Tíminn - 21.01.1969, Qupperneq 14

Tíminn - 21.01.1969, Qupperneq 14
BREZK KNATTSPYRNA Framhald af bls 12. Framhald af bls 12. Cariisle — Sheff. Utd. 0—1 Ghariton — Derby 2—0 Huddersf. — BrisW City 4—1 Midd'lesbr. — Millwall 1—1 Norwioh — Bolton 2—0 Portsmuth — Fulham 3—1 Preston — Aston Villa 1—0 SKÁKMÓT Framhald af bls. 5 sjöttu umferð sem tefld var í dag hafði Fri'ðrik svart gegn Ostoijis og vann skákina auðveldlega. Friðrik hefur nú 3% vinning og teflir á morgun við Eee og hefur hvítt. HÆSTARÉTTARDÓMUR Framhald af bls. 1. lögskipað gjald af framleiðsluvöru eiioi til ríkissjóðs. Nauðsynlegt þótti að kanna bók haldsgögn þau, sem kynnu að vera í fyrirtækinu, eða í höndum eigenda. Var kveðinn upp úrskurð ur um húsleit. í húsakynnum fyrir tækisins fannst ekkert, sem að gagni mætti koma við rannsókn málsins, en á heimili eiganda fannst all mikið af bókhaldsgögn um. Voru gögn þessi sett í endur skoðun. Beindist athugun á þeim að því að finma grundvöll áð á- lagningu tollvörugjalds á fram- leiðslu fyrirtækisins árin 1961— 1964. Þessi athwgun tók um sjö májiuði. Samkvæmt umsögn endur skoðandans, Ragniars Ólafssonar, kemur fram að gögnin, sem_ farið var eftir, voru stílabækur. í þess ar bæikur var færður daglega meg inbluti sölu, annar en staðgreiðsla. Staðgreiðslan var aftux á móti færð á laus blöð. f dómsskjölum kemur fram, að eigandi Póló hefur á árunum 1961—1964 greití lögboðin toll- vörugjöld af 18.900 kílóum með krónum 785.862.00. Samkvæmt á- l'tsgerð efnaverkfræðinganna Að- alsteins Jónssonar og Jóhanns Jak obssonar hefði gjaldskyld fram- leiðsla Póló á lakkrís mi'ðað við keypt hráefni átt að nema á nefndu tímabili 169.328 kílóum meira. Póló hefði því borið að greiða kr, 7.042.903.56 í tollvöru gjöld, lapk fjárhæðar þeirrar, sem fyrirtækið raunar greiddi. Segir í málsskjölum, að ljóst sé að hér sé um að ræða hámark undan dregins gjalds miðað við þau gögn, sem fyrir liggja í málinu. Við ákvörðun tollvöraigjaldsins var tekið tillit til nokkurrar óvissu við mat á því, hversu mikið magn full unninnar vöru fæst úr ákveðnu magni hráefnis. Tekið er og til- lit tiil framiburða um hráefnissölu. En að þessum atriðum athuguðum og fleiru telst hið undandregna tollvöruigjald hæfilega ákvarðað krónur 4.930.032.49, og ber að daema ákœrða til að greiða þre- falda þá fjárhæð, eða krónur 14. 790.097.47 til Ríkissjóðs íslands segir í forsendum umdirréttar- dóms. Skylt er að greiða í Styrktar- sjóð fatlaðra þrjlár krónur af hverju kiílói af fullunnum lakkrís. Hóf Póló greiðslur þessar frá og með maímánuði 1962 og greiddi þær til ársloka 1964 af sama magni og fyrirtækið gaf uipip til tollvörugjalds. Var ákærður í undirrétti dæimdur til að greiða sjóðnum krónur 277,200.00. Þá var ákærði dæmdur til nokkurrar refs inigar í undiirrétti og er hún ákveð in söm í hæstarétti. Ákærði er ævilangt sviptur leyfisbréfum iðju og tollvörugerðar. Kveðinn var upp dómur i Hæsta rétti í mláli þessu 16. janúar s. 1. og fer dómsorð hér á eftir: „Saka-ratriðum er lýst í héraðs dómi, og er háttsemi á-kærða færð þar til réttra refsi'ákvæða. Ákvæði héraðsdóms um refs- ingu ákærða ber að staðfesta, þó svo að frestur til greiðslu sekta-r vecði 4 v-ikiur frá birtingu dóms þessa. Þegar virtir eru alli-r málavext- ir, þar á meðal óvissa um hlut- fall milli magns hráefnis og fram leiddrar vöru, rýrnun hráefnis og fullunninnar vöru og svo sala á- kærða á hráefni, þykir hæfilegt, að ákærði greiði samkvæmt 7. gr. sbr. 2 gr. laga nr. 60/1939 gjald í ríkissjóð, kr. 12.677.22640, og gjald samkvæmt 1. gr. Iaga nr. 25/1962 í Styrktarsjóð fatlaðra kr. 237.636.00. Ákvæði héraðsdóms um svipt- ingiu réttinda og málskostnað vérða staðfest. Ákærði greiði kostnað af á- frýjun málsins, þar með talin sak sóknarlaun í ríkissjóo, kr. 60.000. -00, og laun verjanda síns kr. 60. 000.00. Dómsorð: Ákærði, Þorsteinn Þorsteinsson, Bróðir okkar Halldór Jónasson S frá Hrauntúni andaöist 18. janúar að Hrafnistu. Elísabct Jónasdóttir, Bjarni Pétur Jónasson. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmm Önfirðingar og aSrir velunnarar nær og fjaer. Þökkum innllega auðsýnda samúð og alla vinsemd við andlát og jarðarför — Sigríðar Sturludóttur frá Breiðdal. Óskum ykkur alirar blessunar á nýja á-rln-u. Aðalsteinn Guðmundsson og börnln, Flateyrl. Ólöf Bernharðsdóttir og Sturla Þórðarson, Breiðdal. ^mmmmmmmmmmmmmmmmmrnmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Hjartans þökk tll allra, er sýndu okkur samúð og vlnarhug við andlát og jarðarför Halldór* Einarssonar, Laugateigi 54. Jóna Jónsdóttir og synlr. Ég þakka Innilega öllum, n»r og fjær, sem auðsýndu samúð og vináttu við andlát og úfför konu minnar, • Lydíu Pálsdóttur Hofsnesi. Guð blessi ykkur öll. Bjarni Sig-urðsson. TÍMINN greiði tor. 20.000.00 setot í rfkis- sjóð, og komi varðhald 20 daga í stað sektar, ef hún verður ekki greidd icrnan 4 vi-kna frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði í ríkissjóð kr. 12.677.226.40 og í Styrktarsjóð fatlaðr-a kr. 237.636.00 Ákvæði héraðsdóms u-m svipt- ingu róttinda og málskostnað eru staðfest. Ákærði greiði kostnað af áfrýj un -málsin-s, þar með talin sak- sóknarlaun í ríkdssjóð, kr. 60.000. 00 og lapn verjanda sírrs, Guðmund ar Ingva Sigurðssonar hæstarétt- arlögmanns, kr. 60.000.00. Dóminum ber að fullnægja með a'Óför að Iögum.“ MÓTMÆLAALDA Framlhnld af bls. 1. mælaskyni við ritskoðun og aðrar þvingunaraðgerðir Sovétríkjanna í Tékkóslóva kíu. Wenceclas-torgið, gamla aðaltorgið í Prag, var þak ið mannhafi f dag og eru þetta mestu fjöldamótmæli síðan fyrsti forseti Tékkósló sióvakíu, Thomas Masaryk, var borinn til grafar árið 1937. Ekki kom til teljandi árekstra milli mannfjöld- ans og fjölmcnns Iögreglu- liðs sem gætti opinberra bygginga og sovézkra bæki stöðva. Meðan hundruð þúsunða gengu skipulega sorgargöngu um miðborgina í Prag, gaf tékkneska ríkis stjórnin út tvær yfirlýsing ar. Önnur var þess efnis að stjórnin muni seinna í þess ari viku koma saman til sér staks fundar í sambandi við þá erfiðleika sem landið á nú við að stríða. Einnig var frá því skýrt að sovézk seiidincfnd væri komin til Prag til að ræða vandamál viðvíkjandi dvöl sovézkra hersveita á tékkneskri grund. f kvöld hélt Svoboda for- seti ræðu og skýrði þá frá því, að annar stúdent, og að þessu sinni í Pilsen, liafi helt benzíni yfir föt sín og kveikt í, og reynt með þessu móti að svifta sig lífi. FYRIRLIÐINN AFÞAKKAÐI Framhald af bls. 13 D. Fernando Fern-ández de Miguel (18) D. Juan-Ant Medina Baleniiaiga (7) D. Francisco López Balcells (13) D. José Rochel Morales (13) D. Alfredo Alonso Valenci-ano (2) D. Fernando d-e Andrés Asín (1) E. Eleuterio Mirete Cortés (7) Landsleikirnir fara fram lauga-rdaginn 25. janúar, tol. 15,30 og sunnudaginn 26. jan- úar, kl. 16,00. Þessir leikir verða nr. 6 og 7 milli land- anna áður hafa úrslit or'ðið þessi: ísland—Spánn 17:20 í Bilbao ísland—Spánn 22:13 í Keflav. ísland—Spánn 23:16 í Keflav. ísland—Spánn 17:29 í Alicante ísTand—Spánn 18:17 í Madrid Dómarar verða Jac Rodil og Jan Christensen frá Dan- mörku. ATVINNULEYSISBÆTUR Framhald af bls. 1. þurfa eins og aðrir íð hafa unnið í sex mánuði á síð- ustu 12 mánuðum, samkv. kjarasamningum verkalýðs- félaga, yera vinnufærir og hafa full rét-tindi i v-erka- lýðsfélögum. Sigurður Guð- geirsson hjá Dagsbrún gaf þessar upplýsingar, og sagði hann að mjög áriðandi væri að menn létu skrá sig sem fyrst til að njóta atvinnu- leysisbóita, og menn yrðu að gæta réttinda sinna í verka lýðsfélögum, vera fuRgildir Skuldlau.sir meðlimir. NIXON á eftir stjórnmálalegum Iejðujn að draga úr vígbúnaðarkapphlaup inu, auka frið meðal manna og bæta kjör hinna fátæku og van- -nærðu. „Það sem við æskjum er opinn heimur, opinn fyrir nýjum hug- myndum, opinn fyrir ski-pti á mönn um og varningi. Við æskjum þess, að enigin þjóð, hvorki stór né lftil, þurfi að lifa í einanigrun. Við get um etoki vœnzt þess að allar þjóð ir verði oiklkur vinveittar, en við getum hagað fnamferði okkar á þann veg að þjóðlönd verði ekki fjendur okkar. Þeim sem ættu að vera andstæðingair oktoar munum við bjóða til frið-samilegra samn- ingaviðræðna í því skyni < að auðga mannlífið.“ — Ég hef nú ucinið guði mín- um og samlöndum þess eið að standa vörð u.m bandarísku stjórn arSkrána. Við þann eið vil ég bæta þessarri skuldbindingu: Ég mua helga embætti m-itt, starfs- orku mín og aHa þá stjórnkæn-sku se.m ég h-ef til að bera í þágu friðarins, sa^ði hinn nýkjörni for- seti. Nixon endurtók yfirlýsingu eina, sem hann gaf, þegar ..ann var út nefndur forsetaframbjóðandi repu blikana í þaust: — „Eftir tímabil ögraaa og deilna erium við nú á leið inn í samninigatímabil." Hinn nývígði forseti talaði til bandarísku þjóðarinaar a-f tröpp um Capitole. í ræðu sinni minnt ist hann ekki á nýframkomið til boð Sovétrikjanna um að hefja viðræður um takmörkua á smíði eldflauiga til hernaðar. Samkvæmt upphaflegum áætlunum áttu þess ar viðræður að hefjast s. 1. su-mar, en ekkert varð úr þeim vegna inn rásarinnar í Tékkóslöva'kíu. Eitt kjörorða Nixons í kosn- ingabaráttuani í haust var: ,Fram í sameiningu“ og í vígslu- ræðunni Iagði hann áherzlu á það. Jafnframt því sem við lær- um að ganga veginn fram á við í saimeiuingu hér heima fyrir, verðum við að læra að halda í sameiningu á framfarabraut með öllu mannkyni. Setjum okkur þetta að markmiði: Rýmum til fyrir friði þar sem hann er ó- þekktur, komum á friði, þar sem ófriður ríkir og gerum friðinn var- anlegan þar sem hann er aðeins til bráðabirgða. En Nixon, sem í kosningabar- áttunni gerðist talsmaður auk- inna varna í Bar.daríkjunum, bætti við: — Við skulum gera öll- um ljóst sem lá-ta freistast af veik ieiika að Bandaríkin geta verið eins sterk og þörf er á eins lengi og nauðsyn krefur. Hann sagði að sá friður sem Bandaríkin leit- uðu eftir, fælist ekki í sigri yfir nokkru öðru landi. — Við verðum að viðunkenna að við erum ríkir af efnislegum gæðum, en fátækir í aadanum. Við náum ti-1 mánans með dásam- legri nákvæmni. En hér á jörð- inni ræður misræmið. Við erum bundin í viðjar stríðsias, þó að við sjálfir ós-kum friðar. Við er- um sundruð, en óskum einingar. Hvert 5sem við lítum finnum við verkefni sem bíða úrlausnar sagði forsetina. Hann bað banda- rísku þjóðina að leita í fari sjálfr ar sín að svari við kreppu and- ans. Það var að heyra að Nixon gagnrýndi. loforðið um „Hið mikla samfélr.g" — The Great Society, — sem tvær síðustu rík- isstjórnir demókrata hafa básún- að út.: — Á þessum erfiðu árum hafa Bandarikia þjáðst vegna orðagjálfurs, vegna uppblásinnar ræðumennsku, sem lofar meiru, en nokkrir möguleikar eru á að ÞRIÐJUDAGTTR 21. Janúar 1969. efna fjarstæðukennda mælsku sem breytir óáaægju í hatur í- burðarmikillar mælsku, sem slær föstu í stað þess að vera sann- færandi með rökfestu. Við getum ekki lært af hver öðrum fyrr en við hættum að hrópa hivorir á aðra, ekki fyrr en við tölum svo rólega að það heyrist hvað við erum að segja, ekki aðeins radd- hreimuri-nn. Hin nýja ríkisstjórn mua hlusta. Við munum reyna að hlusta á nýjan hátt á rödd hjart- ans, á hinar þjáðu raddir, á reið- ar raddir, á þær raddir sem orðn- ar eru örvæntingarfullar vegna þess að á þær hefu-:- ek-ki verið hlýtt. Nixon bað bandarísku þjóðina u-m að reisa sér .aadans kirkju" — Hver og einn verður að leggja í þá byggingu smátt og smátt með an hann venst nábúa sinum og hjálpar honum. Nixon bað baada- rísku þjóðina um að nota sér for- setaskiptin. Hann sagði að þau gætu verið up-ph-af stefnu sem gætu haft úrslitaþýðingu fyrir næstu áratugi eða árahundruð. — Mesti heiður sem mannky-nsagan gæti veitt ofckur er titillinn „frið- aruppbyggjandi". Þennan titil höf um við nú möguleika á að öðl- ast“. PRENTUÐU EYÐUBLÖÐ grunsamleg ávísun til kaups og gaif hann upp nafn mannsins, sem gaf tékkann út, en hann fannst ekki strax. í morgun' komu síðan tveir ungir menn, annar 19 ára en hinn 21 árs, á skrifstofur rann sóknarlögreglunnar og játuðu að hafa falsað tékkaeyðublöðin og gefið út ávísanir á Sparisjóð Horna fjarðar. Þeir voru að skemmta sér fyrr greint laugardagskvöld og urðu uppiskroppa með peninga. Datt þá í hug að búa til eigin ávísana eyðublöð og selja. Fóru þeir í prentsmiðju, sem annar þeirra var nemi í, og hófst hann handa við prentunina. Vissu þeir ekki einu sinni hvort til væri sparisjóð ur á Hornafirði, en þótti það samt sennilegt. Fundu piltarnir mynda mót af þorski og puntuðu pa^pír ana með honum. Segjast þeir hafa prentað 14 eyðublöð en ekki hafa gefði út nema 9 eða 10 þeirra, og hafi þeir selt þær allar fyrrgreind an laugardag og sunnudag. Gekk þeim vel "að selja þessa tékka og var aðeins einn aðili sem ekki vildi kaupa. Þess ber að geta, að í rauninni er ekkert óeðlilegt þótt þessar fölsku ávísanir gengju út. f landinu eru fjölmargir sparisjóð ir þar sem viðskiptavinir geta lagt inn á ávísanareikninga og er tæpast við að búast að kaupmenn og veitingamenn og aðrir sem taka við tékkum sem greiðslu þekki útlit allra tékkhefta sem í notkun eru. f þessu tilfelli mis notaði prentneminn sér aðstöðu sína svo hrapallega að nota vélar prentsmiðjunnar og þá fcunnáttu sem hann hefur aflað sér í prent listinni til að falsa tékkaeyðublöð. Litu því pappírarnir siæmilega trú verðuglega út og komst ekki upp um fölsunina fyrr en tékkamir bárust til banka. Sparisjóðsstjórinn á Hötfn í Hornafirði, Kristján Imsland, sendi út eftirfarandi tilkynningu, en eins og hún ber með sér er tilkynning in skrifuð áður en sökudólgarnir gáfu sig framt Föstudaginn 17. janúar bárust oss reikningar Seðlabanka íslands yfir ávísanainnlausnir 14. og 16. sama mánaðar og kom þá í ljós að komnar eru i umferð falskar ávís anir á Sparisjóð Hornafjarðar. Eru ávísanir þessar prentaðar á gulan pappír með grænu letri, þorski í grænum stórum hring fleti í efra horni og útgefnar á sparisjóðsbækur, en þessháttar tékkaviðskipti við sparisjóðinfi eru ekki starfrækt og hefir sparisjóð urinn aldrei látið prenta slík tékk hefti.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.