaði.
— Sjá bls. 3.
Killinn laiinst á afleggjara i'rá Hauðliólum að Suðurlandsvegi og sneri
Irá Hauðhólasvæðinu. Visismynd l,.A.
Rauðhóla og unnusta hans
látin við hlið hans. Hún
hafði verið skotin nokkrum
riffilskotum og hafði hann
auk þess skotið sjálfan sig í
brjóstið vinstra megin og
gert tilraun til að skera á
slagæð. Maðurinn liggur
nú á gjörgæsludeild Borg-
arspítalans, en er ekki í
lifshættu.
Það var rétt um klukkan 17.30
að maður kom á lögreglustöðina i
Arbæjarhverfi og tilkynnti að
eitthvað væri athugavert við bil
er stæði á afleggjara frá Suður-
landsvegi að Rauðhólum. Tveir
lögreglumenn fóru þegar á vett-
vang og kölluðu siðan á sjúkralið.
Bíllinn stóð á vinstra vegar-
helmingi á afleggjaranum og
sneri i átt frá Rauðhólum. Fólk er
átti leið þarna hjá i bil hafði
numið staðar og farið að athuga
hvort eitthvað væri að og siðan
var komið boðum til lögreglu.
Maðurinn sat þá undir stýri
bilsins nokkuð særður og stúlkan
við hliö hans i framsæti og var
hún látin. Maðurinn sagöi ekkert i
fyrstu frá þvi að hann hefði skotið
stúlkuna, en nokkru siðar skýrði
hann lögreglunni frá þvi að hann
hefði skotið hana með riffli og
siðan hleypt af skoti á sjálfan sig.
Það skot hafnaði neðarlega i
kviðarholi hans vinstra megin og
fór kúlan út um bakið. 1 bilnum
fannst rússneskur riffill, 22
caliber.
Rannsóknarlögregla rikisins
hóf þegar i stað rannsókn málsins
undir stjórn Þóris Oddssonar
aðalfulltrúa. Samkvæmt þeim
upplýsingum sem Visir fékk i
gærkvöldi hjá Þóri og Erni
Höskuldssyni deildarstjóra, er
maðurinn fæddur 1955 og stúlkan
sömuleiðis. Þau munu hafa verið
heitbundin og búið i Reykjavik,
en maðurinn hefur dvalist er-
lendis að undanförnu og kom
heim fyrir fáum dögum. Billinn
er af gerðinni Peugeot 204 og er
með erlendu númeri.
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem Visir hefur aflað sér voru all-
ar rúður bilsins heilar en einn
brestur i framrúðu vinstra
megin. Er með öilu óvist að
verknaðurinn hafi verið framinn
á þeim stað sem billinn fannst á
og ekki er vitað hve löngu áður en
fólk kom að. Ekki er vitað um
ástæður fyrir þessum hörmulega
atburði.
Rannsóknarlögregla rikisins
hafði laust fyrir hádegi enn ekki
náð til allra nákominna aðstand-
enda stúlkunnar sem skotin var
til bana i gærdag, né heldur til
allra ættingja piltsins er verknað-
inn framdi. Var þvi óskað eftir
þvi að nöfn þeirra yrðu ekki birt
að svo stöddu.
Fjölmennt lið rannsóknarlög-
reglumanna hefur unnið við mál-
ið án hvildar frá þvi i yær og
miðar rannsókninni allvel
— SG
Byrjað að
endur-
byggia
strax í dag
llelgi Eysteinsson, l'orstjóri
Geysis skoðar brunarústir
skrifstofu verslunarinnar við
Aðalstræti i morgun. Aðalskrif-
stolan er inest brunnin á ann-
arri hæð bússins, og þar varð
sprengingin sem lyfti þaki húss-
ins frá. Starfsfólk Geysis beið
eltir tryggingamatsmönnum i
morgun, og eftir heimsókn
þeirra átti að taka til óspilltra
málanna við að byggja upp aft-
ur. ,,Við reynum að koma versl-
uninni i gang aftur sem fyrst,"
sagði Helgi.
Skeifan á innfelldu myndinni
liékk yfir dýrum annars skrif-
stofuherbergis i búsinu. Þar
brann ekki neitt, en skemmdir
urðu af vatni.
ÓH/Vísismynd:ÓH
Hvemig vœrí að bregða
sér Ifl Stykkishólms?
Sjó ferðakynningu Vísis ,,Á FARALDSFÆTI" á bls. 8 og 9
B——'
Mœlti ekki leggja þunga-
skatt á fólk eins og bíla?
Páll Bergþórsson kemur víða við i veðurbók
vikunnar á bls. 10-11