Tíminn - 21.01.1969, Blaðsíða 9
ÞREOHJDAGUR 21. janúar 1969.
TIMINN
Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Pramkvæmdastióri: Kristján Benediktsson Hitst.iórar Pórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og indnði
G. Þorsteinsson Pulltriii ritstjórnair- Tómas Karlsson Auglýs
ingastjóri: Steingrimur Gíslason RitstjómarskrifstofuT > Eddu-
búsvnu. símar 18300—18306 Skrifstofur Bankastræti 7 Af
greiðslusimr 12323. Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur
sími 18300 Asknftargjald kr 150,00 á mán innanlands —
í lausasölu kr. 10,00 eint. — Prentsmiðjan Edda b.í
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON:
1
Stöðvun bátaflotans
Það eru hörmuleg tíðindi, að verkfall er nú hafið á
nær öllum bátaflotanum. Þessi tíðindi eru enn hörmu-
legri vegna þess, að verkfallið er bein afleiðing af íhlut-
un og lagasetningu ríkisstjórnarinnar. Vafalítið hefði
ekki til þessa verkfalls komið, ef ríkisstjórnin hefði lát-
ið samningsmál sjómanna og útgerðarmanna afskipta-
laus og útgerðarmenn og sjómenn fengið einir að fjalla
um þau, eins og vinnulöggjöfin gerir ráð fyrir.
Verkfallið er bein afleiðing þeirra laga, sem sett
voru að frumkvæði Eggerts Þorsteinssonar sjávarútvegs-
málaráðherra. Með lögum Eggerts var gerbreytt þeim
hlutaskiptagrundvelli, sem haldizt hefur um langt skeið.
og kjör sjómanna stórlega skert. Vel má vera, að þessi
grundvöllur hafi verið orðin eitthvað úreltur, en þá var
það útgerðarmanna og sjómanna að semja um það.
Það er fyrir neðan allar hellur, að ríkisstjórnin hefji
afskipti af kjarasamningum áður en viðkomandi aðilar
hafi sjálfir fjallað um þá.
Viðbrögð sjómanna hafa að sjálfsögðu orðið þau, að
þeir liafa krafizt bóta til að vega á móti nokkrum hluta
þeirrar skerðingar, sem hlýzt af löggjöf ríkisstjómar-
innar. Útgerðarmenn telja sig hinsvegar verða að halda
því, sem ríkisstjórnin hefur rétt þeim. Þannig hefur
komizt það kapp í málið, sem hefur leitt til verkfalls.
Hér hefur gerzt sama sagan og á síðastl. ári^þegar
ríkisstjórnin afnam lögin um verðtryggingu launa með
þeim afleiðingum, að verkalýðshreyfingin taldi sig til-
neydda að hefja stærsta og dýrasta verkfall, sem háð
hefur verið á íslandi. Þessu verkfalli hefði vafalaust
mátt'"'afsíýra, ef atvinnurekendur og launþegar hefðu
rætt málið áður en lögin voru sett. Lagasetningin hleypti
kappi i báða aðila og leiddi þannig til verkfallsins.
Þannig býr þjóðin nú við ríkisstjórn, sem með óþörf-
um og óviturlegum lagaboðum skapar úlfúð og sundur-
lyndi milli þeirra, sem þurfa að vinna vel saman og
þó aldrei fremur en þegar erfiðleikar steðja að þjóð-
inni.
Vonandi verða þessi skaðlegu afskipti ríkisstjórnar-
innar ekki til þess, að bátaflotinn stöðvist lengi. Sjó-
menn hafa líka gert sitt til lausnar málinu með því að
setja fram mjög hóflegar kröfur. Raunverulega krefjast
þeir ekki annars en þess, sem aðrar stéttir hafa þegar
fengið. Aðstaða útgerðarmanna er hinsvegar ekki góð
sökurn þess, hvernig að þeim hefur verið búið. En
væri það þó ekki útgerðarmönnum nær að krefjast held-
ur lækkunar á vöxtum og sköttum en að hafna sann-
gjörnum óskum sjómanna?
Þjóðin skilur það vel, að fátt er henni mikilvægara
en að eiga góða sjómannastétt. Bezta trygging þess er
sú, að sæmilega sé að sjómönnum búið. Með það í huga,
ber útgerðarmönnum og sjómönnum að semja strax.
Lagabrot
Öafsakanleg er sú ákvörðun verðlagsyfirvalda að
fresta ákv'öröun fiskverðsins, þótt lög mæli svo fyrir að
fiskverðið skuli ákveðið fyrir áramót. Meðiþessu er jafn-
framt íafið fyrir lausn verkfallsins, því að miklu auðveld-
ara er fyrir sjómenn og útgerðarmenn að semja eftir
að þeim er kunnugt um fiskverðið. Þess verður því að
krefjast, að þessu lögbroti verði hætt og fiskverðjð ákveð
ið tafarlaust.
Það má ekki viðgangast, að verðlagsyfirvöld óvirði
lögin og brjóti þau að vild sinni.
Útgerðin og fiskiðnaðurinn
verða að auka vöruvöndun
Fiskmat og fiskverS þarfnast einnig endurskoðunar með tilliti til þess
Gaman og alvara
um aflakónga
Sá, sem þetta ritar, átti fyrir
skömmu tal við mann, sem hef-
ur fylgzt með sölu íslcnzkra
sjávarafurða 'um langt árabil.
Talið barst að því, hvaða þrösk
uldur væri mestur á vegi okk-
ar í þeim efnum. Svar hans
fólst í einu orði: Aflakóngarn-
ir. Þessu svari var varpað fram
bæði í gamni og alvöru. Það,
scm hann átti við, var í raun-
inni það, að of mikil áherzla
væri lögð á mikinn afla, en of
lítil á vöruvöndun. Þessvegna
væri mikið af þeim fiski, sem
bærist að landi, Iéleg vara, þótt
hún gæti verið gæðavara, ef
rétt væri unnið. Raunar væru
aflakóngarnir hér ekki einir í
sök. Fiskmat, fiskvinnslustöðv-
ar og verðlagsyfirvöld sjávar-
afurða ættu hér ekki síður hlut
að máli.
Það er álit margra, sem vel
þekkja til þessara mála, fyrr
og nú, að vöruvöndun íslend-
inga í sambandi við framleiðslu
fiskafurða, einkum þó hrað-
frysta fisksins, hafi farið hnign
andi hin síðari ár. Þetta sé nú
eitt allra alvarlegasta mál þjóð
arinnar, þar sem samkeppni
fari harðnandi á fiskmörkuðun-
um og þeir, sem hafi beztu
vöruna á boðstólum muni þar
helzt halda velli.
Nokkrar ásakanir
Ýmsar ástæður eru færðar
fyrir hnignandi vöruvöndun ís-
lendinga á sviði fiskframleiðsl-
unnar. Eftirgreindar ástæður
heyrast oft nefndar:
Of mikil áherzla er lögð á
mikinn afla og beitt er veiðar-
færum, sem fara illa með fisk-
inn. Meðferð fisksins í bátun
um sé ábótavant. Oft berist því
að landi fiskur, sem sé raun-
verulega orðin úrgangsvara.
Ýmsar hinna nýju véla, sem
eru notaðar í frystihúsunum,
fara stundum illa með fiskinn,
og yfirleitt er eftirlit ekki eins
mikið þar með vöruvöndun og
áður var. Einkum á þetta við
stóru frystihúsin í mestu afla-
hrotunum.
Fiskmatið er ekki jafn traust
og áður fyrr. Flokkunarreglur
þarf að endurskoða og fylgja
þeim fastar eftir.
Fiskverðið þarf að vera
breytilegra eftir því, hvernig
fiskurinn og framleiðslan er,
og þarf vafalaust að endur-
skoða það mál frá rótum.
Sá, sem þetta ritar, treystir
sér ekki til að dæma um, hve
réttmætar þessar ásakanir eru
og hve mikinn þátt hver ein-
stök kann að eiga í þeirri
öfugþróun, sem virðist óum-
deilanleg: Vöruvöndunin er
ekki eins mikil og áður, enda
þótt nýjar kröfur neytenda
krefjist síaukinnar vöruvönd-
unar.
Mlklll afll eða
góður afli?
íslendingar þekkja það af
garaalli og nýrri reynslu, að
sjávarafli er stopull. Þeir verða
að búa sig undir það, að svo
geti orðið einnig í framtíðinni.
Einkum ber að búa sig undir
þetta, þar sem brezki land-
helgissamningurinn getur stað
ið í vegi þess um ófyrirsjáan
legan tíma, að íslendingar geti
hagnýtt sér allt landgrunnið.
Með tilliti til þessara stað-
reynda, verður að ákveða
meginstefnuna í sjávarútvegs
málum, þ.e.a.s. hvort við eigum
að stefna að því að hafa sem
allra mestan afla, hvernig sem
hann er, eða hvort við eigum
fyrst og fremst að stefna að því
að hafa góðan afla og nýta hann
sem bezt.
Mikilvægi vöru-
vöndunar
Það er sammæli þeirra, sem
til þekkja, að íslenzki fiskurinn
sé mikil gæðavaia. fslendingar
eiga því að geta selt úrvalsvöru
og verið hvað það snertir í
fremsta sæti á fiskmörkuðun-
um, ef nægilega er sinnt því
verkefni að hafa vöruvöndun-
ina í sem allra bezta lagi.
Stopulum sjávarafla verður
líka bezt mætt með því, að sá
fiskur, sem að landi berst, sé
sem allra bezt nýttur og því
fáist sem allra hæst verð fyrir
hann.
Ef íslendingum tekst að
skapa það álit, að fiskafurðir
þeirra séu framúrskarandi
gæðavara, stafar þeim minni
hætta, hvort heldur er af stop-
ulum sjávarafla eða verðfalli á
erlendum mörkuðum.
Þessvegna er ekki ofsagt, að
vöruvöndun sé eitthvert allra
stærsta mál þjóðarinnar og á
henni byggist afkoma þeirra,
sem stunda sjávarútveg og fisk-
vinnslu, meira en flestu eða
öllu öðru.
í fremsta sæti
Sú var tíðin, að íslenzkur salt
fiskur þótti betri en annar salt-
fiskur á erlendum mörkuðum.
Vel má vera, að svo sé líka enn.
Það hefur heyrzt minna af
umkvörtunum í sambandi við
hann en frysta fiskinn.
Frysti fiskurinn íslenzki þótti
líka í upphafi frábær vara og
hélzt svo lengi vel, enda voru
íslendingar forustuþjóð á þessu
sviði. Nú hafa aðrar þjóðir auk-
ið samkeppnina á þessu sviði og
orðið æ skæðari keppinautar.
Nú er því ekki einu sinni nóg,
að standa í stað, heldur að gera
enn betur. Hér þarf stöðug
framför að eiga sér stað til að
fullnægja nýjum og breyttui*
kröfum neytenda.
Útgerðin og fiskiðnaðurinn
þurfa að vera í sem nánustu
sambandi við þá, sem annast
sölu afurðanna á hverjum tíma.
Ef vel væri, þyrfti að hafa
alveg sérstaka menn, sem önn-
uðust markaðsrannsóknir, og
leggðu á ráðin um vöruvöndun
og breytingar á framleiðslunni.
Hér má ekki vcrða nein kyrr-
staða, ef keppinautarnir eiga
ekki að komast fram úr.
\
Athyglisvert dæmi
Nýlega hefur verið skýrt frá
því opinberlega af manni, sem
vel þekkir til, að hægt væri að
auka sölu á frystum fiski ís-
lendinga til Bandaríkjanna um
mörg hundruð millj. kr. á ári,
ef breytt væri um vinnsluað-
ferð. En til þess að það sé
öruggt, þurfa frystihúsin að fá
gott hráefni og þau sjálf að
kappkosta vöruvöndun.
Þetta ér glöggt dæmi um
þann árangur, sem hægt er að
ná, ef kapp er lagt á vöruvönd-
un og vel er fylgzt með breytt
um óskum og kröfum neytenda
og þess gætt að reyna stöðugt
að vera í fremsta sæti.
Vöruvöndunarmálið er því
eitt stærsta mál þjóðarinnar.Al f
þingi og ríkisstjórn eiga að
láta þetta mál taka til sin og
Iáta fara fram á því athugun í
samráði við viðkomandi stéttir
og stofnanir, hvar við stöndum
raunverulega á þessu sviði,
hvaða umbóta og cndurbóta
kunni að vera þörf, og ganga
síðan vel til verks með því
ákveðna liugarfari, að íslenzkar
sjávarafurðir verði ávallt í
fremsta sæti á erlendum mörk-
uðum. Það er öruggasta undir-
staðan, sem hægt er að tryggja
sjávarútveginum og fiskiðnað-
inum.
fslenzk vöruvöndun
Ef það orð kemst á, að ís-
lendingar framleiði betri og
vandaðri fiskafurðir en aðrar
þjóðir, verður það ekki aðeins
sjávarútvegi þeirra og fiskiðn-
aði til styrktar. Það j myndi
einnig greiða fyrir sölu ís-
lenzkra iðnaðarvara. íslending-
ar fengu orð á sig fyrir vand-
virkni og vöruvöndun, líkt og
Svisslendingar og Danir. Hjá
Dönum hefur t.d. risið upp á
síðari árum allskonar smáiðnað
ur, er rutt hefur sér braut
um víða veröld. Það hefur ver
ið sagt í gamni og alvöru, að
þetta sé m.a. að þakka því
áliti, sem danskir ostar og
danskar pylsur hafa unnið sér.
Það hefur áreiðanlega verið
dönskum iðnaði ómetanlegur
styrkur erlendis, að danskar
landbúnaðarvörur voru búnar
að" afla danskri vöruvöndun
mikils álits víða um lönd.
Þessvegna hvílir hér mikil
ábyrgð á fiskiðnaðinum vegna
hans sjálfs og annarra atvinnu
greina. En hann á þá líka þá
kröfu, að vera ekki látinn
svelta fjárhagslega, eins og
gerzt hefur hin síðari ár. Undir
slíkum kringumstæðum er
ekki hægt að gera sér von um,
að mikil framför verði.
ÞRIÐJUDAGSGREININ
i vm