Tíminn - 21.01.1969, Blaðsíða 3
ÞMÐJUDAGUR 21. janúar 1969.
Meö
morgun-
kaffinu
Mamma var að leggja litla
kútinn um kvöldið:
— Ef þig vantar svo eitthvað
í nótt, þá kallarðu bara á
mömmu, og þá kemur pabbi.
Það var glæsilegt kalt borð
í veizlunni. Þegar Stefán kom
í þriðja sinn með hlaðinn disk,
gat konan hans ekki orða
bundizt:
— Skammastu þín efeki,
Stebbi að láta fólk sjá, hvað
þú borðar mikið?
— O-nei, elskan mín. Núna
í síðustu ferðinni sagðist ég
vera að ná í fyrir þig.
Þegar dýrin voru að ganga
út úr Örkinni hans Nóa, sneri
ffllinn sér að flugunni, sem
kom á eftir honum og sagði:
— Ýttu ekki svona á mig.
— Mig myndi langa til að
vera við jarðarför í dag,
— herra, sagði skrifstofusend
illinn.
— Nú já, svo þig langar til
að vera við jarðarför — sagði
skrifstofustjórinn, — en það
munt þú ekki gera í dag.
— Ég veit að ég mun ekki
gera það, — sagði sendillinn,
— en engu að síður mundi mig
langa til þess.“
•— Hvaða jarðarför er það?
— spurði skrifstofustjórinn.
— Yðar herra, — svaraði
drengurinn.
Kvenþjóðin þarf ýmislegt að
þola.
— Ástin mín, þú veizt hvað
ég elska þig innilega. Ég myndi
ganga út í eld og vatn, þín
vegna, hjartans elskan mín. Ég
kem í kvökhklukkan 8,30 og
þá getum við farið í bíó. Ef
það verður rigning máttu ekki
búast neitt frekar við mér.
Þinn elskandi Elías.“
Venjulega syngja þeir hæst
í kirkjunni, sem syngja falskt.
SPORT
Ljóðhneigður ungur maður:
„Eruð þér hrifnar af Jónasi
Hallgrimssyni?“
Ung kona: „Ó, hafið þér
ekki hátt. Maðurinn minn er
svo hræðilega afbrýðissamur".
Það var í háhýsi inni é
Kleppsvegi.
— Fyrirgefið þér, ég á
heima á hæðinni hérna fyrir
neðan. Ekki mynduð þér vilja
vera svo elskulegur' að lána
mér útvarpið yðar í kvöld?
— Jú, jú, það skal ég gera.
Eigið þér von á gestum?
— Nei, við vorum nú bara
að hugsa um að sofa.
Nei, tautaði gamli bátsmaður
inn, það gat ekki endað nema
með skelfingu fyrir skipstjóran
um. Honum var nær að hafa
það eins og skipið hans, byrja
með kampavíni og halda sig
svo við vatnið.
Svo var það náunginn, sem
byrjaði að hamstra frímerki,
þegar hann heyrði að burðar-
gjaldið ætti að hækka.
„Þið skuluð eldki vera hrædd
um okikur, við æitlum aðeins
að litast svolítið um í heimin-
um.“ Þannig hljóðaði orðsend
ing sem tvær fimmtán vetra
danskar stúlkur sendu vinum
og vandamönnum heima í Dan-
mörku, þegar þær voru stadd-
ar í þýzlkri hafnarborg.
Stúlkurnar tvær voru bekkj-
arsystur og nánar vinkonur.
Þær komust í kynni við sj'óliða
af frönsku skipi, og hann lof-
aði þeim að hann skyldi leyna
þeim um borð í skipi síiu,
þannig að þær kœmust úr
landi. en stálkurnar voru
haldnar miikilli löngun til þess
að skoða sig um í heiminum.
Stúlkunum gekk í fyrsitu vel
að leynast á skipinu, en að þvi
ralk þó, að skipstjórinn fann
þær. Þegar skipið yfirgaf
Trequer voru stúlkurnar skild-
ar þar eftir, en dönsk yfirvöld
sáu um að korna þeim flugleið-
is heim, um Paris. Á ferð
sinni með franska skipinu
'komu þær orðsendingju til ætt-
menna sinna í land með vimi
sínum, hásetanum. Dönsk yfir-
völd skýrðu frá því, að frá upp
hafi hafi ebki verið gert mik-
ið veður út af þessu, hins veg-
ar myndi foreldrum stúlkn-
anna vera sendur reikningur
fyrir tveim flugmiðum, frá
Trequer, um París tii Kaup-
mannahafnar.
★
Hans Stormoen, nefnist
þessi náungi með hníffinn í
hálsinum. Rieyndar sbendur
hnffurinn ekki á kafi, þetta er
atriði úr kvikmynd, sem dansk
ir eru að gera, og nefnist hún
,.Klabautermanden“ gerð eftir
samnefndri skáldsögu Aksels
Sandemose. Framleiðendur
myndarinnar hrósa sér af því
m. a. að í þessari kvikmynd
sé í fynsta sinn framið morð
þannig að hvert smáatriði
glæpsins, viðbrögð morðingj-
★
ans og fórnariaimibsins, er
greinilega sýnt á bvíta tjald-
inu. Ástæðurnar fyrir mprðinu
eru annars þær, að ungíir sjó-
maður ræðst að eiginmanni
ástmeyjar sinnar, þar sem
hann liggur í rúminu, og sveifl
ar hnífnum um það bil fimm
sinnum mót honum. Gamli
maðurinn grípur um hálsipn,
★
blóðiÖ spýtist út og litar hann
allan, rennur í lækjum yfir
brjpst hans, litar sængurfötin,
sjómaðurinn kastar sér yfir
hann, dregur út vopnið.
Kvikmynd þessi er ebki með
öllu fullgerð, en frumsýning
mun sennilega fara fram í vor.
en efftir er að taka nokkur úti
atriði, en beðið er betra veð-
urs. Eiginmanninn leikur
norski leiikarinn Hans Stor-
moen, en bokkól hans damski
leikarinn Claus Nissen.
★
Eins og menn eflaust rekur
minni til, þá urðu hér á landi
talsver'ðar umræður eftir ára-
móitin um gölluð blys og flug-
plda, innflutt. Voru blys þessi
mjög ranglega merkt, þannig
að eldurinn stóð út um öfugan
enda blyssins, beint í andlit
þess sem á hélt. Margir munu
hafa hlotið brunasár af, og
bendir þetta til þess, að mjög
verði að herða eftirlit með inn-
flutningi blysa og annarra þess
konar hluta, því ótækt er að
flytja inn svo hroðvirknislega
gerða vöru. Nú hafa Danir
'kvartað yfir blysum, sem þeir
notuðu um áramótin. Dönsk
blöð hafa mikið skammazt yfir
því, að inn skuli fíuttur jafn
hættulegur varningur, án þess
að sómasamlegt eftir'lit sé haft
með honum. Danir kvarta líka
yfir því, eins og við,1 að mörg
innfluttu blysanna hafi verið
ranglega merkt, og því hafi eld
tungan gosið út um rangan
enda blysanna. Þá herma
dönsk dagblöð, að mjög mik-
ið hafi verið að gera á slysa-
varðsbofu'm í Danmörku um
áramótin, vegna þess arna.
— EigtS þir ekki skál meS stærri stöfum? Hann er
lega svo nærsýnn.
I