Tíminn - 21.01.1969, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.01.1969, Blaðsíða 1
Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu Gerizt áskrifendur að Tímanum. 80—100 þúsund lesenda. Hringið í síma 12323. 16. tbj. — Þriðjudagur 21. jan. 1969. — 53. árg ATVINNULEYSISBÆTUR 1.2 MILLJ. KRÓNA FRÁ ÁRAMÚTUM KJ-Reykjavík, mánudag. — Frá og með deginum í dag hafa verið greiddar 1.296.730,00 ki'ónur í at- vinnuleysisbætur í Reykja- vík, frá áramótum, sagði Eyjólfur Jónsson, skrifstofu stjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins, í dag, er blaðið leit aði hjá honum upplýsinga. Eyjólfur sagði að á öllu ár- inu 1968 hefðu verið greiddar samtals 6.789.924, 00 krónur í atvinnuleysis- bætur, og var eitthvað greitt alla mánuði ársins. Af þessari upphæð voru greiddar 1.416.730,00 krónur í desember. Samkvæmt upplýsingum frá Dagsbr'ún fá tovæntir menn krónur 296.00 í at- vinnuleysisbætiur á dag, sex daga vikunnar, og auk þess 280 krónur fyrir hvert barn, en hámarksbætur eru 395 kr'ónur og verða ekki hærri þótt börnin séu mörg. Ein- hleypingar fá 256 krónur á dag sex daga vikunnar. Til samanburðar má geta þess, að byrjunarlaun samkvæmt 2. texta Dagisbrúnar eru kr. 53,87 á tímann. Gamlir menn og öryrfkjar sem njóta atvinnuleysisbóta Pramhald á bls 14 Dæmt í fyrsta sinn í Hæstarétti í máli frá rannsóknardeild ríkisskattstjóra. Fyrirtækið Póló greiði nær 13 millj. í ríkissjóð Hinn nýi forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon ásamt fjölskyldu sinni. Nixon í hátíðarræðu sinni í Washington í gær: •..■•■•'■átítesf) í fyrsta sinn vinnur nú tíðarandi í þágu friðar NTB-Washington, mánudag. Það var stór dagur fyrir banda- ríska republikana, sem eftir langa bið og mæðu, fylgdu sínum manni í forsetastólinn í dag. Milljónir Ný mótmrt alda I Prag NTB-Prag, mánudag. Stúdentar og verkamenn í Prag gengu tugþúsundum saman um borgina í dag til þess að heiðra minningu hins 21 árs gamla stúdents Jan Palachs, sem dó á sunnu dag af völdum brunasára þeirra er hann hlaut í fyrj^i viku, þegar hann reyndi nð svipta sig lífi með því að kveikja í sjálfum sér í mót Framhaia a bls 14 sjónvarpsáhorfenda í Bandaríkjun- um og um víða veröld fylgdust með innsetningarathöfninni sem var sjónvarpað með aðstoð gervi- hnatta- Nærfellt tvær milljónir manna stóðu við breiðgötuna milli þinghússins og Hvíta hússins, og fögnuðu Nixon eftir eiðtökuna. Nixon vann eið sem 37. forseti Bandaríkjanna í Capitole og fluttl síðan innsetningarræðu sína til mannfjöldans af tröppum þig- hússins og var hún helguð friði í heiminum og sáttum milll hinna stríðandi afla Bandarfkjanna. Ræöa Nixons við innsetninguna er talinn líkjast á margan hátt ræðu þeirri er John F. Kennedy flutti af tröppum Capitole 1960. eftir að hafa sigrað Nixon. í ræðu sinni sem var 2 þús. orð tók hann ekki fyrir nein höfuðvanda- mál sérstaklega eins og til dæmis Vietnam stríðið. eða kynþáttaóeirð irnar en hann gerði grein fyrir lífsskoðun sinni og gaf með al- mennu orðalagi til kynna hvaða stefnu yrði fylgt næstu fjögur ár- in í Ilvíta húsinu. í ræðu sinni við embættistök-1 samkeppni um að auðga tilveru una í dag hvatti Nixon, 37 forseti allra mannp. Bandaríkjanna, hinn kommúnist-j Ræðuna flutti Nixon, aðeins ízika hluta heimsins til að hefja; nokkrum mínútum eftir að inn- ásamt Bandaríkjunum friðsamlega setningarathöfnin hafði farið fram. samkeppni, e'kki um landvinninga Hann lagði til að lagt yrði kapp eða stækkun áhrifasvæða, heldur Framhald á bls 14 IGÞ-Reykjavík, mánudag. Fallinn er í Hæstarétti dómur í máli því, sem ákæruvaldið höfð- aði gegn Þorsteini Þorsteinssyni, eiganda Lakkrísgerðarinar Póló í Kópavogi. Með dómi Hæstréttar er Þorsteini gert að greiða um 13 milljónir króna til ríkissjóðs og Styrktarsjóðs lamaðra. En gjald- skyld framleiðsla fyrirtækisins á Iakkrís árin 1961—1964 hefði átt að nema 169.328 kílóum miðað vlð keypt hráefni. Hefði fyrirtækið því átt að greiða rúmlega sjö milljónir í lögboðin tollvörugjölfl, að viðbættum þeim nær átta hundr uð þúsundum, sem það raunar greiddi í tollvörugjöld á fyrr- greindu tímabili. Þetta er fyrsta mál, sprottlð af störfum rannsókn ardeildar ríkisskattstjóra, sem tek ið er til dóms í Hæstarétti. Það var á árinu 19G4, sem rann sóknardeild ríkisskattstjóra hóf at huigun á viðskiptum nokkurra verzl ana við Sælgætisgerðina Póló í Kópavogi. Við rannsóknina kom í ljós, að fyrirtækið virðist lítið bók hald hafa fært, og einnig taldi rannsöknardeildin, að það hefði ekki staðið ré'ttilega skdl á opin- berum gjöldum, einkum gjaldi af innlendum tollvöruteigundum. Hins vegar bar eigandi fyrirtæk isins því við, að hann héldi ekki bófkihaid yfir viðskiptavini sína, þar sem honum bæri ekki að greiða söluskatt. Segir sí'ðan í bréfi, sem ákærði skrifaöi rannsóknardeild- inni: Ég hef ekki ráð á að hafa skrifistofu fyrir þennan lftilfjör- lega iðnað minn, enda bæri hann ekki skrifstofumann, gæti þá eins lokað og hætt starfsemi minmi . . . Vegna þessarar atvinnu hef ég greitt tolla og skatta, sem gengið hafa svo nærri vmér, að tvísýnt hefur horft til mánnsæmandi lífs- afkomu . . . Við gagnasöfnun rannsóknardeild ar ríkisskattstjóra kom í ljós að hráefniskaup Póló voru mjög van talin á árunum 1961—1964. Var málið síðan sent Sakadómi Reykja víbur til meðferðar vegna gruns um, að fyrirtækið hefði ekki greitt Framhaid á bls 14 Bygging nýrrar sútunarverksmiðju undirbúin Aætiun tilhúin 1. marz: ? IGÞ-Reykjavík, mánudag. Finnarnir, sém hér hafa ver- ið til ráðgjafar um endurbygg ingu sútunarverksmiðjumiar á Akureyri, eru nú farnir utan. Þeir dvöldu í Reykjavík í þrjá daga, 15.—17. janúar. Erlendur Einarsson, forstjóri Sambands ísl. samvinnufélaga sagði Tím aiium í dag að Finnarnir niundu gera drög að skipulagi og uppsetnlngu hinnar nýjr sútunarverksmiðju Yrðu þau byggð á þeim viðræðum, sem hér hafa farið fram, og væri meiningin að áætlun Finnana vrði tilbúin marz n.k. Finnarnu tveir, sem hér verið, hafa Iengi verið í góð- um kynnum við íslenzka sam- vinnumenn. Fyrirtæki þeirra rekur stærstu sútunarverk- smiðju á Norðurlön'dum, en beir 'sem komu hingað voru að- alframkvæmdastjóri fyrirtæk isins og aðalframleiðslustjóri. Tímann fram ao 1. marz kvaðst Erlendur ætla að nota til að ræða við aðila hér um fjáröflun ti) byggingarinnar. Hann sagði ennfremur að bú ið væri að hreinsa mest allt á brunastað. Væri unnið fyrir norðan ai miklum dugnaði og krafti að því að undirbúa allt á staðnum undiv næsta áfanga. t /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.