Vísir - 26.08.1977, Blaðsíða 1

Vísir - 26.08.1977, Blaðsíða 1
Föstudagur 26. ágúst 1977 206. tbl. 67. árg. Sími Vísiser 86611 Skaftárhlaup hafíð Hlaup er komið I Skaftá, og fylgir þvl mikil jöklafýla. Varö fyrst vart viö hlaupiö á bænum Skaftárdal I fyrrinótt, og siöan hefur þaö vaxiö nokkuö og er nú fariö að flæöa yfir veginn hjá Skaftá rdal. Guölaug Þorbergs- dóttir, húsfreyja I Skaftárdal, sagöi I samtali viö VIsi i morgun aö enn hefðu ekki oröiö neinar skemmdir af völdum hlaupsins, en ef aö likum léti ætti þaö eftir aö vaxa næstu daga. A símstööinni á Kirkjubæjar- klaustri fengum viö þær upplýs- ingar i morgun aö þar væri ill- þolanlegt vegna jöklafýlu, en aö ööru leyti væru ekki nein óþæg- indi af hlaupinu. Sigurjón Rist vatnamælinga- maöur sagöi í samtali viö VIsi i morgun, aö þessi hlaup í Skaftá kæmu oftast á tveggja ára fresti og siðast varð hlaup þarna i febrúar siöastliönum. Vatnsborö- iöhefur nú þegar hækkað um einn metra hjá Skaftárdal, en búast má við að hún veröi allt aö þrem- ur metrum hærri áöur en lýkur að sögn Sigurjóns. Sigurjón sagöi upptökin vera i svonefndum Sigkatli, I norö- vesturhorni Grimsvatna, og vegna þess hve fýlan væri mikil af hlaupinu og mikið af aur berst fram, sagði hann liklegt að ein- hverjar jarðhræringar eöa jarð- eldur væri þarna undir. Raunar sagði Sigurjón að jarðfræöingar hafi lengi búist viö aö eldur muni ná sér þarna upp, en ómögulegt væri þó aö spá nokkru um þao. - Kœfandi jðklafýla eystra Hlaupiö rennur mest um Kúöa- fljót til sjávar, en fer ekki eftir hinum eiginlega farvegi Skaftár við Kirkjubæjarklaustur. Há- marki nær hlaupið liklega á næstu tveim dögum, ef marka má reynslu af fyrri Skaftárhlaupum að sögn Sigurjóns. — AH I V •* mÆé * f- ’ Unniö var I alla nótt viö frágang sýningarbásanna I Laugardalshöllinni, en þar veröur sýningin Heimilið ’77 opnuö slöar I dag. Þótt fólk væri þreytt, þá var þaö samt sem áöur hresst þegar ljósmyndara VIsis bar aö garöi. Vlsismynd LA. Vöktu í alla nótt Sýningin Heimilið '77 opnuð í dag Það var örþreytt en þó hresst fólk sem Vísismenn hittu I Laugardalshöllinni i morgun. Unnið hafði verið I alla nótt við undirbúning sýningarinnar enda skammur timi til stefnu, en sýningin Heimilið ’77 veröur opnuð klukkan sex siðdegis i dag. í sýningarbás Karnabæjar var verið að setja upp sýningar- brúður, iklæddar finasta skarti, en vegna þess hve mikið ryk þyrlast upp frá vinnandi fólkinu i Höllinni var beðið með að klæða brúðurnar þar til á sið- ustu stundu. Þau höfðu verið vakandi i alla nótt, „eins og sjá má á útlitinu”, sagði einn starfsmaður Karna- bæjar. Sagðist hann búast við að þau yrðu búin að ganga frá öllu klukkan tvö i dag. — Og ætlið þið þá heim að sofa? — Nei, ætli maður reyni ekki að halda sér vakandi fram yfir kokkteilinn að minnsta kosti!” var svarið og um leið var rokið til og buxurnar hysjaðar upp um eina ginuna. —AH Hvað finnst þér um risastólinn? Stærsti stóll heims er nú tilbúinn á svæðinu gegnt Hótel Esju við Suður- landsbraut í Reykjavík. Hann er smiðaður á veg- um sýningarinnar Heim- ilið '11 og verður eins kon- ar tákn hennar. Kostnað- urinn við smíðina er nokkuð á aðra milljón króna. En hvernig líst fólki á stólinn? Visir spyr að því á blaðsíðu tvö í dag. Hundrað þúsund kallinn kominn v______________y Menn hafa lengi beöiö eftir 100 þúsund króna seðli hér á landi, en nú er hann kominn, aö vlsu ekki frá Seðlabankanum, heldur frá fyrirtækinu Frjálst framtak h.f. Seðillinn hefur veriö teiknaöur og prentaður I sambandi viö happdrætti sem fyrirtækiö stendur fyrir á sýningunni Heimiliö ’77 I Laugardalshöll. A honum er meöal annars skop- mynd af fjármálamanni og stöðvarhúsinu sem skolfiö hefur við Kröflu. Smqquglysingar Visis: Nýr svipur og happdrœtti Smáauglýsingar Vísis breyta um svip frá og með blaðinu í dag og um leið er hleypt af stokkun- um nýstárlegu smáaug- lýsingahappdrætti á vegum Vísis. Smáauglýsingarnar eru nú á b|aðsíðum 19, 20 og 21 og þjónustuauglýs- ingarnar á bls. 22. Frá smáauglýsinga- happdrætti Visis er nánar sagt i frétt á baksíðu i dag, en vinningurinn er Philips-litsjónvarpstæki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.